Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 41 ✝ Jóhanna Mar-grét Árnadóttir fæddist á Patreks- firði 17. júlí 1924. Hún lést á heimili sínu, Blesugróf 29, laugardaginn 16. desember síðastlið- inn. Hún er dóttir Árna B.P. Helga- sonar, héraðslæknis á Patreksfirði, f. 2. janúar 1890, d. 6. apríl 1943 og konu hans Hrefnu Jó- hannesdóttur, f. 30. ágúst 1890, d. 20. nóvember 1959. Systkini Jóhönnu eru Hólmfríður Sigríður tannsmiður, f. 18. ágúst 1916, d. 5. apríl 1999, María Ingibjörg, f. 6. september 1917, d. 16. september 1935, Ás- laug Elísabet tannsmiður, f. 8. janúar 1919, d. 30. júní 1991, maki Gunnar K. Proppé, f. 1915, d. 9. júní 2006, þau eiga fjögur börn og Helgi Hannes, f. 30. ágúst 1921, maki Bryndís Þorsteins- dóttir, f. 26. sept- ember 1923, þau eiga fjögur börn. Jóhanna ólst upp á Patreksfirði, en fluttist til Reykja- víkur með móður sinni eftir lát föður síns. Jóhanna bjó á Brávallagötu 16A í skjóli Hrefnu móð- ur sinnar og Hólm- fríðar (Lillýjar) systur sinnar, en eftir lát Hrefnu 1959 var hún í umsjá Lillýjar. Síðustu 20 árin hefur hún búið í Sambýlinu Blesugróf 29. Þar naut hún frá- bærrar umönnunar starfsfólks undir einstakri stjórn Sigríðar Pétursdóttur, forstöðumanns heimilisins. Útför Jóhönnu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku Jókan okkar, nú ertu komin heim eins og þú varst farin að tala um. Við sjáum fyrir okkur gleði þína yfir langþráðum endurfundum við ástvini þína. Núna ertu laus úr viðj- um þreytts líkama þíns sem erfitt var orðið að horfa upp á og hefur fengið nýjan líkama. Við sjáum þig fyrir okkur létta í spori ferðast óhindrað hvert sem hugur þinn ber þig. Ef- laust mætir þú í jólaboðið til Bryndís- ar „bestustu“ mágkonu og Helga bróður, eins og þú varst vön. Og við vinir þínir hér í Blesugróf vitum að þú lítur til með okkur líka. Þótt líkami þinn hafi bugast hélstu persónuleika þínum alveg til hins síð- asta. Þú varst svo mikill karakter. Stjórnaðir okkur, hægri – vinstri, fengum ýmist hrós eða átölur eftir því hvernig skapið var hverju sinni. Ýmist vorum við úti í kuldanum eða í uppáhaldi. Þegar þú varst innt eftir því hverju þetta sætti svaraðir þú af þinni al- kunnu snilld. Ég veit ekki af hverju ég er svona, en ég var svona á Pat- reksfirði. Já þau voru oft skemmtileg tilsvörin þín. Þú varst jafnframt mjög viðkvæm og fannst gott að láta knúsa þig en þó ekki of mikið. Eins varstu líka óspör á að láta vita að þér þætti vænt um okkur og þá sérstaklega ef við vorum „inn“ hjá þér. Þú skilur eft- ir margar minningaperlur sem eiga eftir að ylja okkur og sem við gleym- um aldrei. Þú varst skemmtileg og sérstök manneskja,sem auðgaðir líf okkar sem fengum að umgangast þig. Þú elskaðir að fá til þín gesti og halda boð. Og þá var alltaf viðkvæðið, hvað eigum við að hafa? Og svo þegar gest- irnir voru farnir, þakkaðir þú okkur alltaf fyrir hjálpina þannig að það var ljúft að geta glatt þig og gert þér kleift að taka á móti gestunum þín- um, sem var þér svo mikils virði. Yf- irleitt komu gestirnir færandi hendi með allskonar góðgæti, þannig að þig skorti aldrei molann, og þú varst óspör á að gefa með þér. Þær voru margar ánægjustundirnar sem við áttum með þér við eldhúsborði í Blesugróf, þegar þú sagðir okkur sögur af sjálfri þér, svo og prakkara- strikunum, þá var oft hlegið og þótti þér það alls ekki leiðinlegt því þá varst þú aðalnúmerið. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þetta hefur verið okkur erfitt haust. Það skarð sem myndast hefur í okkar samheldnu fjölskyldu sem hef- ur bundist sterkum tryggðarböndum undanfarin nítján ár er ólýsanlegt. Að þurfa að kveðja ykkur þrjú á svo skömmum tíma er eitthvað svo óraunverulegt. Það verður skrýtið að halda jólin í Blesugróf þetta árið. Þrír auðir stólar minna okkur á hvað lífið er hverfult, en saman munum við reyna að létta hvert öðru gönguna og hlúa hvert að öðru og þá sérstaklega að Badda og Mumma,sem misst hafa svo mikið og skilja ekki fremur en við. En öllu er víst afmörkuð stund og tíminn okkar hvers og eins er víst löngu ákveðinn. Elsku Jókan okkar. Við þökkum þér allar stundirnar okkar saman og biðjum algóðan Guð fyrir þig og að blessa heimkomu þína. Knúsaðu Tobbu og Dinna frá okkur þegar þið hittist. Þínir vinir í Blesugróf 29. Nú hefur Jóhanna föðursystir okk- ar kvatt eftir langa og góða ævi. Margar ljúfar bernskuminningar eig- um við frá Brávallagötunni þar sem Jóhanna bjó með ömmu Hrefnu og Lillý. Hæst ber jólaboðið og afmæli afa 2. janúar, en þá lék Jóhanna alltaf á als oddi því fjölskylduboðin voru henni mjög kær. Hún var afar fé- lagslynd, með létta lund og hafði sér- stakan dillandi hlátur. Hún hafði gaman af ærslum og leikjum með okkur krökkunum en eftir matinn var eldhúsið hennar prívat umráðasvæði, þar vildi hún hafa algjöran frið við uppvaskið og söng þá yfirleitt sín uppáhaldslög. Viðkvæm barnslund bjó í hlýju hjarta hennar, hún sýndi tilfinningar sínar gjarnan með knúsi og kjassi og okkur þótti afar vænt um hana. Mjúk tuskudýr, húfur og bangsar voru hennar yndi og faðmaði hún þau óspart að sér. Tónlist átti hug hennar, sérstak- lega sálmar og naut hún þess að fara í kirkju. Afmælið hennar var hápunktur ársins og hlakkaði hún til þess allt ár- ið. Hún bauð fólki með löngum fyr- irvara og hélt mjög nákvæmt yfirlit yfir gestina og það var eins gott að vera þá á landinu, því annars „féll maður í ónáð“. En það var fljótt að gleymast og fólk datt inn og út úr náðinni með jöfnu millibili. Stóraf- mælin hennar voru ógleymanlegar veislur með miklum glæsibrag. Þar naut Jóhanna sín vel uppáklædd í sínu fínasta pússi, peysufötum og var hrókur alls fagnaðar. Það dugði ekk- ert minna til en fínustu hótel bæj- arins með úrvals tónlistarflutningi söngkonunnar Ingu Bachmann og Reynis harmóníkuleikara. Það var mikið lán fyrir Jóhönnu að eignast heimili í Sambýlinu í Blesu- gróf, þar sem hún bjó síðustu tvo ára- tugina. Hún naut mikillar umhyggju og ástúðar frá öllu starfsfólki sem vann þarna ómetanlegt starf. Það verður væntanlega ekki á neinn hall- að þó að Sirru verði minnst sérstak- lega fyrir sína óendanlegu elsku í garð Jóhönnu, hún var henni sem besta móðir. Fyrir það þökkum við þér, kæra Sirra, sem og ykkur öllum í Blesu- gróf. Hvíl í friði, elsku frænka, og njóttu jólanna með ömmu, afa og systrun- um. Dagný, Árni, Guðrún og Þorsteinn. Nú er hún Jóhanna farin, hún Jóka frænka. Hún er komin til Hrefnu ömmu og systra sinna, til þeirra sem aldrei gleymdust í minningum henn- ar. Hún Jóhanna var alveg einstök, þótt hún væri ekki eins og við hin hafði hún margt fram yfir okkur. Hún var vel gefin, hún gat bara ekki nýtt gáfurnar á okkar hátt. En hún átti sér framtíðardrauma eins og aðr- ir. Það var ofarlega á óskalistanum hennar að læra að lesa, fermast og verða stúdent. Þegar hún talaði um þessar óskir sínar fylgdi ávallt í kjöl- farið hennar sérstaki hlátur. Jóhanna hafði ávallt mikið yndi af músík og hér áður fyrr spilaði hún eftir eyranu sín uppáhaldslög á píanóið og söng með. Hún kunni bænir og sálma og naut þess að syngja með messusálm- um. Jóhanna hafði mikla ánægju af að hafa fólk í kringum sig, varð alltaf að eiga nammi og naut þess að gefa. Hún varðveitti alltaf barnið í sér, kunni að gleðjast yfir litlu og hlakkaði til smærri og stærri atburða. Henni þótti svolítið gaman að stríða og þá hló hún hjartanlega. Einnig kunni Jó- hanna að taka breytingum og sorg sem eðlilegum hluta af lífinu þó að hún ætti líka sínar tárastundir. Hún var sérlega minnug á fólk og atburði og hélt þannig við hjá okkur ýmsum minningarbrotum. Það var mikil gæfa fyrir Jóhönnu og aðra vistmenn að eignast heimili í Blesugróf 29. Þar hefur verið meira og minna sama starfsfólk frá byrjun sem segir meira en mörg orð. Vil ég fá að þakka þeim fyrir allt sem þau gáfu Jóhönnu. Sérstakar þakkir færi ég Sigríði sem hefur verið Jóhönnu og fjölskyldunni einstakur félagi og vinur. Elsku Jóhanna, hafðu þökk fyrir samfylgdina. Hvíl þú í friði. Þín frænka, Hrefna María. Jóhanna Margrét Árnadóttir ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA ÓLAFSSONAR fv. yfirlögregluþjóns á Akureyri. Sigríður Gísladóttir, Einar S. Bjarnason, Eva Hrund Einarsdóttir, Árni Kár Torfason, Tinna Rún Einarsdóttir, Viðar Helgason, langafadóttir Hildur Sigríður Árnadóttir ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem á einn eða annan hátt vottuðu mínum elsku- lega föður og kæra vini, tengdaföður og afa, ÞORKELI GUNNARI SIGURBJÖRNSSYNI, Sigtúni 29, Reykjavík, virðingu sína við andlát hans og útför og umvöfðu okkur hlýju með vinarhug og samúð. Sérstakar þakkir færum við ættingjum og vinum fyrir dýrmætar heim- sóknir síðustu dagana og vikurnar fyrir andlát hans. Einnig heima- hjúkrun, líknardeildinni á Landakoti, Ólafi Samúelssyni og Sigurbirni Björnssyni læknum. Guð launi ykkur öllum og blessi og gefi ykkur ánægjurík jól og frið á nýju ári. Sigurbjörn Þorkelsson, Laufey G. Geirlaugsdóttir, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, Páll Steinar Sigurbjörnsson. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR HINRIKSSON, Grýtubakka 14, er látinn. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Aðstandendur hins látna. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát bróður míns, EGILS EGILSON. Júlíus Egilson og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir sendi ég öllum sem sýndu mér samúð og hlýhug við andlát og útför ástríks eigin- manns míns, SVEINS KRISTINSSONAR fyrrv. ritstjóra og blaðamanns, Þórufelli 16, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Taflfélags Reykjavíkur. Jóhanna Jónsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall sonar okkar og föður, KRISTINS STEINARS KARLSSONAR húsasmíðameistara, Bugðulæk 20, Reykjavík. Þökkum starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun. Karl Kristinsson, Bjarndís Friðriksdóttir, Perla Dís og Birta Líf Kristinsdætur. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð frá kl. 14.00 í dag, fimmtudag, vegna jarðarfarar MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi sóknarprests. JURIS lögmannsstofa, LEGALIS innheimtuþjónusta. ✝ Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR SIGURÐSSON, Frostafold 12, (áður Grýtubakka 4), andaðist fimmtudaginn 7. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey frá Grafar- vogskirkju. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E og hjúkrunarþjónustu Karitasar fyrir kærleiksríka og líknandi umönnun. Helga Lára Jónsdóttir, Alexsandra Einarsdóttir, Jón Þór Einarsson, Guðbjörg Einarsdóttir, Hjörtur Einarsson, tengdabörn, barnabörn og langafabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.