Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 37 var eðlileg þróun að presturinn flytti sig um set af hinum forna kirkjustað á Setbergi inn í þorpið þar sem flest fólkið bjó. Þetta gerði sr. Magnús og flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Grundarfjarðar 1963. Sr. Magnús var mikill áhuga- maður um byggingu Grundarfjarð- arkirkju og var hann jafnframt for- maður byggingarnefndar. Hann stóð fyrir því að vinnuflokkar á veg- um alkirkjuráðsins komu til Grund- arfjarðar að sumri til 1960 og 1962. Í þessum flokkum var ungt fólk sem vann í sjálfboðavinnu við kirkju- bygginguna í nokkrar vikur í senn. Voru ungmennin frá ýmsum lönd- um Evrópu og var þetta eitt af verkefnum alkirkjuráðsins sem hleypt var af stokkunum eftir síðari heimsstyrjöldina, bæði í þeim til- gangi að auka samskipti milli þjóða Evrópu og vinna þannig að gagn- kvæmri virðingu og friði sem og að byggja upp samfélagið sem var í rústum eftir stríð. Grundfirðingar voru heppnir að njóta starfskrafta þessa unga fólks sem vann við það að reisa hér fagurt Guðshús. Í sumar var þess minnst að fjöru- tíu ár voru liðin frá vígsludegi kirkj- unnar. Var hlutar sr. Magnúsar sér- staklega minnst af því tilefni. Þegar verið var að undirbúa hátíðahöldin fór undirrituð í gegnum ýmsa papp- íra er vörðuðu kirkjubygginguna. Það var ánægjulegt að sjá hversu nákvæmlega sr. Magnús hafði hald- ið öllum pappírum til haga. Hann hafði samviskusamlega skráð niður allt það sem sóknarbörnin höfðu lagt til við kirkjubygginguna. Af þessum pappírum mátti glöggt sjá að sr. Magnús hreif söfnuðinn með sér í því verkefni að reisa hér kirkju. Allir lögðust á eitt og þegar kirkjan var vígð var hún mjög fag- urlega búin. Var það ekki síst sr. Magnúsi Guðmundssyni að þakka. Það hefur ekki farið fram hjá mér þau þrjú ár sem ég hef þjónað hér í Setbergsprestakalli að frú Áslaug Sigurbjörnsdóttir og sr. Magnús Guðmundsson áunnu sér strax mik- illar virðingar. Þau hjónin höfðu bæði mikil áhrif á samfélagið hér á sinni tíð. Sr. Magnúsi voru falin ým- is trúnaðarstörf og var hann m.a. formaður skólanefndar Eyrarsveit- ar öll þau ár sem hann þjónaði hér sem sóknarprestur. Hann var pró- fastur um tíma og heiðursfélagi í Hallgrímsdeild Prestafélags Ís- lands. Enn þann dag í dag er sr. Magnúsar og frú Áslaugar minnst í Grundarfirði með sérstökum hlý- hug og virðingu. Þegar komið er að kveðjustund vil ég fyrir hönd safnaðarins í Set- bergsprestakalli votta ástvinum hans samúð. Elínborg Sturludóttir sóknarprestur. Séra Magnús Guðmundsson var um margt óvenjulegur maður og ólíkur öðrum tengdasonum Sigur- björns í Vísi. Þeir voru að vísu hver með sínu sniði að lyndiseinkunn og lífsskoðun. Sr. Magnús hygg ég að hafi staðið tengdaföður sínum næst um skoðanir í andlegum efnum og um félagsleg úrlausnarefni samtím- ans. Þeir urðu líka samrýndir. Hann og Áslaug móðursystir mín urðu afa Sigurbirni og Unni seinni konu hans skjól á efri árum og sóttu afi og amma jafnan mikið til prests- hjónanna í Grundarfirði og síðar í Reykjavík. Þeim afa og Magnúsi er þó erfitt saman að jafna. Afi var lág- vaxinn og kvikur og bar kappið allt utan á sér. Sr. Magnús var maður stilltur, grandvar og orðvar, fríður maður og vel byggður, hávaxinn og glæsilegur; hann var fallegur mað- ur. Þrátt fyrir alvöruna var hljóðlát og hárfín kímnin aldrei langt undan. Hann bar embætti sitt með reisn og virðingu og presturinn varð aldrei frá honum slitinn, hvorki í önn hversdagsins né í þeim sjúkdómum sem beygðu hann hálfa ævina en brutu aldrei. Ég á margar góðar minningar frá heimsóknum að Setbergi á barns- aldri. Stafnbúi í trillunni hans Gunnars í Akurtröðum á leið í Mel- rakkaey. Tómir dúnpokar og ein- skær tilhlökkun. Í eynni opnast ný og áður óþekkt veröld borgar- barninu. Kennslustundir í náttúru- fræði í eynni þar sem hver fuglateg- und á sér sín sérstöku heimkynni og undrin eru við hvert fótmál. Örvita af þreytu á heimleið og svolítil „kría“ á dúnböllunum áður en lagt er að undir Setbergi. Minning um þrjá hempuklædda eða jafnvel full- skrýdda presta, sr. Magnús þeirra á meðal, við fermingu í Bjarnarhafn- arkirkju á heitum vordegi; söfnuð- urinn kirkjurækinn í einni minnstu kirkju landsins ef ekki þeirri minnstu. Að auki er hún tjörguð að utan, kolsvört, og drekkur í sig all- an þann sólarhita, sem til verður í túninu í Bjarnarhöfn á þeim degi, hvítasunnudegi 1955 eða ’56. Flug- urnar suða í gluggunum, en eru ut- an seilingar barnshandarinnar. Þetta er auðvitað mannraun hverj- um fullfrískum manni og skrýddum presti, ef út í það er farið. En barnið lítur upp úr skrúfstykkinu í þröng- um kirkjubekknum á móður sína, þegar langt er liðið á messuna og spyr í hjartans einlægni: „Mamma, finnst þér gaman að lifa núna?“ Í annan tíma fann ég ekki fyrir þung- lyndi í návist sr. Magnúsar. Áslaug móðursystir mín hlaut að velja sér góðan mann, annað var ekki til umræðu. Við stórfjölskyldan nutum heppni á þessum árum enda háskólamenntaðir embættismenn ekki á hverju strái. Björn læknir Sigurðsson í Keflavík annaðist læknisverkin meðan hann lifði og sr. Magnús annaðist prestsverkin meðan hann hélt heilsu. Séra Magn- ús gifti okkur Elínu Ástu 1971. Þar fylgdi góður hugur hjónavígslunni. Prestsverkin urðu alltof fá og snöggt um þau. Heljargreipar park- insonssjúkdómsins læstu í hann krumlunum og hann varð hægt og bítandi fangi eigin líkama. En and- inn var frjáls og hélt fluginu. Sigurbjörn, sonur hans, hefur leyft okkur nöfnunum og konum okkar að skyggnast inn í heim sr. Magnúsar í bréfum, sem hann skrif- aði ættingjum okkar í öðrum lönd- um. Í bréfum þessum veltir hann fyrir sér litbrigðum lífsins og grein- ir frá atburðum í fjölskyldunni, sem við vorum grunlaus um að hann léti sig nokkru skipta. Og frá öllu þessu er sagt með nærgætni, hlýju og kímni, sem okkur var áður ókunn. Kliður iðju- og eljusemi er þagn- aður um stund í Brekkuskála, sláttur og smíðar bíða nýs dags. Fyrr en varir taka nýjar kynslóðir upp merkið og lífið heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Náttúr- an tekur eitt andvarp og svo er allt samt við sig, fugl í laufi, fluga á blómi, hross í gerði og áin í hvammi. Guð blessi minningu séra Magn- úsar Guðmundssonar. Sigurbjörn Sveinsson. Séra Magnús Guðmundsson var glæsimenni og framúrskarandi prestur sem var stétt sinni til mikils sóma vegna eiginleika sinna og gjafa, staðfestu og trúfesti. Hann var prestur af hugsjón, fastheldinn á Guðs orð, mátt þess og góðar hefðir um leið og hann bryddaði upp á ferskum nýjungum í helgihaldi og safnaðarstarfi í viðleitni til að gera fagnaðarerindið um frelsarann Jesú Krist sem aðgengilegast og til að laða fólk að Kristi og safnaðarstarf- inu. Til starfans naut hann sérlegr- ar aðstoðar sálufélaga síns og helsta stuðningsmanns, organistans og hjúkrunarkonu safnaðarins í Grundarfirði, hinnar ómetanlegu eiginkonu, Áslaugar Sigurbjörns- dóttur, sem var einstök manneskja á allan hátt, skreytt fegurstu gim- steinum, sem glitraði á. Fágæt kona með engils fas. Séra Magnús hafði varla náð fer- tugsaldri þegar hann greindist með hinn erfiða sjúkdóm parkinsons- veikina og þegar hann var fjörutíu og átta ára var sjúkdómurinn orð- inn svo áhrifaríkur í lífi hans að hann neyddist til að láta af embætti sóknarprests í Grundarfirði og veit ég að þeirra hjóna var þar sárt saknað. Við tók óumbeðin og óhefðbundin prestsþjónusta sem hann nauðugur viljugur færðist í fang þótt ekki væru veraldleg laun í boði. Hlut- skipti sínu sinnti hann svo eftir var tekið og dáðst var að. Aldrei kvart- aði Magnús heldur kom ætíð fram af miklum viljastyrk og jákvæði, von og lífsgleði. Og enn naut hann ómetanlegrar aðstoðar sinnar kæru Áslaugar, sem stóð með honum og bar hann jafnvel á höndum sér eins lengi og heilsa hennar leyfði, sem var reyndar allt of stutt að mann- legu mati. Heilsumissir hennar og andlát var Magnúsi mikill harmur sem og fjölskyldunni allri og öllum þeim sem til þekktu eða höfðu mis- lengi fylgst með þeim af mikilli að- dáun. Þá þarf vart að lýsa því hve heilsumissir föðurins séra Magnús- ar hafði á einkasoninn Sigurbjörn og síðar hve veikindi og andlát móð- urinnar, tengdamóðurinnar, ömm- unnar og frænkunnar, Áslaugar, urðu fjölskyldunni mikið reiðarslag. En Áslaug hafði oft þurft að gegna hlutverki bæði föður og móður, ömmu og afa vegna þeirra takmark- ana sem parkinsonsveikin hafði lagt á Magnús. Það er sannarlega aðdá- unarvert hve syninum Sigurbirni hefur verið gefið að geta ætíð komið fram af æðruleysi og bjartsýni þrátt fyrir marga dimma og á stundum yfirþyrmandi daga. Lífsglaðari og jákvæðari maður er vandfundinn. Þeim góða dreng, nafna mínum Magnússyni, hefur verið gefið ein- stakt skap. Það er hans styrkur. Yf- irvegun hans og viðhorf til lífsins eru athyglisverð og lærdómsrík og hafa kórónast í hans góðu eigin- konu, Kristínu, sem greinilega var send inn í þessa fjölskyldu til að birta upp og veita von. Enda hefur hún staðið hetjulega við hliðina á sínum manni og tengdaforeldrum svo eftir hefur verið tekið og dáðst hefur verið að. Hennar þáttur og framlag til lífsins, kærleikur og um- hyggja má ekki og mun ekki gleym- ast. Eftir stendur hvað blessaður séra Magnús, hans einstaka eiginkona, vel gerði sonur, tengdadóttirin skilningsríka og umhyggjusama, með sitt blíða og þægilega viðmót og börnin þeirra þrjú sem voru sól- argeislar og stolt ömmu sinnar og afa og þvílíkir gleðigjafar, hafa reynst mér og svo mörgum öðrum þvílíkir vitnisburðir um lífið og feg- urð þess að maður verður aldrei samur. Þvílíkt æðruleysi og já- kvæði, bjartsýni og lífsgleði. Aldrei kvartað þótt byrðarnar væru þung- ar og áningarstaðir ekki sjáanlegir á leiðinni og þau orðið fyrir erfiðu og sáru mannfalli á leiðinni í of- análag. „Þetta er bara svona. Við verðum bara að taka því sem að höndum ber. Brosa, halda ótrauð áfram og helst hlæja. Það er val sem við höfum. Við fáum engu breytt hvort sem er.“ Ljóst er að þessi fágæta og fallega, litla og samhenta fjölskylda hefur verið mér og fleirum mikill lærdómur og meiri vitnisburður um kærleika, æðruleysi og afstöðu til lífsins, hvernig koma skuli fram og halda baráttunni áfram þrátt fyrir torfær- ur daganna, en það sem margur þungt hugsandi þar til gerður spek- ingurinn hefur lagt á borð fyrir mann og prédikað yfir manni á lífs- leiðinni. Ef von mannsins næði aðeins til okkar ljúfsáru og oft á tíðum allt of stuttu ævi værum við sannarlega aumkunarverð. Þá væri lífið bæði dimmt og kalt, stutt og snautt. Æv- innar gleði er svo skammvinn og velgengnin völt. Sigrarnir sætir en kransarnir svo ótrúlega fljótir að fölna. Hin varanlega gleði er fólgin í því að eiga nafn sitt letrað með frelsarans hendi í lífsins bók. Gleðj- umst því þeirri gleði, hún er sig- ursveigur sem ekki fölnar. Ég er þess fullviss að bestu stundir æv- Hjartans kveðja, með inni- legu þakklæti fyrir ótal dýr- mætar stundir, vikur í Vatnaskógi, vordaga á Set- bergi og margar heimsóknir í Grundarfjörðinn síðar, hjónavígslu okkar og barna- skírnir, falslausa vináttu og hlýhug allt til loka. Björn og Kristbjörg. HINSTA KVEÐJA SJÁ SÍÐU 38 ✝ Elsku hjartans mamma okkar, MARLAUG EINARSDÓTTIR, Hjallabraut 43, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala sunnudaginn 17. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudag- inn 22. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Þórsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir. ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, TORFI FREYR ALEXANDERSSON, er látinn. Renata Edwardsdóttir, Karólína Vilborg Torfadóttir, Hafdís Lilja Torfadóttir, Alexander Valdimarsson, Hafdís Lilja Pétursdóttir, Bjarki Þór Alexandersson, Soffía Bæringsdóttir, Hlynur Bæringsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR KRISTJÁN HARALDSSON, Rauðagerði 51, áður til heimilis í Möðruvallastræti 2, Akureyri, lést á líknardeild Landakotsspítala miðvikudaginn 20. desember. Valgerður Nikólína Sveinsdóttir, Dagmar Jenný Gunnarsdóttir, Haraldur Sveinn Gunnarsson, Lilja Elísabet Garðarsdóttir, Ragnar Kristinn Gunnarsson, Guðbjörg Hjördís Jakobsdóttir, Hildigerður Margrét Gunnarsdóttir,Jóna Ólafsdóttir, Gunnar Björn Gunnarsson, Inga Valdís Heimisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir amma og lang- amma, HILDUR EMILÍA PÁLSSON, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Stigahlíð 4, Reykjavík, lést þriðjudaginn 19. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Stefanía Stefánsdóttir, Björn Valgeirsson, Anna Guðnadóttir, Stefán H. Stefánsson, Jórunn Magnúsdóttir, Kittý Stefánsdóttir, Ólafur Ólafsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Valur S. Ásgeirsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Maðurinn minn, GUNNAR GUÐMUNDSSON, Lindarbrekku, Berufirði, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sunnudaginn 17. desember. Jarðarförin fer fram frá Djúpavogskirkju föstudag- inn 29. desember kl. 14.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Þórdís Guðjónsdóttir. ✝ Elskuleg móðir mín, BERGÞÓRA GUÐLAUGSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, áður Skólavegi 8, Keflavík, er látin. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudag- inn 22. desember kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóhanna Sigurbjörg Óladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.