Morgunblaðið - 21.12.2006, Side 46

Morgunblaðið - 21.12.2006, Side 46
|fimmtudagur|21. 12. 2006| mbl.is Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is HOLLENSKI plötusnúðurinn Sander Kleinenberg kemur til Ís- lands í febrúar næstkomandi. Sand- er er einn fremsti plötusnúður í heimi, en hann var m.a kosinn besti evrópski plötusnúðurinn 2006 af The Winter Music Conference og Justin Timberlake og Janet Jackson báðu hann sérstaklega um að gera fyrir sig endurhljóðblandanir til útgáfu. „Ég hef komið einu sinni áður til Íslands til að spila, ég held að það hafi verið árið 2001. Ég fór í smáferð um landið og ég man að það var skrítið því það var sumar og bjart allan sólarhringinn,“ segir Sander sem blaðamaður hringdi í til Hol- lands þar sem hann býr. „Ég tek um einn mánuð í frí á ári en annars er ég á stöðugum ferða- lögum um heiminn til að spila. Stundum verð ég þreyttur á þessari vinnu en aðallega vegna ferðalag- anna, ég verð sjaldan þreyttur á að spila. Ég var að koma frá Suður- Ameríku þar sem mér finnst mjög gaman að spila en þar kann fólk að skemmta sér.“ Skiptir ekki máli að vera bestur Aðspurður hvað honum finnist um að vera talinn besti plötusnúður í Evrópu segir Sander það skipta sig litlu máli. „Þetta skiptir mig ekki miklu máli svo ég sé hreinskilinn. Tónlist er list- form og það er ekkert hægt að vera bestur eða í fyrsta sæti í tónlist að mínu mati. Það er fínt að vera þekkt- ur því þá hefur maður áhrif og ábyrgð sem ég vona að ég beri á heilbrigðan hátt og ég er ánægður með það en þetta að vera bestur skiptir mig ekki máli. Hjá mér snýst allt um morgundaginn, ég vil vera ferskur og því vinn ég frá degi til dags í að halda tónlist minni áhuga- verði,“ segir Sander sem er víðsýnn þegar tónlist er annars vegar. „Ég spila margar tegundir af danstónlist og blanda saman ólíkum stílum. Með tónlistinni nota ég svo myndbönd sem ég varpa upp í takt við hana.“ Sanders segist sjálfur hlusta á alls konar tónlist. „Ég hef verið að hlusta mikið á djass að undanförnu en auðvitað hlusta ég mest á raftónlist.“ Sló í gegn með My Lexicon En hvað telur hann góða dans- tónlist? „Það er tónlist sem kemur frá hjartanu og snertir sálina á góðan hátt. Það er tónlist sem er unnin af ástríðu en ekki í auglýsingaskyni.“ Aðeins fimmtán ára var Sanders, sem er fæddur 1971, kominn í vinnu sem plötusnúður á bar sem var rétt hjá heimili hans í Hollandi og því hefur hann verið ansi lengi í faginu. „Svo lengi sem ég nýt mín, er heil- brigður og held fólki á dansgólfinu held ég áfram en ég ætla ekki að verða afi við þetta.“ Það var árið 2000 sem heims- byggðin fór virkilega að gefa Sander gaum en þá sendi hann frá sér dans- lagið „My Lexicon“ sem sló í gegn og var spilað af nær öllum plötu- snúðum innan dansgeirans um heim allan. Síðan þá hefur hann átt hvern danssmellinn á fætur öðrum eins og „The fruit“ og „This is Miami“ sem var eitt vinsælasta lag ársins 2006. Sander fór fyrst að halda sín eigin kvöld árið 2006, eru þau nú útbreidd um heim allan og ganga undir nafn- inu „This Is“. Sander rekur líka sitt eigið útgáfufyrirtæki, Little Mount- ain Recordings, þar sem hann gefur aðallega út sína eigin raftónlist og tónlist eftir vini auk þess sem hann hjálpar ungum plötusnúðum að koma sér áfram. Góð danstónlist kemur frá hjartanu Dj Sander Kleinenberg segist ætla að vinna sem plötusnúður á meðan hann heldur fólki á dansgólfinu. Plötusnúðurinn Sander Kleinen- berg spilar á Broadway í febrúar Sanders spilar 9. febrúar á Broad- way. Forsala er nú þegar hafin í Gallabuxnabúðinni í Kringlunni. Miðinn kostar 2.000 kr. í forsölu en verður á 3.000 kr. við dyr. Ásamt Sander Kleinenberg koma fram Exos og Dj Eyvi en húsið verður opnað kl. 23.00 og er opið til 5.30. STEINGRÍMUR Guðmundsson, ásláttarleikari með meiru, er maður upptekinn um þessar mundir og tek- ur þátt í fjölda platna og er með enn fleiri í farvatninu. Ein þeirra er plata „heimstónlistarsveitarinnar“ Bar- dukha sem er nýútkomin og kallast The Concept of Balzamer Music. Með Steingrími í sveitinni eru Ást- valdur Traustason (harmonikka), Birgir Bragason (kontrabassi) og Hjörleifur Valsson (fiðla, söngur). Sjálfur spilar hann á Darboukhu og tabla. Blaðamaður hitti á Steingrím og Hjörleif á kaffihúsinu Tíu drop- um snemmmorguns í vikunni og fór með þeim yfir þessi mál. Bardukha varð til í kjölfar gifting- arveislu sem fram fór árið 2003. Steingrímur var þá að hitta Hjörleif í fyrsta skipti og segja má að tónlist- arlegur ástarblossi hafi kviknað. Steingrímur sá strax að þetta var maður sem hann langaði að spila með. Þeir, ásamt fleirum, djömmuðu svo saman í brúðkaupinu og kjarni Bardukhu varð til. Tónlistina sem sveitin spilar má m.a. rekja til Balk- anlanda, en Hjörleifur bjó í Prag í þrjú ár. Bardukhu-mönnum er þó ekkert heilagt og blanda þeir áhrif- um frá Asíu, Afríku og Arab- íulöndum inn í Balkanstemmuna, og sjálfir kalla þeir tónlist sína balza- mer-tónlist. „Þetta er fyrst og fremst okkar tónlist,“ útskýrir Hjör- leifur. „Við erum ekki hrein- stefnumenn og blöndum saman því sem okkur þykir henta og erum að þróa ákveðinn stíl, ákveðinn hljóm.“ Það þurfti smáskipulagningu við að koma efni Bardukhu á plast. Á tónleikum teygist oft á lögunum og fyrir upptökur þurfti að tína út þá parta sem væru plötuhæfir. Stein- grímur segir að þeir séu í raun með tvær efnisskrár í gangi á tónleikum; ein þeirra ögn (en ekki mikið) virðu- legri fyrir tónleika en svo önnur, mun losaralegri, fyrir partí. Und- arleg tökulög eru farin að læðast þar inn og henti Hjörleifur því á loft við Steingrím yfir kaffispjallinu að þeir þyrftu að fara að taka lagið „I’m Gonna Be (500 Miles)“ með Proclai- mers. „Við rúlluðum þessu svo inn á ein- um degi,“ segir Steingrímur, og er að tala um plötugerðina. „Öll lögin eru ein heil taka. Það var mikilvægt að ná kraftinum sem er á tónleikum og Eyþór Gunnarsson stóð sig vel sem upptökumaður.“ Vonir standa til þess að fara í tón- leikaferð um Ísland og áætlað er að heimsækja staði utan alfaraleiðar og er Grímsey efst á óskalistanum. Ferðalag um Evrópu er líka mögu- legt og svo fer í hönd samstarf með Kammerkór Hafnarfjarðar í mars. „Svo vona ég bara að sem flestir gangi til móts við okkur,“ segir Steingrímur að lokum. „Það er ekk- ert að óttast. Þetta er bara skemmti- legt.“ „Það er ekkert að óttast“ Bardukha Þeim er„ekkert heilagt og blanda þeir áhrifum frá Asíu, Afríku og Arabíulöndum inn í Balkanstemmuna“. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is myspace.com/bardukha staðurstund Bandaríska alríkislögreglan hefur afhent síðustu leyniskjöl- in sem hún hafði undir höndum um John Lennon. » 51 tónlist Gríski harmleikurinn Bakkynjur eftir Evripídes verður frum- sýndur í Þjóðleikhúsinu annan í jólum. » 48 leiklist Fjölmargir landsþekktir tónlist- armenn koma fram á tónleikum Náttúruvaktarinnar í Hall- grímskirkju í kvöld. » 53 tónleikar Jennifer Aniston er svo reið við Angelinu Jolie að hún þarf að fara í jóga til að róa sig, og þar á hún til að gráta. » 55 fólk Jónas Sen segir að fjölskyldan hafi sigrað á tónleikum Kamm- ersveitar Reykjavíkur í Ás- kirkju. » 55 dómur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.