Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Það eru þreyttir en vinalegirGrikkir sem setjast niðurmeð blaðamanni á kaffi-stofu Þjóðleikhússins á grámyglulegum rigningardegi rétt fyrir jól. Þeir bjóða fram höndina og heilsa, annar með miklum virktum, hinn með hæverskari hætti en heils- unni fylgir vinalegt bros. Þeir kynna sig sem Giorgos og Thanos. Þetta er í annað skiptið sem Gior- gos og Thanos koma til Íslands til að leggja Þjóðleikhússinu listrænt lið. Þeir voru höfundar sviðshreyfinga og hönnuðir búninga og grímna í Mýrarljósi, sem var frumsýnt árið 2005. Fyrir framlag sitt til sýning- arinnar uppskáru þeir félagar mikið hrós og voru m.a. tilnefndir til Menn- ingarverðlauna DV fyrir vinnu sína. Nú eru þeir hins vegar hingað komn- ir til að setja upp harmleikinn Bakk- ynjur sem frumsýndur verður á ann- an í jólum; Giorgos sem leikstjóri, Thanos sem höfundur leikmyndar, búninga, gerva og grímna. Verkið er eftir landa þeirra, Evripídes, sem var uppi fyrir um 2.400 árum. Fengist við tímalausar og áleitnar spurningar Fyrsta spurningin sem er borin upp við þá félaga er hvaða erindi grískt leikrit, samið fyrir öllum þess- um árhundruðum, eigi við íslenska áhorfendur í dag. Þeir líta kímnir hvor á annan þegar þeir heyra spurninguna, hika en svo tekur Tha- nos af skarið. „Almennt má segja að sá sé ein- mitt máttur hinna klassísku verka, að þau eiga alltaf við. Það er jú þess vegna sem þau eru klassísk,“ segir hann og hlær áður en áfram er hald- ið. „Leikhús á tímum Evripídesar tók á samskiptum fólks út frá mis- munandi forsendum: siðferðilegum, fagurfræðilegum, heimspekilegum og tilvistarlegum. Þar vakna margar spurningar sem eiga við á öllum tím- um, ekki síst núna. Svo er það jú allt- af þannig að þegar sett er upp sýn- ing fyrir áhorfendur ber hún tíma sínum nauðsynlega merki. Það er ekki hægt að vinna verk út fyrir stað og stund hverju sinni. Við sjáum verkið nauðsynlega með augum okk- ar eigin tíma. Það má því segja að það verði til eins konar vegamót þar sem hinn forni texti og nútíminn mætast.“ Giorgos tekur við: „Að mínu mati er efniviðurinn, Bakkynjur, mjög op- inn. Hlutverk harmleikja er að hreyfa við áhorfendum með fram- setningu heimspekilegra og fag- urfræðilegra hugmynda í gegnum leikhúsmiðilinn. Það er nákvæmlega það sem Bakkynjur bjóða upp á. Svo er það okkar sem listrænna stjórn- enda að draga fram þá þætti sem við teljum eiga við í dag. Í okkar tilviki leggjum við áherslu á atriði sem lúta t.d. að átökum vesturs og austurs, þ.e. hinum kristna heimi og þeim hinum múslimska, viðbrögðum okk- ar við aðkomufólki, stöðu kvenna í samfélaginu, hvötum okkar, vímunni og að lokum eilífðarspurningunni um hvað einkenni okkur sem ein- staklinga.“ „Einnig eru áleitnar spurningar í verkinu um samband manns og nátt- úru sem eru enn í fullu gildi,“ skýtur Thanos inn í áður en Giorgos heldur áfram. „Ég vil samt ekki að áhorfandinn yfirgefi leikhúsið og haldi að hann hafi fengið svar við öllum þeim spurningum sem bornar eru á borð fyrir hann. Spurningunum er varpað fram á sviðinu en svo viljum við að áhorfendur heimfæri þær upp á sitt eigið samfélag og finni sín eigin svör þar.“ Þeir þagna báðir, hugsi yfir svarinu. Eftir smástund líta þeir á blaðamanninn og spyrja hvort það hafi verið fullnægjandi. Þegar kink- að er kolli setja þeir sig í nýjar stell- ingar til merkis um að viðtalið geti haldið áfram. Samvinna í 16 ár Það er greinilegt að Giorgos og Thanos þekkja hvor annan vel. Við- talið gengur þannig fyrir sig að ann- ar tekur við keflinu af hinum og þannig tvinnast svör þeirra saman sem um einn mann væri að ræða. Það kemur því ekki á óvart þegar þeir segjast hafa starfað saman síð- astliðin 16 ár. Þeir segjast vinna náið saman. „Við sköpum hina listrænu heild- arhugmynd hvers verkefnis saman,“ upplýsir Thanos. Giorgos áréttar orð Thanosar: „Þó við höfum hvor sínu hlutverkinu að gegna þá er hinn fag- urfræðilegi útgangspunktur sprott- inn af samvinnu okkar.“ „Þannig er með öll okkar verk,“ heldur Thanos áfram og enn tekur Giorgos við: „Og við munum halda því áfram,“ segir hann og bætir við að næsta verkefni þeirra verði í Kaliforníu í Bandaríkj- unum. Harmleikurinn höfðar til mis- munandi sálargáfna mannsins „Það sem ég hef áhuga á að gera í list minni er að skapa ólíkar að- stæður á sama tíma; einar fyrir aug- un, aðrar fyrir eyrun o.s.frv.,“ segir Giorgos spurður út í sérkenni sín sem leikstjóra. „Það þýðir m.a. að það sem við sjáum og það sem við heyrum er ekki endilega það sama hverju sinni. Harmleikir verða ekki aðeins skildir fyrir tilstilli rökhugs- unar. Harmleikurinn höfðar til fleiri sálargáfna mannins, bæði þess með- vitaða og ómeðvitaða. Þess vegna kalla ég fram alls kyns myndir á sviðinu með hjálp ólíkra miðla sem einhverjum kunna að koma spánskt fyrir sjónir. En þeim er ætlað að skapa spennu eða búa áhorfandann undir eitthvað sem gerist síðar í verkinu, jafnvel fá hann til að endur- upplifa eitthvað sem þegar hefur gerst.“ „Notkun grímna er annað ein- kenni á verkum okkar,“ segir Tha- nos en veður strax í annað áður en tækifæri gefst til að spjalla nánar við hann um hvaða hlutverki hans víð- frægu grímur gegna í Bakkynjum. „Enn annað einkenni er að við reynum að draga listamenn og al- menna áhorfendur með okkur inn í hið listræna ferli sem hver uppsetn- ing er.“ „Við bjóðum t.d. sjónlist- armönnum, dönsurum, rithöfundum o.s.frv. að fylgjast með undirbúningi að hverri uppfærslu og deilum með þeim hugmyndum okkar,“ botnar Gi- orgos og útskýrir af hverju þeir kjósa að hafa þennan háttinn á: „Með því viljum við koma af stað skapandi umræðum. Ég tel að það sé mikilvægt að miðla tilteknu verki, ekki einungis frá þeim tímapunkti sem það er kom- ið tilbúið upp á svið heldur í gegnum allt æfingaferlið.“ Ljúfur, skapandi og erilsamur tími Að sögn Giorgosar og Thanosar lögðu þeir umtalsverða vinnu í að velja íslenska listamenn til að vinna með sér að uppsetningu Bakkynja. Þeir eru hins vegar hæstánægðir með útkomuna. „Ég er mjög stoltur af vali okkar,“ segir Giorgos og Thanos kinkar kolli til samþykkis. „Ég held að við höfum fengið tækifæri til að vinna með fólki sem er í hópi mest spennandi „avant- garde“-listamanna á Íslandi í dag.“ „Við erum þakklátir tækifærinu sem við höfum fengið til að vinna með öllu þessu fólki og það á einnig við um leikarana. Þetta er búinn að vera ljúfur, skapandi og erilsamur tími sem við erum mjög ánægðir með að hafa upplifað,“ segir Thanos að lok- um. Harmleikir eiga að hreyfa við fólki Spurningar „Leikhús á tímum Evripídesar tók á samskiptum fólks út frá mismunandi forsendum: siðferðilegum, fag- urfræðilegum, heimspekilegum og tilvistarlegum. Þar vakna upp margar spurningar sem eiga við á öllum tímum ...“ Morgunblaðið/Ásdís Félagar Giorgos Zamboulakis og Thanos Vovolis hafa áður unnið við Þjóðleikhúsið, sem höfundar sviðshreyfinga, búninga og gríma í Mýrarljósi árið 2005. Fyrir vinnu sína fengu þeir tilnefningu til Mennignarverðlauna DV. Á annan í jólum frum- sýnir Þjóleikhúsið gríska harmleikinn Bakkynjur eftir Evr- ipídes. Meðal listrænna aðstandenda sýning- arinnar eru landar leik- skáldsins, þeir Giorgos Zamboulakis og Tha- nos Vovolis. EVRIPÍDES (um 480–406 f.Kr.) var yngstur þeirra þriggja grísku harmleikjaskálda sem merkust þykja frá gullöld grískrar leikrit- unar. Hin eru Æskýlos og Sófók- les sem Evripídes keppti oftsinnis opinberlega við í harmleikjagerð á Díónýsosarhátíðinni í Aþenu. Evripídes er hvað þekktastur fyrir að brjóta upp hina klassísku harmleikjauppskrift með sterkum kvenpersónum og gáfuðum þræl- um. Þá dró hann dár að ýmsum hetjum grískrar goðafræði. Leik- rit hans þykja nútímaleg í sam- anburði við verk samtímamanna hans. Persónur hans þykja raun- sannari en þekktist fram að hans tíma og er athyglinni beint að innri átökum og hvötum þeirra í meiri mæli en grískir áhorfendur þess tíma áttu að venjast. Vilja margir meina að nýbreytn- inni sé um það að kenna að Evr- ipídes mátti oftar en ekki lúta í gras fyrir keppinautum sínum á áðurnefndri hátíð, en hann vann hana fjórum sinnum til sam- anburðar við átján sigra Sófókles- ar og þrettán sigra Æskýlosar. Samkvæmt Aristóteles mun Só- fókles hafa sagt: „Ég sýni menn- ina eins og þeir ættu að vera en Evripídes sýnir þá eins og þeir eru.“ Þekktustu verk Evripídesar eru harmleikirnir Alkistes, Medea, Elektra og Bakkynjur. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa samið Kýklópann sem er einn af fáum satýrleikum sem hafa varðveist fram á okkar tíma. Evripídes LEIKRITIÐ Bakkynjur var frum- sýnt á Díónýsosarhátíðinni í Aþenu skömmu eftir dauða Evripídesar árið 406 f.Kr. Vann það til fyrstu verðlauna. Í verkinu segir frá því er hinn ungi guð Díónýsos kemur til Þebuborgar til að minna á guð- legan uppruna sinn og staðfesta nýja helgisiði sér til dýrðar. Hann hefur búið svo um að allar konur borgarinnar hafa lagst út til að blóta hann og æða um hlíðar fjalls- ins Kíþeroní í einhvers konar al- gleymi vímunnar. Þegar konungur borgarinnar, Panþeifur, neitar að taka Díónýsos í sátt lætur guðinn reiði sína bitna á konungsfjölskyldunni og öðrum borgarbúum. Bakkynjur Evripídesar Höfundur: Evripídes. Þýðing: Kristján Árnason. Leikarar: Arnar Jónsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Birna Hafstein, Friðrik Friðriksson, Guðrún Snæ- fríður Gísladóttir, Jóhanna Jónas, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ólaf- ur Darri Ólafsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Stefán Hallur Stef- ánsson, Valgerður Rúnarsdóttir, Valur Freyr Einarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Hlóðfæraleikarar: Guðni Franzson og Kjartan Guðnason. Tónlist: Atli Ingólfsson. Danshöfundur: Erna Ómarsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Myndvinnsla: Björk Viggósdóttir. Aðstoðarleikstjóri: Þórunn Sigþórsdóttir. Dramatúrg: Hlín Agnarsdóttir. Leikmynd, búningar, gervi og grím- ur: Thanos Vovolis. Leikstjóri: Giorgos Zamboulakis. Bakkynjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.