Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 341. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. og framleiðsla er góð gjöf Löggilt menntun meistara í iðngreinum tryggir viðskiptavinum faglega þjónustu og lausnir að þörfum hvers og eins. Íslensk hönnun og framleiðsla er góð gjöf. MUNIÐ GJAFAKORTIN skartgripir portrett klæðskurður snyrting Íslensk hönnun Samtök iðnaðarins hvetja landsmenn að skipta aðeins við fagfólk með tilskilin réttindi og það er að finna á: www.meistarinn.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA-átt 5–13 m/s, hvassast við ströndina. Él norðan- og aust- anlands, annars bjart að mestu. » 8 Heitast Kaldast 4°C 1°C GERA má ráð fyrir að á aðventu séu að jafnaði haldnir um sjö tónleikar á dag á landinu, samkvæmt óformlegri könnun menningardeildar Morgunblaðsins. Þegar er staðfest, að ríflega 70 sérstakir að- ventu- og jólatónleikar verða haldnir frá aðventubyrjun til jóla, en vitað er að þeim á eftir að fjölga nokkuð. Þá má reikna með að almennir tónleikar, með efnisskrá sem ekki tengist árstímanum, séu um 50 á sama tíma. Á síðustu árum hefur aðsókn á slíka tónleika virst dragast saman en að- sókn á aðventu- og jólatónleika hefur auk- ist til muna. Gagnrýnendum Morgun- blaðsins ber þó saman um að aðsókn á almenna tónleika síðustu daga og vikur hafi verið góð, með fáeinum undantekn- ingum. Því virðist lítið lát á sókn almennings í tónlist á þessum árstíma. Hefðir eru að breytast, og ljóst að það er orðinn siður margra að sækja tónleika á aðventu. | 53 Morgunblaðið/Þorkell Söngur Mikið af aðventu- og jóla- tónleikum fer fram í desember. Sjö tón- leikar á dag á aðventu Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VERKTAKAR eru sammála samgönguráð- herra um að stefna á tvöföldun Suðurlandsveg- ar, að sögn Árna Jóhannssonar, talsmanns verktaka hjá Samtökum iðnaðarins. Hann segir verktaka telja að nú sé gott lag til að hefja fram- kvæmdir við veginn þegar sér fyrir endann á virkjunar- og stóriðjuframkvæmdum á Austur- landi. Engar aðrar stórframkvæmdir séu á teikniborðinu og nokkrum stærri vegagerðar- verkefnum fari senn að ljúka. Verktakafyrir- tækin séu vel í stakk búin til að takast á við auknar vegaframkvæmdir. Telur Árni að að- stæður á þessum markaði verði vart hagstæðari fyrir samgönguyfirvöld til framkvæmda en nú. Vonir standa til þess að hægt verði að aðskilja akstursstefnur þegar í stað á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi, þar sem aðstæður leyfa, og breikka vegina þar sem brýnast er, að sögn samgönguráðuneytisins. Alþingi hefur, að til- lögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, samþykkt sérstaka fjárveitingu á fjáraukalög- um til umferðaröryggisaðgerða á vegunum tveimur. Í gær var haldinn fundur í samgöngu- ráðuneytinu um umferðaröryggismál og fram- kvæmdir við Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Þá hefur samgönguráðuneytið falið Vegagerð- inni að hefja undirbúning að tvöföldun veganna á sviði skipulagsmála og umhverfismats. Prestar Árnesprófastsdæmis samþykktu ályktun á fundi sínum í gær þar sem þeir skora á yfirvöld „að leggja hið snarasta tvær aðskildar akbrautir frá Reykjavík austur á Selfoss“. Segj- ast prestarnir vera orðnir langþreyttir á að horfa upp á og vinna með afleiðingar hörmu- legra slysa á saklausu fólki. Meira en 22.000 manns hafa ritað nöfn sín til stuðnings áskorun um tvöföldun Suðurlands- vegar á vefsíðunni sudurlandsvegur.is. Eyþór Arnalds, einn upphafsmanna vefsíðunnar, telur að aldrei hafi fleiri ritað nöfn sín til stuðnings samgöngubótum hér á landi. Verktakar telja gott lag til vegaframkvæmda nú Yfir 22.000 manns hafa undirritað áskorun um tvöföldun Suðurlandsvegar Í HNOTSKURN » Markmið samgönguráðherra er aðSuðurlandsvegur og Vesturlands- vegur verði tvöfaldaðir. » Verkefnið verði sett í samgönguáætl-un sem kemur til meðferðar Alþingis í byrjun næsta árs. ÞRIÐJU vikuna í röð situr Konungsbók Arnaldar Indriðasonar á toppi bók- sölulista Morgunblaðsins yfir íslensk og þýdd skáldverk. Konungsbók þurfti samt að víkja úr toppsætinu sem söluhæsta bókin á landinu fyrir uppskriftabókinni Eftirréttum Hag- kaupa sem seldist best allra bóka vikuna 28. nóvember til 4. desember. | 20 Bóksölulisti Arnaldur og Eftir- réttir seljast best ♦♦♦ LANDINN er augljóslega kominn í jóla- skap því mest selda geislaplatan und- anfarna viku er safndiskurinn 100 íslensk jólalög og heldur hún þar með toppsæti Tónlistans frá síðustu viku. Í öðru sæti er Jól og blíða með gröll- urunum í Baggalúti og þar rétt á eftir kemur hástökkvari vikunnar sem er Björgvin Halldórsson með tónleikadiskinn Björgvin, Sinfó og gestir. | 52 Tónlistinn Jóladiskarnir söluhæstir Í DÓMI héraðsdóms, sem sagt var frá í Morg-unblaðinu í gær, í máli konu gegn læknum Læknahússins, Domus Medica, vegna mistaka í brjóstastækkunaraðgerð, kemur fram að lega barkarennu í aðgerðinni hafi átt stóran þátt í því að konan fékk hjartastopp. Sagt er að endur- lífgun hafi verið á ábyrgð lýtalæknis og svæf- ingalæknis. „Svæfingin var óhjákvæmilegur þáttur í umræddri aðgerð. Bar [svæfingalækn- irinn] ábyrgð á vöktun og framkvæmd svæf- ingar en endurlífgun var á ábyrgð beggja stefndu. Enda þótt sök stefndu á upphaflegum mistökum í aðgerðinni sé þannig ekki jöfn er á það að líta að þeir stóðu sameiginlega að henni og bera því, eins og atvikum er háttað, jafna ábyrgð gagnvart stefnanda,“ segir í dómnum. Í niðurstöðu dómsins segir jafnframt að telja verði ólíklegt að grönn barkarenna hafi skipt sköpum, en hún var grennri en venjulega er not- uð hjá fullorðnu fólki í svæfingu. Hefði barka- rennan legið rétt með því að vera í barkanum hefði ekki átt að vera neinum vandkvæðum bundið fyrir stefnanda að anda. Líkur eru sagð- ar vera fyrir því að að lega barkarennu hafi ver- ið röng og hún verið í vélinda í stað barka, en það gæti skýrt það sem aflaga fór. Eftir að púlsleysi konunnar var staðfest voru viðbrögð stefndu þau að framkvæma hjartahnoð og öndun um andlitsgrímu þar til neyðarbíls- áhöfn kom. Hjartarafstuðstæki sem tiltækt var í grennd við skurðstofuna var ekki notað. Þó er ljóst af gögnum málsins að rafstuð sem kom hjartanu úr sleglatifi í réttan takt var ekki gefið fyrr en að minnsta kosti sex mínútum eftir að púlsleysi greindist. Kristján Oddsson aðstoðar- landlæknir telur ekki ótryggara að fara í aðgerð á einkastofu en á sjúkrastofnun þar sem starfs- fólk á einkastofum starfi í langflestum tilvikum líka á sjúkrahúsum.| Miðopna Tiltækt rafstuðstæki var ekki notað eftir hjartastopp Morgunblaðið/ÞÖK „Og þá var kátt í höllinni“ Syngjandi sæl Góð stemning var þegar tekin var formlega í notkun ný viðbygging Laugarnesskóla í gær. | 24 FRÆÐASETRINU Garðars- hólma verður komið á fót á Húsa- vík og væntanlega opnað 2009. Setrið er kennt við sænska land- námsmanninn Garðar Svavarsson sem hafði vetursetu við Skjálf- andaflóa árið 870. Þetta var kynnt á Húsavík í gær. Svíakonungur og forseti Íslands eru verndarar verkefnisins en það mun afar fátítt að konungur gerist verndari verkefna utan heima- landsins. Fyrirhugað er að byggja glæsilegt hús við Húsavíkurhöfn til að hýsa starfsemina en þar verður landnámssýning, alþjóðlegur fund- arstaður og aðstaða fyrir vísinda- og listamenn.| Miðopna Konungur og forseti verndarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.