Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 35 Verð nú 249.995.- stgr. Verð nú 74.995.- stgr.Verð nú 49.995.- stgr. Verð 279.900.- stgr. Verð 239.900.- stgr. Verð nú 79.900.- stgr. Verð nú 34.995.- stgr. Verð 289.995- stgr. Verð nú 219.995- stgr. Verð áður 49.995.- Styður upplausn allt að 1024 x 768. Sjálfvirk stöðvaleitun. 100 stöðva minni. Textavarp. Scart. RCA. S-vhs.Tengi fyrir heyrnatól. Fjarstýring. 12 og 220 volt. Veggfesting fylgir. 32” LCD háskerpu sjónvarp. Upplausn 1366X768. Skerpa 800:1. Birta 500 cd/m2. Viðbragðstími 12ms. DVI tengi 2 scart tengi. S-video tengi. Nicam stereo. Mynd í mynd. Mynd og textavarp. Veggfesting fylgir. LG 26” LCD sjónvarp – LG26LC2D 1366 x 768. Birta 500cd / m2. Contrast 1200:1. Svartími 8ms. HD Ready. XD Engine. 3D Digital Comb Filter. 2 x scart. 1 x S-vhs. 1 x Composite. 1 x Hdmi. 1 x Component. 1 x PC inngangur(RGB). Mynd í mynd, mynd við mynd. LG 37” LCD sjónvarp – LG37LC2D 1366 x 768. Birta 500cd / m2. Contrast 1600:1. Svartími 8ms. HD Ready. XD Engine. Digital Progressive scan DCDi High Quality Picture. 3D Digital Comb Filter. 2 x scart. 1 x S-vhs. 2 x Composite. 1 x Hdmi. 1 x Component. 1 x PC inngangur(RGB). 2 Tuner, mynd í mynd, mynd við mynd, Double Window. Verð 109.995.- stgr. LG 20LC1R 20” LCD sjónvarp. Upplausn 640X480. Birta 550 cd/m2. Skerpa 500:1. Fjölkerfa. Allar aðgerðir á skjá. Textavarp. Scart tengi, ELFUNK LT-4210HD 42” Háskerpu Plasma sjónvarp. Upplausn 1024X768. Birta 1200:1 cd/m2. Skerpa 6000:1 HDMI tengi. PC ingangur. 2 scart tengi. S-video inngangur LG 42” LCD sjónvarp – LG42LC2D 1366 x 768. Birta 500cd / m2. Contrast 1600:1. Svartími 8ms. HD Ready. XD Engine. Digital Progressive scan DCDi High Quality Picture. 3D Digital Comb Filter. 2 x scart. 1 x S-vhs. 2 x Composite. 1 x Hdmi. 1 x Component. 1 x PC inngangur(RGB). 2 Tuner , mynd í mynd, mynd við mynd, Double Window. LAVA 19” LCD sjónvarp með innbyggðu útvarpi Hægt að skipta um liti á ramma (Rauður, hvítur, silfur). Svartur rammi fylgir. Skerpa: 800:1. 1280:768. Birta: 450 cd/m2. 2 x scart. S-vhs. VGA. Compsite. Heyrnatólatengi. Elfunk 15” LCD sjónvarp – AGLT1508 Elfunk 32” LCD sjónvarp – AGLT3220HD Verð nú 69.995.- stgr. Verð nú 139.995.- stgr. Hö nn un :d es ig n. is Verð áður 89.995.- Verð áður 149.995.- Verð áður 89.900.- Verð áður 249.995.- Verð áður 59.995.- Lava 42” Plasma sjónvarp ( PDP-4248D) 2 x scart, 2 x Component, Composite, DVI-D, Digital Audio út, S-Video. Skerpa: 10.000:1. Birta 1500cd cm2. HDCP samhæft. DVB móttakari Lava Crystal Image EnginePIP ( Mynd í mynd). Verð áður: 34.995.- Verð nú 29.995.- stgr. Elfunk 28” sjónvarp – AG2840 2 x Scart. RCA. S-vhs. Útgangur fyrir heyrnatól. Fjarstýring. Íslenskt textavarp. B: 74,5 cm - H: 47 cm - D: 48 cm “28 42´ Plasma 42´ Plasma 42´ 26´ 37´ 20´ LAVA 17"– LA17DV LCD sjónvarp með DVD spilara Spilar DVD, DIVX, CD, CD, MP3. 12 og 220 volt. Fjarstýring. DAEWOO DLP-20D3N 20” LCD sjónvarp. Upplausn 640X480. Birta 500 cd/m2. Skerpa 800:1. Fjölkerfa. Allar aðgerðir á skjá. Textavarp. Scart tengi. Á ALÞINGI hefur verið lagt fram stjórnarfrumvarp til lækkunar mat- vöruverðs. Nú er skattlagning á fæðu ýmist 14 eða 24,5 prósent, en með frumvarpinu mun skattur af öllum matvælum lækka í sjö pró- sent. Auk þessa er lagt til að vöru- gjald af matvælum, öðrum en sykri og sætindum, falli niður að fullu. Óhætt er að fagna heilshugar lækkun matarverðs. Auðvelt er að færa rök fyrir þessari verðlækkun matvæla en nauðsynlegt er þó að huga vel að öllum þáttum málsins. Verðlækkunin getur verið bæði flók- in og orkað tvímælis ef ekki er farið að með gát. Eitt af því sem vekur athygli í frumvarpinu er áætluð lækkun gjalda á gosdrykki. Þó að sykur og sætindi séu undanskilin verðlækk- uninni gildir það ekki um gosdrykki. Niðurstaðan verður sú að gos- drykkir eru meðal þeirra vöruteg- unda sem koma til með að lækka einna mest í verði þegar saman er talið vörugjaldið og skattalækkunin, enda er skattur á gosdrykki nú 24,5 prósent. En af hverju hringja við- vörunarbjöllur þegar þessar hug- myndir eru skoðaðar? Ekki þarf að fara mörgum orðum um offituvanda Íslendinga. Ofþyngd þeirra er staðreynd eins og marg- sinnis hefur komið fram í fjöl- miðlum. Nú er svo komið að meira en helmingur fullorðinna Íslendinga er yfir kjörþyngd. Þróunin meðal barna hefur valdið sérstökum áhyggjum, enda er þekkt að of þung börn eiga það mjög á hættu að glíma við þann vanda alla ævi. Í þessu samhengi hefur margoft verið bent á að sykraðir gosdrykkir og aðrir sykraðir svaladrykkir eru einn af áhrifavöldum þessarar öfugþróunar. Að meðaltali koma um 40 prósent af orku 15 ára barna úr gosdrykkjum og skyldum drykkjum. Þetta eru staðreyndir sem mikilvægt er að hafa í huga þegar frumvarpið verður afgreitt. Nú má spyrja: Hvaða áhrif hafa verðbreytingar á neyslu matvæla? Almenn verðlækkun fæðu hefur lítil áhrif á heildarneyslu matvæla þar sem um nauðsynjar er að ræða. Hins vegar er verðnæmni ákveðinna matvörutegunda töluverð, s.s. gos- drykkja. Í erlendum rannsóknarnið- urstöðum hefur komið fram að verð- næmni gosdrykkja er mest innan þeirra þjóðfélagshópa sem almennt er erfitt að ná til með heilsuhvetj- andi skilaboð. Börn og unglingar eru mjög næm fyrir slíkum breyt- ingum og hefur þetta hvað mest áhrif á neyslu þeirra af öllum þjóð- félagshópum. Breytingar eins og þær sem eru hér í burðarliðnum gætu því haft veruleg áhrif. Að auki ber að geta þess að næmni þeirra sem neyta mikils magns gosdrykkja er einnig töluverð. Þeir hópar sem drekka sykraða gosdrykki í hófi breyta hins vegar hegðun sinni minna við verðbreytingar vörunnar. Stjórnvöld verða því að gera sér skýra grein fyrir að hér er um að ræða neysluhvetjandi áhrif á börn og unglinga og þá sem neyta nú þeg- ar mikils magns gosdrykkja. Það væri að æra óstöðugan að ætla að vísa í rannsóknarniðurstöður þessu til stuðnings en hér verður látið nægja að benda á vísindastörf norska sérfræðingsins Geirs W. Gustavsen. Það er þekkt að hagfræðingar telja oftast málum best fyrir komið með frjálsum viðskiptum. Þó vinna hagfræðingar með hugtak sem nefn- ist á fagmáli markaðsbrestir og margir í þeirra röðum telja að þessir brestir gefi tilefni til inngripa stjórnvalda. Ein tegund markaðs- bresta verður þegar viðskiptaaðilar á ákveðnum markaði bera ekki sjálf- ir allan kostnaðinn af framleiðslu og neyslu viðkomandi vöru. Dæmi um þetta er mengandi verksmiðja. Þar sem mengunin fellur á aðra en við- skiptaaðila verksmiðjunnar hefur hún ekki áhrif á það magn sem er framleitt, eins og annar kostnaður sem fellur á viðskiptavini eða fram- leiðendur. Niðurstaðan verður sú að meira er framleitt og neytt af við- komandi vöru en hagfræðingum reiknast til að hámarki hagsæld við- komandi samfélags. Svipað er uppi á teningnum varðandi vandamálið sem er viðfangsefni þessarar greinar. Ofþyngd og offita leiðir sem kunn- ugt er til heilsubrests og eykur líkur á fjöl- mörgum sjúkdómum. Þó að heilsubrestur og sjúkdómar valdi ein- staklingum sem fyrir þeim verða miklum erfiðleikum fellur kostnaðurinn að vissu marki á hinn almenna skattborgara. Hagfræð- ingar benda stundum á að ein leið til þess að framleiðendur og neyt- endur taki þennan kostnað til greina sé að leggja hann á við- skiptaaðilana í formi skatts. Með öðrum orð- um, þá virðist það skjóta skökku við að áformað sé að lækka skatt á gosdrykki. Þeg- ar allt kemur til alls virðist þessi aðgerð ganga í berhögg við markmið íslenskra og erlendra yf- irvalda um heilsu og heilbrigði þegnanna. Aðrir hafa áður fært fyrir því rök að skattprósenta á matvöru eigi að vera lægri en almenn skattprósenta í landinu, en vert er að spyrja: Gilda þau rök sem notuð hafa verið til lækkunar á matvælum einnig varðandi verðlækkun á gosi og sætindum? Ef fólki hrýs hugur við neyslustýringu, er þá ekki nauð- synlegt að spyrja einnig hvort rétt sé að lækka verð á gosdrykkjum umfram ýmsar aðrar vörur í land- inu? Velferðarmál? Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar um verðlækkun á gosdrykkjum » Stjórnvöld verða því að gera sér skýra grein fyrir að hér er um að ræða neyslu- hvetjandi áhrif á börn og unglinga … Tinna Laufey Höfundur er doktor í heilsuhagfræði og sérfræðingur á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.