Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN A ð enska bók um Arf- leifðarstofnun nazista rak á fjörur mínar fór saman við fréttir af fyrsta fundi drauma- barna nazista síðan veldi nazism- ans leið undir lok. Þetta fólk, lit- frítt og ljóshært og blátt undir brún, var ýmist getið í þágu flokks- ins eða tekið frá foreldrum sínum í bernsku og sett í uppeldisstöðvar nazismans sem neistar nýrra aría undir merki hakakrossins. Þetta barnamál var eitt höfuð þess illa skrímslis sem nazisminn var og við lestur bókarinnar The Master Plan eftir Heather Pringle komu þau fleiri í ljós. Bókin sú kom út í London fyrr á árinu og fjallar um starf Arfleifðarstofn- unarinnar, sem laut stjórn Hein- richs Himmlers og skyldi sveigja söguna til liðs við drauminn um ar- ískan uppruna og stórfenglega for- tíð Þjóðverja. Þessi fortíð- arþráhyggja beindi áhuga þýzkra meðal annars að Íslandi og Íslend- ingum, eins og Þór Whitehead hef- ur rakið í bókum sínum. Pringle minnist líka á Íslandsáhuga Arf- leifðarstofnunarinnar og ferðir starfsmanna hennar hingað til lands, en fer víðar um völlinn og dregur upp heildarmynd af þessari skuggaveröld nazismans, sem átti sér ekki síður illar hliðar en aðrir kimar hakakrossins. Kollega minn á Morgunblaðinu, sem vakti athygli mína á þessari bók, sagði mér frá því að ættingi hans hefði verið við nám í Berlín, þegar nazistar voru á valdaleið í Þýzkalandi. Leiðir hans og for- ingja nazista lágu lauslega saman og brá honum svo við þá illsku, sem hann nam frá nazistunum, að hann kom sér úr landi og var lengi að ná sér. Ég hef líka lesið lýsingu annars manns á návist við naz- ismann, sem honum fannst stafa svo mikilli illsku, að hann var nærri því að bugast. Og eins og í fyrri frásögninni neytti hann fyrsta færis til þess að komast burt, bæði frá foringjanum og föð- urlandi hans. Aldrei hitti ég Hitler. Og ekki Himmler. En ég hef margt heyrt og lesið. Og í Póllandsferð stóð ég á brautarpallinum í Auschwitch og sá fyrir hugskotssjónum hverja lestina á fætur annarri renna inn á stöðina troðfulla af gyðingum á leið í gasklefana. Svo raunverulegt var þetta, að ég fann teinana titra, og eftir þá reynslu og æpandi veggina í útrýmingarbúðunum varð ég að taka mig á til þess að ná tökum á sjálfum mér aftur. Sá hringur lok- aðist mér með sínu móti tuttugu árum síður, þegar ég heimsótti Helfararsafnið á samyrkjubúinu Lohamei Haghetaot í Ísrael. Sam- ur maður hef ég þó aldrei orðið aft- ur. Helfararsafnið geymir sögu gyðinga í gettóunum og í turnlaga byggingu er barnasafnið, þar sem barnsraddirnar bergmála líf og dauða í skugga hakakrossins. Þótt hólpinn væri, rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds að standa andspænis þeirri ógnarlegu illsku, sem mannsandinn lýtur, þegar sá gállinn er á honum. En það er ekki eins og við þurf- um að leita aftur til smiðju nazista til þess að finna illbrigði og vonzku í veröldinni. Nóg af þeim í kringum okkur enn þann dag í dag. Illskan á sér marga formælendur. Því mið- ur! Mér er ofarlega í minni Ind- landsferð mín 1971, þegar ég kom í flóttamannabúðirnar við Kalkútta, þar sem flóttafólk frá A-Pakistan, sem þá var að verða Bangladess, leitaði skjóls fyrir átökunum milli stjórnarhersins og frelsishersins. Það vantaði ekkert upp á illskuna í þeim vopnaviðskiptum. Mannlegt helvíti í öllu sínu veldi nefndi ég eina grein mína úr þessari ferð. Og enn berast bræður á bana- spjót um mestalla heimsbyggðina og enn traðka menn á tilveru ann- arra milli níu og fimm. Hvert hryðjuverkið rekur annað, það er einn daginn hér og hinn daginn þar og sums staðar daglegt brauð. Það er eins og ekkert lát geti orðið á afbrotum og ofbeldi. Þau kunna að breyta eitthvað um svip, en illskan í orsökunum og innihaldinu er söm við sig. Eiturlyfin eru ein ófreskja nú- tímans. Undir hakakrossi illsk- unnar eru þau ræktuð og þeim dreift og teinarnir titra dag og nótt undan lestunum sem troðfullar flytja fórnarlömbin á endastöðina. Og alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Enginn er óhultur. Við er- um öll gyðingar. Kornungur frændi minn féll í fíkniefnavalinn. Og ég þekki fleiri nær mér og fjær sem hafa lagt upp í þessa þrauta- göngu; sumir hafa blessunarlega náð að brjóta af sér klafann, aðrir berjast upp á líf og dauða, en enn aðrir virðast bara bíða eftir sinni lokalest, það er eins og þeim séu allar bjargir bannaðar. Það er þyngra en tárum taki. Það getur svo sannarlega reynzt erfitt að sjá til sólar af braut- arpöllum illskunnar. En auðvitað á lífið sínar björtu hliðar líka. Á þeim megum við aldrei missa sjón- ar, því þegar allt kemur til alls eru það þær sem gefa lífinu gildi. Bros- ið í augum afaljósanna minna bæt- ir ekki fyrir tómið í augum flótta- barnanna í Kalkútta, en það hjálpar mér til að takast á við litróf lífsins, stappar í mig stálinu og glæðir vonina um betri heim. Þrátt fyrir allt eru þessi augnablik sterk- ari en hin. En þótt sæt séu mega þau ekki glepja okkur sýn. Það er rétt að njóta þeirra, en sú sæla má ekki svæfa okkur, heldur stæla til átaka gegn þeirri marghöfða illsku, sem enn gengur laus. Líkt og nazisminn var í eina tíð borinn ofurliði má hin marghöfða illska bíða lægri hlut. Þótt ein- hverjar orrustur tapist, verður stríðið að vinnast. Við höfum sig- urvopnið í kærleikanum og okkur má ekki bregðast bogalistin. Þar við liggur okkar líf. Vonin í augum afaljósanna » Sérstök bók rekur hugann um illa kimaheimsins, en sú ferð minnir um leið á hans björtu hliðar, sem allir góðviljaðir menn hljóta að berjast fyrir. freysteinn@mbl.is VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson Í DESEMBER fögnum við 15 ára samstarfi þingmanna á Norð- urlöndum og í Eystrasaltsríkj- unum. Norðurlandabúar vilja og hafa væntingar um aukið norrænt sam- starf, en ekki á kostn- að Evrópu- eða al- þjóðlegs samstarfs. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem kynnt var í október í tengslum við Norð- urlandaráðsþing í Kaupmannahöfn. Norrænir borgarar svöruðu skynsamlega, það eigum við að virða og við eigum að verða við óskum þeirra. Niðurstöður könnunarinnar færðu okkur rök fyrir því að efla norrænt samstarf í framtíðinni í samræmi við óskir og væntingar íbúanna. Ef til vill var norrænt samstarf í eina tíð einvörðungu lokað sam- starf Norðurlandanna fimm. En frá falli Sovétríkjanna árið 1991 hefur samstarfið verið náið við Eystrasaltssvæðið, ekki síst við Eystrasaltsríkin. Staðreyndin er sú að Norðurlandaráð hafði þegar tekið fyrstu skrefin í átt að sam- starfi við þau árið 1990, áður en þau lýstu yfir sjálfstæði. Í nóv- ember 1991 tók Norðurlandaráð þátt í stofnfundi Eystrasaltsráðs- ins og samstarf við ráðið hefur verið náið allar götur síðan. Norð- urlöndin studdu öll, hvort sem þau voru aðilar eður ei, inngöngu Eist- lands, Lettlands og Litháens í NATO og ESB. Nýr kafli er að hefjast í samstarfinu. Samstarf út fyrir Norðurlönd eykst og vex á sífellt fleiri sviðum. Eystrasaltsríkin þrjú eiga nú þeg- ar aðild að Norræna fjárfesting- arbankanum, en hann veitir m.a. lán til stórra umhverfisverkefna á Eystrasaltssvæðinu. Þess verður ekki langt að bíða að nemendaskiptaáætl- unin Nordplus nái einnig til Eystrasalts- ríkjanna. Þegar Eystrasaltsríkin verða aðilar að þessu samstarfi, gefst ungu fólki tækifæri á að stunda nám beggja vegna Eystrasaltsins. Norðurlönd sigursvæði Á Norðurlandaráðs- þinginu í Kaupmanna- höfn tóku forsætisráð- herrar Norðurlandanna þátt í að marka stefnu, sem getur haft mik- il áhrif á þróunina í samfélagi okk- ar í norrænu, evrópsku og al- þjóðlegu samhengi. Við ræddum um Norðurlöndin sem sigursvæði, en það má ekki skilja sem svo að við viljum vera sigurvegarar á kostnað grannríkja okkar. Þvert á móti. Hagvöxtur hefur til að mynda verið hvað mestur í Eystrasaltsríkjunum miðað við önnur Evrópuríki undanfarin ár. Aftur á móti getum við Norður- landabúar lagt okkar af mörkum við að miðla til annarra hvernig vel rekið velferðarkerfi á ekki að skoða sem tilkostnað heldur fjár- festingu sem miðar að því að standa okkur vel í alþjóðlegri samkeppni. Við okkur blasa stór- kostleg tækifæri, sem við eigum að grípa. Jafnframt verðum við að ráðast gegn þeim hindrunum sem verða á vegi okkar og hamla framþróun. Þessi árin erum við sameig- inlega að takast á við ný verkefni í Norður-Evrópu og eins og áður „að brúa bilið“ milli ESB og nýju grannríkjanna í austri. Þróunin í ESB má ekki verða til þess að ný landamæri verði til í Evrópu, en hinsvegar er ekki einfalt að koma á samstarfi til að mynda við Hvíta-Rússland. Eystrasaltsríkin búa að mikilli reynslu, sem við getum nýtt í auknu Eystrasalts- samstarfi sem í sumum tilvikum nær alla leið til Úkraínu. Upp- bygging tengslaneta er mik- ilvægur stuðningur við lýðræðis- og efnahagslega uppbyggingu sem smám saman mun leiða til bættra lífskjara. Þróun lýðræðis og velferðar í nýju ESB- ríkjunum þjónar hagsmunum allra. Annað sameiginlegt verkefni þingmannaráðstefnu Eystrasalts- samstarfsins er að bæta umhverfi hafsins og strandsvæða. Ekki síst þarf að ráðast gegn þeim sameig- inlega vanda sem felst í skipu- lagðri glæpastarfsemi eins og fíkniefnasölu og mansali. Það er af nógu að taka í samstarfinu en við getum verið sátt við árang- urinn undanfarin 15 ár. Stórkostleg tækifæri fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríkin Rannveig Guðmundsdóttir skrifar í tilefni þess að í desem- ber er samstarf þingmanna á Norðurlöndum og í Eystrasalts- ríkjunum 15 ára » Þróun lýðræðis ogvelferðar í nýju ESB-ríkjunum þjónar hagsmunum allra. Rannveig Guðmundsdóttir Höfundur er þingmaður Samfylk- ingar í Suðvesturkjördæmi. ÉG FLUTTI heim til Íslands fyrir nokkrum vikum. Sitt lítið af hverju hefur gerst á þeim stutta tíma. Ég byrjaði í nýrri vinnu. Rifjaði upp kynni af góðu fólki. Kynntist nýju góðu fólki. Og svo fékk ég fréttir sem minntu mig óþyrmilega á það hve ofbeldi er nálægt okk- ur öllum. Hversu hrottalegt það er. Til- gangslaust. Eyðandi. Minningin um Ís- land byrjar strax að breytast eftir nokk- urra ára búsetu í út- löndum. Skammdegið virðist ekki alveg jafn svart í minningunni. Maður gleym- ir hvað það verður hvasst hérna og eins þessu með láréttu rigninguna. En svo getur maður líka gleymt ójarðneskri birtunni. Og því hve loftið er tært. Þessi staður er sannarlega engum líkur. Fólkið er líka engu líkt. Það kann að vera að við brosum ekki jafn oft og aðrar þjóðir. En við meinum það oftar. Eitt af því sem byrjar að dofna í minningunni eftir nokkur ár er of- beldið. Sérstaklega þegar enginn sem stendur manni nærri hefur orðið fyrir því. Úr fjarlægð virðist þessi eyja friðsælasti blettur í heimi. Og kannski er hún það. En ofbeldi þrífst hér samt, rétt eins og annars staðar. Ofbeldið í miðbæ Reykjavíkur um helgar er orðið svo fastur liður í fréttatímum að æ færri láta sér bregða við að heyra af því. En það er annars konar ofbeldi sem við erum þegar orðin dofin fyrir. Kynferðisofbeldi og heimilis- ofbeldi á sér stað hér, rétt eins og hjá öðrum þjóðum. Það er mun al- gengara en við viljum halda og það er mitt kyn, karlkynið, sem veldur því mestöllu. Karlmenn. Það eru þeir sem berja konurnar sínar. Það eru karlmenn sem nauðga konum og kúga þær. Og við hin- ir leyfum þessu að gerast. Við gerum það öll, en af einhverjum sökum finnst mér sér- staklega aumt að við karlmenn skulum vera svo vanmáttugir þeg- ar kemur að því að stemma stigu við þessu ofbeldi. Við er- um allir synir kvenna. Við erum bræður, eig- inmenn, feður. Við ættum að geta staðið okkur betur. En hvernig? Ég fór á kvikmyndasýningu í gær sem haldin var á vegum Ís- landsdeildar Amnesty Int- ernational í tilefni af 16 daga átaki sem nú stendur yfir gegn kyn- bundnu ofbeldi. Þetta mun vera 16. árið sem slíkt átak er gert. Á dagskrá voru tvær myndir. Það var sláandi að horfa á þær. Kannski höfðu þær svona mikil áhrif á mig vegna þess að ég hef síðustu daga horft upp á afleið- ingar tilhæfulauss ofbeldisverkn- aðar. Eða kannski voru myndirnar bara svona vel gerðar. Að sýning- unni lokinni sátu áhorfendur áfram og ræddu þetta efni. Ein- hver benti á hversu sýnilegra vandamálið hefur orðið á und- anförnum árum. Sumir töluðu um hve vægir dómar falla í málum af þessu tagi. Aðrir bentu á mik- ilvægi þess að við fræðum börnin okkar um hve ofbeldi er skemm- andi. Flestir voru sammála um að það væri erfitt að finna úrræði til að kveða niður þennan draug. Allir voru þó á því að það stæði upp á okkur öll. Að hvert okkar um sig yrði að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að þessi meinsemd myndi liggja lengur í þagnargildi. Og því settist ég við að skrifa þessa grein. Ef til vill eru það einmitt ein- földu atriðin, sjálfsögðu hlutirnir, sem þarf stundum að taka sér- staklega fram. Ofbeldi er rangt. Við eigum ekki að líða það. Sér- staklega ekki kynbundið ofbeldi. Það er engin ástæða til að halda að við getum ekki bundið enda á það. Við getum allt, svo mikið er víst. Við, mannkynið, höfum ráðið niðurlögum farsótta, útrýmt þrælahaldi og gengið á tunglinu, svo fátt eitt sé talið. Konur hafa þegar unnið baráttuna fyrir rétti sínum til að mennta sig, fyrir kosningaréttinum, fyrir að geta unnið úti og að tekið þátt í land- stjórninni. Af hverju ættum við að sætta okkur við að láta hér við sitja? Af hverju ætti kynbundið of- beldi að viðgangast? Það er ekki í lagi að karlar lemji konur, en við þurfum líka að segja það upphátt: Það er rangt og við ætlum ekki að líða það lengur. Þarna, ég sagði það. Segðu það núna. Ekki líta undan Hörður Helgi Helgason fjallar um kynbundið ofbeldi í tilefni af 16 daga átaki » Það er ekki í lagi aðkarlar lemji konur, en við þurfum líka að segja það upphátt: Það er rangt og við ætlum ekki að líða það lengur. Hörður Helgi Helgason Höfundur er lögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.