Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is ÍSLAND leggur áherzlu á að ná fram auknu tollfrelsi fyrir sjávaraf- urðir, sem seldar eru til Evrópusam- bandsins, gegn því að borga meira í þróunarsjóð fyrir fátækari ríki ESB, sem telja má óumflýjanlegt. Við- ræður um stækkun Evrópska efna- hagssvæðisins samfara stækkun ESB, er Rúmenía og Búlgaría ganga í sambandið um áramót, eru komnar í hnút og litlar líkur á að samkomu- lag náist fyrir áramót. Það getur haft ýmis vandkvæði í för með sér. Borgi 150 milljónir í viðbót Semja þarf sérstaklega um stækkun EES þegar ný ríki ganga í ESB. Áður en ESB stækkaði síðast, í ársbyrjun 2004, náðist á endanum samkomulag, sem var Íslandi veru- lega hagstætt, enda tók Noregur á sig mun stærri hluta kostnaðarins en almennt gildir í EFTA-samstarf- inu. Auk þess kom rýmkun á mark- aðsaðgangi fyrir sjávarafurðir Ís- landi betur en Noregi. Almennt er gengið út frá að Ísland greiði um 5% kostnaðar við EES-samstarfið og Noregur um 94,5%. Í viðræðunum 2003 varð niðurstaðan aftur á móti sú að annars vegar juku Ísland, Nor- egur og Liechtenstein greiðslur sín- ar í þróunarsjóð EFTA fyrir fátæk- ari ESB-ríkin, þar sem þessi hefðbundna kostnaðarskipting gild- ir, og hins vegar varð til nýr sjóður, sem er alfarið undir stjórn Norð- manna og þeir leggja í jafnmikið fé og í EFTA-sjóðinn. Þannig borgaði Noregur í raun tvöfalt og Ísland slapp með að greiða um 2,6% heild- argreiðslu EFTA-ríkjanna. Í samningaviðræðunum nú hefur Evrópusambandið annars vegar krafizt þess að greiðslur í EFTA- sjóðinn hækki um 78,9 milljónir evra eða um 7 milljarða króna. Þetta fyr- irkomulag myndi aðeins gilda í 28 mánuði, þ.e. þann tíma sem eftir er af gildistíma samkomulagsins frá 2003. Á þessu tímabili myndi fram- lag Íslands hækka um tæplega 150 milljónir króna á ársgrundvelli ef miðað er við sömu kostnaðarskipt- ingu og 2003. Ísland greiðir nú um 550 milljónir króna á ári, þannig að heildargreiðslan myndi hækka í 700 milljónir samkvæmt þessu. Norðmenn vilja nýja skiptingu Hins vegar vill ESB að Norðmenn hækki aukagreiðslu sína úr 113,4 milljónum evra á ári í nærri 140 milljónir evra, eða um 36,5 milljónir evra. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Norðmenn neita að borga meira í „norska sjóðinn“ og vilja að hin EFTA-ríkin taki meiri þátt í greiðslunum. Ef Evrópusambandið vill fá sömu heildarupphæð út úr samningunum, þýðir þetta að krafan til Íslands hækkar sem því nemur og gæti þá verið nær um 300 milljónum króna á ári. Ísland er ekki til viðræðu um að breyta innbyrðis kostnaðarskipting- unni frá því sem um samdist 2003. Hins vegar hafa samningamenn Ís- lands gefið til kynna að þótt í raun sé engin lagaleg stoð fyrir að krefjast aukinna greiðslna frá EFTA- ríkjunum sé Ísland reiðubúið að semja um fjárhæðir, fáist á móti aukinn markaðsaðgangur fyrir sjáv- arafurðir í ESB. Þar er einkum horft til lækkunar tolla á humri, en þeir eru nú 12% í ESB. Einnig er horft til þess að fá fram lægri toll á ferskum karfaflök- um og frosnum steinbítsflökum. Vegna afstöðu Noregs gengur nú hvorki né rekur í samningaviðræð- unum, sem hafa staðið frá í júlí. Mik- ill þrýstingur er hins vegar á Norð- menn að breyta afstöðu sinni. Vandkvæði ef ekki semst Náist ekki samkomulag fyrir ára- mót getur það haft margvíslegar af- leiðingar. Fríverzlunarsamningar EFTA-ríkjanna við Búlgaríu og Rúmeníu falla þá úr gildi, án þess að fríverzlunarákvæði EES-samnings- ins komi á móti. Þetta getur haft áhrif á beinan innflutning til land- anna tveggja og finna yrði „bak- dyraleið“ inn í ESB, þ.e. flytja vör- urnar t.d. til Hollands eða Danmerkur, en þaðan verður auðvit- að frjálst flæði vöru til nýju aðild- arríkjanna. Ef ekki semst getur það sömuleið- is haft þau áhrif að Búlgaría og Rúmenía fari að þvælast fyrir hags- munamálum EFTA-ríkjanna innan ESB líkt og Spánn gerði á sínum tíma þegar deilt var um greiðslur í þróunarsjóðinn. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja að þetta verði ekki vandamál standi slíkt ástand aðeins í stuttan tíma en ef langur tími líður án þess að Rúmenía og Búlgaría gangi í EES muni það valda verulegum vandræðum. Reyna að fá tollfrelsi á fiski gegn greiðslum í EFTA-sjóð Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Hundrað milljónir í tolla Hornfirzkir sjómenn hampa humaraflanum. Um 100 milljónir króna eru greiddar í tolla af humri, sem fluttur er út til ESB. Í HNOTSKURN » Evrópusambandið hefurgert að skilyrði fyrir stækkun EES að EFTA-ríkin borgi háar fjárhæðir í styrki til fátækra aðildarríkja sam- bandsins. » Ef ekki semst um stækkunfyrir áramót falla fríverzl- unarsamningar EFTA- ríkjanna við Rúmeníu og Búlg- aríu úr gildi en fríverzlunar- ákvæði EES taka ekki strax gildi í staðinn. STRAND flutningaskipsins við Hvalsnes vekur spurningar um það hvort nauðsynlegt sé að beina skip- um sem sigla til og frá landinu dýpra, segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar. Hann segir að þegar stór skip strandi sé afar erfitt um vik að koma í veg fyrir olíumengun og alvarlegt tjón. Sandgerðisbær hefur boðið fram alla þá þjónustu sem í hans valdi stendur við björgun og mengunar- varnir vegna strands skipsins en Sigurður Valur tekur fram að hann hafi ekki mikil úrræði. Treysta verði á samstarf við yfirvöld umhverfis- mála um hreinsun olíu úr skipinu. Við það sé unnið í kapphlaupi við tímann og útlitið ekki gott. Þarf að beina skip- um dýpra? FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í gær Margréti Danadrottningu samúðarkveðju vegna danska sjóðliðans sem fórst er unnið var að björgun áhafnar flutn- ingaskipsins sem strandaði við Sand- gerði. Í kveðju forsetans er drottningu og dönsku þjóðinni vottuð einlæg samúð vegna hins sviplega fráfalls Jan Nordskov Larsen sjóliðsforingja sem drukknaði við björgunarstörf við Sandgerði þegar Wilson Muuga frá Nesskipum strandaði sunnan við Sandgerði á þriðjudagsmorgun. „Hugur Íslendinga er með fjöl- skyldu hans og vinum og við biðjum yðar hátign að færa þeim einlægar samúðarkveðjur,“ segir í kveðju for- seta Íslands. Forseti Íslands vottaði dönsku þjóðinni samúð SKRIFAÐ var undir samning um smíði nýs varðskips í Þjóðmenning- arhúsinu í gær, en skipið verður smíð- að í Chile og verður um fjögur þúsund brúttótonn að stærð, þrefalt burðar- meira en þau varðskip sem fyrir eru. Fullbúið kostar skipið tæpar 30 millj- ónir evra eða um 2,7 milljarða króna og gert er ráð fyrir að það verði af- hent eftir hálft þriðja ár eða á miðju ári 2009. Skipið verður smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Chile, en það er ríkisfyrirtæki sem sinnir viðhaldi og nýsmíði fyrir flota og á almennum skipasmíðamarkaði. Skipasmíðastöð- in hefur áður smíðað fjögur skip fyrir Íslendinga, en skipið er hannað af Rolls Royce í Noregi og aðalvélar, gírar, skrúfubúnaður, snúanleg fram- drifsskrúfa, dráttar – og akkerisvind- ur, svo og allur stjórnbúnaður, er frá þeim framleiðanda og allur annar búnaður frá viðurkenndum framleið- endum í Evrópu. Skipið verður 93 metrar að lengd, 22 metrum lengra en varðskipin sem fyrir eru og 16 metrar á breidd, sem er sex metrum meira en núverandi varðskip. Þá verður togkraftur skipsins 100 tonn samanborið við 56 tonna togkraft Ægis og Týs. Hins vegar verður svip- aður fjöldi í áhöfn á nýja skipinu og á þeim varðskipum sem fyrir eru. Fram kom að stjórnhæfni skipsins verður mjög góð en það verður alls búið þremur hliðarskrúfum og snúan- legri framdrifsskrúfu auk tveggja að- alskrúfna. Þá verður sérstakt stýri- kerfi í skipinu (e. dynamic positioning system) sem auðveldar stjórn þess og hreyfingar. Auk þess verður skipið búið nýjustu siglingatækjum, búnaði til að gefa þyrlum eldsneyti á flugi og verið er að skoða hvers konar meng- unarvarnarbúnaður verður í því. Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra, sagði í ávarpi við þetta tæki- færi að þetta væri þriðja atrennan að því að smíða nýtt varðskip frá því hann hefði sest í ríkisstjórn árið 1995. Rakti hann aðdraganda málsins og sagði að þær kröfur sem nýtt varð- skip þyrfti að uppfylla að mati Land- helgisgæslunnar væru „að það gæti sinnt eftirliti í efnahagslögsögu Ís- lands, mengunarvörnum, afgreitt eldsneyti til björgunarþyrlna á flugi og brugðist við í þágu almannavarna hvar sem væri á landinu. Skipið yrði einnig að geta stutt við viðbrögð og varnir gegn hryðjuverkaógn, nýst til samvinnu við sérsveit lögreglunnar og tollgæslu til varnar smygli á fólki og fíkniefnum og sinnt hverskonar björgunarstörfum. Í björgunarhlut- verkinu fælist að draga skip og báta og við framkvæmd þess þyrfti að miða við, að umferð stórra flutninga- skipa stórykist um efnahagslögsög- una og við strendur landsins á næstu árum.“ Nýtt varðskip tilbúið eftir tvö og hálft ár Morgunblaðið/Ásdís Varðskip Samninginn um smíðina undirrituðu Björn Bjarnason, dóms- málaráðherra, Árni Mathiessen, fjármálaráðherra og Georg Lárusson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, annars vegar og Carlos Fanta de La Vega, að- míráll og forstjóri skipasmíðastöðvarinnar hins vegar. PÓLSKUR karlmaður hefur viður- kennt að hafa setið undir stýri og ekið bifreið á mikilli ferð þegar umferðar- slys varð á Reykjanesbraut við Moldahraun í Garðabæ í nóvember síðastliðnum. Pólskur karlmaður lést í slysinu. Þrír menn voru í bifreiðinni sem ekið var á steypuklump við fram- kvæmdasvæði þar sem unnið er að breikkun Reykjanesbrautar. Menn- irnir sem sem lifðu slysið af voru flutt- ir á sjúkrahús og í kjölfarið færðir í fangageymslur þar sem grunur var um að ökumaður hefði verið ölvaður. Niðurstöður úr blóðrannsókn stað- festu þann grun en allir mennirnir þrír voru undir áhrifum áfengis. Mönnunum bar ekki saman um hver hefði setið undir stýri en við skýrslutöku í gærdag viðurkenndi annar þeirra að hafa ekið bílnum. Ók of hratt og ölvaður ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.