Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 22
|fimmtudagur|21. 12. 2006| mbl.is daglegtlíf Egill Bjarnason hefur upplifað að vera handtekinn af ísr- aelskum hermönnum og látinn dúsa í gæsuvarðhaldi. » 25 ferðablogg Suður-Afríka er heillandi heim- ur að sækja, segir Anna Pála Sverrisdóttir, enda framandi land mikilla andstæðna. » 24 ferðalög Hvað kostar jólamaturinn? Verðlagseftirlit ASÍ fór á stúf- ana og kannaði verð á algeng- um matvörum fyrir jólin». 22 neytendur Hvernig er hægt að bjarga mál- unum ef sósan er of sölt, blett- ur kemur í dúkinn eða kakan er föst í forminu? » 27 hollráð Ragnar Karlsson og Þóra Eyj- ólfsdóttir buðu fjölskyldu og vinum í heilmikla skötuveislu um síðustu helgi. » 28 skötuveisla Við erum búnir að verarosalega duglegir fyrirjólin,“ segja vinirnirÞorri Hrafn, Darri Snær og Viktor Gísli aðspurðir. „Við bökuðum fullt af piparkökum í heimilisfræði. Það var lang- skemmtilegast. Þær voru líka góð- ar.“ – Og gerðuð þið eitthvað fleira jólalegt? „Já, við gerðum ýmislegt, jóla- kort og engil,“ segja þremenning- arnir snaggaralega og eins og þeir nenni ekki að ræða þetta frekar en við nánari eftirgrennslan segjast þeir allir hafa gaman af föndri og skreytingum. Rebekka Rós, Rannveig Klara, Rakel Ingibjörg og Elva Björg voru að ljúka við fallega, bláa að- ventubók. „Það er jólasveinn í henni, jólakúla, kerti, jólaskraut og jólalag,“ segja þær og bresta með það sama í söng, Jólavísur eftir Jóhannes úr Kötlum. „Við lærðum líka um aðventukransinn og hvað kertin á honum heita.“ Þær voru eins og aðrir nem- endur með það á hreinu hvers vegna jólin væru haldin hátíðleg, enda í skólanum sem kenndur er við Sæmund fróða. „Jesús fæddist á jólunum. Hann á afmæli 24. desember.“ Allir krakkarnir hlökkuðu skilj- anlega mest til þess að opna pakk- ana á aðfangadag. En skyldi eng- um finnast skrítið að fá svona margar gjafir þegar Jesús á af- mæli en ekki þau? „Hann er dá- inn,“ útskýrði einn hnokkinn. „Hann getur ekki leikið sér með þær.“ Nokkrir nemendur áttu afmæli í sama mánuði og Jesús og það fannst þeim vitaskuld merkilegt. Þeir sem ekki voru svo heppnir blönduðu sér þó ekkert síður í um- ræðuna sem fljótlega varð mjög lífleg. Þeir síðarnefndu gerðu sér nefnilega lítið fyrir og tefldu fram öllum þeim sem þeir könnuðust við og áttu afmæli í desember og það var dágóður slatti. Jólasveininn þekkti hins vegar enginn – svona í eigin persónu. En hann er til – það var enginn spurning í þeirra huga. Jólasveinar kunna töfrabrögð Hvernig kemst jólasveinninn til byggða þegar það er enginn snjór? „Á bílum,“ segir strákur. „Nei,“ mótmælir stelpa. „Hann flýgur.“ „Já, sko á sleða,“ bætir önnur við. „Já, hann getur ekki flogið,“ bætir sú þriðja við, beygir olnbog- ana og hreyfir hendurnar fram og til baka eins og hún sé fugl með vængi. „Hann er ekki með vængi.“ Nú hefjast aftur líflegar umræð- ur og ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig blessaður jólasveinninn kemst til byggða eða á milli húsa. Rannveig Klara, sem er 6 ára og í 1.–2. AZ kemst að þeirri niður- stöðu að jólasveinarnir kunni töfrabrögð. „Þeir gera svoleiðis þegar þeir opna glugga. Einu sinni galdraðist Gáttaþefur til baka frá Spáni,“ segir hún íbyggin á svip. Símoni, sem er 7 ára og í 1.–2 KH var þó ekki alveg sáttur við Þvörusleiki sem honum fannst gefa sér heldur smábarnalegt leik- fang í skóinn í ár. ,,Hann gaf mér frílinn í Bangsímon,“ segir hann og hristir höfuðið. „Annars held ég að þeir séu giska klárir, jólasvein- arnir,“ segir hann aðspurður og er þegar vera búinn að gera óskalist- ann yfir jólagjafirnar. Öll voru börnin að eigin sögn búin að vera afskaplega góð á að- ventunni og eiginlega enginn bú- inn að fá kartöflu. Einn orðaði það reyndar svo að hann hefði misst af Askasleiki en vildi skiljanlega ekki láta nafn síns getið. Morgunblaðið/Ásdís Í jólafrí Hluti af 1.-2. KH stillti sér fallega upp fyrir ljósmyndara. Aðventubók Það er nú ekki alltaf hægt að brosa eftir pöntun. Rakel, Re- bekka, Rannveig og Elva höfðu samt gaman af því að gera aðventubókina. Kátir krakkar á leið í jólafrí Skreytimeistarar Vinunum Þorra, Viktori og Darra fannst piparkökubaksturinn vera langsamlega skemmtileg- astur en sögðust þó aðspurðir líka vera miklir föndrarar. Síðasti skóladagurinn er að baki fyrir jól og lang- þráð jólafrí framundan. Unnur H. Jóhannsdóttir heimsótti 6 og 7 ára nem- endur í jólaskapi í Sæ- mundarskóla. Þau höfðu á aðventunni orðið margs vísari um jólin, sveinana, siði og galdra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.