Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FLUGUMFERÐ til og frá Keflavík mun ekki falla niður þótt flug- umferðarstjórar sem nú starfa hjá Flugmálastjórn Íslands ráði sig ekki til starfa hjá Flugstoðum fyrir áramót, þótt búast megi við ein- hverjum seinkunum. Deilan er þó vatn á myllu kanadískra og breskra fyrirtækja sem sjá um smærri flug- stjórnarsvæði á Atlantshafi og ásælast íslenska flugstjórn- arsvæðið. Í dag eru starfræktir tveir hópar flugumferðarstjóra hér á landi. Annar hópurinn telur um 30 manns sem starfa fyrir Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli og stýra m.a. komum og brottförum frá Keflavík- urflugvelli. Í hinum hópnum eru tæplega 90 manns sem hafa verið starfandi hjá Flugmálastjórn Ís- lands, en sú starfsemi færist til Flugstoða eftir áramót. Sá hópur stýrir flugumferð um íslenska flug- stjórnarsvæðið. Aðeins tæplega 30 hafa þegið starf hjá Flugstoðum. Staða flugumferðarstjóra hjá Flugmálastjórn á Keflavík- urflugvelli verður óbreytt eftir ára- mót og starfsemi þeirra því óbreytt. Starfsemin heyrir undir utanrík- isráðuneytið vegna tengsla við varnarliðið en mun færast undir samgönguráðuneytið. Erfiðlega hefur gengið að ráða flugumferðarstjóra til starfa hjá Flugstoðum, en Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að þrátt fyrir það verði hægt að halda uppi þjón- ustu á hinu gríðarstóra íslenska flugstjórnarsvæði. Hann segir að þjónusta muni þó skerðast, t.d. verði erfiðara fyrir flugvélar að fá heimild til að hækka eða lækka flug til þess að ná hag- kvæmni í eldsneytisnotkun, vélar þurfi að fljúga meira eftir fyrirfram skilgreindum leiðum, og bil milli véla geti aukist. Af þessu geti leitt seinkanir á flugumferð til og frá Ís- landi, sem og milli Evrópu og Norð- ur-Ameríku sem fer í gegnum ís- lenska flugstjórnarsvæðið. Íslensku flugfélögin eiga auðvitað mikilla hagsmuna að gæta, og segir Matthías Imsland, framkvæmda- tjóri Iceland Express, að áhrifin gætu orðið gríðarlega slæm. Þegar hefur verið stofnaður starfshópur innan fyrirtækisins sem undirbúa á aðgerðir, en Matthías vildi ekki segja í hverju þær gætu falist að svo komnu máli. Aukinn áhugi erlendis Það ástand sem þegar hefur skapast þar sem flugumferðastjórar vilja ekki ráða sig til starfa hjá Flugstoðum hefur þegar gefið byr í seglin innan flugumferðarstjórnar Kanada og Breta, sem hafa hug á því að skipta íslenska flugstjórn- arsvæðinu á milli sín, en þau hafa öflugan stuðning IATA, alþjóða- samtaka flugfélaga. Slíkt gerist þó ekki á einni nóttu heldur gæti ferlið tekið 5–6 ár. Þetta segir Gunnar Finnsson, fyrrverandi varaframkvæmdastjóri Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í Montreal í Kanada, en hann var starfsmaður stofnunarinnar í yfir þrjá áratugi, lengst af sem sviðsstjóri rekstrar flugvalla og flugleiðsögu. Hann er í dag stjórnarmaður í Flugstoðum, en ræddi við Morg- unblaðið sem ein- staklingur með reynslu úr heimi flugstjórnarmála, ekki sem stjórn- armaður. „Það liggur fyrir að ef flug- umferðarstjórar koma ekki til starfa hjá Flugstoðum þá verður, ef halda á uppi sama þjónustustigi og verið hefur, veiting þeirrar þjón- ustu að færast annað,“ segir Gunn- ar. Hann segir þann feril raunar þegar kominn í gang, menn frá Flugmálastjórn Íslands hafi þegar farið utan, til Skotlands og Noregs, til samræmisviðræðna við flug- umferðarstjórnir á svæðum sem liggja að íslenska svæðinu. Hann segir að það sem veki áhyggjur sé sú þróun sem átt hafi sér stað á síðustu 15–20 árum með tækniframförum á sviði samskipta og staðsetningarkerfa flugvéla. Flugumferðarstjórnarsvæðum fari smátt og smátt fækkandi þegar svæði sameinist. Í raun sé tæknin komin á það stig að hægt væri að stjórna allri flugumferð í heiminum frá einni miðstöð, en það sé einfald- lega ekki pólitískur vilji til þess. Gunnar segir að komi til þjón- ustuskerðingar sé fyrst um sinn sá möguleiki að aðrar flugstjórn- armiðstöðvar taki tímabundið að sér stjórnun á íslenska svæðinu á meðan vandamál sé til staðar hér á landi. Ef hins vegar eigi að fella ís- lenska svæðið undir önnur flug- umferðarsvæði þurfi lengri og flóknari feril. Þegar sé þó kominn þrýstingur á að það verði gert og svæðinu skipt niður á Kanada og Bretland. Í fyrra voru til að mynda lögð fram gögn sem sýna áttu fram á sparnað sem fólginn væri í slíku. „Ísland hefur notið velvildar hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni, og það skiptir miklu máli vegna þess að það er sú stofnun sem ákveður hverjir fari með flugleiðsögu á út- höfunum,“ segir Gunnar. Gæti tekið 5–6 ár Ef gera á alvöru úr því að skipta íslenska flugstjórnarsvæðinu milli Kanada og Bretlands þyrfti að leggja fram formlega tillögu þar að lútandi hjá Alþjóðaflugmálastofn- uninni. Sú tillaga færi svo fyrir tækni- og efnahagsráð stofnunar- innar til að kanna fýsileika tillög- unnar. Að lokum fer tillagan fyrir fastaráð Alþjóðaflugmálastofnunar- innar, og ef ráðið er breytingunni samþykkt verður hún að veruleika. „Þetta er ferli sem tekur tals- verðan tíma, áhyggjur mínar bein- ast ekki að því að íslenska flug- stjórnarsvæðið muni leggjast niður á morgun eða þess vegna á næsta ári, heldur er ég að horfa fimm til sex ár fram í tímann. Það sem kem- ur á óvart í þessari deilu sem komin er upp hér á landi er að flug- umferðarstjórum virðist ekki vera þetta ljóst,“ segir Gunnar. Hann segir það e.t.v. ekki skipta öllu fyrir eldri flugumferðarstjóra sem verði komnir á eftirlaun þegar þetta gæti orðið, en yngri flug- umferðarstjórar ættu með réttu að hafa af þessu áhyggjur. „Ég hef mikið álit á starfsgæðum og hæfileikum þess fólks sem vinn- ur við flugumferðarstjórn hér á landi, þetta er mjög gott fólk. Þess vegna kemur mér á óvart að mönn- um skuli ekki vera ljóst að þeir eru að einhverju leyti að grafa sína gröf með þessu,“ segir Gunnar. Verði tafir á flugumferð á ís- lenska svæðinu í lengri tíma er afar líklegt að tillaga um að skipta ís- lenska flugstjórnarsvæðinu upp á milli Kanada og Bretlands verði lögð fram hjá Alþjóðaflugmálastofn- uninni. Eftir miklu er að slægjast fyrir þau einkareknu fyrirtæki sem sinna flugumferð frá Skotlandi og Gander í Kanada, enda hægt að auka tekjur talsvert fyrir fremur lítinn tilkostnað með því að taka yf- ir íslenska flugstjórnarsvæðið. „Við erum í raun í ákveðinni varnarstöðu sem við ættum að breyta í sókn,“ segir Gunnar. Ef haldið sé rétt á spilunum væri hægt að færa fyrir því rök að sinna ætti allri flugumferðarstjórn á Norður– Atlantshafi frá Íslandi og fella niður stjórn Kanada og Bretlands á þeim hlutum Norður-Atlantshafsins sem eru undir þeirra stjórn í dag. Tvískipting flugumferðar- stjórnar minnkar vanda Morgunblaðið/Brynjar Gauti Búist við töfum Tafir gætu orðið á flugumferð til og frá Íslandi eftir áramót náist ekki sátt í deilu flugumferðarstjóra við Flugstoðir sem staðið hefur undanfarna mánuði. Í HNOTSKURN »Í dag eru tveir aðilar semsjá um að stjórna flug- umferð við Íslands; Flug- málastjórn Íslands og Flug- málastjórn Keflavíkur- flugvelli. Eftir áramót taka Flugstoðir við hlutverki Flug- málastjórnar Íslands. »Vegna þessarar tvískipt-ingar fellur flug til og frá landinu ekki niður þótt Flug- stoðum gangi erfiðlega að ráða flugumferðarstjóra til starfa. »Þó gætu orðið tafir á flugitil og frá landinu og kostn- aður flugfélaga gæti aukist vegna skerðingar á þjónustu á flugstjórnarsvæðinu. Gunnar Finnsson Fréttaskýring | Áhrif þess ef flugumferð- arstjórar og Flugstoðir ná ekki samkomulagi gætu orðið margvísleg. Tafir gætu orðið á flug- umferð og aðrir gætu ásælst íslenska flug- stjórnarsvæðið. ÞEIR tæplega 60 flugumferð- arstjórar sem ekki hafa skrifað undir samning við Flugstoðir ohf. lögðu í fyrrakvöld fram tillögu að samkomulagi við Ólaf Sveinsson, stjórnarformann Flugstoða, að sögn Lofts Jóhannssonar, formanns Félags flugumferðarstjóra. Spurð- ur um hvort flugumferðarstjórar hafi dregið úr kröfum sínum segir Loftur að það hafi þeir gert frá því viðræður í málinu hófust en það gildi þó ekki um lífeyrismálin. „Það hefur aldrei verið útfært hver staða lífeyrismálanna er, hver er skerð- ingin og hvernig má bæta hana,“ segir Loftur. Þetta komi hins vegar fram í þeim gögnum sem afhent voru stjórnarformanni Flugstoða í gær. Hafi flugumferðarstjórar fengið tryggingastærðfræðing til þess að reikna þetta út fyrir sig. Í Morgunblaðinu í gær lagði Þor- geir Pálsson, flugmálastjóri og verðandi forstjóri Flugstoða ohf., áherslu á að engar samninga- viðræður stæðu yfir við flug- umferðarstjóra, enda væru samn- ingar ekki lausir fyrr en eftir rúmt ár. Loftur segir að þessi ummæli hans megi til sanns vegar færa enda séu flugumferðarstjórar hvorki í samningaviðræðum við Þorgeir Pálsson né Flugmálastjórn Íslands. „Við erum í samninga- viðræðum við Flugstoðir og Þor- geir Pálsson er ekki starfsmaður Flugstoða, ekki ennþá allavega,“ segir Loftur. Með 740 þúsund á mánuði Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, sagði í fyrradag að flug- umferðarstjórar væru með „al- gjörlega óforsvaranlegar“ kröfur um laun. Samkvæmt upplýsingum hans í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld voru meðallaun þeirra í desember um 740 þúsund krónur. „Við setjum aldrei fram óforsvar- anlegar kröfur. Ef þær væru ófor- svaranlegar myndum við ekki setja þær fram,“ segir Loftur Jóhanns- son um kröfur flugumferðarstjóra. Tillaga að samkomulagi Morgunblaðinu barst í gær eft- irfarandi yfirlýsing frá Ólafi Sveinssyni, formanni Flugstoða, fyrir hönd fyrirtækisins: „Vegna viðbragða stjórnar Fé- lags íslenskra flugumferðarstjóra í kjölfar stofnunar Flugstoða ohf. þykir stjórn fyrirtækisins rétt að eftirfarandi atriði komi fram: Samkvæmt aðilaskiptalögum þarf ekki að gera nýjan kjara- samning þótt starfsemin flytjist frá Flugmálastjórn yfir til Flug- stoða. Skýrt var tekið fram, þeg- ar störf hjá Flugmálastjórn voru lögð niður, að um starfslok hjá stofnuninni væri að ræða. Við- komandi var samhliða boðið samskonar starf hjá Flugstoðum. Tekið var fram að launakjör yrðu áfram samkvæmt gildandi kjara- samningum. Það var því ekki um uppsögn kjarasamninga að ræða. Sömu kjör Öllum væntanlegum starfs- mönnum Flugstoða eru boðin sömu kjör hjá hinu nýstofnaða fyrirtæki og þeir höfðu áður. Um er að ræða 230 starfsmenn frá sautján stéttarfélögum. Sextán þessara stéttarfélaga hafa án at- hugasemda gengið til samstarfs við Flugstoðir enda halda starfs- menn þeirra sömu kjörum og áð- ur, eins og kveðið er á í að- ilaskiptalögum. Eingöngu hefur hluti flugumferðarstjóra gert at- hugasemdir við þau kjör sem Flugstoðir bjóða þeim en þriðj- ungur flugumferðarstjóra hefur þegar ráðið sig til starfa hjá Flugstoðum. Alls hafa um 150 manns ráðið sig til starfa hjá Flugstoðum. Lífeyrismál Að sögn formanns Félags Ís- lenskra flugumferðarstjóra (FÍF) eru lífeyrismál helsta ástæða þess að hann ræður flugumferð- arstjórum frá því að undirrita ráðningarsamning við Flugstoðir. Þessu heldur formaðurinn fram þrátt fyrir að Flugstoðir hafi ítrekað bent á að engar breyt- ingar yrðu á launakjörum starfs- manna. Flugstoðir hafa lýst því yfir að fyrirtækið tryggi lífeyr- issjóðsrétt starfsmanna sinna. Þetta hefur verið áréttað skrif- lega, t.d. í upplýsingabréfi til starfsmanna Flugmálastjórnar frá 29. nóvember sl. og sérstakri yfirlýsingu um viðurkenningu á réttarstöðu starfsmanna Flug- stoða sem send var út þann sama dag. Hinn 18. desember sl. lögðu Flugstoðir fram drög að sam- komulagi sem áréttar að flug- umferðarstjórar halda áunnum lífeyrisréttindum sínum. Formað- ur FÍF hafnaði því að skrifa und- ir þau en lagði fram nýjar kröfur. Tillit tekið til flugumferð- arstjóra Formaður FÍF hefur sagt í fjöl- miðlum að Flugstoðir hafi hafnað öllum óskum flugumferðarstjóra. Þetta er ekki sannleikanum sam- kvæmt, því tillit hefur verið tekið til margra óska flugumferð- arstjóra og þeim tryggð ýtrustu réttindi sem allir starfsmenn Flugstoða munu njóta. Í þessum efnum hafa Flugstoðir gengið lengra en lög kveða á um og sýnt verulegan vilja til þess að koma til móts við vilja flugumferð- arstjóra, sem formaður FÍF hefur ítrekað hunsað. Flugumferðarstjórar vilja launahækkun Þrátt fyrir að allir starfsmenn Flugmálastjórnar, aðrir en hluti flugumferðarstjóra, gangi til liðs við Flugstoðir á sömu kjörum og þeir áður höfðu sér formaður FÍF ástæðu til þess að nýta þessa breytingu flugumferðarstjórum til framdráttar og krefst nýs kjarasamnings og launahækkunar sem nemur 18–25% hjá stórum hluta flugumferðarstjóra. Flugstoðir geta ekki gert flug- umferðarstjórum hærra undir höfði en öðrum starfsmönnum og harma viðbrögð stjórnar FÍF sem að óbreyttu geta valdið ein- hverjum töfum á flugumferð og geta bitnað á flugumferð- arstjórum sjálfum þegar til lengri tíma er litið. Fyrir hönd stjórnar Flugstoða, Ólafur Sveinsson formaður.“ Ekki um uppsögn kjarasamninga að ræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.