Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 55 40.000 MANNS! 450 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu - Verslaðu miða á netinu Eragon kl. 6, 8.20 og 10.40 B.i. 10 ára Casino Royale kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Hnotubrjóturinn og Músakóngurinn kl. 6 Hátíð í bæ / Deck the Halls kl. 5.50 Mýrin With english subtitles/M. enskum texta kl. 8 og 10.10 Borat kl. 8 og 10 Cameron Diaz Kate Winslet Jude Law Jack Black JÓLAMYNDIN Í ÁR Aðeins 500 kr. Frábær fjölskyldu- og gamanmynd sem kemur öllum í gott jólaskap eeee S.V. MBL. eeee V.J.V. TOPP5.IS. eee S.V. MBL. eee MMJ, KVIKMYNDIR.COMKVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK 80.000 gestir! Now with english subtitles in Regnboginn -bara lúxus Sími 553 2075 Þegar myrkrið skellur á...hefst ævintýrið! Stórkostleg ævintýramynd byggð á magnaðri metsölubók Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15 B.I. 10 Sýnd kl. 6 ÍSL. TAL www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6 og 9 Sýnd kl. 8 og 10.15 Strangl. B.I. 16Sími - 551 9000 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9. Jóga kl. 9. Boccia kl. 10. Út- skurðarnámskeið kl. 13. Myndlist kl. 13. Videostund, ýmsar myndir og þættir kl. 13.30. Allir velkomnir. Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað, kl. 9.30– 10.55 boccia. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, fótaaðgerð, myndlist, bókband, blöð- in liggja frammi. Bólstaðarhlíð 43 | Helgistund með sr. Hans Markúsi á morgun kl. 10. Fé- lagar úr Gerðubergskórnum leiða sönginn við undirleik Svanhvítar Hall- grímsdóttur. Allir velkomnir. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Kíkið við, gluggið í Moggann og hin blöðin og fáið ykkur rjúkandi kaffi hjá Erlu og Rósu. Jólahlaðborð kl. 17 föstudag 15. des. Uppl. 588–5533. Handverksstofa Dalbrautar 21–27 er opin frá kl. 8 til 16 virka daga. Allir velkomnir. Félagsheimilið Gjábakki | Félags- heimilið Gjábakki er opið milli kl. 9–17. Allir velkomnir, heitt á könnunni. Rammavefnaður kl. 9.15. Munið að panta sem fyrst í skötuveisluna kl. 11.45 á Þorláksmessu. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Handavinnuhorn í Garðabergi eftir hádegi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Handavinnuhorn í Garðabergi eftir hádegi. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13.45 koma börn frá leikskólanum Suður- borg og syngja jólalög o.fl. Kl. 14 jóla- helgistund í samstarfi við Fella- og Hólakirkju, m.a upplestur, fjölbreytt tónlist og Gerðubergskórinn leiðir al- mennan söng undir stjórn Kára Frið- rikssonar, umsjón Ragnhildur Ás- geirsdóttir, djákni og sr. Svavar Stefánsson. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, postulínsmálun. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádegis- matur. Kl. 12 útskurður. Kl. 14 félags- vist. Kl. 15 kaffi. Kl. 9 hárgreiðsla sími 894–6856. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Pútt á Keilisvelli kl. 10. Leikfimi kl. 11.20. Glerbræðsla kl. 13. Bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá Halldóru kl. 9–16. Boccia kl. 10–11. Böðun fyrir hádegi. Félagsvist kl. 13.30, góðir vinningar og kaffi og meðlæti í hléi. Fótaaðgerðir 588– 2320. Hársnyrting 517–3005/ 849– 8029. Hæðargarður 31 | Það eru allir vel- komnir í félagsstarfið. Endilega kom- ið við, kíkið í blöðin og fáið ykkur kaffisopa! Tilvalið að bjóða allri fjöl- skyldunni í síðdegiskaffi við stóra jólatréð okkar. Fastir liðir eins og venjulega og auk þess alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi! Maður er manns gaman! Uppl. 568–3132. Hæðargarður 31 | Hjördís Geirs og Siffi í dag. Dansað í kringum jólatréð með leikskólabörnum frá Jörva. Allir velkomnir eins og venjulega. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund og léttar æfingar kl. 10.30 Handavinnustofur kl. 13. Postulíns- málun kl. 13. Boccia kl. 13.30. Kaffi- veitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1, | Kl. 10 boccia, kl. 10.30 ganga, kl. 9 smíði, kl. 9–12 leir, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 13 upp- lestur, kl. 13–16 leir. Norðurbrún 1, | Kl. 10 boccia, kl. 10.30 ganga, kl. 9 smíði, kl. 9–12 leir, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 13 upp- lestur, kl. 13–16 leir. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14 aðstoð v/ böðun. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 10.15–11.45 enska. Kl. 10.15–11.45 spænska. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–14 leikfimi. Kl. 13–16 kóræfing. Kl. 13–16 glerbræðsla. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bókband kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofur opna allan dag- inn, handavinnustofan opin kl. 9– 16.30, glerskurður kl. 13, frjáls spil kl. 13–16.30. Félagsmiðstöðin er opin fyrir alla og alla aldurshópa. Uppl. um starfið í síma 411 9450. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samvera. Kl. 13 opinn salur. Kl. 14 bingó (annan hvern fimmtudag). Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12. Léttur hádegis- verður á eftir. Bústaðakirkja | Foreldramorgunn alla fimmtudaga kl. 10–12. Uppbyggi- leg samvera með fræðslu og hress- ingu. Nánari dagsskrá á kirkja.is. Um- sjón Berglind og Lisbeth Borg. Garðasókn | Kyrrða- og fyrirbæna- stund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl. 21. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Tekið er við bænar- efnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmis konar fyrir- lestrar. Alltaf kaffi á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir börn 10– 12 ára í Víkurskóla kl. 17–18. Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrðar- stund í hádegi. Léttur málsverður á eftir. Kl. 15 Helgistund í félagsaðstöð- unni að Dalbraut 18–20. Sr. Bjarni tal- ar. Kl. 20 Gospelkvöld að Hátúni 10, 9. hæð. Guðrún K. Þórsdóttir djákni og Þorvaldur Halldórsson söngvari slá taktinn og margir fleiri stíga á stokk. Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Kanarí 10. eða 17. janúar. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað í 1 eða 2 vikur. Bjóðum örfáar íbúðir á þessum vin- sæla gististað á frábæru verði. Allar íbúðir eru með 1 svefnherbergi. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kanarí 10. eða 17. janúar Sértilboð á Roque Nublo frá kr. 34.990 Örfáar íbúðir í boði Verð kr. 34.990 M.v. 2 fullorðna og tvö börn í íbúð á Roque Nublo í viku. Netverð á mann. Aukavika kr. 12.000. Verð kr. 44.990 M.v. 2 í íbúð á Roque Nublo í viku. Netverð á mann. Aukavika kr. 12.000. Munið Mastercard ferðaávísunina ÁRLEGIR jólatónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur voru haldnir í Áskirkju um helgina. Efnisskráin var hefðbundin, allt konsertar frá barokktímabilinu. En ekki eins hefð- bundið var að heil fjölskylda sá um einleikinn. Þetta voru þeir Jóhann, Martial og Matthías Birgir Nar- deau, ásamt Guðrúnu Birgisdóttur. Reið Jóhann á vaðið í þriðja konsert Hertels. Því miður voru engar upplýsingar um einleikarana í fremur fátæklegri tónleikaskránni, en auðséð var að Jóhann er ungur að árum. Hvort hann er enn í námi veit ég þó ekkert um, en greinilegt var að hann er gríðarlega efnilegur trompetleikari. Leikur hans var yfirleitt tær og glæsilegur, og var það ekki fyrr en undir lokin að honum fataðist aðeins flugið, sem má sjálfsagt rekja til skorts á reynslu af tónleikahaldi. Faðir Jóhanns, Martial, sem er flautuleikari, er mun þekktari í tón- leikalífinu, og lék hann hér konsert op. 17 nr. 3 eftir Naudot. Túlkun hans var full af sannfæringarkrafti, auk þess sem tæknileg atriði voru á hreinu, fyrir utan örlitla ónákvæmni í samleik hans og Kammersveitar- innar á stöku stað. Eiginkona Martials er Guðrún sem fyrr var nefnd, og spilar hún einnig á flautu. Þau tvö léku einleik í næsta atriði dagskrárinnar, sem var konsert í C dúr eftir Vivaldi. Hann kom prýðilega út, hljómurinn í hljóð- færunum tveimur blandaðist saman á skemmtilegan hátt og var sam- spilið við Kammersveitina yfirleitt til fyrirmyndar. Konsert í d moll eftir Bach var líka áhrifamikill í vandaðri túlkun Matthíasar Birgis, sem er óbóleikari og bróðir Jóhanns. Matthías hafði fullt vald á hljóðfæri sínu og var túlkun hans í senn formföst og til- finningaþrungin. Í síðasta atriði tónleikanna kom önnur fjölskylda við sögu, en það voru systurnar Rut (fiðla), Unnur María (fiðla) og Inga Rós (selló) Ing- ólfsdætur, og fluttu þær, ásamt Kammersveitinni, Jólakonsert Corellis. Hann var einstaklega safa- ríkur í meðförum systranna, þrung- inn dramatískum andstæðum sem mynduðu sterka heild. Kammer- sveitin spilaði líka vel sem endra- nær. Óneitanlega var það frábær endir á glæstri dagskrá. Fjölskyldan sigraði TÓNLIST Áskirkja Konsertar eftir Hertel, Naudot, Vivaldi, Bach og Corelli. Kammersveit Reykjavík- ur lék ásamt einleikurum. Sunnudagur 17. desember. Jólatónleikar Jónas Sen Leikkonan Jennifer Aniston fer íjóga til að takast á við mis- heppnuð ástarsambönd, og fregnir herma að það sé henni mikill léttir að gráta í jógatímunum. Hún mun vera ákaflega reið Angelinu Jolie fyrir að segja frá því hvernig sam- band Angelinu við Brad Pitt, fyrr- verandi eiginmann Jennifer, hófst. Fyrr í þessum mánuði var svo staðfest að Jennifer væri hætt með Vince Vaughn. Caroline Schaefer, aðstoðarrit- stjóri US Weekly, segir að þetta upplýsingaflóð hafi komið Jennifer algjörlega úr jafnvægi, en henni hafi fundist gott að fara í jóga til að slaka á. „Hún æfir næstum daglega. Hún grætur í tímum. Þetta hefur verið henni mikill léttir.“ Angelina sagði frá því í síðustu viku að hún hefði fallið fyrir Brad á meðan hann var enn kvæntur Jenni- fer. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.