Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ eee SV, MBL BNA GEGN JOHN LENNON THE U.S. VS. JOHN LENNON TÓNLISTARMAÐUR. MANNÚÐARVINUR. ÞJÓÐARÓGN. "SNJÖLL OG BRÁÐFYNDIN!" eeee HJ, MBL FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919 DÉJÁ VU kl. 6:15 - 9 - 10:30 B.i. 12 ára BOSS OF IT ALL kl. 5:50 - 8:15 THE U.S. VS. JOHN LENNON kl. 8:15 B.i. 12 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 5:50 LEYFÐ THE NATIVITY STORY kl. 5:50 B.i. 7.ára MÝRIN kl. 8:15 B.i. 12.ára THE DEPARTED kl. 10:30 B.i. 16.ára DENZEL WASHINGTON VAL KILMER KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eeeee Jón Viðar – Ísafold Frá framleiðendum og eeee S.V. -MBL eeee V.J.V. TOPP5.IS GÓÐA SKEMMTUN! GLEÐILEG JÓL RACING STRIPES m.ísl. tali kl. 16:40 LEYFÐ VALIANT m.ísl. tali kl. 14:45 LEYFÐ JÓNAS : SAGA UM ... m.ísl. tali kl. 18:30 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m.ísl. tali kl. 13:00 LEYFÐ FRÁ JERRY BRUCKHEIMER (“PIRATES OF THE CARIBBEAN”) ÓBORGANLEG GRÍNMYND EFTIR LARS VON TRIER UM ÁREKSTRA ÍSLENDINGA OG DANA, ÞAR SEM FRIÐRIK ÞÓR OG BENEDIKT ERLINGS STELA SENUNNI. LEIÐIN TIL BETLEHEM BNA GEGN JOHN LENNON HINIR FRÁFÖLLNU JÓLASVEININN 3 FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS ENDURUPPLIFUNIN eeee KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL. FRÁ TONY SCOTT LEIKSTJÓRA „CRIMSON TIDE“ VIÐ PÖSSUM BÖRNIN Á MEÐAN ÞÚ VERSLAR Í KRINGLUNNI BÍÓPÖSSUN550 KR MEÐ POPPI OG SVALA Óþolandi umferð í Bláfjöllum LAUGARDAGURINN 16. desem- ber sl. var bjartur og fagur og þá lagði ég leið mína upp í Bláfjöll til skíðagöngu. Snjór var lítill og því miður hafði honum verið spillt stór- lega á göngusvæðinu sunnan skíða- skálanna með ferðum fjallajeppa og vélsleða. Slík farartæki voru þó ekki sjáanleg þarna meðan ég var þar en hins vegar voru þau víðsvegar norð- an skálanna á svokölluðu Eldborgar- svæði. Allt þetta land er fólkvangur, frið- land og vatnsverndarsvæði og öll umferð vélknúinna tækja og tóla um það utan Bláfjallavegarins er með öllu óheimil að því er ég bezt veit. Svæðið er aðallega ætlað útivistar- fólki til þess að njóta náttúrunnar í friði fyrir olíustybbu, hávaða og um- ferð vélknúinna ökutækja hverju nafni sem nefnast. Þess er því farið á leit að Bláfjallanefnd hlutist til um að hreinsa svæðið alfarið af þessum ófögnuði. Sorbus. Revíulag ÉG ER hér með brot úr texta, lík- lega úr revíulagi, sem er svona: Gleraugun gaf hún mér hún Freyja / með gleraugun vil ég lifa og deyja /með gleraugun. Önnur hending úr sömu vísu: Það er ekki að undra þó við hrösum /með ástarinnar gleraugu á nösum. Getur einhver lesandi frætt mig um úr hvaða revíu þetta er og eins hvernig vísan er í heild. Sesselja Guðmundsdóttir, Mosfellsbæ, sími 566-8786. sesseljagud@simnet.is. „Vondafone“ ÉG FINN mig knúna til að segja frá mjög leiðinlegu viðmóti starfsmanns hjá þjónustuveri Vodafone. Ég keypti mér nýjan síma hjá þeim á dögunum og var í vandræðum með að vista inn rauntón sem ég sótti mér á Netinu. Þegar ég fór á síðuna þeirra til að athuga hvort þar væri leiðbeiningar að finna blasti við eftir- farandi texti undir „leiðbeiningar“: „Vodafone leggur mikla áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini“ og svo var gefið upp símanúmer til að hringja í sem ég og gerði. Stúlkan sem svaraði varð mjög pirruð í símann þegar ég sagði henni erindi mitt, eins og ég væri algjör auli að kunna þetta ekki. Út símtalið voru svör hennar dónaleg, einkennd- ust af hroka og pirringurinn skein í gegn; ég var greinilega að trufla hana við eitthvað annað mikilvæg- ara. Ég sagði í byrjun að ég hefði verið að kaupa síma af fyrirtækinu sem hún vinnur hjá og finnst mér algjört lágmark að fá góða þjónustu eftir að ég hef gert slíkt. Hefði ég vitað þetta þegar ég fjárfesti í símanum hefði ég farið hinum megin við ganginn þar sem Síminn er með sína verslun og keypt sambærilegan síma. Þessi unga stúlka kynnti sig ekki en hefði hún gert það myndi ég kvarta yfir henni til yfirmanns Voda- fone; ég var bara svo hissa á viðmóti hennar að ég áttaði mig ekki á að spyrja hana um nafn. Ég vona að yfirmenn Vodafone hér á landi taki þetta til sín og brýni fyrir starfsfólki sínu að sýna lág- markskurteisi, þar sem þeir komu nú í öllum fjölmiðlum nýlega og töluðu stoltir um hvað þeir væru ánægðir með að fá nafninu breytt úr OgVoda- fone í Vodafone. Ég efast um að yfir- menn fyrirtækisins úti yrðu ánægðir ef þeir heyrðu af svona vinnubrögð- um. Óánægður viðskiptavinur. Gleraugu týndust GLERAUGU í gylltri umgjörð með svörtu bandi týndust líklega á leið- inni frá Mosfellsbæ í Mjódd. Skilvís finnandi hafi samband í síma 617 6151. velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Víkverji og hansheittelskaða ákváðu fyrir skömmu að draga úr sjón- varpsáhorfi um 85% og auka þess í stað vægi samræðu- listarinnar á heimil- inu. Þetta tókst bæri- lega þótt á ýmsu hefði gengið í fyrstu. Meðal þess sem ósjálfrátt kom til umræðu í öllu sjónvarpsleysinu var hvernig skipta ætti verkum við tiltektir. Og þá upphófust rök- ræður sem enduðu að sjálfsögðu með sigri Víkverja. Í draumum hans. Áður en hann vissi hafði hann nefnilega talað af sér með þessum árangri. Og áfram hélt samræðulistin að þróast og varð fljótlega miklu skemmtilegri en sjónvarpsáhorfið. Hins vegar var útvarpshlustun aldrei hætt og því má skjóta að að fátt er skemmtilegra og hollara fyrir sambúð tveggja einstaklinga með allnokkurt skap en að snæða fábreyttan kvöldverð með Rás eitt í gangi. En hvað varð þá um 15% sjón- varpsáhorfið sem sambúðarfólkið lét sér eftir? Jú, það voru einstaka fréttatímar og hinn stórskemmti- legi Ghost Whisperer, þáttur sem er líklega vanmetnasti skemmtiþáttur í ís- lensku sjónvarpi um þessar mundir. x x x Víkverji gekk meðbjörgunarsveitar- mann í maganum fyrir 21 ári. Ákveðin til- viljun réð því hins vegar að hann hélt í aðrar áttir og gleymdi afrekum á sviði flug- eldasölu og björgun- unum til sjós og fjalla. Hins vegar rifjaðist þessi gamli draumur upp í haust eftir hin ítrekuðu óveðursútköll björg- unarsveita og svo loks strand Wil- son Muuga sunnan Sandgerðis. Það er gríðarlega mikill auður í þessu björgunarsveitarfólki og þegar saman fer þokkalegur bún- aður og mikill áhugi er fátt sem stöðvar þetta fólk, það er á hreinu. Já, eitt sinn vildi Víkverji verða björgunarsveitarmaður. En hann er alveg sáttur. Fékk að prófa björgunarsveitarjeppa í hittifyrra og kaupir flugelda til styrktar björgunarsveitum. Reyndar hefur hann einu sinni þurft á aðstoð björgunarsveitar að halda og sagt skal nánar frá því eftir hálfan mánuð. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is        Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þol- gæði. (Tím. 3, 10.) dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er fimmtudagur 21. desember, 355. dagur ársins 2006 Leikkonan Halle Berry hyggstreyna fyrir sér sem söngkona. Hún hefur staðfest að hún hafi lokið við vinnu á geisladiski sem nefnist einfaldlega „Halle“. Hún sagði í við- tali við tímaritið Ebony að hún hefði alltaf haft gaman af að syngja og að diskurinn myndi sanna að hún gæti gert fleira en að leika. Diskurinn kemur út í febrúar og á honum munu koma fram auk Berry þeir Justin Timberlake og Jamie Foxx. Berry, sem er fertug, er nú í sambandi með kanadískri fyr- irsætu, Gabriel Aubry, og í viðtal- inu sagði hún að hún færi stöku sinnum í gúmmíbúninginn úr kvik- myndaröðinni X-men þar sem hún lék teiknimyndahetjuna Storm. „Já, ég fer stundum í gúmmíbúninginn. Það er nauðsynlegt að krydda kyn- lífið stöku sinnum. Storm stundar ekki kynlíf í kvikmyndunum en Storm stundar það stíft heima hjá mér,“ sagði leikkonan huggulega.    Heimildir tímaritsins America’sStar úr vinahópi söngkon- unnar Britney Spears segja að hún hafi haldið framhjá Kevin Federl- ine áður en hún sótti um skilnað, en talið er að hún hafi haldið framhjá með framleiðandanum J.R. Rotem. Samkvæmt heimildamönnum tímaritsins var Rotem að vinna með Federline að hljómplötu þegar Rotem og Spears fóru að skjóta saman nefjum. Gerð- ist þetta áður en hún sótti formlega um skilnað. Hins vegar benda aðrar heimildir á að samband Britney Spears og J.R. Rotem hafi ekki byrjað fyrr en eftir skilnaðinn þrátt fyrir að þau hafi greinilega laðast hvort að öðru. Britney, sem á tvo syni með Ke- vin, Sean Preston og Jayden James, er samkvæmt heimildum bandarískra tímarita í ástarsam- bandi með J.R. Rotem og vinnur hann að gerð nýrrar plötu með henni, samkvæmt tímaritinu. Er það sagt vera ástæðan fyrir því að heldur hefur andað köldu milli hennar og Paris Hilton að und- anförnu en hún er gömul kærasta Rotems.    Leikkonan Angelina Jolie segirað „eitt það versta sem hægt sé að gera“ sé að stela eiginmanni annarrar konu. Jolie, sem fyrst hitti núverandi sambýlismann sinn, Brad Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.