Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 57
/ KRINGLUNNI
DÉJÁ VU kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 12 DIGITAL
THE HOLIDAY kl. 5:30 - 8 - 10:40 LEYFÐ
DEAD OR ALIVE kl. 10:20 B.i. 12
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:30 LEYFÐ DIGITAL
FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 8:10 LEYFÐ DIGITAL
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 3:30 LEYFÐ
ÞESSAR HASARSKUT-
LUR HAFA ÚTLIT TIL
AÐ DEYJA FYRIR.
BYGGÐ Á TÖLVULEIKNUM VINSÆLA
DEAD OR ALIVE
HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ
GANGA TIL AÐ HALDA LÍFI
FLUSHED AWAY
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna
eeee
V.J.V. TOPP5.IS.
eeee
S.V. MBL.
SÝND BÆÐI MEÐ ÍSKLENSKU
OG ENSKU TALI
Martin ShortTim Allen
Frábær rómantísk gamanmynd frá Nancy Meyers
leikstjóra What Women Want og Something´s Gotta Give.
eee
S.V. MBL.
eee
MMJ, KVIKMYNDIR.COM
JÓLAMYNDIN Í ÁR
/ ÁLFABAKKA
FRÁ TONY SCOTT LEIKSTJÓRA
„CRIMSON TIDE“
DENZEL WASHINGTON VAL KILMER
SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
ENDURUPPLIFUNIN
BÖLVUNIN 2
THE
GRUDGE 2
ÞORIR ÞÚ
AFTUR? JÓLASVEININN 3
ÞRJÁR Á TOPPNUM
/ AKUREYRI
DÉJÁ VU kl. 8 - 10:20 B.I. 12
DEAD OR ALIVE kl. 6 - 8 - 10 B.I. 12
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
ERAGON kl. 5:50 - 8 B.I. 12
DÉJÁ VU kl. 8 - 10:30 B.I. 12
THE HOLIDAY kl. 10:10 LEYFÐ
SKOLAÐ Í ... m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
/ KEFLAVÍK
eeee
KVIKMYNDIR.IS
eee
H.J. MBL.
SANTA CLAUSE 3 kl. 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ
DÉJÁ VU kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.12 ára
DÉJÁ VU VIP kl. 5:20 - 8 - 10:40
DEAD OR ALIVE kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i.12 ára
SAW 3 kl. 8:15 - 10:40 B.i.16 ára
THE GRUDGE 2 kl. 10:10 B.i.16 ára
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Haltu upp á minniháttar áfanga. Það er
gott fyrir sálina og býr þig undir meiri-
háttar áfanga. Einhver í merki stein-
geitar hjálpar þér til þess að skipuleggja
næsta skref.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Tímasóunin er alls staðar. Gáfulegt væri
að taka tölvuna úr sambandi (það er fara
af netinu) stundarkorn. Pör: tími sem þið
eyðið í sitt hvoru lagi, hversu illa sem
það kann að hljóma, setur sambandið í
dásamlegt ljós.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn er með eitthvað á heilanum.
Taktu þér frí frá áhyggjunum, þó að það
þýði að þú þurfir að leiða athygli þína frá
þeim. Að blanda geði við aðra úti á lífinu
gæti einmitt verið það sem þú þarft á að
halda.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Siðferðileg klemma blasir við krabb-
anum. Ef maður verður vitni að órétt-
læti, ber manni þá skylda til þess að taka
afstöðu? Velkominn á gráa svæðið. Ein-
hver í merki fiskanna getur liðsinnt þér
við að draga mörkin á milli þess að
bjarga sjálfum sér og gera það sem rétt
er.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ef þú hagar þér eins og fylgismaður, er
komið þannig fram við þig. Hagaðu þér
eins og leiðtogi svo að aðrir fylgi þér.
Safnaðu kringum þig hæfu og hrein-
skilnu fólki og leggðu við hlustir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan er versti óvinur sjálfrar sín.
Ekkert sem hún tekur sér fyrir hendur
virðist nógu fullkomið. Værirðu svona
óvægin við vini þína? Æfðu þig í að baða
sjálfa þig í góðsemi.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Áfangar í vinnu létta voginni lund. En
kannski er hún enn að velta fyrir sér
hvar peningarnir eru. Þeir eru á leiðinni.
Haltu áfram að horfa fram á við og gera
meira en til er ætlast af þér. Þér verður
senn launuð viðleitnin.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Vinur þinn gefur þér eitthvað sem er
frítt eða með afslætti. Bættu þetta upp
með því að gefa nokkra kassa af ein-
hverju sem þú átt í geymslunni. Þú tor-
tryggir ástarjátningar í kvöld, en gætir
hugsanlega látið einhvern sem er ein-
staklega hrífandi heilla þig.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn hefur fengið stórkostlega
hugmynd. En það þarf einhvern stór-
brotinn til þess að skilja hana. Sýndu
öðrum þolinmæði. Stilltu þig um að setja
úrslitakosti.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Líttu á framtíðina eins og eitthvað sem
er ekki ákveðið, heldur sveigjanlegt og
algerlega háð öllu því sem þú tekur þér
fyrir hendur í dag. Það sem þú gerir
skiptir máli en hugurinn sem fylgir er
enn mikilvægari.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Mismunandi áhrif, menning, umhverfi
og fólk ýtir undir sköpunargleði vatns-
berans. Honum hefur tekist að ögra
sjálfum sér með nýjum aðstæðum en er
kannski of upptekinn til þess að veita því
eftirtekt.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Að vera sveigjanlegur og opinn fyrir ein-
hverju betra handa sjálfum sér er fyrsta
skrefið í þá átt að meðtaka stórkostlegt
lán. Eitthvað sem var ófrágengið eða
óútskýrt í síðasta mánuði er nú alveg
klippt og skorið.
stjörnuspá
Holiday Mathis
Vetrarsólstöður eru á
næsta leiti, hátíð sólar í
ríki steingeitar. Stysti
dagur og lengsta nótt árs-
ins. Næstu vikur varpa
ljósi á málefni sem tengj-
ast stöðu, valdboði og virðingu. Mikil
og virðingarverð vinna stendur fyrir
dyrum á meðan sól er í merki steingeit-
arinnar.
Pitt, á meðan
hann var kvænt-
ur Jennifer An-
iston, segist
hafa hatað per-
sónuna sem hún
lék í nýjustu
kvikmynd sinni,
Góði hirðirinn,
vegna þess að
hún táldragi
kvæntan mann,
sem Matt Damon leikur.
Breska tímaritið Grazia hefur eft-
ir Angelinu: „Það sem hún gerir er
eitt það versta sem nokkur kona
getur gert. Ég átti í virkilegum erf-
iðleikum með að leika í einu atrið-
inu vegna þess að ég er svo andvíg
því sem hún
gerir. Hún táld-
regur hann, og
ginnir hann til
að eignast barn.
Er hægt að
hugsa sér nokk-
uð verra? En
þetta er þeirra
beggja sök. Þau
sváfu saman.“
Í síðustu viku
harðneitaði Angelina því að hún og
Brad hefðu byrjað samband sitt á
meðan hann var enn kvæntur
Jennifer, og fullyrti að hún og Brad
hefðu einungis verið „góðir vinir“
þar til hann hefði verið skilinn við
Jennifer.
Á TÓNLEIKUM Karlakórs
Reykjavíkur í Hallgrímskirkju var
efnisskráin hefðbundin; Aðfanga-
dagskvöld jóla eftir Sigvalda Kalda-
lóns, Heilig, heilig eftir Schubert,
Það aldin út er sprungið eftir Preto-
rius og fleira í svipuðum dúr.
Í rauninni er lítið um þessa tón-
leika að segja. Söngur kórsins undir
stjórn Friðriks S. Kristinssonar var
oftast til fyrirmyndar, þótt tenór-
arnir hafi ekki virst alveg hreinir í
viðkvæmu upphafsatriði tónleik-
anna, sem var Domine, pace da nob-
is eftir Jacob Christ. En hugsanlega
fór það eftir því hvar maður sat; ég
sjálfur fann ekki betra sæti en aftast
í kirkjunni – og bak við súlu í þokka-
bót. Kirkjan var með öðrum orðum
troðfull – eins og fram hefur komið
hér í blaðinu, og einnig í sjónvarps-
fréttum nýlega, er ekkert lát á vin-
sældum jólatónleika. Stundum heyr-
ist því fleygt að klassísk tónlist sé á
undanhaldi og meðalaldur tónleika-
gesta fari stöðugt hækkandi. Ég
held að þeir sem halda slíku fram
fari ekki sjálfir mikið á tónleika.
Ef finna á að einhverju, þá var það
helst ónákvæmur flutningur á Mars
konunganna, sem er franskur jóla-
söngur. Hann var býsna klúðurs-
legur, þótt hinn ungi trommuleikari,
Gísli Páll Karlsson, hafi staðið sig
vel.
Flest annað var hins vegar veru-
lega gott eins og áður sagði; söngur
karlanna var tilfinningaþrunginn og
tær; lög eins og Ave María Sigvalda
Kaldalóns og Friður á jörðu eftir
Árna Thorsteinsson voru svo mögn-
uð í meðförum kórsins að ég er viss
um að allir tónleikagestir hafa hrifist
af.
Þrír hljóðfæraleikarar komu við
sögu á tónleikunum, Lenka Mateova
organisti og trompetleikararnir Ás-
geir H. Steingrímsson og Eiríkur
Örn Pálsson. Leikur þeirra var yfir-
leitt öruggur. En hefði ekki verið
skemmtilegra ef kórinn hefði gengið
inn undir hinu fjörlega Rondeau eft-
ir Mouret – sem var fyrsta lagið eftir
hlé og eingöngu flutt af hljóðfæra-
leikurunum – í stað þess að bíða eftir
að því lyki? Viðhafnarstemningin á
tónleikunum var slík að smáleik-
rænir tilburðir hefðu verið fyllilega
viðeigandi.
Viðhafnarstemning
í Hallgrímskirkju
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Hefðbundin jóladagskrá Karlakórs
Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Krist-
inssonar. Hljóðfæraleikur: Lenka
Mateova, Ásgeir H. Steingrímsson og
Eiríkur Örn Pálsson. Sunnudagur 17. des-
ember.
Kórtónleikar
Jónas Sen
HINIR síðustu af fernum jóla-
tónleikum Langholtskirkjukóranna
15.–17. þessa desembers reyndust
það fjölsóttir að grípa þurfti til auka-
sæta. Má af marka hversu mikið hafi
verið „halað inn“, svo notað sé al-
gengt orðalag um helgarfrumsýn-
ingar kvikmyndahúsanna. Og þó var
efnisskráin í meginatriðum sú hefð-
bundna frá undanförnum árum.
M.a.s. féll niður aðalaðsóknarsegull-
inn, því eins og Jón Stefánsson kór-
stjóri kynnti hafði Eivør Pálsdóttir
forfallazt og varð að sleppa nýja
jólalaginu sem færeyska söng-
stjarnan hafði samið fyrir tækifærið,
auk þess sem Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir þurfti að syngja nokkur önnur
atriði Eivarar. Unnendur nýrra
söngvaraefna fóru þó ekki alslyppir
frá slægjum, því Bragi Bergþórsson
söng hér ein fjögur einsöngslög, og
þó að tónleikaskráin kynnti enga
einstaklinga sérstaklega fyrirgefst
manni vonandi að herma af hleruðu
að hér var á ferð sonur hins góð-
kunna barýtons Bergþórs Páls-
sonar.
Af fjölbreyttri tuttugu atriða dag-
skrá verður að stikla á stóru. Eftir
inngöngusöng beggja kóra á Barn er
oss fætt, fornkirkjulegum messuinn-
gangi í útsetningu Róberts A. Ottó-
sonar sem léði upphafinu miðalda-
legt yfirbragð, sungu þeir – stundum
í baksöng við einsöngvarana – jólaög
eftir Mendelssohn, Gauntlett og
Willis í útsetningum kórstjórans.
Síðan fór klassísk útsetning Anders
Örhwalls á Fögur er foldin, Þá ný-
fæddur Jesús og Hljóðu nótt (Heims
um ból).
Eftir almennan söng í Englakór
frá himnahöll var komið að fyrra
innslagi Gradualekórsins. Fyrst var
franska þjóðlagið „Kemur hvað
mælt var“ (frumheiti því miður ótil-
greint), Jól Jórunnar Viðar, Ave
María Kaldalóns við einsöng Ólafar
og Panis angelicus eftir Franck við
einsöng Braga. Heppnaðist flest
með mestu ágætum, og tók maður
eðlilega mest eftir stæltum einsöng
hins unga tenórs. Röddin minnti
mann raunar frekar á uppþjálfaðan
barýton á við Caruso en heiðbjartan
náttúrutenór, en sízt þó til verri veg-
ar, enda framboð slíkra radda hér
með minna móti. Lauk síðan fyrri
hluta með almennum söng í Bjart er
yfir Betlehem.
Gradualekórinn færði eftir hlé
hlustendur á vit bandarískra jóla-
söngva eftir m.a. Irving Berlin
(White Christmas), Styne, Rose og
Leroy Anderson við undirleik
píanós, trommusetts og bassa.
Hvarflaði þar að manni hvort Jón
Stefánsson gæti hugsanlega talizt
einn af örfáum hérlendum stjórn-
endum sem sinnt hafa sveiflumót-
uðum kórsöng nú á lífsvetri gamla
djassins. Alltjent virtist sá liggja
undravel fyrir stúlkunum og mynd-
aði um leið kærkomið uppbrot á
klassíska aðventuefninu. KL tók síð-
an meðalpól í hæðina með banda-
rísku sígræningjunum Heilög stund
og Hátíð er um jólin ásamt stað-
færðu útgáfunni á lagi Tormés „Þor-
láksmessukvöld“ með Hin fyrstu jól
Ingibjargar Þorbergs í miðju – flest
innsett laufléttum djasssólóum spil-
aratríósins. Saman sungu kórarnir
Ave María og Jólanótt Eivarar auk
Jólin alls staðar eftir Jón bassa Sig-
urðsson. Endað var á Ó, helgu nótt
Adams og Adeste fideles (Guðs
kristni í heimi); í hinu síðasta við al-
mennan söng.
Jólalög með ungri sveiflu
TÓNLIST
Langholtskirkja
Jólatónleikar Kórs og Gradualekórs Lang-
holtskirkju. Einsöngvarar m.a. Ólöf Kol-
brún Harðardóttir og Bragi Bergþórsson.
Hallfríður Ólafsdóttir og Arna Kristín Ein-
arsdóttir flautur, Jón Sigurðsson kontra-
bassi, Kjartan Valdemarsson píanó, Lára
Bryndís Eggertsdóttir orgel, Monika
Abendroth harpa og Pétur Grétarsson
slagverk. Kórstjóri: Jón Stefánsson.
Sunnudaginn 17. desember kl. 20.
Kórtónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson