Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 27
jólaráðin MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 27 Oft eru góð ráð dýr þegar mikið liggur við og allt er komið í steik íeldhúsinu. Slys og óhöpp henda nefnilega oft þegar mikið liggurvið og þá er gott að hafa holl ráð í handraðanum. Daglegt líf leitaðitil Þuríðar Helgu Jónasdóttur hjá Leiðbeiningastöð heimilanna og fékk hjá henni ráð gegn óhöppum, sem upp kunna að koma um hátíð- arnar.  Komi blettur í dúkinn er stundum nóg að nudda smá uppþvottalegi á blettinn, láta standa í fjóra til sex klukkutíma og skola síðan.  Heita sósu má útbúa daginn fyrir veisluna. Mikilvægt er að kæla hana hratt niður og geyma við 0–4°C. Síðan er hún hituð upp undir suðu og haldið heitri við rúmlega 60°C.  Ef sósan eða súpan er of sölt má setja hráa kartöflu út í. Hún dregur í sig saltið. Ekki gleyma að fjarlægja kartöfluna áður en sósan er borin fram.  Þegar súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði þarf að gæta þess að hvorki vatn né gufa komist í súkkulaðið því þá getur það farið í kekki. Ef það gerist má prófa að setja teskeið af bragðlítilli olíu út í og hræra þar til sléttist.  Bollamál eru algeng í útlenskum uppskriftum. Eitt breskt bollamál sam- svarar um 2,75 desilítrum en 1 amerískt bollamál er 2,4 desilítrar.  Ef kakan er föst í forminu eftir bakstur er gott að láta formið standa á röku viskastykki eða dagblaði þar til kakan losnar.  Ef blöndunartækin á baðherberginu eru orðin grá af kísil er gott að hella 5% borðediki yfir tækin og láta standa í klukkutíma. Síðan eru þau hreinsuð með grófu hliðinni á pottasvampi og gömlum tannbursta.  Bletti á spónlögðum flötum og viðarhúsgögnum má stundum fjarlægja með fínni stálull og bera síðan olíu á. Gætið þess að nudda í sömu átt og æðarnar í viðnum liggja. Kertavax, sem fer í dúkinn er hægt að fjarlægja með hárblásara. Ef um mikið vax er að ræða getur verið gott að setja dúkinn í frystinn og mylja það mesta úr fyrst. Tilvalið er að útbúa kökur og eftirrétti fyrirfram og frysta. Einnig er snjallt að frysta afganga af jólamatnum. Það sem ekki er ráðlegt að frysta eru gúrkur, tómatar, soðin egg, majones og salatblöð. Leiðbeiningastöð heimilanna er alhliða neytendafræðsla, sem rekin er af Kvenfélagasambandi Íslands. Opið er frá kl. 9.00 til 12.30 mánudaga til fimmtudaga og frá kl.14.00 til 18.00 föstudaga. Í síma 908-2882 er hægt að fá upplýsingar um matreiðslu, bakstur, þrif og hvað eina sem varðar rekstur heimilanna. Einnig er þar fylgst með evrópskum gæðakönnunum á heim- ilistækjum og hægt er að fá ráðleggingar við kaup á þeim. Leiðbein- ingastöðin hefur verið starfrækt í rúm 40 ár og hefur fjöldi fólks fengið góð ráð þar í gegnum tíðina. Nú þegar líður að jólum koma sjálfsagt upp ýmsar spurningar við baksturinn eða veisluundirbúninginn og er þá handhægt að hringja í Leiðbeiningastöðina. Hárblásari á kertavaxið og kart- afla í of salta sósuna         Síðumúla 3, sími 553 7355. Næg bílastæði Opið kl. 10-21, þorláksmessu kl. 11-23, aðfangadag kl. 10-13. Gjöfin hennar • Undirföt • Náttföt • Náttkjólar • Sloppar • Gjafakort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.