Morgunblaðið - 07.12.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 07.12.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 31 KONA um borð í flugvél American Airlines, sem fljúga átti frá Wash- ington til Dallas, olli skyndiheim- sókn 99 flugfarþega og fimm áhafn- armeðlima til Nashville þegar nauðlenda þurfti þar vegna maga- vandræða hennar. Atvikið varð á mánudag eftir að farþegar tóku að kvarta undan brunalykt um borð að því er Wash- ington Post greinir frá. Allir farþeg- arnir og áhöfn þurftu að fara frá borði og undirgangast sprengjuleit á flugvellinum í Nashville auk þess sem allur farangur var rannsakaður. Eftir að alríkislögreglumenn (FBI) höfðu rannsakað vélina í þaula viðurkenndi einn farþeganna að hafa kveikt á eldspýtum í tilraun til að fela eigin líkamslykt sem orsakaðist af slæmum maga. Konan mun eiga við ótilgreindan sjúkdóm að stríða. Hún slapp við kæru vegna uppá- tækisins en var hins vegar ekki hleypt aftur um borð í vélina þegar henni var flogið áfram til Dallas. Vindgangur olli nauðlendingu Reuters Neyðarstopp Vindgangur í háloft- unum setti strik í reikninginn. Hótel Laki, nýtt heilsu- oglífsstílshótel, verðuropnað um áramótin aðEfri-Vík, sem er staðsett um fimm kílómetra suður af Kirkju- bæjarklaustri. Þá er lokið byggingu fyrsta áfanga af þremur sem rúmar sextán herbergi, móttöku, bar, sauna og heita potta en stefnt er að því að innan þriggja ára verði risið 64 herbergja hótel. Það eru hjónin Hörður Davíðsson og Salome Ragnarsdóttir ásamt dóttur og tengdasyni, Evu Harð- ardóttur og Þorsteini Kristinssyni, sem standa að framkvæmdunum og koma til með að reka hótelið. Að sögn Evu er hugmyndin sú að bjóða fólki í hraða nútímans upp á slökun og fræðslu frá sérfræðingum í hollu mataræði og heilbrigði líkama og sálar. Tuttugu manna sérfræðiteymi „Við fáum alls konar sérfræðinga til liðs við okkur og sköpum þeim að- stöðu fyrir námskeið og meðhöndl- un. Margir þeirra fagna því að fá tækifæri til að komast út úr erli þéttbýlisins með það fólk sem það er að vinna með svo truflun verði sem minnst. Dagskráin hefst 4. janúar og er gert ráð fyrir að þrír til fimm sér- fræðingar af mismunandi heilsusvið- um verði á staðnum hverju sinni en alls telur sérfræðingahópurinn um tuttugu manns,“ segir Eva. Áhersla verður lögð á hollt mataræði, útivist, hreyfingu, íhugun og slökun. Sett verður upp dagskrá og eitt rekur annað allan daginn svo að gestir geti valið hvað hentar þeim best hverju sinni. Á matseðli verður hægt að velja á milli hollusturétta og hefð- bundins matseðils og á hótelinu hafa gestir aðgang að heitum pottum og gufuböðum. Þar er einnig hvíld- arherbergi og aðstaða fyrir nuddara og snyrtistofu. Herbergi, smáhýsi og bústaðir Ferðaþjónusta hefur verið rekin að Efri-Vík óslitið síðan árið 1975, fyrst í smáum stíl, en síðan hafa, auk herbergja í aðalbyggingu, bæst við smáhýsi og sumarbústaðir. Boðið er upp á morgunverð og kvöldverð og grillstaður er á svæðinu í uppgerðri hlöðu með gömlum búmunum til sýnis. Níu holu golfvöllur er að Efri- Vík og veiðivatn. Hörður og Salome hafa búið í Efri-Vík frá árinu 1968, en fyrir fimm árum síðan komu Eva og Þor- steinn til liðs við þau. Haustið 2005 var byrjað á fram- kvæmdum við nýja hótelið sem teiknað var af Yrki hf. Við hönnun hótelsins var einfaldleikinn, stíl- hreint og bjart yfirbragð, haft að leiðarljósi. Byggingin verður klædd með fjörusteinum á neðri hæð, bárujárni að ofan og torf verður á þaki. „Þetta er náttúruvænt hótel sem gefur fyr- irheit um þá starfsemi sem hérna mun fara fram,“ segir Eva. Heilsuhótel Tuttugu manna heilsuteymi kemur til með að starfa við hótelið sem opnað verður um áramótin. „Leggjum rækt við hollan lífsstíl“ Nýtt heilsu- og lífsstíls- hótel opnar að Klaustri um áramótin þar sem hugmyndin er að bjóða upp á slökun og fræðslu um holla lífshætti í hraða nútímans. Jóhanna Ingvarsdóttir heyrði í hótelhöldurum. TENGLAR .............................................. www.hotellaki.is Hótelhaldararnir Salome Ragnarsdóttir og Hörður Davíðsson og Eva Harðardóttir og Þorsteinn Kristinsson. Vika á Spáni 13.200 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta frá ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 15 83 1 1/ 06 Við leggjum okkur fram. Ertu að fara á skíði? Bókaðu bílaleigubílinn strax á avis.is Bílaleigubíll í Þýskalandi Vika fyrir flokk I Opel Vectra station eða sambærilegan bíl á 333 evrur. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, kaskó- og þjófatrygging, flugvallargjald og skattar. LEIÐSÖGUTÆKI TIL LEIGU Leigðu GPS leiðsögutæki í bílinn, fáðu kennslu á það hér heima og taktu það með þér til útlanda. Handhægt og mjög einfalt í notkun. Knarrarvogi 2 / Sími 591 4000 / avis.is P IP A R • S ÍA • 6 0 7 7 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.