Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 27
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 27 veidihornid.is Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 • Síðumúli 8 - Sími 568 8410 Erfitt að velja? Gefðu gjafabréf í stærstu veiðiverslun landsins. Þar er úrvalið Þú sérð jólatilboðin líka á veidihornid.is - Opið alla daga - Fyrir veiðimanninn í fjölskyldunni þinni veidihornid.is Síðumúli 8Hafnarstræti 5 Infac byssuskápur fyrir 5 byssur. 3mm stál, öflug boltalæsing. Topphilla. Jólatilboð 22.995.- Infac byssuskápur fyrir 7 byssur. Mest keypti byssuskápurinn á markaðnum. 3mm stál, öflug boltalæsing, læsanlegt innra hólf. Jólatilboð 29.995.- Ameristep felubirgi. Rúllubaggarnir vinsælu sem slegið hafa í gegn. 2 veiðimenn komast vel fyrir í birginu. Jólatilboð aðeins 14.995.- Atlas snjóþrúgur fyrir skotveiðimanninn, í jeppann eða frístundahúsið. Vandaðar bandarískar þrúgur í tösku ásamt 2 stillanlegum göngustöfum. Fyrir konur og karla. Verð aðeins frá 17.995.- Hreinsisett fyrir haglabyssur og riffla. Landsins mesta úrval. Verð aðeins frá 1.595.- fyrir sett með verkfærum, hreinsiefnum og olíu. Beretta skotfæratöskur. Verð aðeins frá 1.995.- Leupold handsjónaukar í miklu úrvali. Vandaðir og vin- sælir bandarískir sjónaukar. Verð aðeins frá 14.900.- Beretta vörur í úrvali fyrir skotveiðimanninn. Beretta hlífðargleraugu frá aðeins 3.995.- Beretta heyrnarhlífar frá aðeins 4.890.- ProLogic skotveiðijakki í felulitum. Vatnsheldur jakki með lausum innri jakka. Vatnsheldur með útöndun. Stórir vasar og góð hetta. Jólatilboð aðeins 19.900.- ProLogic skotveiðibuxur í felulitum. Háar smekkbuxur í MAX4 mynstri. Rip Stop efni. Vatnsheldar með útöndun. Jólatilboð aðeins 14.900.- Beretta bakpoki með festingu fyrir byssu. Felulita hlífðarpoki fylgir. Verð aðeins 11.495.- Gervigæsir. Nauðsynlegar í gæsaveiðina. 12 skeljar í kassa. Lausir hausar og festijárn. Þær mest keyptu á Íslandi undanfarin ár. Verð aðeins 7.995.- fyrir 12 stk. Einnig gerviendur á aðeins 595 kr. stk. ProLogic neoprenvöðlur. Jólatilboð aðeins 12.900.- ProLogic skotveiðitöskur í MAX4 felumynstri. Verð aðeins frá 6.995.- Leupold fjarlægðarmælar. Nauðsynlegt fyrir skot- veiðimenn og golfara. Verð aðeins frá 29.900.- Leirdúfukastarar. Verð aðeins frá 1.995.- NÝ rannsókn bendir til þess að hver einstaklingur gefi frá sér ein- staka lykt sem er allsendis óháð lyktargjöfum á borð við Chanel nr. 5 og hvítlauksmaríneruðum pottréttum. Forskning.no greinir frá því að vísindamenn við Konrad Lorenz Institute for Ethology í Vín hafi rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að líkamslykt er einstök fyrir hvern einstakling, ekki ósvipað og andlit hans. 197 manns tóku þátt í rannsókninni með því að láta vísindamönnunum í té þvag, munnvatn og svita úr handarkrika sínum. Á tíu vikna tímabili voru þessi sýni tekin hjá þátttakendunum við fimm ólík tækifæri. Við rannsókn sýnanna fundust mörg þúsund ólík lyktarefni í mis- munandi samsetningum sem gátu breyst frá sýnatöku til sýnatöku. Engu að síður virtust um 400 lykt- arefnasamsetningar haldast stöð- ugar yfir allt tímabilið. Með því að bera saman hver af þessum efnasamböndum fundust eða fundust ekki hjá hverjum einstaklingi gátu vísindamenn- irnir greint á milli þeirra með skýrum hætti. Þetta átti líka við um fólk sem bjó saman eða var náskylt. Einnig kom í ljós að sviti lykt- aði sérlega mikið enda reyndust margfalt fleiri lyktarefni í honum en í þvaginu og munnvatninu. Vera má að ástæða þessa sé að mannskepnan hafi mest gagn af því að skilja sig frá öðru fólki með eigin líkamslykt öfugt við mörg önnur dýr sem nota lyktarefni á borð við þvag í þeim tilgangi að helga sér svæði. Það má þekkja okkur á lyktinni Reuters Rennsveittur Boxarinn Jermain Taylor tekur hér vel á því. Í rannsókninni kom í ljós að sviti lyktaði sérlega mikið og reyndust vera margfalt fleiri lyktarefni í honum en þvagi eða munnvatni. Davíð Hjálmar Haraldsson fréttiaf því að „Landsvirkjunarmenn og áhangendur þeirra bíði dægrum saman í hópum eftir að sjá haftið á Fjallkonunni rofið“. Hann yrkir: Fram og aftur flestir rápa, fjálgir lofa mammons kraft er 100 pungar gróða glápa á gegnumborað meyjarhaft. Rúnar Kristjánsson orti við hugleiðingar um framtíð hinna norrænu þjóða: Margir röngu mati hlýða, missa úr höndum gefinn rétt. Norræn hugsun nú er víða nídd og út í kuldann sett. Á að kveðja siði og sögu, saman leiða dúfu og hrafn, draga í eina ólánsþvögu allra þjóða gripasafn? Betur má að málum standa, mestan gefur vinninginn, að sérhver þjóð í eigin anda áfram rækti garðinn sinn. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Fjallkonan og norrænar þjóðir VÍSINDAMENN telja nú að efni, sem notað er í þeim tilgangi að eyða fóstri, gæti orðið að gagni í baráttunni við brjósta- og legháls- krabbamein. Efnasamband þetta, RU-486, lokar fyrir framleiðslu kvenhormónsins prógesteróns, sem fóðrar vöxt vissra krabbameina. Efni þetta er notað til að fram- kvæma fósturlát á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu með því að hindra framgöngu prógesteróns. Í smærri skömmtum getur það virk- að sem neyðargetnaðarvörn, sé það tekið inn skömmu eftir kynmök. Vísindamenn við Kaliforníu- háskóla í Irvine gerðu tilraunir á músum til að sannreyna þetta, að því er segir nýlega í netmiðli BBC. Þar segir jafnframt að músatil- raunin hafi leitt af sér merkilega uppgötvun sem einn daginn geti orðið hjálpleg í baráttunni við brjóstakrabba sérstaklega. Fóstureyð- ingapilla gegn krabbameini Vísindi Efni sem notað er til fóst- ureyðinga gæti reynst vel gegn brjósta- og leghálskrabbameini. Reuters ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.