Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Selma SigurveigGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1936. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni fimmtudaginn 30. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Gunn- ar Salómonsson afl- raunamaður, f. 15. júlí 1907, d. 3. jan- úar 1960 og Jó- hanna Ólafsdóttir húsmóðir, f. 19. júlí 1908, d. 6. september 2000. Systk- ini Selmu voru Halldór, Ólafur, Tryggvi, Lára, Júlía, Viðar, Ósk- ar, Kolbrún, Stella, Aðalheiður, Margrét og Kjell. Hinn 4. október 1956 giftust Selma og Karl Hólm Helgason múrari, f. 7. mars 1930, d. 21. nóv- ember 2001. Foreldrar hans voru Helgi Ingimar Valdimarsson bóndi, f. 1. janúar 1898, d. 28. ágúst 1982 og Sólveig Árnadóttir, f. 10. maí 1893, d. 15. júní 1983, fóstra hans var Guðný Jónas- dóttir, f. 16. mars 1877, d. 29. apr- íl 1949. Börn Selmu eru: 1) Rann- veig Hrönn Harðardóttir, f. 7. janúar 1955, gift Sævari Björns- syni, börn hennar eru Edda Selma Márusdóttir og Ólafur Örn Már- usson. 2) Guðný Jó- hanna Karlsdóttir, f. 10. júlí 1956, gift Eyjólfi Ólafssyni. Börn þeirra eru Ólafur Karl, Lovísa Dagmar, Eyjólfur Óli og Ómar Kári. 3) Hörður Karlsson, f. 22. ágúst 1957, d. 12. september sama ár. 4) Pálmi Karls- son, f. 24. maí 1959, d. 11. október 2002, eftirlifandi kona hans er Helga Jó- hanna Hrafnkelsdóttir. Börn þeirra eru Hrafnkell Pálmi, Atli Karl og Íris Svava. 5) Gígja Karls- dóttir, f. 21. ágúst 1961, maður hennar Anton Sigurðsson. Dætur þeirra eru Guðný Hrönn, Selma og Anna, fyrir á hún soninn Mar- inó Guðmundsson. 6) Þórey Karls- dóttir, f. 16. september 1964, d. 28. apríl 1965. 7) Gylfi Karlsson, f. 4. febrúar 1966, dóttir hans er Rakel Ósk. Selma vann samhliða húsmóð- urstarfinu ýmis almenn störf, lengst af á Morgunblaðinu, Landakoti, Þvottahúsinu Fönn og síðast á sjúkrahúsinu Vogi. Útför Selmu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund og minningarnar hrannast upp er ég lít yfir farinn veg. Tilfinningalega líður mér illa, vegna Alzheimerssjúkdóms þíns, sem er svo miskunnarlaus og svipti þig öllum góðum eiginleikum síð- ustu 3 árin, sem betur fer ekki þínu jafnaðargeði og hlýju, baráttan var ekki löng og þú ert búin að kveðja okkur. Það vita nú allir að lífið er enginn dans á rósum og mismikið sem lagt er á fólk og þú fékkst þinn skammt eins og aðrir og kannski meira en flestir, oft hef ég beðið til Guðs um að taka ekki frá mér börn- in mín eins og þú þurftir að upplifa. Elsku ljúfa og góða mamma, sem var svo mikill friðarsinni, þakka þér fyrir allt, ég sakna þín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, elsku mamma. þín dóttir Hrönn. Nú hefur kvatt okkur ein sú besta manneskja sem ég hef kynnst á ævi minni og sem hafði hvað mest áhrif á líf mitt, það er móðir mín. Þegar maður er ungur heldur mað- ur að mamma verði alltaf til staðar en því miður er raunin ekki sú, öll hverfum við um síðir. Þegar ég hugsa um móður mína fyllist ég einhvers konar ró og yf- irvegun, ákveðin værð kemur yfir mig og ég minnist brosa hennar. Það er ekki hægt að segja að móðir mín hafi átti auðvelda ævi, en aldrei heyrði ég hana kvarta og bar hún harm sinn og missi í hljóði. Það hefur sennileg haft áhrif á hana að þurfa að fara í fóstur ung að árum og yfirgefa móður sína og systkini. En ung fór hún í fóstur til Sig- urðar Guðmundssonar og Rann- veigar Runólfsdóttur, indælisfólks sem ól hana upp í mikilli guðstrú og góðum siðum. En það er ekki það sama og að vera heima hjá mömmu og öllum sínum systkinum, en alls voru systkini hennar 11 sammæðra. Ég hef trú á því að henni hafi lið- ið vel er hún ferðaðist með föður sínum Gunnari Salómonssyni afl- raunamanni um Norðurlöndin og seldi miða inn á sýningar hans og lærði hún þá skandinavísku, sem hún brá oftar en ekki fyrir sig, jafn- vel á Spáni. Þá var oft hlegið, er enginn skildi hana, en hún brosti bara að þessu öllu saman. Aðeins nítján ára gömul, barns- hafandi að sínu fyrsta barni Rann- veigu Hrönn Harðardóttur, missir hún barnsföður sinn í hræðilegu sjóslysi, en þá var ekkert talað um áfallahjálp eða að fá aðstoð við að vinna úr sorginni – nei, bara áfram á hörkunni var það sem dugði í þá daga. Síðar kynnist hún Karli föður mínum, þá starfandi sem lögreglu- maður í Keflavík og sagði hún mér stundum frá því er hann var að koma til hennar í verslunina sem hún starfaði í, klæddur lögreglu- búningnum og sá ég þá gleði færast yfir andlit hennar. Ekki löngu seinna, eða einu og hálfu ári á eftir Hrönn, fæðist ég, en grunar mig að faðir minn hefði nú alveg þegið að ég hefði verið drengur, en í þá daga var það mikið karlmennskutákn að eignast son, en ég held að hann hafi nú fljótlega jafnað sig. Ári seinna fæðist þeim lítill ynd- islegur drengur, er var skírður Hörður, en hann lifði aðeins í þrjár vikur. Tveimur árum seinna fæðist Pálmi bróðir, þá kemur Gígja systir og þremur árum seinna Þórey litla, sem lést aðeins sjö mánaða gömul og man ég vel eftir því, þá orðin átta ára, en aldrei sá ég mömmu gráta, enda hefur hún borið harm sinn í hljóði eins og tíðkaðist þá. Tveimur árum seinna eignuðust þau örverpið sitt, Gylfa bróður. Fyrir aðeins fimm árum lést faðir minn og aðeins ellefu mánuðum síð- ar Pálmi bróðir, þá aðeins fjörutíu og þriggja ára gamall, úr hjarta- slagi, frá eiginkonu og þremur ung- um börnum, og var okkur öllum mikill harmdauði. En á milli þeirra feðga, lést Lára systir hennar. Þá var bara eins og hún hefði gef- ist upp, missa sitt þriðja barn og annan mann var bara meira en hún gat tekið við og lái henni hver sem vill. Greindist hún með Alzheimers- sjúkdóminn upp úr því. Sjúkdómur hennar gekk óvenjulega hratt fyrir sig, því 2003 var hún keyrandi, en svo hrakar henni stöðugt og tengd- um við hennar breyttu hegðun að- eins þessari miklu sorg sem hún hafði orðið fyrir. En því miður höfðum við ekki rétt fyrir okkur. Það sem yljar mér mest nú er sú tilhugsun, að í desember í fyrra fór- um við aðeins tvær í tíu daga ferð til Kanarí, en Gígja systir var þar fyrir með fjölskyldu sinni. Við fengum frábært raðhús sem við nutum okkar í, sólin skein og ég gat lofað henni að sjá himinninn, en hún hafði verið á Landakoti í svo- kallaðri hvíldarinnlögn sem er hugsuð í þrjár vikur og þá aðallega fyrir aðstandendur, en þarna var hún í eitt og hálft ár í þríbýli. En úti nutum við okkar, hún fór í fótsnyrtingu, lagningu og hvers konar dekur, við lágum í sólinni og hún gat fengið ís hvenær sem hún vildi og fannst henni það hreint ekki leiðinlegt, því ís elskaði hún. Á kvöldin fórum við út að borða og nutum okkar, og ég fékk sönnur á að hún hefði haft gaman af, því að í flugvélinni á leiðinni heim sagði hún við mig: eigum við ekki bara að snúa við? Og næstu daga á eftir, er ég heimsótti hana, sagði hún alltaf, þarna er fararstjórinn minn. Það sem ég tel til mestu kosta mömmu var sennilega það mesta jafnaðargeð sem ég hef kynnst á minni ævi. Að vera lítið barn og alast upp á heimili þar sem alltaf er kveikt ljós er þú kemur heim, kökuilmur og mamma alltaf heima, er sennilega það besta sem hvert barn getur hugsað sér. Elsku mamma, far þú í friði til pabba, Pálma bróður, Þóreyjar og Harðar, við komum til með að sakna þín, en jafnframt geta yljað okkur við ljúfar minningar um ynd- islega mömmu, tengdamömmu, ömmu og langömmu. Þín dóttir, Guðný Jóhanna Karlsdóttir. Mig langar að minnast Selmu tengdamóður minnar sem lést síð- astliðinn fimmtudag með nokkrum orðum. Þrátt fyrir sorgina og söknuðinn er mér efst í huga þakklæti til hennar fyrir það að hafa fengið að kynnast henni og eiga hana að í tuttugu og níu ár. Ég var rétt orðin sautján ára þegar við Pálmi sonur hennar kynntumst og hann var átján. Við vorum bara unglingar þá, þó við upplifðum okkur sem fullorðin. Því finnst mér ég hafa mótast af hans fjölskyldu ekkert síður en minni. Selma var hjartahlý, glaðlynd og góð kona og ávallt létt í lund og leit- aði eftir því jákvæða í öllu. Gegnum árin hefur Selma reynst mér og börnunum mínum mjög vel. Ég þakka þér allt Selma mín, það er ekki sjálfgefið að eiga góða tengdamóður. Kveðja. H. Jóhanna Hrafnkelsdóttir. Elsku besta amma mín, núna ertu horfin í eilífa nótt. Ég man þegar við fluttumst í sömu blokkar- lengjuna, ég í nr 7 og þú í nr 5. Oft þegar við mamma vorum að koma heim sáum við þig bíða eftir okkur í stigaganginum, þá hljópstu yfir til okkar og komst í kaffi. Ég setti allt- af homeblest súkkulaðikex í skál fyrir þig því ég vissi hvað þér þótti gott að fá súkkulaðikex með kaffinu. Alltaf þegar ég var döpur og leið gat ég alltaf leitað til þín amma. Við kúrðum oft saman í stóra bleika sófanum þínum inn í stofu. Ég man þegar við sátum og horfðum á Spaugstofuna og við hlógum svo mikið að við næstum því pissuðum á okkur. Þú áttir allt- af eitthvað gott eins og kökur og nammi sem við borðuðum saman því við vorum svo miklir sælkerar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég veit ekki hvað ég hefði gert án þín amma. Ég mun alltaf muna eftir þér og elska þig óendanlega mikið. Hvíldu í friði. Íris Svava Pálmadóttir. Þegar við bræðurnir hugsum til ömmu Selmu koma bara upp góðar hugsanir. Amma var alltaf í góðu skapi, vildi allt fyrir mann gera og sagði aldrei eitt einasta neikvætt orð, hvorki við okkur né um aðra. Amma var einstök kona og mun verða minnst fyrir hlýju og ótak- markaða góðvild. Amma var mikill húmoristi og gat alltaf séð spaugi- legu hliðarnar á málunum og hafði gaman af þegar við bræðurnir vor- um að grínast og gera strákapör. Öll samskipti við ömmu voru alltaf svo þægileg og afslöppuð, amma skipti ekki skapi og var alltaf ræðin og laus við stress. Amma var líka snillingur í að gera kleinur og parta. Við munum það vel bræð- urnir þegar við fórum í kleinuveisl- ur hjá ömmu og afa. Þetta voru góðir tímar og við söknum ömmu okkar sárt. Það er mikill missir í ömmu. Hún gat alltaf komið manni í gott skap með hlátri sínum og snið- ugum sögum. Þrátt fyrir að amma sé farin, mun minning hennar lifa hjá okkur það sem eftir er. Amma Selma bjó yfir eftirsóknarverðum mannkostum sem við bræðurnir munum taka okkur til fyrirmyndar og vera okkur til leiðbeiningar í framtíðinni. Bless, elsku amma. Takk fyrir allt. Ólafur Karl Eyjólfsson, Eyjólfur Óli Eyjólfsson, Ómar Kári Eyjólfsson. Selma amma er dáin. Veikindi hennar helltust yfir á ógnarhraða, að því er virtist, og því er það viss léttir að þjáningunum er lokið. Mín- ar helstu æskuminningar af ömmu voru þegar við barnabörnin vorum í okkar ótal heimsóknum í Stelkshól- unum. Það var mikill samgangur á þessum tíma milli ömmu, barnanna hennar og barnabarna. Það var ým- islegt brallað á þessum tíma en sér- staklega man ég eftir kökunum sem amma var alltaf að baka og aldrei skorti þegar við komum í heimsókn. Í seinni tíð hittumst við reglulega og töluðum um heima og geima. Hofteigur, Andrésarbrunnur og Sólvangur öðluðust allir hlýju í mínum huga því þarna átti amma heima, og hún var ekki bara amma hjá okkur í Lyngbrekkunni heldur líka langamma og það kunni hún að meta. Við heimsóttum hana á Sól- vang degi fyrir andlátið. Við fund- um að nú var komið að kveðjustund. Takk fyrir allt amma mín og Guð geymi þig. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Edda Selma. Kynni okkar Selmu hófust fyrir 36 árum þegar við hjónin fluttum með sex börn í næsta nágrenni við hana og Karl Hólm eiginmann hennar. Þau bjuggu með stóran barnahóp í Dalshúsi við sveitabæ- inn Meltungu, rétt ofan við Blesu- gróf. Fá hús voru á svæðinu, ekki ólíkt og að vera í sveit. Búskapur var í Meltungu með ær og kýr og hesta. Það var einstakt í Reykjavík að ala upp börn í þannig umhverfi. Við Selma urðum strax góðar vin- konur og börnin leikfélagar. Heim- ili hennar var opið mínum börnum og skemmdi ekki að alltaf voru ein- hver húsdýr í Dalshúsi. Selma var greiðvikin og gott til hennar að leita ef með þurfti. Hún var mjög handlagin og úrræðagóð og óhrædd að fást við vandasöm verk. Eitt sinn hvatti hún mig til að ráðast í að yfirdekkja heilt sófasett. Áður en lauk átti hún svo sjálf flest handtökin í því vandasama verki. Selma hafði ríka og gefandi kímnigáfu og hafði gaman af og kunni vel að segja frá. Myndlíkingar og dæmisögur voru gjarnan hennar aðferð til að auðvelda skilning og krydda frásög- ur sínar. Oft var því mikið spjallað og hlegið á góðum stundum, sem henni var svo lagið að skapa. Ekki hafði lífið alltaf farið um hana mjúkum höndum. Ung missti hún unnusta sinn í hafið er hún gekk með elstu dóttur sína og tvisv- ar urðu þau hjónin að þola barns- missi. En Selma var sterk og aldrei heyrði ég hana kvarta yfir ósann- gjörnu hlutskipti. Hún fann gleði sína í börnum sínum og heimili. Vinnan var henni líka mikils virði, hún vann alla tíð utan heimilis við hin ýmsu störf og var óhrædd að breyta til ef það hentaði. Hún var sterk og ósérhlífin eins og hún átti kyn til. Selma og Kalli fluttu í Breiðholt- ið og þar bjó hún þeim fagurt heim- ili. Fundum okkar fækkaði eftir að hún flutti. En þegar við hittumst var allt eins og meðan við vorum nágrannar. Málin rædd í trúnaði og gamlir tímar rifjaðir upp. En sorgum Selmu var ekki lokið. Fyrir fimm árum missti hún Kalla sinn eftir að hafa hjúkrað honum heima í langri og erfiðri sjúkralegu. Tæpu ári síðar lést elsti sonur hennar frá konu og ungum börnum. Þá fannst mér eins og eitthvað léti undan hjá þessari þróttmiklu vin- konu minni. Veikindi fóru að herja á hana eins og oft gerist við sáran missi, og að lokum kom að undan lét. Þegar ég heimsótti hana á sjúkrahúsið, þar sem hún dvaldi síðustu mánuði, var samt alltaf stutt í brosið og hennar meðfædda létta skap. Nú kveð ég kæra vin- konu með þakklæti fyrir góð og gef- andi kynni. Ég og Birgir vottum fjölskyldu og börnum hennar okkar dýpstu samúð. Kristín Viggósdóttir. Þegar kemur að því að kveðja einhvern sem manni er nákominn og kær verða orðin oft fátæklegri en þær fallegu hugsanir sem fylgja þeim sem lagt hefur upp í sína hinstu för. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Selmu tengdamóður þegar við Hrönn dóttir hennar felldum hugi saman. Ég held að ég mæli fyrir hönd allra sem hana þekktu að þar fór á vit feðra sinna manneskja sem allir munu syrgja og sakna. Minn- ingarnar hrannast upp og fylla tóm í hjarta okkar um ókomna tíð. Selma var glæsileg kona, dugleg og iðjusöm og væri hægt að fylla margar síður af góðverkum hennar en það var ekki í hennar anda að láta hampa sér, og það ætla ég ekki að gera hér, heldur þakka þér, elsku tengdamamma, fyrir að hafa fengið að vera þér samferða dágóð- an spöl af lífi mínu. Tíminn eftir að þú greindist með heilabilun fyrir 3 árum hefur verið fjölskyldunni erf- iður, en þú áttir frábærar dætur sem hjúkruðu þér af miklum kær- leika. Ég veit að hjá konunni minni féll ekki dagur úr að sýsla eitthvað í þína þágu. Ég kveð þig, elsku tengdamamma, með söknuð í hjarta. Þeir segja þig látna, þú lifir samt og í ljósinu færð þú að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og í gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson.) Sævar Björnsson. Selma S. Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.