Morgunblaðið - 21.12.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 21.12.2006, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                          Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Veður 8 Umræðan 34/35 Staksteinar 8 Bréf 35 Úr verinu 17 Minningar 36/42 Erlent 18/19 Myndasögur 52 Höfuðborgin 21 Dagbók 53/57 Akureyri 14/15 Staður og stund 54/55 Daglegt líf 22/29 Leikhús 50 Neytendur 28 Bíó 54/57 Menning 46/52 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 * * * Innlent  Mikill viðbúnaður var á Selfossi í gærkvöldi vegna flóða í Hvítá og var almannavarnanefnd í viðbragðs- stöðu. Ölfusá beljaði bakkafull fram í farvegi sínum undir Ölfusárbrú. Voru munir meðal annars fluttir úr kjallara kirkjunnar. Víða varð mikið tjón í flóðunum í gær og minnst þrír hestar drukknuðu. Miklar aur- skriður og flóð urðu einnig í Eyja- firði og mikið tjón á einum bæ. » Forsíða  Botntankar í flutningaskipinu Wilson Muuga eru allir rifnir en skipið strandaði í fyrradag í fjörunni skammt sunnan við Sandgerði. Dav- íð Egilson, forstjóri Umhverfisstofn- unar, segir að skemmist skipið mikið geti olía lekið úr því. Veðuraðstæður geti ráðið því hvort um mikið meng- unarslys verði að ræða. » 6  Verðlagseftirlit Alþýðu- sambands Íslands kannaði í gær verð í verslunum á höfuðborg- arsvæðinu og reyndist munurinn mestur á konfekti og drykkjar- vörum. Bónus var oftast með lægsta verðið eða á 22 af 40 vörutegundum. » 26 Viðskipti  Fasteignaþróunarfélagið Sam- son hefur ásamt Royal Bank of Scot- land og fjárfestingafélaginu Ajenta keypt fasteignasafn finnska fjárfest- isins Capman. Kaupverðið er um 380 milljónir evra eða um 35 milljarðar króna. Eigendur Samsonar eru feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson. » Baksíða Erlent  George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði á blaðamannafundi í gær að þjóðin yrði að búa sig undir að færa frekari fórnir í Írak á næsta ári. Hann sagði að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um að fjölga í herliðinu í Írak. Nýskipaður varn- armálaráðherra Bush, Robert Gat- es, sagði að stjórn Bush teldi að fjölga bæri í herafla Bandaríkjanna. » 18  Hörð átök blossuðu í gær upp í Sómalíu milli hersveita bráðabirgða- stjórnar landsins og liðsmanna ísl- amista sem ráða yfir stærstu borg- inni, Mogadishu. Átökin geisuðu aðeins um 15 kílómetra frá einu borginni sem bráðabirgðastjórnin ræður fyllilega yfir, Baidoa. » 18  Ayman al-Zawahiri, næstráðandi Osama bin Ladens, leiðtoga al- Qaeda, segir í nýju myndbands- ávarpi að ekki sé hægt að frelsa Pal- estínu undan Ísraelum með kosn- ingum. Það sé aðeins hægt að gera með heilögu stríði. » 19 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is GLITNIR hefur gengið frá ramma- samningi um útgáfu svonefndra sér- varinna skuldabréfa, tengdra hús- næðislánasafni bankans. Heildar- upphæð samningsins nemur 100 milljörðum króna og var uppsetning hans í höndum Deutsche Bank. Skuldabréf, sem gefin verða út innan rammasamningsins, verða til fjármögnunar á íbúðalánum Glitnis á Íslandi og hafa fengið lánshæfisein- kunnina Aaa frá matsfyrirtækinu Moody’s. Það er sama lánshæfisein- kunn og skuldabréf útgefin af ís- lenska ríkinu og skuldabréf með ríkisábyrgð hafa fengið. Í tilkynningu frá Glitni kemur fram að bankinn hafi jafnframt gert samning við Citigroup, sem skuld- bindur sig næstu fimm árin til þess að kaupa sérvarin skuldabréf Glitnis fyrir fjárhæð sem jafngildir allt að 550 milljónum evra. „Þetta tryggir Glitni aðgang að fjármagni sem samningsfjárhæðinni nemur og styrkir þar með lausafjárstöðu bank- ans. Kjör eru trúnaðarmál en þau eru mun hagstæðari en bankinn hef- ur notið að undanförnu vegna teng- ingarinnar við húsnæðislánasafn bankans. Samningurinn skuldbindur Glitni ekki til þess að selja bréfin til Citigroup þannig að bankinn hefur sveigjanleika til þess að nýta sér enn hagstæðari tækifæri til útgáfu í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Glitnis frá í gærkvöldi. Ingvar H. Ragnarsson hjá Glitni segir þessa tvo samninga vera mjög mikilvæga. Samningurinn við Citi- group styrki lausafjárstöðu bankans enn frekar og rammasamningurinn við Deutsche Bank fjölgi möguleik- um bankans til fjármögnunar. Fjármagnar íbúðalán fyrir 100 milljarða Skuldabréf Glitnis fá hæstu matseinkunn Moody’s Í HNOTSKURN »Deutsche Bank sá um upp-setningu rammasamnings Glitnis um útgáfu sérvarinna skuldabréfa til fjármögnunar á íbúðalánum. »Samið hefur verið við Citi-group um kaup á skulda- bréfunum fyrir allt að 550 milljónum evra. »Heildarfjármögnun Glitnisá árinu nemur fimm millj- örðum evra, um 450 millj- örðum króna. JÓLABÖLLIN standa sem hæst um þessar mundir enda sjálfur aðfangadagur á næsta leiti. Börnin flykkj- ast á jólatrésskemmtanir og virðast ekki láta það á sig fá þótt allt stefni í rauð jól með asahláku og hlýindum. Gott ráð til þess að viðhalda jólaskapinu gæti því verið fólgið í að syngja Gekk ég yfir sjó og land og hitti þar einn gamlan mann. Ekki má heldur gleyma honum Adam sem átti syni sjö og jólasveinum einum og átta eins og þessi börn í Smáraskóla höfðu svo sannarlega hugfast í gærmorgun. Morgunblaðið/Guðmundur Rúnar Guðmundsson Jólaböllin í algleymingi YFIRRÉTTUR í London dæmdi í gær Jón Ólafsson til að greiða Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni 30 þúsund pund, um fjórar milljónir króna, í málskostnað. Fyrr í mán- uðinum ógilti rétturinn dóm sem felldur var sumarið 2005 yfir Hann- esi vegna meintra meiðyrða í garð Jóns og var Hannes þá dæmdur til að greiða Jóni 65 þúsund pund fyrir meiðyrði auk um 25 þúsund punda í kostnað, samtals rúmar 12 milljónir króna að núvirði. Upphæðin sem nú er dæmd Hannesi er til bráðabirgða en máls- aðili sem krefst málskostnaðar fyrir breskum dómstólum getur valið á milli þess að fá þann dómara sem dæmdi málið efnislega til að ákveða málskostnaðinn eða beðið dómarann að taka ákvörðun til bráðabirgða. Í kjölfarið er málið sent sérstökum málskostnaðardómara sem dæmir um kostnaðinn endanlega. Ekki er ljóst hvenær ákvörðun mun liggja fyrir en gert er ráð fyrir að það verði fljótlega á nýju ári. Gæti hugsanlega áfrýjað Fyrir réttinum í gær voru einnig veittir frestir til enda janúarmán- aðar vegna ákvarðanatöku um næstu skref í málinu. Til að mynda óskuðu lögmenn Jóns eftir viðbót- arfresti til að íhuga hvort úrskurði yfirréttar yrði áfrýjað til sérstaks áfrýjunardómstóls (e. Court of App- eal). Hannes fær fjórar milljónir MYNDATEXTI sem fylgdi ljós- mynd með fréttinni Stórátak í örygg- ismálum á bls. 2 í Morgunblaðinu á þriðjudag og fjallaði um bætt vinnu- öryggi starfsmanna við Kárahnjúka- virkjun var rangur og er beðist vel- virðingar á mistökunum. Myndin var tekin 5. október sl. og því ekki rétt að segja að hún væri tekin af mönnum við vinnu sl. sunnudag. Rangur myndatexti fimmtudagur 21. 12. 2006 viðskipti mbl.is Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. **Sjó›ur stofna›ur 24/11/06 og hefur flví ekki ná› mána›arávöxtun. *Nafnávöxtun í EUR, USD og ISK á ársgrundvelli fyrir tímabili› 01/11/06-01/12/06. Ávaxta›u betur – í fleirri mynt sem flér hentar Kynntu flér kosti peningamarka›ssjó›a KB banka í ISK, USD, EUR og GBP** P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ I R E N N E M M / S ÍA 4,4%* ávöxtun í evrum 5,5%* ávöxtun í dollurum 13,4%* ávöxtun í krónum Haf›u samband vi›rá›gjafa okkar í síma 444 7000 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SP Fjármögnun gekk nýverið frá samningi við breska fyrirtækið Auto Prestige um fjármögnun á 150 eð- albifreiðum. Um er að ræða sér- hæfða bílaleigu sem starfar í London og útvegar þeim bíla sem lent hafa í tjóni á eigin ökutækjum. Þetta er fyrsti samningurinn sem SP Fjármögnun gerir á erlendum vettvangi, en viðskiptin fóru fram fyrir milligöngu Landsbankans í London. Samningurinn hljóðar upp á röskar 350 milljónir króna en flest- ir bílanna eru af gerðinni Mercedes Benz C-320. Einnig er fyrirtækið að kaupa bíla af gerðinni Volkswagen fyrir viðskiptavini sína. Alls er fyr- irtækið með um 500 bíla í leigu hverju sinni. Magnús Oddur Guðjónsson, for- stöðumaður bílafjármögnunar hjá SP Fjármögnun, segir í samtali við Morgunblaðið að hér sé stigið nýtt skref í sögu fyrirtækisins og það eigi áreiðanlega eftir að gera fleiri slíka samninga erlendis. „Fyrir okkur vakir að jafna út sveiflur á innlenda bílamarkaðnum. Það hefur verið mjög mikill vöxtur síðastliðin þrjú ár. Mesti annatíminn hjá þessum leigum í Bretlandi er á veturna, öfugt við íslenska markað- inn. Samningurinn í London er liður í því að styrkja stoðirnar í okkar rekstri og hasla okkur völl á nýjum mörkuðum,“ segir Magnús Oddur, sem telur góða möguleika á frekari viðskiptum við Auto Prestige. SP Fjármögnun er að 51% hluta í eigu Landsbankans og 49% eiga sparisjóðirnir. Starfsemin er tví- þætt, annars vegar tækjafjármögn- un í formi eignaleigu og hins vegar bílafjármögnun fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hjá fyrirtækinu starfa 35 manns en heildarútlán í lok júní sl. námu um 32,7 milljörðum króna. Samningur um 150 eðalvagna Fyrsti samningur SP Fjármögnunar á erlendum vettvangi og ekki sá síðasti Benz C-línan frá Mercedes Benz er ekki fyrir hvern sem er að kaupa. Í DAG verður greint frá vaxta- ákvörðun Seðlabanka. Greining- ardeild Landsbankans spáir óbreyttum stýrivöxtum eða 14% og greining Glitnis telur það lík- legustu niðurstöðuna en útilokar þó ekki hækkun um 0,25 prósentu- stig. Greiningardeild Kaupþings banka spáir á hinn bóginn að Seðlabankinn muni hækka stýri- vexti um 0,25 til 0,5 prósentustig. Landsbankinn segir ýmislegt hafa komið í ljós sem bendi til þess að verðbólgumarkmiðið muni nást fyrr en áður var talið þó að ekki verði um frekari vaxtahækk- un að ræða. Glitnir segir að ef til vill muni „vaxtahaukarnir“ í Seðlabankanum mæla með frekari hækkun en telur líklegast að bankastjórnin muni kjósa að halda þeim óbreyttum. Mestar líkur taldar á óbreytt- um stýrivöxtum viðskipti Skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage er að gera það gott » 12 SÁ KANN AÐ LEIKA SÉR SIR RICHARD BRANSON ER AUÐKÝFINGUR SEM KANN ÞÁ LIST VEL AÐ FJÁRFESTA OG EYÐA PENINGUM >> 6 SAMSON Properties, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ásamt Royal Bank of Scot- land og fjárfestingafélagsins Aj- anta, keypt fasteignasafn finnska fasteignafjárfestisins Capman. Kaupverðið er 380 milljónir evra, en það svarar til um 35 milljarða ís- lenskra króna. Í fasteignasafninu eru meðal annars eignir í borgunum Helsinki og Esbo í Finnlandi. Samson kaupir finnskt fasteignasafn Morgunblaðið/Golli Flatskjáir Úrvalið hefur aldrei verið meira af flatskjám og öðrum nýj- ungum á sjónvarpsmarkaðnum og réttara að vera vel upplýstur. » 8 fimmtudagur 21. 12. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Bayern München vill fá Jens Lehmann frá Arsenal >> 4 Á 114.8 KM HRAÐA DAGNÝ LINDA KRISTJÁNSDÓTTIR Á HEIMLEIÐ EFTIR KEPPNI Í BRUNI Í VALD’SERE Í FRAKKLANDI >> 4 Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Alfreð segir markvörsluna hjá ís- lenska landsliðinu vera mesta óvissu- atriðið við upphaf undirbúnings landsliðsins og því hafi hann ákveðið að kalla á fjóra markverði; Birki Ívar Guðmundsson, Lübbecke, Björgvin Gústavsson, Fram, Hreiðar Levý Guðmundsson, Akureyri og Roland Eradze úr Stjörnunni. Birkir og Rol- and virðast eiga sæti í HM-hópnum vís en að Björgvin og Hreiðar berjist um þriðja sætið. „Það stefnir allt í að við förum með þrjá markverði á heimsmeistaramótið í Þýskalandi,“ segir Alfreð sem nú valdi Roland í fyrsta sinn í landslið sitt. Fátt kom svo sem á óvart í vali Al- freðs á landsliðinu í gær. Auk mark- varðanna þriggja frá íslenskum fé- lagsliðum þá voru tveir aðrir leikmenn sem spila hér heima valdir í 19-manna hópinn; Markús Máni Michaelsson Maute úr Val og Sigfús Sigfússon hjá Fram. Annars er landsliðshópurinn að mestu skipaður leikmönnum sem leika sem atvinnumenn á meginlandi Evrópu og kom fátt á óvart og aðeins eitt frávik frá spá Morgunblaðsins í gærmorgun þar sem gert var ráð fyr- ir að Einar Örn Jónsson yrði í 19 manna hópnum en ekki Sigfús Sigfús- son úr Fram. Alfreð velur síðan sextán leikmenn sem taka þátt í HM í Þýskalandi og verður tilkynnt um þann hóp mánu- daginn 15. janúar. Íslenska landsliðið heldur síðan til Þýskalands 18. janúar hvar heimsmeistarakeppnin hefst tveimur dögum síðar með viðureign við Ástalíu í Magdeburg, gamla heimavelli Alfreðs. Þar á eftir verður leikið við Úkraínu og loks við Evr- ópumeistara Frakka. „Ég er hæfilega bjartsýnn fyrir heimsmeistaramótið. Nú liggur fyrir að koma liðinu saman og í toppform áður en átökin hefjast. Nokkrir leikmenn hafa veriðí vand- ræðum með smámeiðsli í haust en eru að skríða saman. Það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur að ná árangri á heimsmeistaramótinu þá verða allir að spila eins vel og þeir best geta. Fyrsta verkefnið verður riðla- keppnin. Í henni mætum við Frökk- um sem er ein þeirra þjóða sem getur orðið heimsmeistarar og síðan eru Úkraínumenn sýnd veiði en ekki gef- in,“ segir Alfreð Gíslason, landsliðs- þjálfari. / Viðtal við Alfreð 2 Hæfilega bjartsýnn Morgunblaðið/ÞÖK Tveir sterkir Alfreð Gíslason og Guðjón Valur Sigurðsson, einn leikreyndasti leikmaður landsliðsins. „TÉKKALEIKIRNIR tveir heima á Íslandi 13. og 14. janúar verða end- anleg prófraun á markverðina en það virðist nokkuð ljóst að við för- um með þrjá markverði á heims- meistaramótið,“ segir Alfreð Gísla- son, landsliðsþjálfari í handknattleik, sem tilkynnti um val sitt á íslenska landsliðinu sem býr sig undir þátttöku á heimsmeist- aramótinu sem hefst í Þýskalandi 20. janúar. Meðal annars valdi Al- freð fjóra markverði, þar af Roland Eradze úr Stjörnunni í fyrsta sinn. Fjórir markverðir í 19 manna landsliði Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is EINAR Hólmgeirsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Grosswallstadt, gengur í raðir Flensburg næsta sumar. Þetta var loks opin- berað af forráðamönnum Flensburg í gær og var leikmönnum liðsins og stuðningsmönnum þess tilkynnt um þetta fyrir heimaleik liðsins gegn Wilhelmshavener. Morgunblaðið greindi frá því í október að Einar gengi til liðs Flens- burg frá og með næstu leiktíð. ,,Þetta er alveg klárt. Ég er búinn að skrifa undir þriggja ára samning en forráðamenn Flensburg vildu bíða með að tilkynna þetta formlega. Ég setti mér það markmið og kom- ast til stærra og betra liðs og það verður gríðarlega spennandi að spila með þessu sterka liði. Mér finnst ég vera að staðna hjá Gross- wallstadt og því tímabært að breyta til,“ sagði Einar við Morgunblaðið í gær sem er á sínu þriðja ári hjá Grosswallstadt. Einar Hólmgeirsson Einar samdi við Flensburg til þriggja ára MIKILL áhugi er fyrir heimsmeistaramótinu í hand- knattleik sem karla sem hefst í Þýskalandi 20. janúar. Miða- sala hefur gengið vonum framar að sögn talsmanns þýska handknattleikssam- bandsins. Útlit er fyrir að ekki færri en 610.000 áhorf- endur mæti á leiki keppninn- ar miðað við miðasöluna í dag en mótshaldarar gera sér von- ir um að 700.000 áhorfendur kaupi miða á leikina. Það þýð- ir að sett verður met í aðsókn að keppninni. Flestir áhorf- endur sóttu heimsmeistara- keppnina þegar hún var hald- in í Egyptalandi árið 1999, 507.800. Alls komu 324.000 áhorfendur á leiki síðustu heimsmeistarakeppni en hún var haldin í Túnis og 323.100 þegar mótið fór fram í Frakk- landi 2001 en aðeins 288.555 þegar heimsmeistaramótið var haldið í Japan 1997. Þegar er uppselt á nokkra leiki heimsmeistaramótsins, m.a.riðlakeppnina í Kiel þar sem Danir, Norðmenn, Ung- verjar og Angólabúar leika. Þar hafa selst rúmlega 10.000 miðar á hvern hinna þriggja keppnisdaga. Sigurliðin í þeim riðli flytjast yfir í milli- riðlakeppni í Mannheim. Þar er uppselt á tvo keppnisdaga af þremur. Þá er lítið eftir af þeim 116.000 miðum sem voru til sölu á undanúrslit og úr- slitaleikina í Köln. Áhorfendamet verður sett á HM í Þýskalandi TVÆR litlar langferðabifreiðir skemmdust við Hlíðarsand vestan við Hvalsnesskriður í gærkvöldi. Ekki urðu meiðsl á fólki en verið var að ferja rúturnar tómar á reynslunúmerum. Grjót og sandur fauk á ökutækin og mölvaði rúður í þeim. Rútur skemmdust

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.