Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 347. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
LANGÞRÁÐ FRÍ
KRAKKARNIR Í SÆMUNDARSKÓLA
TILBÚNIR AÐ FAGNA JÓLUM >> 22
3
dagar
til jóla
Eftir Andra Karl, Sigurð Jónsson
og Skapta Hallgrímsson
„ÉG fæ ekki skilið hvernig í ósköp-
unum ég komst alveg heill út úr
þessu,“ segir Jón Sverrir Sigtryggs-
son sem lenti í miklum hrakningum í
gærdag þegar bifreið hans hafnaði of-
an í Djúpadalsá í Eyjafjarðarsveit.
Jóni tókst að komast út úr bílnum af
sjálfsdáðum, upp á land og var hann
fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Jón var á leið að bænum Grænuhlíð
í Eyjafjarðarsveit til björgunarað-
gerða þegar hann varð var við bifreið
sem stóð fyrir utan Eyjafjarðarbraut
og blikkaði ljósunum tvisvar, þrisvar.
„Bíllinn stóð alveg utan við veginn
þannig að það var ekkert sem benti til
annars en þar væru menn aðeins að
fylgjast með ánni,“ segir Jón og bætir
við að hann hafi talið að verið væri að
benda sér á að bíllinn væri ljóslaus.
Laust fyrir kl. 11 í gærmorgun
brast jarðvegsstífla við uppistöðulón
ofan við rafstöð í
Djúpadal og
flæddi vatn úr
lóninu og niður í
Eyjafjarðará.
Gríðarlegir vatna-
vextir voru í
Djúpadalsá í gær
og beggja vegna
brúar yfir ána
hafði flóðið rofið
veginn. „Um leið
og ljóst var að bíllinn væri að fara of-
an í vatnið gerði ég þær ráðstafanir
sem hægt var, hélt í stýrið, spyrnti
mér aftur í sætið til að fá ekki hnykk á
mig og setti hina höndina á lásinn á
öryggisbeltinu svo ég gæti losað mig
um leið og færi gæfist, en væri um
leið spenntur þegar höggið kæmi.“
Jón Sverrir hefur starfað í björg-
unarsveit í rúman áratug og hefur því
töluverða reynslu þegar kemur að því
að bjarga fólki úr ám. „Það er oftast
þannig þegar bílar fara ofan í að þá
skjótast þeir upp aftur áður en þeir
sökkva og þá var bara að draga djúpt
andann og bíða eftir því andartaki.“
Jóni tókst að komast úr bílnum og
upp á þurrt land á tiltölulega stuttum
tíma en segir sundið í köldu vatninu
með því erfiðara sem hann hefur
reynt. Með honum í för var hundur
Jóns og tókst honum einnig að kom-
ast út úr bílnum og synda á eftir eig-
anda sínum. „Ég gaf mér ekki mikið
tóm á meðan ég reyndi að fljóta í land
innan um stórgrýti og klaka en um
leið og ég kom upp á bakkann varð
mér litið yfir ána og sá hundinn synda
á eftir mér. Hann hafði sig upp á
bakkann en stoppaði þar, þá var
þrekið búið.“
Þurfti stígvél í eldhúsinu
Á bænum Grænuhlíð voru menn
við björgunaraðgerðir þar sem aur-
skriða ruddi burt útihúsi og bragga
og skemmdi íbúðarhúsið töluvert í
gærmorgun. Rúmlega tugur kálfa
drapst í útihúsinu og aflífa þurfti
nokkra til viðbótar. „Það var stígvéla-
færi í eldhúsinu. Ég óð drulluna upp
undir hné,“ sagði Óskar Kristjánsson
bóndi. „Þetta var skelfilegt og það er
ömurlegt að líta hér yfir svæðið. Það
er ekki jólalegt hér og hefði alveg
mátt vera öðruvísi.“
130 hross í sjálfheldu
Ekki aðeins flæddi fyrir norðan,
því fyrir sunnan lentu um 130 hross í
sjálfheldu vegna vatnavaxta í Hvítá
og Stóru- og Litlu-Laxá. Björgunar-
sveitin í Hrunamannahreppi var köll-
uð út fyrir hádegi í gær og naut hún
aðstoðar sveitarinnar á Laugarvatni.
Björgunarsveitarmenn fóru að hross-
unum á gúmbátum en um var að
ræða þrjá hópa sem stóðu á grasböl-
um umluktir vatni. Talið er að vatnið í
kring hafi verið allt að tveggja til
þriggja metra djúpt.
Tókst að bjarga nær öllum hross-
unum á þurrt en talið er að þrjú hafi
drukknað.
Flóð | 14/15 - 30/33
Morgunblaið/RAX
„Skil ekki hvernig ég
komst heill frá þessu“
Komst með naumindum út úr bíl sínum eftir að hafa hafnað ofan í Djúpadalsá
Björgun Um 130 hrossum var bjargað úr sjálfheldu vegna flóða í Hvítá og Stóru- og Litlu-Laxá í gærdag. Björgunarsveitarmenn á gúmbátum ráku hestana á sund og beindu þeim á þurrt land.
Jón Sverrir
Sigtryggsson
Ár flæddu yfir bakka sína og ollu miklum vandræðum og eignatjóni víða um land
„ÞAÐ er aðeins að kólna þannig að
vonandi sjatna aðeins þessir vatna-
vextir,“ segir Haraldur Eiríksson,
veðurfræðingur á Veðurstofu Ís-
lands. „Það ætti að draga mikið úr
bráðnuninni og búið er að leysa
mjög mikið þannig að útlit er fyrir
að dragi úr vatnavöxtum, alla vega
á morgun.“
Stöðufundir voru bæði norð-
anlands og sunnan í gærkvöldi og
var niðurstaðan af þeim sú að
mesta hættan væri liðin hjá. Til ör-
yggis voru björgunarsveitir með
vakt í nótt og verður fundað á ný
fyrir hádegi í dag.
Útlit er fyrir suðvestanátt í dag
með skúrum og jafnvel éljagangi.
Síðdegis bætir aftur í vindinn og
líklegt er að stormur verði víða um
land. Hiti verður víðast hvar á land-
inu á bilinu 0–5 stig.
Frekari hlýindi framundan
Aðspurður hvort útlit sé fyrir
frekari hlýindi og þá meiri leys-
ingar segir Haraldur að hlýna muni
á nýjan leik á föstudag, auk þess
sem hlýindunum muni fylgja úr-
koma. „Það verða þó ekki jafn mikil
hlýindi og verið hefur, auk þess
sem búið er að leysa mikið.“
Reikna má með hvassviðri á Þor-
láksmessu og aðfangadag.
Útlit fyrir
að dragi úr
vatnavöxtum