Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 39
✝ Björg Hólm-fríður Björns-
dóttir fæddist í Ási
við Kópasker í N-
Þingeyjarsýslu 5.
ágúst 1915. Hún lést
á dvalarheimilinu
Seljahlíð í Reykjavík
4. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Björn Jósefsson,
læknir á Húsavík, f.
á Hólum í Hjaltadal
2. febrúar 1885, d.
25. júní 1963, og Sig-
ríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á
Hofsstöðum í Viðvíkurhreppi í
Skagafirði 14. október 1883, d. 19.
október 1971. Systkini Bjargar eru
Hólmfríður Björg húsmæðrakenn-
ari, f. í Ási 12. september 1916, d.
16. mars 1992; Sigurður Pétur úti-
bússtjóri, f. í Ási 1. nóvember 1917;
Jósef Jón, f. á Húsavík 2. desem-
ber 1918, d. 10. apríl 1935; Sigríð-
ur Birna, f. 23. febrúar 1920, d. 15.
desember 1922; María Eydís, f. 20.
júní 1921, d. 3. júní 1930; Arnviður
Ævarr pípulagningameistari, f. 27.
ágúst 1922; Einar Örn dýralæknir,
f. 8. júlí 1925; og Birna Sigríður
bankafulltrúi, f. 8. september
1927, d. 14. mars 2005. Hálfsystir
er Hulda Björnsdóttir skrif-
stofumaður, f. 22. maí 1945.
Björg giftist 10. júní 1944 Páli
Ólafssyni efnafræð-
ingi, f. á Arngerðar-
eyri í Nauteyrar-
hreppi í
N-Ísafjarðarsýslu 9.
nóvember 1911, d. á
dvalarheimilinu
Seljahlíð 15. júní
1997. Börn Bjargar
og Páls eru: 1) Sig-
ríður Ásthildur
meinatæknir, f. 19.
september 1945, gift
Leifi Benediktssyni
verkfræðingi. Börn
þeirra eru: a) Lovísa
læknir, f. 1973, sambýlismaður Ár-
sæll Kristófer Ársælsson sjávarút-
vegsfræðingur, b) María rekstr-
arfræðingur, f. 1975, gift Sigurði
Inga Guðmarssyni verslunar-
manni, sonur þeirra er Viktor
Már, f. 2003, og c) Fríða Björg
hjúkrunarfræðingur, f. 1977. 2)
Ólafur verkfræðingur, f. 20. mars
1947.
Björg lauk prófi frá Verslunar-
skólanum í Reykjavík 1936. Hún
var aðalgjaldkeri hjá Kristjáni G.
Gíslasyni hf. og tengdum fyrir-
tækjum í Reykjavík (Feldinum,
Leðuriðjunni Atson og Rex), síðar
húsmóðir á Siglufirði og í Reykja-
vík.
Útför Bjargar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Það var í hádeginu mánudaginn 4.
desember síðastliðinn að amma
kvaddi þennan heim. Fjölskyldan
kom saman hjá henni í Seljahlíð til að
kveðja hana í hinsta sinn og í kjölfarið
voru margar minningar úr Safamýr-
inni dregnar fram.
Amma var mikið jólabarn og á
hverju ári hélt hún boð fyrir okkur á
öðrum degi jóla heima í Safamýrinni.
Búið var að leggja sparistellið á borð-
stofuborðið sem hlaðið var veitingum.
Jólasmákökur, tertur og ís sem hafði
nú verið tekinn fullsnemma úr fryst-
inum voru meðal þess sem boðið var
upp á. Eftir að hafa borðað nægju
sína af veitingunum lá leið okkar
systranna yfirleitt í lestur á bókum,
blöðum eða byggingu ótrúlegra lista-
verka úr gömlum skyrdósum sem
nýttust til ýmissa hluta. Að lista-
verkasköpuninni lokinni var alltaf
tekið til enda var nú snyrtimennskan
alltaf í fyrirrúmi í Safamýrinni.
Amma var líka dugleg við að gefa
okkur systrunum ráð um hegðun og
framkomu hjá dömum. Ráðin voru af
ýmsum toga, allt frá því hvernig mað-
ur átti að bera sig að við að ganga upp
stiga og yfir í þann ósið að naga á sér
neglurnar sem var ekki dömum sæm-
andi. En amma var ekki bara amma
heldur langamma og fannst þeim
stutta mjög spennandi að koma í
heimsókn á Seljahlíð þar sem hann
fékk að fikta í hinu og þessu sem á
herberginu hennar ömmu var. Stolt-
ur sat hann í stólnum hennar lang-
ömmu og ekki var verra ef einhver
keyrði hann um herbergið í stólnum.
Á meðan lá amma í rúminu sínu og
brosti að uppátækjunum í langömmu-
barninu sínu.
Afi var einn stærsti þátturinn í lífi
ömmu og hugsaði hann um hana af
mikilli natni í gegnum öll árin þeirra
saman. Þegar afi kvaddi fyrir tæpum
áratug vissum við að amma biði þess
að komast aftur til hans. Hún minnt-
ist hans ástúðlega og það kom alltaf
ákveðinn glampi í augun á henni er
hún talaði um hann. Nú er amma
komin til hans afa og halda þau jólin
hátíðleg saman eftir langan aðskilnað.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Lovísa, María, Fríða Björg.
Þegar við systkinin kveðjum
Björgu móðusystur okkar leitar hug-
urinn æskunnar.
Björg var órjúfanlegur hluti af öllu
okkar uppeldi. Hún og Díva systir
hennar voru alltaf til staðar þegar
foreldrar okkar þurftu á því að halda
og í raun miklu oftar.
Við bjuggum öll á Leifsgötunni,
Björg, Páll, Díva, Ásthildur og Óli á
númer 6, en við hin á 13. Á meðan
amma Lovísa lifði, hélt hún til yfir
daginn hjá Björgu en gisti hjá okkur.
Samvistirnar við þetta fólk mótuðu
okkur sem einstaklinga á margan
hátt. Kærleikur, væntumþykja,
umönnun, agi og aðstoð við skólalær-
dóm var brot af þessum þáttum.
Að eiga öruggt skjól í uppvexti er
jú lykilþáttur. Á meðan við vorum
mjög ung annaðist Díva okkur mest,
svo tók Björg við, las með okkur lexí-
urnar og gaf okkur tvær kremkex-
kökur með mjólk í kaffitímanum, en
aðeins tvær þótt til væri fullur kassi.
Það fannst okkur skrýtin aðhalds-
semi í þá tíð og horfðum löngunar-
augum á kassann. En enginn vogaði
sér að laumast í hann. Björg sagðist
alltaf vita nákvæmlega hvað væru
margar kexkökur eftir í kassanum.
Þegar lengra var liðið á skólagönguna
tóku svo Páll og Óli við því að upp-
fræða okkur. Snyrtimennska í um-
gengni var hvergi meiri, allt tínt upp
eftir mann jafnóðum. Eitthvert okkar
tileinkaði sér að læra af því en aðrir
bíða enn eftir því að einhver annar
geri það. Stundum þurfti að skamma
okkur, suma þó oftar en aðra, þá var
aldrei sár broddur í þeim skömmum,
heldur kærleiksríkar leiðbeiningar
um betri hegðan.
Björg frænka stjórnaði sínu um-
hverfi og mótaði á einstakan máta.
Hún og Díva voru einstaklega sam-
hentar. Þær héldu í gamlar hefðir.
Það var búin til heimsins besta kæfa
sem formuð var og skorin eins og í
umbúðaþjóðfélagi nútímans, sultu-
gerð úr berjum og rabarbara, slátur-
gerð þar sem keppir voru ekki saum-
aðir heldur bróderaðir og margt
fleira mætti telja til. Svo var alltaf
heitur matur í hádeginu og brauð á
kvöldin. Alltaf. Páll var gjarnan mjög
fljótur að borða. Þegar hann stóð upp
eftir matinn smellti hann kossi á enn-
ið á Björgu og þakkaði fyrir matinn.
Samkvæmt tölfræðinni sem þau
kenndu okkur hefur Páll kysst
Björgu þrisvar á dag á ennið og það
gerir rúmlega fimmtíu þúsund kossa
á ennið í 50 ára hjúskap. Þessi reikn-
ingur okkar hefði þótt ónákvæm
nálgun.
Aldrei komu til styggðaryrði milli
heimilisfólks. Páll sat gjarnan, las í
bók eða blaði og spjallaði jafnvel við
okkur fyrir hádegismatinn. Um leið
og fréttalestur hófst í útvarpinu ríkti
grafarþögn. Þá vogaði maður sér ekki
að segja neitt nema þakka fyrir mat-
inn. Það má segja að við höfum verið
alin upp á húsmæðraskóla.
Við kveðjum með þakklæti í hjarta
Björgu frænku sem ætíð var boðin og
búin, staðgengill móður okkar.
Sigurður Pétur, Bjarki og
Dögg Harðarbörn.
Björg Hólmfríður
Björnsdóttir
Vinur minn Pétur
Maack Þorsteinsson
hefði orðið 87 ára í dag.
Hann var mjög sér-
stakur maður og að vissu leyti á und-
an sinni samtíð. Hann var fyrirmann-
legur forystumaður, fróður, hress og
góður í tungumálum. Pétri var mjög
annt um sína fjölskyldu og sitt vensla-
fólk sem ég fann fyrir er ég giftist
mági hans. Ég hafði gaman af því að
kynnast Pétri áður en ég kynntist
manni mínum, þar sem hann var einn
af stóru viðskiptavinum bankans, sem
ég vann í, og voru þau kynni mjög fín.
Pétur Maack
Þorsteinsson
✝ Pétur AndrésMaack Þor-
steinsson fæddist á
Reyðarfirði 21. des-
ember 1919. Hann
andaðist á Landspít-
alanum í Fossvogi
23. ágúst síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Kópavogs-
kirkju 1. september.
Þar var viss heims-
bragur yfir Pétri.
Mikið naut ég þess
að sjá hvað pabbi og
Pétur náðu vel saman.
Þeir komust á flug er
þeir báru saman bæk-
ur sínar. Því miður lifði
pabbi bara í tvö ár eftir
að þeir kynntust, en ef
þeir hefðu hist fyrr og
náð svona vel saman,
hefðu þeir getað gert
stórvirki, þar sem þeir
voru báðir með þennan
eldmóð.
Aldrei kom maður í heimsókn á
Urðabrautina öðruvísi en að Pétur
fylgdi okkur út að dyrum og hvarf
ekki fyrr en við vorum úr augsýn. Það
kæmi mér ekki á óvart að hann væri í
dyragættinni er við komum á þær
slóðir með tímanum.
Blessuð sé minning Péturs Maack
Þorsteinssonar.
Þín svilkona,
Borghildur Jónsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁRNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR,
Grandavegi 47,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn
22. desember kl. 13.00.
Högni Jónsson,
Jón V. Högnason, Þórunn E. Baldvinsdóttir,
Gunnar Högnason,
Sveinbjörn Högnason, Sigríður Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengdamóðir,
RAGNHILDUR INGVARSDÓTTIR,
Engjavegi 28,
Selfossi,
sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, laugar-
daginn 16. desember, verður jarðsungin frá Sel-
fosskirkju föstudaginn 22. desember kl. 11.00.
Hafsteinn Þorvaldsson
Þorvaldur Guðmundsson, Hjördís Leósdóttir,
Ragnheiður Hafsteinsdóttir, Birgir Guðmundsson,
Þráinn Hafsteinsson, Þórdís Lilja Gísladóttir,
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, Ólafur Óskar Óskarsson,
Vésteinn Hafsteinsson, Anna Östenberg.
Kveðja frá
Veðurstofu Íslands
Gísli Ólafsson fv. yfirlögregluþjónn
á Akureyri var mikill velunnari
Veðurstofunnar og áhugamaður um
helstu vísindagreinar hennar, veður-
fræði og jarðskjálfafræði. Í rúma tvo
áratugi var hann umsjónarmaður
veðurathugana Veðurstofunnar á
Akureyri og í 33 ár hafði hann umsjón
með jarðskjálftastöð stofnunarinnar á
sama stað. Hefur enginn hér á landi
sinnt slíku hlutverki lengur en hann.
Var hann ötull frumkvöðull þess, að á
lögreglustöðinni á Akureyri var árið
1964 komið fyrir stærstu og fullkomn-
Gísli Ólafsson
✝ Gísli Ólafssonfyrrv. yfirlög-
regluþjónn á Akur-
eyri fæddist á Sand-
hólum í Eyjafirði 23.
júní árið 1910. Hann
andaðist á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 4. desem-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Akureyrarkirkju
15. desember.
ustu mælistöð jarð-
skjálfta hér á landi.
Þessi stöð var á sínum
tíma mikilvægur
hlekkur í alþjóðlegu
mælineti jarðskjálfta,
sem Veðurstofan átti
aðild að. Svo mikill var
áhugi hans á jarð-
skjálftum, að hann var
nánast með stöðina á
Akureyri í fóstri allan
þann tíma sem hann
bar á henni ábyrgð,
ekki síst í þau sautján
ár sem hann sá um
mælingarnar eftir að hann lét af störf-
um sem yfirlögregluþjónn 1980. Stóð
hann þannig jarðskjálftavaktina með-
an heilsan leyfði, allt til ársins 1997.
Veðurstofan átti mikil og margvís-
leg samskipti við Gísla og voru þau öll
á eina lund, jákvæð, áhugaverð og
skemmtileg. Að leiðarlokum vill stof-
unin færa honum sérstakar þakkir
fyrir mikilsvert framlag hans og vel-
vild í garð hennar.
Persónulega færi ég dóttur hans,
fjölskyldu hennar og öðrum aðstand-
endum samúðarkveðjur.
Magnús Jónsson.
Elsku, elsku amma
mín. Að alast upp er-
lendis gerði það að
verkum að ég átti ekki margar
stundir með þér í æsku en þótt við
þekktumst ekki mikið voru þið afi
alltaf í huga mér. Þegar ég var ung-
lingur fékk ég færi á að koma og vera
hjá ykkur í 2 mánuði eitt sumarið og
það er tími sem ég mun aldrei
gleyma. Þrátt fyrir að ég væri ekki
mesti engillinn þá virtist það aldrei
setja strik í þolinmæði þína. Þegar
Magdalena Ólafsdóttir
✝ Magdalena Guð-björg Ólafsdóttir
fæddist á Siglufirði
3. júlí 1930. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 2 í
Reykjavík mánudag-
inn 27. nóvember
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Bústaðakirkju 5.
desember.
ég svo varð eldri lang-
aði mig alltaf að flytja
til Íslands og vera nær
fjölskyldunni hér og
þegar ég náði fullorð-
insaldri þá tók ég
ákvörðun um það. Þið
afi tókuð mér opnum
örmum, eins og eigin
dóttur, þannig að mér
fannst ég alltaf vel-
komin og elskuð, ég
mun aldrei gleyma þér
það. Þú sýndir mér
hversu yndislegt það
er að vera partur af
stórri fjölskyldu. Núna, þegar dætur
mínar eru að vaxa úr grasi, þá vil ég
að þær þekki það líka að vera um-
kringdar fólki sem elskar þær skil-
yrðislaust, eins og þú gerðir við mig.
Í rökkurró hún sefur
með rós að hjartastað.
Sjá haustið andað hefur
í hljóði á liljublað.
Við bólið blómum þakið
er blækyrr helgiró.
Og lágstillt lóukvakið
er liðið burt úr mó.
Í haustblæ lengi, lengi
um lyngmó titrar kvein.
Við sólhvörf silfrin strengi
þar sorgin bærir ein.
(Guðmundur Guðmundsson.)
Þín verður ávallt minnst, elsku
amma, og við söknum þín óendan-
lega mikið.
Lísa Bryndís,
Friðrik Hermann,
Alva Lena og Lilja Sóley.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd er
ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar