Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 55 menning Á FIMM ára afmæli Frostrósa ákváðu aðstandendur tónleikanna að blása í herlúðra sína og kalla til nokkrar af fremstu söngkonum Evrópu og halda stórtónleika í nýju Laugardalshöllinni síðastlið- inn þriðjudag. Skipulagning var afskaplega góð. Alls staðar mátti sjá starfsfólk Frost reiðubúið til að aðstoða tónleikagesti við að finna sætin sín. Tónleikarnir hófust á leik hljóm- sveitarinnar á stuttum forleik byggðum á lagi Johann Schop, „Jesus, Joy of Man’s Desiring“. Frostrósirnar tóku svo við og sungu hvert jólalagið á fætur öðru. Þegar Eivør Pálsdóttir og Sissel Kyrkjebø stigu á svið og sungu „In the Lonely Dark of Night“ (Nóttin var sú ágæt ein) ætlaði allt um koll að keyra. Raddir þeirra ná einstaklega vel saman og var ekki laust við að ég fengi gæsahúð við að heyra flutning þeirra. Sissel er ein af stórstjörnum Noregs og hef- ur hægt og rólega skapað sér orð- spor innan tónlistarheimsins sem fáir geta státað sig af. Hún er með afskaplega háa og tæra rödd sem hún stjórnar af ótrúlegri færni. Eivör hefur annars konar stíl, hún hefur mun stærra raddsvið sem gerir henni kleift að syngja á fjöl- breyttari vegu og veldur hún því svo vel að óhætt er að kalla hana eina af fremstu söngkonum Evr- ópu. Saman áttu þær hugi og hjörtu tónleikagesta með flutningi sínum. Ragnhildur Gísladóttir söng „Það á að gefa börnum brauð“. Flutningur hennar á þessu sígilda lagi Jórunnar Viðar við texta Jóns Árnasonar, skapaði skemmtilega sann-íslenska stemningu á vett- vangi þar sem flest laganna voru flutt á erlendum málum. Ragga er líka frábær söngkona, ein af okkar allra bestu. Hún gaf tónleikunum þennan sérstaka brag persónu- leika síns – óendanlega svalan töff- araskap. Hún er hrjúfur gim- steinn, þessi elska og í slíkum sérflokki að ekki er hægt að bera hana saman við hinar söngkon- urnar. Patricia Bardon, messósópran, var alveg stórkostleg. Hún er sannarlega náðargáfu gædd, sér- stakur flutningur hennar naut sín mjög vel í lögunum hennar og þá sérstaklega í „A Spaceman Came Travelling“ ásamt Eivøru Páls- dóttur. Saman lyftu þær laginu í hæstu hæðir, kraftmeira og glæsi- legar en ég hef áður heyrt. Ég var afar spennt að heyra í Eletheriu Arvanitaki syngja. Hún flutti grískt jólalag, „Christos Genate“, afskaplega vel. Gaman að heyra áður óþekkt jólalög. Það ríkti mik- il spenna yfir komu Petulu Clark, að minnsta kosti hlakkað ég mikið til að heyra í henni. Hún söng „Si- lent Night“ og tókst það með ágætum. Eini gallinn sem ég sá á kvöld- inu var sá að mér fundust útsetn- ingarnar vera fullpoppaðar á köfl- um sérstaklega í laginu „Frostroses“. Ekki það að þær hafi ekki verið góðar, þær voru bara ekki viðeigandi fyrir söng- konur af þessu tagi. Hraðinn varð aðeins of mikill og þar af leiðandi nutu dömurnar sín ekki eins vel. Hljómsveit og kórar stóðu sig með prýði og þá sérstaklega Drengjakór Reykjavíkur. Þeir voru eins og litlir prinsar. Jóhann Friðgeir Valdimarsson gestasöngv- ari var skemmtilega kraftmikill og myndaði gott jafnvægi við stelp- urnar. Skemmtilegur söngvari með mikinn karakter. Það leikur enginn vafi á því að þær Sissel Kyrkjebø og Eivør Pálsdóttir áttu kvöldið. Alls staðar heyrði ég nöfn þeirra hvísluð með aðdáun. Mér fannst Ragga Gísla líka alveg stórkostleg, megi hún halda djasstónleika sem fyrst. Frostrósir 2006 voru frábærir tón- leikar og sérlega vel skipulagðir. Dagskráin rann saman fyrirhafn- arlaust. Þetta var ánægjuleg kvöldstund í alla staði. Einstakt frostrósakvöld Tónlist Tónleikar Evrópsku dívurnar 2006 eru: Ragnhildur Gísladóttir, Sissel Kyrkjebø, Eleftheria Arvanitaki, Patricia Bardon og Eivør Pálsdóttir. Sérstakur heiðursgestur: Pe- tula Clark. Gestasöngvari: Jóhann Frið- geir Valdimarsson. Stjórnandi: Árni Harð- arson. Tónlistarstjóri: Karl Olgeirsson. Konsertmeistari: Hjörleifur Valdimars- son. Einnig komu fram: Karlakórinn Fóst- bræður, Drengjakór Reykjavíkur og Stór- hljómsveit Frostrósa skipuð félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Slagverks og hrynsveit: Karl Olgeirsson, Jón Elvar Haf- steinsson, Róbert Þórhallsson, Jóhann Hjörleifsson, Frank Aarnik, Ólafur Hólm, Benedikt Brynleifsson og Árni Áskels- son. Harpa: Marion Herrera. Kantele: Eva Alkula – sérstakur gestahljóðfæraleikari frá Finnlandi. Seinni tónleikar sem hófust kl. 21. Frostrósir – Evrópsku dívurnar  Morgunblaðið/Árni Sæberg Frostrósir Sissel Kyrkjebø og Patricia Bardon á Frostrósartónleikunum á þriðjudag. Gagnrýnandi segir kvöld- stundina hafa verið ánægjulega í alla staði og hrósar Frostrósum fyrir flutninginn í Laugardalshöllinni. Helga Þórey Jónsdóttir ÞAÐ verður ekki sagt um Ópus 6, fyrstu plötu Todmobile með nýju efni í rúman áratug, að hún sé falleg. Þvert á móti er umslagið það ósmekklegasta sem undirritaður hef- ur séð það sem af er ári, og titillinn ber ekki beinlínis vott um auðmýkt. Þegar við bætist spurningin um hvort Todmobile eigi eitthvert er- indi við íslenskt tónlistarlíf þrettán árum eftir að sveitin lagði svo gott sem upp laup- ana, þ.e. hvort Þorvaldur eigi ekki nóg með tónlistarskólann og Euro- vision, hvort Andrea eigi ekki að halda sig við léttdjassinn og Eyþór við … pólitíkina – þá eru vænting- arnar satt best að segja ekki miklar. Þeir segja að maður eigi ekki að dæma bók af kápunni, og sem betur fer á það við í tilfelli Todmobile. Ópus 6 er fín plata. Flestar laglínurnar eru óhuggulega grípandi og ásækja mann löngu eftir að plötunni lýkur, enda sjóuð Eurovision-kempa á bak við hverja nótu. Öðru gegnir um út- setningar sem eru æði mismunandi; platan hefst t.a.m. á þrennu sem er klædd í slitinn popp-metal-búning sem er löngu farinn úr tísku, ef hann var það þá nokkurn tímann. Betur fer á sígildari hljómi eins og í hinu grunsamlega grípandi „700 stundir – 30 dagar.“ Þetta lag hlýtur að verða hluti af námskránni hjá Þorvaldi Bjarna: Laglínan er frábær í einfald- leika sínum, strengirnir lyfta laginu upp úr meðalmennskulegum hljómi, gítarsólóið er vírað og bakraddirnar slá jafnvel ELO við. „Á söndum syndanna“ er James Bond-lagið sem hefði átt að prýða Casino Royale (hvað er málið með Chris Cornell?) og „Lestin“ er R’n’B à la Þorvaldur Bjarni. „Maður“ er síðan fönkaður hússmellur með diskóstrengjum í rokkuðum milli- kafla og djössuðu söng- og gítarsólói, og örlítilli elektróník í lokin. Eins og sjá má sækja Todmobile sér efnivið héðan og þaðan en bræða áhrifin saman í mjög áheyrilega heild. Misfellurnar í þessari heild koma í ljós í „Gjöfinni“ og „Ljósið ert þú“, en flest annað er skapalón fyrir þá sem vilja gera góða poppmúsík. Todmo- bile er vissulega dálítið „fullorðins“ en það skiptir engu máli hversu sval- ur eða svöl þú þykist vera: Þú átt eft- ir að standa þig að því að raula þessi lög langt fram á næsta ár. Hafðu engar áhyggjur þótt þú gleymir þér – útvarpsstöðvarnar munu eflaust veita þér allt það aðhald sem þú þarft. Engar áhyggjur TÓNLIST Geisladiskur Öll lög eru eftir Þorvald Bjarna Þorvalds- son utan „Nú legg ég augun aftur“ og „Nú er dagurinn“ sem eru eftir Eyþór Arn- alds. Eyþór samdi sjö textanna en Andr- ea Gylfadóttir sex. Andrea syngur, Eyþór leikur á selló, syngur og forritar, Þorvald- ur Bjarni leikur á gítar, syngur og forritar. Eiður Arnarson leikur á bassa, Kjartan Valdemarsson á hljómborð og píanó og Ólafur Hólm á tommur og slagverk. The Reykjavik Sessions Quartet flytur strengi. Þorvaldur Bjarni stjórnaði upp- tökum og hljóðblandaði. Katla Gunn- arsdóttir tók myndir og Vatíkanið hann- aði umslag. Sena gefur út. 13 lög, 48:37. Todmobile – Ópus 6  Atli Bollason Fylgist með umfjöllun um þessa bók í helgarútgáfunni á Rás 2, nú á laugardaginn kl. 11.00 Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 Helgar tilboð 3.136,- „Manni verður ósjálfrátt hugsað til Stephen King ... kröftug, vel skrifuð.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Blaðið Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.