Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FERJUKOT í Borgarfirði var um-
flotið vatni í gær og hafði flóðið
skolað burt veginum að hluta
beggja vegna bæjarins, að sögn
Þorkels Fjeldsted bónda. Flóð
höfðu einnig lokað vegum og trufl-
að umferð í Norðurárdal.
Ferjukot lokaðist inni snemma í
gærmorgun. Þorkell sagði að svo
miklir vatnavextir hefðu ekki orðið
í 15 ár. „Á þessum árstíma hefur
þetta oft varað nokkra klukkutíma,
svo fer að frjósa og þá er þetta búið.
En það er ekkert lát á þessu núna,“
sagði Þorkell. Menn úr slökkvilið-
inu í Borgarnesi og Björgunarsveit-
inni Brák fóru á slöngubáti að
Ferjukoti í gær með dælu til að
dæla vatni úr kjallara gamla íbúð-
arhússins. Samkvæmt upplýsingum
frá Vegagerðinni í Borgarnesi
mátti búast við að vatnið við Ferju-
kot sjatnaði í dag.
Í fyrrakvöld lokaði lögreglan fyr-
ir umferð um þjóðveg eitt við Brú í
Hrútafirði í Norðurárdal því Norð-
urá flæddi yfir veginn við Hreims-
staði og Klettstíu. Umferð var þá
vísað um Laxárdalsheiði og Bröttu-
brekku. Aftur var opnað fyrir um-
ferð um Norðurárdal í gærmorgun.
Þá flæddi einnig vatn yfir veginn
í Hellistungum, neðan Forna-
hvamms í gær, því ræsi höfðu ekki
undan vatnsflaumnum úr lækjum.
Þar lokaðist vegurinn ekki en vara-
samt var að fara hratt í flauminn og
voru sett viðvörunarmerki þar.
Ferjukot umflotið
vatni og flóð trufla
umferð í Borgarfirði
Morgunblaðið/Theodór
Eins og hafsjór Farið var með dælu á slöngubáti að Ferjukoti þar sem dælt var úr kjallara gamla hússins.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
RÍKISSTJÓRNIN stendur við út-
reikninga sína um áhrif aðgerða til
lækkunar matvælaverðs, segir Árni
Mathiesen fjármálaráðherra. Hann
segir það algerlega rangt að stjórn-
völd hafi skapað óraunhæfar vænt-
ingar til lækkunar á matvælaverði,
eins og Samtök verslunar og þjón-
ustu bentu á í Morgunblaðinu í gær.
„Ég held að þessir aðilar séu að
reyna að rugla neytendur í ríminu,“
segir Árni. Hann segir að ríkis-
stjórnin hafi í upphafi rætt um tæp-
lega 16% lækkun, en þar sé átt við
lækkun á matvælaverðsvísitölunni.
Inni í henni sé bæði verð á matvæl-
um í verslunum og verð á veitinga-
stöðum.
Árni segir að áhrif breytinganna á
vísitölu neysluverðs verði lækkun
um 2,5–2,6% samkvæmt útreikning-
um. Hann segir þó að alltaf þurfi að
gefa sér ákveðnar forsendur um
hlutföll og fleira við gerð útreikninga
svo ekki sé hægt að nefna nákvæma
tölu. Niðurstaðan ætti samt að vera í
þessa veru. Ef breytingarnar verði
ekki nálægt þess-
um útreikningum
bendi það til þess
að einhverjir séu
að koma sér und-
an því að láta
lækkunina ganga
til almennings.
„Við erum að
fylgjast með
þessu,“ segir Jón
Sigurðsson, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra. „Alþýðu-
sambandið fylgist með þessu og við
erum í viðræðum við þá. Hagstofan
fylgist með þessu og við erum í við-
ræðum við þá. Við munum auðvitað
reyna að taka eftir því ef það er ein-
hver afbrigðileg þróun eða eitthvað
sem bendir til þess að það sé einhver
þrýstingur þarna.“
Jón bendir þó á að miðað við mæl-
ingar Hagstofunnar hafi verðbólga
verið að hjaðna og gengið sé út frá
því að hjöðnun verði komin fram í
hagkerfinu 1. mars en það sé ein for-
senda þess að aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar skili sér til neytenda.
Grétar Þorsteinsson, forseti Al-
þýðusambands Íslands, segir að
verðkönnun sem gerð var í síðustu
viku verði endurtekin bæði í janúar
og febrúar, og eigi hækkanir sér eðli-
legar skýringar verði tekið tillit til
þeirra.
Hann segir að heyrst hafi af því að
nú gangi yfir miklar hækkanir á
heildsölumarkaðinum, í kringum 5%,
og auðvitað veki það athygli að það
gerist á þessum tímapunkti, slíkt sé
áhyggjuefni og með því verði að
sjálfsögðu fylgst.
Stjórnvöld sköpuðu ekki
óraunhæfar væntingar
Ríkisstjórnin stendur við útreikninga um lækkun matvælaverðs, segir ráðherra
Árni M. Mathiesen Jón Sigurðsson Grétar Þor-
steinsson
KJARARÁÐ hefur ákveðið að laun
embættismanna og þjóðkjörinna
fulltrúa sem undir ráðið heyra
hækki um 3,6% frá 1. október síðast-
liðnum að telja og um 2,9% til við-
bótar 1. janúar næstkomandi. Sam-
anlögð hækkunin er upp á um sex
prósent.
Í úrskurði kjararáðs er rakið að
almenn launahækkun nú um ára-
mótin samkvæmt kjarasamningum
er á bilinu 2,9–3,15%. Er vísað til
þess að samkvæmt lögum um kjara-
ráð, sem sett voru snemma á árinu
er ákvörðun Kjaradóms frá því í
desember í fyrra var felld úr gildi,
skuli kjararáð gæta samræmis við
þau laun sem greidd eru á grundvelli
kjarasamninga og einnig horfa til al-
mennrar þróunar kjaramála á
vinnumarkaði. „Lágmarkshækkun
samkvæmt kjarasamningum var
5,5% en af launavísitölum Hagstofu
Íslands sést að laun að meðaltali
hafa hækkað mun meira, bæði vegna
kjarasamninga og launaskriðs. Síð-
asta birta launavísitala er fyrir októ-
ber og hafði hún þá hækkað um 11%
næstu tólf mánuði á undan. Á sama
tíma hækkuðu laun embættismanna
og þjóðkjörinna fulltrúa sem heyra
undir kjararáð um tæplega 5,6%,
það er um 2,5% 1. janúar og um 3%
1. júlí samkvæmt úrskurði kjararáðs
hinn 4. október sl.,“ segir síðan.
Skipt í tvennt
Ennfremur segir í úrskurðinum
að þetta sýni að verulegar breyting-
ar hafi orðið á launum og því sé til-
efni til að gera breytingar. Áfanga-
hækkanir geti orðið á sama tíma og
hjá öðrum launþegum en breytingar
sem verði ekki beint lesnar út úr
kjarasamningum svo sem vegna
launaskriðs eða launaflokkahækk-
ana eða af öðrum ástæðum komi
ætíð eftir á og stafi af breytingum
sem þegar hafi orðið annars staðar.
„Af þessum sökum og vegna þess
hve launahækkanir hafa verið mikl-
ar að undanförnu er það niðurstaða
kjararáðs að nauðsynlegt sé að
launahækkun til þeirra sem undir
ráðið heyra verði skipt í tvennt; ann-
ars vegar til þess að taka mið af
þeim launabreytingum sem orðið
hafa á vinnumarkaði fram til sept-
embermánaðar 2006, umfram þá
hækkun sem fólst í úrskurði kjara-
ráðs 4. október sl. og hins vegar
vegna almennrar launahækkunar
sem samið hefur verið um 1. janúar
2007.“
Laun æðstu
embættismanna
hækka um 6%
TALSMAÐUR neytenda hefur
beint spurningum til forsætisráðu-
neytisins vegna misvísandi upplýs-
inga um hversu mikilla lækkana
megi vænta á matvælaverði í kjöl-
far lækkunar á virðisaukaskatti og
niðurfellingar vörugjalda sem boð-
aðar hafa verið 1. mars nk.
Í bréfi Gísla Tryggvasonar, tals-
manns neytenda, til ráðuneytisins
er vitnað í frétt á vef forsætisráðu-
neytisins en þar segir að áætlað sé
að aðgerðirnar geti leitt til tæplega
16% lækkunar matvælaverðs. Einn-
ig er vísað til þess að Samtök versl-
unar og þjónustu hafi reiknað út að
lækkanirnar geti numið 9–10%.
Af þessu tilefni spyr talsmaður
neytenda forsætisráðherra hversu
mikið hann telji að matvælaverð
lækki að meðaltali. Ennfremur er
óskað eftir því að skýrt sé hvernig
komist sé að þeirri niðurstöðu og
hvenær þau áhrif muni koma fram.
Að lokum spyr talsmaður neytenda
hvaða aðgerðir muni stuðla að því
að lækkunin skili sér til neytenda.
Vill svör
vegna lækk-
unar á VSK