Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásta GuðríðurLárusdóttir fæddist í Vina- minni í Ketil- dalahreppi í Barðastrandar- sýslu 21. janúar 1930. Hún lést á Sólvangi í Hafnar- firði 17. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Elín Kristjánss- dóttir, f. 15.6. 1899, d. 10.2. 1987 og Lárus Jón Guð- mundsson, f. 12.9. 1904, d. 8.2. 1992. Systkini Ástu eru Guð- mundur, f. 14.4. 1931 og Guð- rún, f. 19.9. 1941 Hinn 10. jan- úar árið 1953 kvæntist Ásta Eyjólfi Einarssyni skipasmið, f. í Hafnarfirði 3.8. 1927. For- eldrar Eyjólfs voru Einar Helgi Nikulásson, f. 4.5.1896, d. 19.9. 1966 og Friðrikka Guðbjörg Eyjólfsdóttir, f. 27.9. 1900, d. 17.9. 1996. Dætur þeirra Ástu og Eyjólfs eru: 1) Svandís Elín, f. 29. apríl 1953, d. 17. júlí 1996, var gift Ágústi Finnssyni. Börn þeirra eru a) Elín Þóra, sam- býlismaður Björg- vin Helgi Stef- ánsson, sonur þeirra Aron Þór, b) Eyrún Ásta og c) Ágúst Finnur. 2) Fríða Guð- björg, f. 2. desem- ber 1957, gift Guðmundi Þórð- arsyni. Börn þeirra eru a) Thelma, sambýlis- maður Jóhannes Stephensen, b) Hulda Kristín, og Eyjólfur. Ásta flutti til Hafnarfjarðar árið 1946 til að hefja nám við Flensborgarskólann. Foreldrar hennar og systkini fylgdu á eftir ári síðar. Ásta varð gang- fræðingur frá Flensborgar- skóla 1949. Að loknu námi vann hún ýmis verslunarstörf en lengst af starfaði hún á Ljósmyndastofu Hafnarfjarðar. Útför Ástu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar Ástu Guðríðar Lárusdóttur. Sennilega hef ég hitt hana fyrst þegar hún vann á Ljósmyndastofu Hafnarfjarðar. Hún fékk það verk- efni að laga til fermingarmyndina af undirrituðum þar sem andlit hans hafði lent í einhverjum skakkaföllum daginn fyrir ferm- ingu. Ekki þarf að taka fram að þetta var fyrir tíma tölvutækninn- ar og þess vegna var ekki hægt að notast við nútímahugbúnað til þessarar vinnu. Í þeirri vinnu sem hún vann á Ljósmyndastofunni nýttist vel hversu listfeng og vand- virk hún var. Það kom einnig vel fram í öllu sem hún gerði hvort sem var við saumaskap eða við hönnun og umhirðu garðsins um- hverfis hús þeirra Eyjólfs að Þrastahrauni 6. Nokkru eftir fermingu fór ég að leggja í vana minn heimsóknir að Þrastahrauni eða þegar ég var fimmtán ára gamall. Það var í þeim tilgangi að heimsækja dóttur þeirra hjóna. Frá upphafi var mér ákaflega vel tekið og er ekki hægt að hugsa sé betri meðferð á tengdasyni en ég hef hlotið í gegn- um árin. Alla tíð frá þessum tíma hefur Ásta borið hag minn fyrir brjósti. Ásta hefur í tæplega þrjátíu ár lifað við erfiðan sjúkdóm. Nú síð- ustu átta árin hefur hún dvalið á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði og hlotið þar einstak- lega góða umönnun og hlýtt við- mót frábærs starfsfólks. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka öllum þeim sem komið hafa að umönnun Ástu í veikindum hennar í gegnum árin. Það fólk gerði líf hennar léttbærara. Guðmundur Þórðarson. Elsku besta amma, alltaf var svo gott að koma til þín og afa á Þrastahraunið. Þar var svo fínt og fallegt og nóg til af góðgæti handa okkur krökkunum, enda varst þú svo mikill sælkeri sjálf. Þú pass- aðir að við fengjum nóg og að allir fengju jafnt. Minnisstæð er okkur litla rauða kommóðan með töluskúffunni sem við öll lékum okkur með. Þú varst svo nýtin og hentir aldrei flík án þess að taka tölurnar af. Sumar tölurnar fengu nýtt líf á fallegu flíkunum sem þú saumaðir á okk- ur. Hinar lékum við okkur með í töluleik. Einnig vakti mikla kátínu hjá okkur óhreinatausrennan sem náði frá baðherberginu alla leið niður í kjallara. Aðalleikurinn var að eitt okkar henti niður hárrúll- unum þínum og annað tók spennt á móti niðri. Þú varst eintaklega iðin og list- ræn í garðinum á Þrastó. Þar eyddirðu ófáum stundunum og hafðir mikið yndi af. Enda fenguð þið afi oftar en einu sinni verðlaun fyrir fallegan garð. Garðurinn var líka ævintýraheimur fyrir okkur krakkana. Við hlustuðum á fallega þrastasönginn og skoðuðum hreiðrin í grenitrjánum, leituðum eftir álfum í hellinum og bökuðum drullukökur í tröppunum. Þess á milli nældum við okkur í eitt og eitt jarðarber eða rabarbara. Þeg- ar við urðum eldri tókum við stundum þátt í garðverkunum með þér og höfðum gaman af. Amma þú varst svo mikil smekkkona. Það sést vel á flík- unum sem þú saumaðir á þig og við erum að nota enn þann dag í dag. Alltaf varstu svo glæsileg og vel til höfð. Þú tókst líka eftir því ef við vorum í einhverju nýju og hrósaðir okkur óspart. Þú ert hetja í okkar augum að hafa lifað með þessum erfiða sjúk- dómi í mörg ár. Daginn sem þú kvaddir okkur var veðrið einstak- lega fallegt. Logn og snjókoma, al- veg eins og englarnir væru að viðra sængurnar og gera allt tilbú- ið fyrir komu þína. Daddý, mamma Þóru, Eyrúnar og Gústa, tekur á móti þér og við vitum að þið munið vaka saman yfir okkur. Elsku amma, þú hefur kennt okkur svo margt sem við munum búa að alla tíð. Við erum mjög þakklát fyrir tímann sem við áttum saman og minningarnar varðveitum við í hjarta okkar. Þín barnabörn Elín Þóra, Eyrún Ásta, Thelma, Hulda Kristín, Eyjólfur og Ágúst Finnur. Fallin er frá yndisleg kona, sem búin er að stríða við erfiðan sjúk- dóm. Á hátíðahöldum á Sjómannadag í kringum 1960 sá ég hjón fyrir framan mig, á milli þeirra stóðu tvær telpur í ljósbláum kápum sem auðsýnilega hafa verið saum- aðar af Ástu og vakti það athygli mína hvað þær voru sérstaklega vel saumaðar. Síst hefði mér dottið í hug að sú minni yrði seinna elskuleg tengdadóttir mín. Vil ég þakka Ástu og Eyfa fyrir að hafa hugsað svo vel um son minn, Guðmund allt frá 15 ára aldri, þegar hann fór að venja komur sínar á heimili þeirra hjóna. Elsku Ásta, nú veit ég að þér líður betur. Guð geymi þig, og bið ég hann einnig að vernda Eyfa, Fríðu og barnabörnin. Hulda Þórðardóttir. Ásta Guðríður Lárusdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN NORÐMANN, Barðaströnd 37, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 21. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélag Íslands. Oddbjörg Jóhannsdóttir Norðmann, Sigríður Norðmann, Óskar Norðmann, Elín Norðmann, Börkur Hrafnsson, Snædís, Tinna, Jón Hrafn og Óskar Árni. ✝ Jón Norðmannfæddist í Reykjavík 27. jan- úar 1935. Hann lést á heimili sínu 14. desember síðastlið- inn. Foreldrar Jóns voru hjónin Sigríð- ur Benediktsdóttir Norðmann, f. 9. mars 1910, d. 12. september 1976 og Óskar Norðmann, f. 4. febrúar 1902, d. 20. ágúst 1971. Systur Jóns eru Unnur, f. 15. október 1933, d. 7. febrúar 1974, og Kristín, f. 17. maí 1945. Hinn 27. október 1962 kvænt- ist Jón Oddbjörgu Ásrúnu Jó- hannsdóttur Norðmann, f. 20. mars 1936. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Bjarnadóttir og Jóhann Pétursson, en þau eru bæði látin. Jón og Oddbjörg bjuggu nær allan sinn búskap- artíma á Seltjarnarnesi, en þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Sigríður lögfræðingur, f. 27. júlí 1963, 2) Óskar lögfræðingur, f. 24. nóvember 1965, og 3) Elín lögfræðingur, f. 28. desember 1967, gift Berki Hrafnssyni lög- fræðingi, f. 19. júlí 1969, börn þeirra eru Snædís, f. 4. október 1997, Tinna, f. 1. mars 2001, Jón Hrafn, f. 15. september 2003, og Óskar Árni, f. 6. septem- ber 2006. Jón ólst upp í Þingholtunum í Reykjavík. Hann stundaði nám við Miðbæjarskólann, Gagnfræða- skóla vesturbæjar og síðar Menntaskólann í Reykjavík, það- an sem hann lauk stúdentsprófi árið 1954. Að loknu stúdents- prófi starfaði Jón um margra ára skeið hjá J. Þorláksson & Norðmann. Síðar starfaði hann við ýmis verslunar- og skrif- stofustörf, m.a. hjá Gjaldheimt- unni og Tollstjóranum í Reykja- vík. Síðustu starfsár sín starfaði Jón við bókhaldsstörf hjá lög- fræðistofunni Fulltingi. Útför Jóns verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Með sárum söknuði kveðjum við elskulegan föður okkar, sem kvatt hefur þetta líf tæplega 72ja ára að aldri. Í huga okkar koma upp ótal minningar frá liðnum árum enda skipaði pabbi stóran sess í lífi okkar allra frá fyrstu tíð. Hann var fædd- ur og uppalinn í miðborg Reykja- víkur en æskuheimili hans var á Fjólugötu 11a. Oft og tíðum minnt- ist pabbi ánægjulegra æskuára sinna og sagði okkur gjarnan sögur af löngu liðnum skammarstrikum sínum í Þingholtunum. Á sínum yngri árum var hann góður íþrótta- maður og æfði knattspyrnu með Víkingi, líkt og faðir hans áður. Þá var hann mikill áhugamaður um tónlist, einkum djasstónlist, en sjálfur hafði hann gott tóneyra og spilaði listavel á píanó. Pabbi var hæglátur maður, hafði góða kímnigáfu, var glaðlyndur og með einstakt jafnaðargeð. Hann hafði sig ekki mikið í frammi en var þeim mun meiri fjölskyldumaður og leið best heima í stofunni á Barða- strönd. Á æskuárum okkar á Nes- inu var pabbi alltaf til staðar. Hann hvatti okkur áfram í því sem við tókum okkur fyrir hendur en kenndi okkur jafnframt að bíta á jaxlinn þegar á móti blés. Hann lagði mikinn metnað í það að við systkinin öfluðum okkur menntunar og gladdist yfir hverjum áfanga í lífi okkar, jafnt stórum sem smáum. Okkur er það sérstaklega minnis- stætt hve viljugur hann var alla tíð að aðstoða okkur systkinin með heimanám og lagði þá sín eigin verkefni óhikað til hliðar ef eftir því var leitað. Pabbi sigldi þó ekki lygnan sjó alla tíð, því sem ungur maður átti hann við vanda að etja sem varð honum fjötur um fót og hefur ef- laust komið í veg fyrir að margir draumar hans yrðu að veruleika. Árið 1979 urðu þó þáttaskil í lífi hans því með hjálp góðra vina tókst honum að leita sér aðstoðar við vanda sínum á meðferðarstofnun erlendis og koma reglu á líf sitt að nýju. Fyrir þá aðstoð var hann og fjölskylda hans alla tíð þakklát enda átti hann sín bestu ár eftir það. Eftir að við systkinin uxum úr grasi sóttum við alla tíð mikið til pabba og mömmu og hittum þau nánast daglega. Slík samheldni var pabba mjög að skapi og voru það hans bestu stundir þegar allir voru saman komnir á Barðaströndinni. Á síðari árum nutum við þess einnig að ferðast mikið saman erlendis og eigum við nú margar dýrmætar minningar úr slíkum ferðum. Eitt var það hlutverk sem pabba var kærara en flest annað, en það var afahlutverkið. Afi Bósi var óhemjuvinsæll afi sem tók virkan þátt í daglegri umönnun og uppeldi barnabarna sinna. Hann gaf sér alltaf nægan tíma fyrir börnin og hafði einstakt lag á að nálgast þau, hvert á sínum forsendum. Sakna þau nú afa síns sárlega. Pabbi kvaddi lífið sáttur. Veikindi undanfarinna mánaða höfðu vissu- lega tekið sinn toll en hann tókst á við erfiðleikana af þeirri einstöku ró og æðruleysi sem einkenndu hann. Kveðjustundina bar brátt að þótt ljóst væri að tími okkar saman væri senn á enda. Að leiðarlokum er okk- ur efst í huga innilegt þakklæti fyrir allar þær dýrmætu stundir sem við áttum með pabba á liðnum árum. Guð geymi hann. Elín, Óskar og Sigríður. Tengdaföður mínum Jóni Norð- mann kynntist ég fyrst fyrir sextán árum, þegar Elín kona mín fór með mig í fyrstu heimsóknina á Barða- ströndina til að kynna mig fyrir for- eldrum sínum og systkinum. Hlýtt viðmót mætti mér þá þegar og á vinskap okkar Jóns hefur síðan aldrei fallið skuggi. Heimili tengda- foreldra minna var stór þáttur í lífi okkar fjölskyldunnar og heimsóknir þangað hafa verið daglegar síðustu ár. Jón var greindur maður og skemmtilegur. Hann var borinn og barnfæddur Reykvíkingur, alinn upp á Fjólugötunni í Þingholtunum. Hann gekk í Miðbæjarskólann, síð- an Gagnfræðaskóla vesturbæjar og svo lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík. Hann hafði ákaflega gott minni og var alltaf tilbúinn að rifja upp löngu liðna atburði ef eftir því var leitað. Hann var áhugasam- ur um menn og málefni, viðræðu- góður og fylgdist vel með líðandi stund. Tengdafaðir minn færði bókhald fyrir mig fyrstu árin eftir að ég stofnaði fyrirtæki, oftast launalaust eða launalítið. Hann var ætíð reiðubúinn að aðstoða sitt fólk eftir getu. Jón hafði tónlistina í blóðinu eins og margt hans fólk. Hann lék nótna- laust á flygilinn í stofunni næstum hvern dag, ýmist djass lög eða swing. Oft mátti heyra óminn af „Strangers in the night“, „What a wonderful world“ og öðrum gömlum slögurum er maður gekk upp að Barðaströndinni. Tengdapabbi var mikill fjöl- skyldumaður og þegar við Ella eignuðumst börnin okkar kom í ljós hvað hann hafði gaman af þeim. Hann var óþreytandi við að hjálpa þeim og leika við þau og fórst það einstaklega vel úr hendi. Það var svo augljóst hvað börnunum okkar Ellu þótti vænt um afa Bósa eins og þau kölluðu hann. Margar skemmtilegar utanlands- ferðir koma upp í hugann þar sem stórfjölskyldan með tengdaforeldra mína í broddi fylkingar lagði land undir fót. Eftirminnilegust er þriggja vikna ferð til Danmerkur árið 1999, en í þeirri ferð tók Snæ- dís eldri dóttir okkar sín fyrstu skref milli mín og Óskars frænda síns undir klappi og húrrahrópum afa Bósa, ömmu Lillu, Siggu frænku og mömmu sinnar. Afi Bósi var oft- ar en ekki þátttakandi í stórvið- burðum í lífi okkar. Ég kveð nú tengdaföður minn og góðan vin. Hans er sárt saknað. Börkur. Kveðja frá barnabörnum. Fjallskuggann lengir, færist sól til viðar, finn ég að nætursvalann leggur inn. Senn ertu liðinn, sumardagur minn, sekúndur einar brátt til næturfriðar. Sá er um langa vegi varð að ganga velkomna býður þráða hvíldarnótt girnist það mest að geta sofnað fljótt við glugga opinn, meðan blómin anga. Margt hlaut ég reyna, mörg var liðin stund, hver mynd er þó björt, sem geymir hugarlund við hniginn dag í hinsta geislavafi. Sáttur við allt ég sit og nætur bíð: sumarlönd fór ég, gróðursæl og víð. Seztu nú, kæra sól, í kyrru hafi. (Bragi Sigurjónsson) Snædís, Tinna, Jón Hrafn og Óskar Árni. Genginn er Jón Norðmann. Kynni mín að Jóni hófust þegar ég stofnaði lögmannsstofu með tengda- syni hans, Berki Hrafnssyni, frænda mínum. Jón tók að sér að annast bókhaldið hjá hinu unga fyr- irtæki og það án þess að þiggja nokkra þóknun fyrir. Það var dýr- mætt fyrir unga menn sem voru að stíga sín fyrstu skref í fyrirtækja- rekstri að geta leitað til jafn trausts og reynslumikils manns á þessu sviði. Það var ekki fyrr en veikindi voru farin að hrjá Jón verulega að hann sleppti hendinni af rekstri fyr- irtækisins, þá bú inn að sigla því á lygnan sjó. Við nánari viðkynningu kynntist ég glaðlyndum og barngóð- um manni sem afabörnin dáðu. Það er stórt og vandfyllt skarð sem Jón skilur eftir sig. Minning um dreng- lyndan mann lifir þó og ég kveð hann með miklu þakklæti. Megi Guð styrkja þá sem syrgja. Bragi Björnsson. Jón Norðmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.