Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR innar eru aðeins eins og forréttur að þeirri miklu veislu sem við tekur og okkur mun opinberast í dýrð Drottins þegar yfir lýkur. Kæra Kristín og nafni! Guð launi ykkur alla umhyggju, æðruleysi og kærleika í aðstæðum þegar oft þyrmdi yfir og allt virtist svo til- gangslaust og vonlaust. Hann gefi ykkur gleði sína og áframhaldandi styrk. Hann leiði ykkur, sólargeisl- ana ykkar þrjá, og blessi um ókomna tíma. Blessuð sé minning séra Magn- úsar Guðmundssonar, minning sem nauðsynlegt er að halda á lofti því hún segir og kennir okkur svo margt fallegt sem hollt er að hug- leiða og taka mið af. Sigurbjörn Þorkelsson. Þetta var ógleymanlegur tími. Það var hásumar og náttúran í Grundarfirði í sínu fegursta skrúði, hópurinn var samstilltur og skemmtilegur og verkefnið spenn- andi. Alþjóðlegar vinnubúðir ungs fólks á vegum alkirkjuráðsins við kirkjubyggingu í Grundarfirði sum- arið 1959. Leiðtogarnir voru tveir, dönsk stúlka Elisabeth Kielderup Jörgensen og staðarpresturinn séra Magnús Guðmundsson þá rúmlega þrítugur. Við unnum sex tíma á dag í sjálfboðavinnu en þar fyrir utan höfðum við eigin dagskrá; að kynn- ast hvert öðru og reyna að skilja og sættast við hinn ólíka bakgrunn, siði og viðhorf hvert annars. Þar fyrir utan vildum við kynnast heimamönnum og taka þátt í hinu kirkjulega starfi. Við vorum greinilega aufúsugest- ir. Börn og unglingar komu gjarnan og léttu undir með okkur í kirkju- grunninum og lærðu af okkur margs konar sönglög víða að úr heiminum. Varla leið sá dagur að ekki væri komið með veislubakkelsi með kaffinu og við vorum boðin inn á fjölda heimila. Þegar eftirlitsmað- urinn frá alkirkjuráðinu kom sagði hann í skýrslu sinni að afburðavel hefði tekist að tengjast söfnuðinum og vinnubúðirnar hefðu verið til fyr- irmyndar í alla staði hvað varðaði undirbúning og framkvæmd og taldi það vera verk heimaleiðtog- ans, pastor Gudmundsson, að svo hefði til tekist, hann hefði unnið frá- bært starf. Um þetta vorum við vinnubúða- fólkið hjartanlega sammála. Það var sama vegna hvers var leitað til sr. Magnúsar, hann brosti hlýlega, stríddi manni kannske ögn en gekk í málið og allir fengu úrlausn sinna mála. En sr. Magnús var ekki einn í liði, konan hans Áslaug Sigur- björnsdóttir með „kraftaverkið“ eins og þau kölluðu stundum ný- fæddan einkasoninn Sigurbjörn, stóð þétt við hlið hans og þarna var einfaldlega ein samhentasta og fal- legasta fjölskylda sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Þau bjuggu í gamla vinalega prestssetrinu á Setbergi rétt fyrir utan þorpið og þar var opið hús fyr- ir okkur, alla í vinnubúðunum. Ás- laug og Elisabeth leiddu sönginn og sr. Magnús sagði sögur og skellihló svo smitandi að allur hópurinn hló, þessum lífgefandi, glaða hlátri sem verður til þegar aðhlátursefnið sær- ir engan. Það voru aðrar vinnubúðir þarna annað sumar á eftir sem tókust ekki síður, enda voru þá „vanir menn“ að verki við allan undirbúning. Sr. Magnús hafði sótt námskeið og ráð- stefnur um efnið á vegum alkirkju- ráðsins og var reyndastur Íslend- inga í þeim málum Þegar ég vígðist svo til Ögur- þinga þremur árum seinna hitti ég séra Magnús rækilega aftur – en þó með óbeinum hætti. Hann hafði ver- ið forveri minn í Súðavík í örfá ár og þótt aðrir prestar hefðu þjónað þar á milli var presturinn, með greini, hann séra Magnús. Sífellt var vitn- að til þess sem hann hefði gert og sagt og mér þóttu það góð hrósyrði þegar sagt var að ég hefði minnt viðkomandi á sr. Magnús við eitt- hvert ákveðið verkefni. Það var gott að koma á eftir svo góðum presti. Hann gegndi starfi sínu með mikilli nærfærni og samviskusemi, hann var góður guðfræðingur og kenni- maður, kunni vel til æskulýðsstarfs sem að hlynna að þeim elstu. „Og svo var hann svo fallegur,“ sagði Kristín á Stöðinni. Svo kom rómantíkin. Ung, gull- falleg hjúkrunarkona kom til starfa á Ísafirði og safnaðarfólkið fylgdist í mikilli gleði með tildragelsinu, presturinn átti skyndilega ótal er- indi til Ísafjarðar og þeim lauk með brúðkaupi þeirra Áslaugar og sr. Magnúsar og brúðkaupsmynd þeirra var á heiðursvegg á mörgum heimilum í Súðavík, einstaklega fal- leg mynd. Við séra Magnús urðum vinir vegna djúpstæðrar sameiginlegar reynslu. Leiðir okkar lágu þó ekki nógu mikið saman, bæði störfuðum við hvor í sínum landshluta og síðar vegna starfa minna erlendis og síð- an veikinda hans en hann varð að láta af embætti þess vegna aðeins 49 ára gamall. Séra Magnús barðist við veikindi sín í meira en þrjá ára- tugi og gaf öllum sem sjá vildu ógleymanlegan vitnisburð um þol- gæði og styrk trúarinnar í því ógn- arlega mótlæti. Og þar sem alltaf var Áslaug við hlið hans og það var eftirminnilega falleg sjón en jafn- framt átakanleg að sjá Áslaugu styðja sjúkan bónda sinn inn kirkju- gólfið í Hallgrímskirkju sem þau sóttu ævinlega hér syðra. Þegar Ás- laug féll frá fyrir nokkrum árum, öllum harmdauði, hafði sr. Magnús fengið vist í Skógarbæ þar sem hon- um var búið vistlegt heimili af Sig- urbirni og fjölskyldu hans. Og nú hefur sr. Magnús fengið langþráða hvíld og er genginn inn í fögnuð herra síns. „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Hann átti góða heimvon, sá góði drengur Magnús Guðmundsson. Við Rannveig send- um öllum ættingjum hans og venslafólki innilegar samúðarkveðj- ur og minnumst hans með mikilli virðingu, hlýju og þökk fyrir ógleymanlega samfylgd um nokkurt skeið á lífsleiðinni. Bernharður Guðmundsson. Það voru stór tímamót í lífi okkar hjónanna þegar við fluttum til Grundarfjarðar til að taka við starfi og hlutverki prestshjóna. Forverar okkar þar, séra Magnús Guðmunds- son og frú Áslaug Sigurbjörnsdótt- ir, höfðu sinnt þjónustunni í 20 ár og skilað einstöku starfi og staðið að uppbyggingu allri af fórnfýsi og dugnaði. Það var gott að taka við af séra Magnúsi og starfsaðstæður slíkar að aðeins verður jafnað við það besta. Kirkjan vel búin, nýlegur embættisbústaður og það sem mestu varðar, lifandi og kröftugt safnaðarstarf. Við Sigríður vorum 28 ára gömul, og að sönnu hikandi og óörugg að takast á hendur ábyrgðarmikið starf. Þau hjónin sýndu okkur ein- stakan hlýhug og vinarþel frá fyrstu tíð og séra Magnús var mér mikil hjálparhella fyrstu árin með því að miðla mér af reynslu sinni og þekk- ingu. Séra Magnús var aðeins 49 ára að aldri en varð nú að láta af störfum sakir alvarlegs heilsubrests. Þau hjónin mættu því mótlæti af æðru- leysi og styrk trúarinnar en þung- bært var það öllum sem notið höfðu krafta þeirra þar vestra. Skömmu áður en við fluttum til Grundarfjarðar hittum við Bjarna Sigurðsson á Berserkseyri, sveitar- höfðingja og einlægan og trúan vin kirkju og kristni. Hann sagði okkur af lífi fólksins og sögu kirkjunnar. Þegar talið barst að forverum okk- ar, sagði Bjarni heitinn eitthvað á þessa leið: „Það verður vafalaust sagt að þau hjónin, séra Magnús og Áslaug, hafi reist sér minnisvarða með kirkjubyggingunni og þeirri glæsilegu starfsaðstöðu sem nú er til staðar, – miklu er þó dýrmætari sá óbrotgjarni minnisvarði sem þau hafa reist í hugum fólksins, með framgöngu sinni, ástúð sinni og um- hyggju í allra garð í gleði og sorg- um.“ Þetta voru orð að sönnu sem við skynjuðum afar sterkt við komu okkar vestur í fjörðinn fríða. Magn- ús og Áslaug voru glæsileg hjón. Störf sín ræktu þau af einstakri al- úð og trúmennsku, samhent og ein- huga. Hann, hirðirinn góði, sem vakti yfir velferð sóknarbarna sinna. Hún, auk þess að sinna hús- móðurskyldum, organisti safnaðar- ins og fylgdi bónda sínum til allra helgra stunda og þáði aldrei laun fyrir þau störf. Þess utan nýtti hún menntun sína sem hjúkrunarkona og sinnti slíkum störfum í byggð- inni, einnig launalaust flest árin, og þá var presturinn „einkabílstjóri hjúkrunarkonunnar“ eins og hann sagði stundum í gamni. Aðventan telur daga sína. Í gluggum húsanna vestur í Grund- arfirði loga aðventustjörnur í hverj- um glugga. Séra Magnús mun hafa kynnt sóknarbörnum sínum þann fallega sið eftir námsdvöl í Svíþjóð á sinni tíð. Magnús og Áslaug báru birtu trúar og kærleika öllum þeim sem áttu með þeim samleið. Megi birta aðventuljósanna sem berst út í skammdegismyrkrið í Grundarfirði minna á þann himneska dýrðar- ljóma sem umvefur þau nú í ljós- heimum Guðs. Við Sigríður þökkum góð kynni, hjálpsemi alla og vinarhug í okkar garð. Guð blessi Sigurbjörn son þeirra, fjölskyldu hans og ástvini alla. Jón Þorsteinsson, Sigríður Anna Þórðardóttir. Við stúdentar frá Menntaskólan- um í Reykjavík frá árinu 1945 kveðjum látinn skólabróður og vin. Magnús var mikill námsmaður, sér- staklega lágu vel fyrir honum tungumál og saga og lauk hann allt- af prófum með háum einkunnum. Jafnframt skóla sinnti hann áhuga- málum sínum sem voru félagsstörf hjá KFUM í Reykjavík og foringja- störf í Vatnaskógi á sumrin. Hann hefur sjálfsagt haft að leiðarljósi störf séra Friðriks Friðrikssonar, hins mikla frömuðar í æskulýðsmál- um. Við skólafélagarnir höfðum allt- af grun um í hvað stefndi hjá Magn- úsi en það voru prestsstörfum og sá grunur rættist síðar. Hann var vel að þeim kominn, hafði sótt nám- skeið í Noregi, Svíþjóð og Þýska- landi í ýmsum uppeldis- og kirkju- legum störfum. Hann varð cand. theol. frá Háskóla Íslands vorið 1950. Við glöddumst öll fyrir hans hönd. Hans vettvangur varð svo úti á landi og síðast í Grundarfirði þar til hann fékk lausn frá embætti 1974 vegna veikinda. Við söknuðum hans úr hópnum. En vorið 1995, þegar við áttum 50 ára stúdentsafmæli, mætti hann ásamt konu sinni Ás- laugu. Þetta var óvænt ánægja en það var greinilegt að Magnús var illa farinn af Parkinsonsveikinni en aðdáunarvert að sjá hvað konan var honum umhyggjusöm og góð. Það hljóta að hafa verið erfiðir tímar fyrir Magnús að missa Áslaugu nokkrum árum síðar. Magnús var drenglundaður, dug- legur og góður félagi sem við kveðj- um með þakklæti fyrir góðar stund- ir. Við sendum Sigurbirni og fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Skólafélagarnir. Einn af mínum bestu vinum á langri lífsleið hefur kvatt þetta jarð- líf. Þau hafa verið erfið hin seinni árin. Það hefur verið mér erfitt en um leið aðdáunarvert hvernig hann tókst á við veikindi sín. Hann var prestur í Grundarfirði. Þar helgaði hann söfnuðinum starfskrafta sína og þjónustu. Því miður varð hann alltof fljótt að hætta sem prestur í Grundarfirði þegar hinn alvarleg sjúkdómur barði að dyrum. Ég gleymi því ekki þegar hann kom til okkar hjóna með þessa frétt. Það var ekki lítið áfall fyrir Grundfirð- inga þegar þeir stóðu frammi fyrir þeim sannindum að starfi hans væri lokið í þeirra heimabyggð. Það var þung raun fyrir bæjarfélagið. Mér er það ógleymanlegt hversu þau hjón Magnús og Áslaug gátu afrek- að miklu í þágu Grundarfjarðar þann tíma er þau störfuðu þar. Ás- laug var ekki lítils virði fyrir lækn- islaust sveitarfélag. Þar starfaði hún af dugnaði og ávann sér traust bæjarbúa. Fórnarlund þeirra beggja var einlæg. Það var eins og byggðarlagið ætti í þeim svo mikið. Traustið og vináttan við Grundar- fjörð var sterk sem sýnir sig í því að kirkjan þar nýtur þess við útför Magnúsar. Eftir að séra Magnús og Áslaug fóru suður til Reykjavíkur átti ég mörg spor á þeirra heimili og síðar á sjúkrahúsið. Ég fann glöggt þann styrk sem Guð hafði gefið þeim og hversu sterk þau voru í raun og sannleika. Það voru sterk sambönd á milli heimila okkar Magnúsar. Ég vil með þessum línum færa fjölskyldu séra Magnúsar mínar innilegustu þakkir fyrir vinsemd liðinna ára. Syni hans og fjölskyldu, sem var stoð og styrkur Magnúsar á erf- iðum tímum, sendi ég samúðar- kveðjur og þakkir fyrir trausta samfylgd. Guð blessi þessa vini mína og vaki yfir þeim. Árni Helgason, Stykkishólmi. Síminn hringdi. Systir mín sagði mér frá andláti Magnúsar Guð- mundssonar. Hann hafði látist deg- inum áður og ég sem ætlaði að heimsækja hann næsta dag. Hafði síðast hitt hann í Skógarbæ í okt. sl. Hann var orðinn saddur lífdaga, hafði barist við erfiðan sjúkdóm í áratugi. Ég var 10 ára þegar ég kynntist Magnúsi. Hann var þá leiðtogi 10. sveitar KFUM við Amtmannsstíg í Reykjavík. Ungur guðfræðistúdent, sem hreif okkur drengina í Norð- urmýrinni með sér, safnaði okkur á fundi, miðlaði okkur að þekkingu sinni og brennandi áhuga. Við drengirnir voru einhvers virði, rækt skyldi lögð við manninn allan, lík- ama, sál og anda. Maðurinn í heild tilheyrði Guði, var hans eign og við ættum að reyna að lifa í samræmi við vilja hans. Ég minnist prófpre- dikunar Magnúsar, er hann útskrif- aðist úr guðfræðideild með hæstu einkunn: „Sælir eru fátækir í anda því þeirra er himnaríki“, var textinn sem hann lagði út af. Fljótlega eftir þetta fór hann í framhaldsnám til Uppsala í Svíþjóð. Eftir heimkom- una batt hann ráð sitt við vinkonu systur minnar, Áslaugu Sigur- björnsdóttur hjúkrunarfræðing. Þau voru glæsileg hjón og samhent mjög. Fyrstu prestverkin voru unn- in í Súðavík og svo varð hann prest- ur Grundfirðinga, sat á Setbergi. Mér er kunnugt um að þau prest- hjónin unnu mjög gott starf á Snæ- fellsnesi. Hef hitt mýmarga sem hafa borið því vitni. En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Á miðjum aldri fékk Magnús Parkinsonsjúk- dóminn, sem síðar varð þess valdandi að hann varð að láta af sóknarprestsstörfum. Innan Park- insonsamtakanna voru þau hjónin driffjaðrir til margra ára. Þar átti ég náið samstarf við þau og sér- staklega Magnús, sem var ritstjóri Fréttabréfs samtakanna og pottur- inn og pannan í útgáfumálum þeirra. Við ræddum fræðigreinar, um merkingu læknisfræðilegra orða, íslensk læknisfræðileg heiti o.s.frv. Öll vinna Magnúsar var vönduð mjög. Fylgst var með nýj- ungum og félagsmönnum samtak- anna kynnt allt sem var til bóta og byggt var á traustum grunni. Öllum bábiljum var hafnað. Það var gott fyrir Parkinsonsamtökin að hafa þau hjón ásamt öðru góðu fólki í forystusveitinni. Síðast þegar við Magnús hittumst sagði ég honum frá fundarefni aðaldeildar KFUM á haustmisserinu og frá fyrirhugaðri ferð minni á læknaþing í Suður-Afr- íku. Hann hlustaði af áhuga, sagði ekki mikið og það varð að sam- komulagi að ég skyldi mala í þetta skipti. Áður hafði það svo oft verið hann sem var veitandinn. Ég var nýbúinn að skrifa jólakveðju til Magnúsar, hef gert það í 60 ár. Hún verður ekki sett í póst að þessu sinni, en Guði þakkað fyrir trúfast- an boðbera kristinnar trúar, Krist- manninn, krossmanninn sr. Magn- ús. Sigurbirni syni hans og fjölskyldu biðjum við hjónin Guðs blessunar. Ásgeir B. Ellertsson. Kveðja frá Parkinsonssamtökunum Einn af frumkvöðlum að stofnun Parkinsonssamtakanna á Íslandi, sr. Magnús Guðmundsson, er lát- inn. Magnús fékk parkinsonsveiki ungur að árum, eða um fertugt, og barðist hann við sjúkdóminn allt til æviloka. Magnús og eiginkona hans, Ás- laug Sigurbjörnsdóttir, sem lést ár- ið 2001, voru drifkraftar í rekstri Parkinsonssamtakanna til fjölda ára. Magnús sá meðal annars um útgáfumál samtakanna og var óþreytandi í útgáfu fréttabréfa og þýðingu erlendra greina og rita um sjúkdóminn. Áslaug var hins vegar formaður samtakanna í áratug. Heimili þeirra hjóna var á þessum tíma félagsheimili og athvarf fyrir Parkinsonssamtökin og alla þá fé- laga, sem aðstoð þurftu, ekki síst fé- laga, sem komu til Reykjavíkur ut- an af landi til þess að leita sér læknisaðstoðar. Magnús var heiðursfélagi Park- insonssamtakanna. Samtökin votta aðstandendum hans samúð sína og kveðja hann með virðingu. Ásbjörn Einarsson, formaður PSÍ. Kærir vinir okkar Eyjólfs heitins, Áslaug Sigurbjörnsdóttir og séra Magnús Guðmundsson, eru nú bæði búin að kveðja þennan heim. Við kynntumst þegar undirbúningur að stofnun Parkinsonsamtakanna á Ís- landi hófst. Fundir voru haldnir víðsvegar hér í bæ árið 1983. Voru þau löglega stofnuð 3. desember það ár. Séra Magnús þýddi lög dönsku Parkinsonsamtakanna og heimfærði þau við íslensk lög. Þarna komu saman Jón Óttar Ragnarsson sem var fyrsti formað- ur samtakanna, Hulda Guðmunds- dóttir félagsráðgjafi og Kristjana Milla Thorsteinson. Borgardómari þáverandi og fleira fólk að ógleymd- um öðrum sem komu að stofnun samtakanna. Frá Danmörku kom Lise Hoffemayer félagsráðgjafi með eiginmann sinn sem var tauga- sérfræðingur og Parkinsonsjúkling- ur. Áslaug var hjúkrunarfræðingur og stóð þétt við hlið manns síns og var formaður samtakanna í 10 ár. Séra Magnús byrjaði að þýða grein- ar um sjúkdóminn strax í byrjun 1983 og hélt því áfram löngu eftir að hann flutti í Skógarbæ. Þetta rit samtakanna kom út 5–6 sinnum á ári og hældu læknar því mjög. Við vorum á fundum heima hjá hvert öðru því engin var skrifstofa eða sími samtakanna þá. Fólk sem þurfti aðstoð og fróðleik kom því bara heim til okkar og höfðum við alltaf tíma fyrir það og höfum enn. Þegar fólk frá Parkinsonsamtökum erlendis kom í heimsókn skapaðist slík vinátta sem lengi verður í minn- um höfð. Á þeim tíma sem Áslaug var for- maður gekk félagið í norræna sam- bandið NPR og Evrópusamtökin, EPDA. Séra Magnús og Áslaug voru því- lík stoð og stytta samtakanna sem alltaf verður minnst. Hjónin voru bæði heiðursfélagar Parkinsonsam- takanna. Áslaug var sæmd riddara- krossi íslensku Fálkaorðunnar árið 2000 fyrir mannúðarstörf. Það var alltaf mikil tónlist á fundum, sungið og spilað. Barnabörn Áslaugar og Magnúsar, Magnús og Áslaug Anna byrjuðu snemma að skemmta á fundum. Hann á fiðlu og hún á flautu. Bæði sungu á jólaskemmtun og amma Áslaug spilaði á píanó undir. Nína Kristín var of lítil. Ég votta Sigurbirni, Kristínu og börnunum samúð við fráfall séra Magnúsar og allri fjölskyldu Sig- urbjörns í Vísi fráfall Hjalta og Þor- kels sem einnig féllu frá í þessum mánuði. Bryndís Tómasdóttir frá Tómasarhaga. Magnús Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.