Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 35 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG hrópa húrra fyrir Siv Frið- leifsdóttur heil- brigðisráðherra. Frá því hún kom í ráðu- neytið hefur hún komið hverju stórmálinu á fætur öðru í far- veg, sem vand- ræði hafa ríkt um í áraraðir. Svo örfá dæmi séu nefnd þá hefur hún komið til leið- ar að útskrifuðum hjúkrunarfræð- ingum mun fjölga um 25 árlega og tekið á geðheilbrigðismálum barna. Hún hefur komið á frí- tekjumarki fyrir lífeyrisþega, sem talað hefur verið um í áraraðir að þurfi að gera, en ekkert gerst. Nú síðast talaði hún um að skipa nefnd til að koma skikki á reglu- gerðaskóg Tryggingastofnunar og vona ég svo sannarlega að það verði raunin. Ég óska þér til hamingju með sjálfa þig, Siv. Þú ert greinilega harðdugleg, fylgin þér, hefur yf- irsýn og vilt láta gott af þér leiða. Svona eiga ráðherrar að vera. AUÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur. Húrra fyrir heilbrigðisráðherra Frá Auði Guðjónsdóttur: Auður Guðjónsdóttir FIMMTUDAGINN 14. desember birti Morgunblaðið grein eftir Stefán Ásgrímsson, ritstjóra FÍB-blaðsins, sem svar við grein minni í sama blaði tveimur dögum áður. Hafði ég fundið mig knúinn til að birta hana vegna greinar hans á vef FÍB um víravegr- iðin í Svínahrauni. Í byrjun svars rit- stjórans fjargviðrast hann mjög yfir því að ég hafi reynt að gera sig tortryggilegan með því að segja að greinin væri nafnlaus. Ef það hefur misboðið blaðamannsheiðri rit- stjórans er hér með beðist velvirðingar á því en hafa skal það sem satt reynist. Ostaskeri rangnefni Ekki verður annað ráðið af svari ritstjór- ans en að sú „osta- skera“-nafngift sem víravegriðin hafa hlotið í fjölmiðlum fari í taugarnar á honum og víst er nafnið í fyrirsagnastíl, sem hann not- ar reyndar sjálfur í upphafsgrein sinni. Ég skal líka fyrstur við- urkenna það að nafnið er ekki rétt- nefni og lýsir ekki vel þeim hættum sem víravegrið skapa mótorhjóla- fólki. Eitthvað virðist ritstjórinn líka hafa misskilið tilgang mótorhjóla- fólks með mótmælunum og þá kröfu þess að það vilji víravegriðin burtu, helst á þann veg að ekkert eigi að koma í stað þeirra. Hvernig er ann- ars hægt að skilja þessa setningu svo vísað sé beint í texta ritstjórans sjálfs: „Á sama hátt má segja að það gengur ekki að fórna öryggi annarra vegfarenda svo bifhjólamenn geti tekið óhindrað fram úr hvar sem er.“ Langflest bifhjólafólk er löghlýðið í umferðinni og það er vandfundinn sá hagsmunahópur sem látið hefur jafn- mikið til sín taka í umferðarörygg- ismálum. Krafa þess er einfaldlega sú að notuð séu vegrið sem skapa ekki jafn augljósa hættu og víravegr- iðin gera. Ótti bifhjólafólks við vegrið kemur heldur ekki til að ástæðulausu eins og dæmin sanna. Það er ekki rétt hjá ritstjóranum að aðeins eitt banaslys hafi orðið við vegrið á Íslandi. Und- irritaður veit um að minnsta kosti þrjú önnur banaslys þar sem vegrið koma beint við sögu. Það, að ekki skuli hafa orðið alvarlegt slys á mót- orhjóli við vegriðin í Svínahrauni á þeim stutta tíma sem þau hafa staðið, er einungis heppni og hefur ekkert með rök í þessari umræðu að gera. Ritstjóri FÍB blaðsins tilgreinir líka eitt slys í Ártúnsbrekk- unni þar sem tveir mót- orhjólamenn sluppu með skrekkinn eftir að vegrið kom í veg fyrir að þeir köstuðust yfir á rangan vegarhelming. Spurt er á móti, hefðu þeir sloppið svona vel ef að víravegrið hefði ver- ið þeim þarna til varn- ar? Varla. Einnig kast- ar ritstjórinn ryki í augu lesenda með því að draga það fram að rannsóknir, sem bif- hjólafólk byggir rökstuðning sinn á, séu átta ára gamlar. Tekið skal fram að hagsmunasamtök mótorhjólafólks í Evrópu (FEMA) hafa tekið saman 23 rannsóknir á vegriðum sem færa sönnur á hættur vegriða gagnvart mótorhjólafólki og að rauði þráð- urinn í þeim öllum sé að vegrið, með óvarða staura, skapi mesta hættu. Það er ekki nóg að vera í fullkomnum öryggisbúnaði þegar maður lendir á staur eins og þeim sem standa í hundraðavís uppi á Hellisheiði. Helmingi hættulegri Að lokum bendir ritstjóri FÍB- blaðsins á sænska rannsókn á víra- vegriðum og bifhjólaslysum en Svíar hafa lengst allra Evrópuþjóða þrjóskast við að leggja þau niður. Þótt „aðeins“ ellefu slys hafi þar orð- ið við víravegrið segir það ekki alla söguna. Sjö þessara slysa voru alvar- leg og tvö þeirra banaslys. Vitnað var í franska rannsókn í grein minni þar sem fram kom að vegrið sköpuðu fimm sinnum meiri hættu á bana- slysum en ef þau væru ekki fyrir hendi. Ef við skoðum aðeins sænsku tölurnar kemur í ljós að líkur á bana- slysi við sænsku víravegriðin eru næstum tuttugu prósent, eða því sem næst helmingi meiri en við hefð- bundin vegrið. Það dettur líka eng- um bifhjólamanni með réttu ráði í hug að halda því fram að vegriðin hafi eitthvað með orsök slysanna að gera, eins og ritstjórinn gerir að um- talsefni. Ef einhver á mótorhjóli er svo óheppinn að missa stjórn á hjóli sínu nálægt víravegriði er afleiðingin oftast slæm. Þess vegna hafa fjöl- margar þjóðir tekið afstöðu á móti víravegriðum og lönd eins og Hol- land og Danmörk látið taka þau nið- ur og önnur bannað frekari notkun þeirra. Eins og staurar fyrir bíla Eins og ritstjóri FÍB blaðsins bendir réttilega á varna vegrið slys- um þar sem umferð úr gagnstæðum áttum mætist á sama veginum. Eng- inn sem ég veit um á bifhjóli setur sig heldur upp á móti því að aðgreina akstursstefnur með þessum hætti, enda keyrum við líka bíla. Við viljum bara sjá vegrið með undirvörn við staura sem skapa ekki jafn augljósa hættu og víravegriðin gera. Því er oft haldið fram í þessari umræðu að víravegrið séu ódýrari en aðrar gerð- ir vegriða, en á móti kemur að við- haldskostnaður við þau er talsvert meiri svo að hagræðingin er engin þegar til lengri tíma er litið. Ef lýsa á því hvernig bifhjólamaður sér þessi víravegrið er það sömu augum og bílstjóri myndi sjá þétta röð ljósastaura á milli akreina. Höfum metnað til að bera hag okkar allra fyrir brjósti við hönnun umferð- armannvirkja. Öruggari vegrið er krafan Njáll Gunnlaugsson svarar grein ritstjóra FÍB-blaðsins » Fjölmargar þjóðirhafa tekið afstöðu á móti víravegriðum og lönd eins og Holland og Danmörk látið taka þau niður. Njáll Gunnlaugsson Höfundur hefur tekið þátt í fjölda verkefna með öruggari umferð bif- hjóla að leiðarljósi. SJÁLFSTÆÐ og faglega unn- in rannsóknarblaðamennska er mikilvægt aðhald hverju sam- félagi. Blaðamenn Kompáss hafa sannarlega farið mikinn á þessu ári og er það vel. Nú síðast var meðferðarstöðin Byrgið til um- fjöllunar. Það eru ljót tíðindi ef satt reynist að þar hafi sjúklingar í neyð verið beittir ofbeldi. En það voru fleiri sjúklingar í neyð í þessum þætti – nefnilega Jói og Gugga – sprautufíklarnir sem fylgt hefur verið eftir í nokkrum þáttum. Eins og vist- menn í Byrginu eru þau fólk í miklum vanda sem getur ekki fullkomlega borið hönd fyrir höf- uð sér. Að mínu mati var gengið of langt í þáttum Kompáss við að velta sér upp úr og kjamsa á ógæfu þeirra með endurteknum myndbrotum af fráhvarfi, vímu og sprautunum. Því miður féllu þáttastjórn- endur enn í þessa gryfju æsi- blaðamennsku í síðasta þættinum sunnudaginn 17. desember. Var þar sýnt frá brúðkaupi þeirra Jóa og Guggu þar sem vel meinandi fólk aðstoðaði þau við að láta drauminn rætast. Þungamiðjan í umfjölluninni var að þau voru fall- in enn og aftur. Heimilislaus og vonsvikin. Var nauðsynlegt að sýna þau timbruð og úrill? Var nauðsynlegt að spyrja endurtekið hvort þau ættu eiturlyf? Var nauðsynlegt að súmma inn á sprautuför og sýna brúðina í ann- arlegu ástandi? Það mætti öllum vera ljóst sem fylgst hafa með þeim Jóa og Guggu að ást þeirra er fölskva- laus. Flestir myndu sömuleiðis samsinna að brúðkaup á að vera falleg og persónuleg athöfn. Hefði ekki verið nær að gera myndbrot með áherslu á þetta? Sýna að þrátt fyrir eymdina eru þau Jói og Gugga venjulegar manneskjur með eigin væntingar og sjálfsvirð- ingu eins og við hin? Áttu þau þetta skilið? Er líklegt að þau verði ánægð með þennan þátt þegar þau ná bata næst? Bjarni Össurarson Um fréttaskýringa- þáttinn Kompás Höfundur er yfirlæknir vímu- efnadeildar LSH. Sagt var: Þeir veiddu sinnhvorn laxinn. RÉTT VÆRI: Þeir veiddu sinn laxinn hvor. Gætum tungunnar  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Símar 533 4200 og 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun Höfum kaupendur að öllum stærðum og gerðum atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsla í boði. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST! „KARTÖFLUR OG ÚTIRÆKT“ SÝNING Í ÖREBRO Í SVÍÞJÓÐ Unnið er að því að skipuleggja hópferð á sýninguna „Potatis og Friland“ sem haldin verður í Örebro í Svíþjóð 7.-9. febrúar 2007 • Sýningin hefst miðvikudaginn 7. febrúar kl. 17:00 og lýkur föstudaginn 9. febrúar. • Fjöldi stórra og smárra fyrirtækja kynnir vélar, tæki og þjónustu við framleiðendur kartaflna og útiræktaðs grænmetis. • Unnið er að því að skipuleggja skoðunarferðir til framleiðenda og pökkunar/vinnslustöðva í tengslum við sýninguna. • Fyrir sýninguna, miðvikudaginn 7. febrúar kl. 10:00-16:00, verður kynning og málstofur um nýjustu rannsóknir og þróun á sviði kartöflu- og útigrænmetisræktar. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku hafi samband við Magnús Á. Ágústsson, Bændasamtökum Íslands, sími 892 4003, netfang maa@bondi.is eða Helgu Hauksdóttur, Sambandi garðyrkjubænda, sími 891 9581, netfang helgahauks@gardyrkja.is Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.