Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sigurð Jónsson MIKILL viðbúnaður var í gær á Selfossi vegna flóðanna í Hvítá. Al- mannavarnarnefnd Árnessýslu var kölluð saman og setti aðila í við- bragðsstöðu vegna flóðanna. Mælingar á vatnsmagni efst á vatnasvæðinu sýndu að von var á miklu rennsli í Hvítá og Ölfusá við Selfoss. Í fyrstu var búist við að rennsli Ölfusár yrði í hámarki um klukkan 17 en á þeim tíma var áin bakkafull og greinilega í vexti og mikið vatn og vöxtur í ám á efri hluta vatnasvæðisins. Saga flóða á neðri hluta vatna- svæðisins gerir það að verkum að fólk er viðbúið því að Hvítá geti flætt niður Flóann. Einnig er viðbú- ið að Ölfusá geti farið upp úr farvegi sínum á Selfossi og neðan við byggðina þar. Aðstæður nú voru þannig að ekki var klakastífla í ánni og vatnið komst því greiðlega fram. Sama vatnsmagn með klakastíflu neðan við Ölfusárbrú eða Selfosskirkju hefði orsakað stórflóð á Selfossi. Tilbúnir að dæla úr húsum Almannavarnanefnd Sveitarfé- lagsins Árborgar hvatti fólk sem býr næst Ölfusá til að vera á varð- bergi gagnvart ánni. Nefndin hafði samband við íbúa næst ánni og líka fólk í dreifbýli. Var fólk til sveita hvatt til að huga að skepnum á víða- vangi. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæj- arstjóri Árborgar, sagði viðbúnað vera gagnvart þeim möguleika að áin flæddi upp úr farvegi sínum á Selfossi. Fjórtán menn frá Slökkvi- liði höfuðborgarinnar með fimm dælubíla komu á Selfoss með búnað sinn. Slökkviliðsmenn eru einnig í viðbragðsstöðu og Ræktunarsam- band Flóa og Skeiða var tilbúið að koma á vettvang með dælur ef þörf krefði og áin flæddi inn í hús. Ekki þarf lengur að óttast flóð upp úr niðurföllum því búið er að leggja sniðræsi með árbakkanum í sameig- inlega útrás neðan bæjarins. Ragnheiður sagði að upplýsingar hefðu borist um að mikill vöxtur væri í ánum efst á vatnasvæði Hvít- ár og áfram væri spáð rigningu. „Við eigum von á því að flóðið nái hámarki á Selfossi einhvern tímann á milli klukkan ellefu og eitt í nótt. Okkur er sagt að búast við að þetta rennsli geti staðið í tvo daga ef ekki lengur, vatnsmagnið er svo mikið,“ sagði Ragnheiður í gær. Hún benti á að á heimasíðu Árborgar væri símanúmer áhaldahúss bæjarins sem hægt er að hafa samband við ef dæla þyrfti vatni úr húsum. Á síð- unni logregla.is eru uppfærðar upp- lýsingar varðandi fóðið. Mikil umferð við Ölfusá Mikil umferð var um götur í miðbæ Selfoss og hálfgerð umferð- arteppa í gær. Fólk var forvitið að sjá ána í vexti, sem er mikilfengleg sjón. Lögregla og björgunarsveit- armenn voru á varðbergi á bökkum árinnar og stýrðu umferð. Búist við miklu rennsli í Ölfusá næstu tvo daga vegna flóða efra Morgunblaðið/RAX Lokað Lögregla og björgunarsveitarmenn lokuðu af svæði á bökkum Ölfusár, neðan við Selfosskirkju. Mikil umferð fólks var um miðbæ Selfoss til að fylgjast með vexti árinnar af eigin raun. „VIÐ fluttum dót úr kjallaranum, gamalt orgel og bækur og ég fékk fólk til að hjálpa mér við að bera þetta upp. Þetta var svona fyr- irbyggjandi aðgerð hjá okkur. Við þurfum að sýna Ölfusá fulla virð- ingu, hún getur verið ólíkindatól,“ sagði Garðar Einarsson, kirkjuvörð- ur í Selfosskirkju, í gærkvöldi. Hann sagði að byggingafulltrúi Árborgar hefði hringt og vakið at- hygli á því sem mætti gera til að fyr- irbyggja tjón ef svo kynni að fara að áin flæddi yfir bakka sína. „Mér fannst það gott að fá svona hring- ingu. Ég man vel eftir fyrri flóðum, var fjögurra ára þegar flæddi 1948 og man vel eftir því hvað okkur var stranglega bannað að fara að ánni. Þetta flóð núna er svo miklu minna en var þá og svo aftur 1968 þegar stóra flóðið kom. Við vitum alveg hvaða hliðar áin getur sýnt okkur og það er gott að vera við öllu búinn,“ sagði Garðar Einarsson kirkjuvörð- ur. Munir og bækur flutt úr kjallara kirkjunnar Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Flutningar Garðar Einarsson með gamalt orgel sem var flutt úr kjallara Selfosskirkju í gærkvöldi. Var þetta gert í varúðarskyni. „ÞAÐ vantar mikið á að það flæði hérna. Hún spýtti af sér draslinu og ég held að hún fari ekki upp hérna, það vantar mikið upp á það,“ sagði Ketill Ágústsson bóndi á Brúnastöðum í Hraungerð- ishreppi. Hann sagði að flóð yrðu helst við Brúnastaði þegar klakastíflur væru í ánni. Núna væri engri klakastíflu fyrir að fara, áin væri búin að hreinsa af sér og það væri því engin fyrirstaða fyrir vatns- flauminn í farvegi árinnar. Hann sagði hins vegar dæmi um að áin hefði farið upp án þess að það væri í henni stífla. „Faðir minn sagði frá því að áður hefði áin farið upp án ísstíflu en þá hefði verið svo mikill snjór á bökkunum að hún hefði lítið kom- ist inn á landið,“ sagði Ketill. Hann sagði og að ef áin færi yfir bakka sína við Brúnastaði mynd- aði hún mikið flóð sem kaffærði vegi og tún og svo færi hún áfram til vesturs í áttina að Selfossi og síðan niður Flóann eftir lægðum og farvegum lækja. „Hún spýtti af sér draslinu“ Í HNOTSKURN »Almannavarnanefnd Ár-nessýslu lýsti í gær yfir við- búnaðarástandi vegna flóð- anna í ám héraðsins. Margir bæir eru umflotnir. »Lið með dælubúnað er tiltaks á Selfossi ef dæla þarf úr húsum. Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins sendi menn og búnað til aðstoðar heima- mönnum. »Nýtt sniðræsi með bökkumÖlfusár kemur í veg fyrir að það flæði upp úr nið- urföllum holræsakerfisins eins og oft gerðist á árum áður. »Ekki er vitað um tjón enfólk flutti muni úr kjöll- urum húsa í varúðarskyni. »Mikil umferð var á Selfossi.Lögreglan girti árbakkann af og beindi fólki frá ánni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.