Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 37 JÓLALJÓSIN kvikna eitt af öðru og lýsa upp svartasta skammdegið. Jólalögin hljóma alla daga og það styttist óðum í það að jólahátíðin gangi í garð. En jóla- ljósin ná þó ekki að lýsa öllum, þau ná ekki að lýsa þeim sem syrgja og sakna. Allt í kring er eitthvað sem minnir á horfna ást- vini og jólalögin sem hljómuðu svo skemmtilega hljóma nú á allt annan hátt og ilmur aðventunnar fer fyrir brjóstið á mörgum. Það er eðlilegt að sakna þeirra sem við höfum misst þegar aðventan gengur í garð og jólaundirbún- ingurinn nær há- marki. Það eru ekki einungis þau sem ný- lega hafa misst sem finna hvernig sorgin og söknuðurinn eykst með hverj- um degi þegar nær dregur jólum. Aðventan og aðdragandi jólanna reynist mörgum erfiður og í stað þess að vera tími sem einkennist af gleði og tilhlökkun getur að- ventan einkennst af depurð og ein- manaleika. Við eigum öll að vera glöð á jólunum, það er nánast skylda, það má ekkert skyggja á jólagleðina. Flestar manneskjur hlakka til jólanna á einhvern hátt en það eru líka margar sem kvíða jólunum og taka á móti þeim með sorg og söknuði í hjarta. Að fara úr fötunum í kalsaveðri, að hella ediki út í saltpétur, eins er að syngja skapvondum ljóð, segir í Orðskviðunum og við get- um ekkert gert til að stöðva komu jólanna. Jólin koma hvort sem við viljum eða ekki. Jólaljósin ná ekki að kveikja ljós í hjörtum þeirra sem syrgja og sakna. En samt sendi Guð ljós heimsins inn í slíkt myrkur. Jólin og jólabarnið voru ekki velkomin í þennan heim hin fyrstu jól. Ljós heimsins kom í heiminn í dimmu fjárhúsi við erfiðar aðstæður á erfiðum tímum. Það getur verið erf- itt að setjast niður þessi jól og senda jólakort með óskum um gleðileg jól til ætt- ingja og vina þegar það reynist erfitt að finna gleðina í eigin hjarta. En mitt í þessu öllu er fagn- aðarerindið og nær- vera Guðs, nærvera Guðs sem umlykur okkur öll og heldur okkur í fangi sér þar til við getum staðið aftur á eigin fótum. Jesús var sendur í heiminn til að flytja nauðstöddum gleðilegan boðskap og til að græða þau sem hafa sundurmarið hjarta. Okkur er alveg óhætt að gefast upp og einfaldlega sleppa því að skrifa jólakortin og hætta að reyna að brosa í gegnum tárin og viðurkenna fyrir sjálfum okkur og öllum þeim sem eru í kringum okkur að það sé erfitt að halda gleðileg jól í þetta sinn. En þó okkur sé óhætt að gefast upp og missa kjarkinn þá skulum við um- fram allt ekki setjast að í vanlíðan okkar heldur ganga út úr henni með hjálp Guðs og leyfa okkur að gleðjast yfir komu frelsarans. Reynum að njóta aðventunnar, fara á kaffihús, finna ilminn af mandarínunum og piparkökunum og við skulum umfram allt njóta samvista við fólkið okkar. Þó okk- ur kenni ef til vill til í hjartanu og söknuðurinn sé þyngri en tárum taki þá skulum við reyna að leyfa friðnum sem fylgir aðventunni að umvefja okkur. Jesús sagði okkur aldrei að lífið myndi verða sárs- aukalaust en hann sagði að hann gæfi okkur frið, sinn frið sem er ofar öllum skilningi. Notum aðventuna til að hlúa að okkur og taka til í hjörtum okkar og rýma til fyrir boðskap jólanna, rýma fyrir friði jólanna og hleyp- um hinu sanna jólaljósi inn. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prestur í Grafarvogskirkju verður gestur jólafundar Nýrrar dögunar sem haldinn verður í kvöld kl. 20 í Fossvogskirkju og ber fundurinn heitið ,,Jólin og sorgin“. Verið öll hjartanlega velkomin. Jólin og sorgin Elína Hrund Kristjánsdóttir fjallar um jólahald og sorgina »Notum aðventuna tilað hlúa að okkur og taka til í hjörtum okkar og rýma til fyrir boð- skap jólanna, rýma fyrir friði jólanna og hleypum hinu sanna jólaljósi inn. Elína Hrund Kristjánsdóttir Höfundur er guðfræðingur og situr í stjórn Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð.              !                    " ! # $ %  ! &'! !$ ()* +! #  !$ #, & -.    #    %! $ %       $ #    . #$  ( /   0 - !  #   1  % 2 # !  !  2 %'  $  %$3 322 & - . #$  ( /   4 !  2     +     3 $  ( 2 5   %  %  $2  (  !2 % 23 %'  !  '     %  6  2     2   * ! #   &.  %3  - &    !$ '  #  ( 2 5   -  .  2   .  -  !3 &    !$ ' Vindsveipur eða gegnumtrekkur getur kveikt eld á ný Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.