Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 28
skötuveisla 28 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ætli við höfum ekki byrj-að á þessum skötusiðfyrir um tíu árum meðkunningjafólki. Síðan hefur þetta bara hlaðið utan á sig og nærri lætur að við séum orðin um fjörutíu talsins með krökkum nú orð- ið enda hefur engum verið úthýst,“ segir Ragnar Karlsson, sérfræðingur hjá Hagstofunni, sem hélt ásamt eig- inkonu sinni Þóru Eyjólfsdóttur, fjármálastjóra hjá Intrum, heilmikla skötuveislu um síðustu helgi. „Á borðum eru þessar þrjár helstu skötutegundir. Það er auðvitað sú hefðbundna sem er kæst og söltuð skata auk tindabikkju og kæstrar og þurrkaðrar skötu. Með þessu berum við fram kartöflur, rófur, hamsatólg og heimabakað rúgbrauð. Ég sleppi hnoðmörnum, einfaldlega vegna þess að mér finnst hann ekki góður. Lifrarpaté er hinsvegar á borðum fyrir þá, sem eru linir við skötuna, og pylsur fyrir börnin, sem eru alla jafna ekkert sérlega ginnkeypt fyrir skötuilminum.“ Loftræstir bara vel eftir suðuna Ragnar segist einfaldlega elda sína skötu í eldhúsinu heima en sé hvorki að bjástra við þetta í bílskúrnum né úti á lóð þótt skötulyktin sé fremur stæk. „Kostirnir við að koma saman og borða skötu í góðra vina hópi vega gallana við lyktina svo sannarlega upp. Maður loftræstir bara vel eftir suðuna og svo er þjóðráð að sjóða hangikjöt í kjölfarið á skötuveislunni. Svo má líka raspa niður ferskan engi- fer og hella ediki í opnar skálar til að dreifa um húsið,“ segir Ragnar og bætir við að yngri dóttirin hafi brugðið á það ráð fyrir skötuveislu fjölskyldunnar í fyrra að pakka öllum fötunum sínum úr fataskápnum í svarta ruslapoka og fara með út í bíl þar sem hún vildi ekki lykta eins og skata það sem eftir er aðventunnar. Ragnar og Þóra kaupa sína skötu í fiskbúð enda segist Ragnar hvorki eiga kvóta né bát. „Skötuátið er hins- vegar ekki bara vestfirskur siður því ég man að í mínu ungdæmi á Suð- urnesjunum var skata á borðum nán- ast í hverjum mánuði,“ segir Ragnar. Með skötunni bakaði húsmóðirin rúgbrauðið, sem hún segir að sé göm- ul uppskrift frá móður sinni og kall- ast „rúgbrauðið góða frá mömmu“ eða einfaldlega Siggu-rúgbrauð. Rúgbrauðið gerir yfirleitt mikla lukku í skötuboðunum. Heimatilbúna lifrarpatéið hennar Þóru hefur þróast þannig að hún notar í það ákveðinn grunn, en breytir svo til með viðbótina á hverju ári. Rúgbrauð 6 bollar rúgmjöl 3 bollar hveiti 1 dl síróp 4 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 1½ AB mjólk eða súrmjólk Þurrefnum blandað saman. Sírópi og AB mjólk bætt í og hrært saman í hrærivél. Láta deigið blandast sam- an, en það er frekar blautt og því þarf ekki að hnoða lengi. Deigið sett í smurða stóra Mackintosh’s-dós. Bak- ist í 15 mín. við 225°C og þá er hitinn lækkaður í 110°C og látið bakast í sex klukkustundir. Lifrarkæfa Grunnurinn þarf að vera hakkaður. Hakkaða lifrina og spekkið kaupir Þóra í stórmörkuðum. 1 kg svínalifur ½ kg spekk 4 egg 2–3 tsk. pipar 2 msk. salt 200 g hveiti, bakað upp 120 g smjör 6–7 dl mjólk Viðbót: ½ kg nautahakk 4 laukar 8 hvítlausgeirar 2 pakkar beikon steikt (geyma smávegis fyrir skraut) handfylli af þurrkuðum sveppum, vættir upp í vatni ½–1 múskathneta, rifin niður með rifjárni 2 msk. basil Blandið saman lifur, spekki og hakki. Öllu kryddi bætti í og hrært og svo eggjum. Jafningi bætt í í lokinn. Sett í smurð þrjú til fjögur form eftir stærð. Skreytt með sveppum, beik- oni, lárviðarlaufi og basil stráð yfir. Bakist í vatnsbaði með álpappír yfir sem tekinn er af síðustu 10–15 mín. Bakist við 200°C í um það bil 60 mín- útur, en það fer eftir stærð for- manna. Þetta er frekar stór uppskrift en það má frysta kæfuna. Berist fram heitt eða kalt með grófu brauði, rauð- rófum og/eða sýrðum gúrkum. Ef kæfan á að vera fín er allt hakk- að en Þóra kaus að þessu sinni að hafa hana grófa og saxaði því lauk- ana, hvítlaukinn, sveppina og beik- onið. join@mbl.is Vel kæst, söltuð og þurrkuð skata Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestgjafarnir Hjónin Þóra Eyjólfsdóttir og Ragnar Karlsson halda fjörutíu manna skötuveislu á aðventunni. Ilmurinn Ilmandi skatan færð upp úr pottinum. Skata er ómissandi hluti af Þorláksmessunni á mörgum heimilum. Jóhanna Ingvarsdóttir heimsótti hjón sem alltaf taka forskot á sæluna og bjóða fjölskyldu og vinum til skötuveislu í desember. Góðgæti Lifrarpaté er á borðinu og er ýmist borin fram heit eða köld. Bónus Gildir 20. des. - 24. des. verð nú verð áður mælie. verð Danu rauðkál 1060 gr.......................... 95 129 90 kr. kg Danu rauðbeður 1060 gr...................... 95 129 90 kr. kg Rauðkál ferskt ..................................... 95 159 95 kr. kg Rósakál ferskt 500 gr........................... 98 129 196 kr. kg Bónus ferskur trönuberjasafi 1 ltr .......... 198 259 198 kr. ltr Nóa konfekt 650 g fylltir molar .............. 1298 1398 1997 kr. kg Bónus konfekt 1 kg .............................. 998 1298 998 kr. kg Ferskur svínabógur............................... 498 698 498 kr. kg Fersk svínarifjasteik .............................. 598 798 598 kr. kg Hagkaup Gildir 21. des. - 24. des. verð nú verð áður mælie. verð Óðals svínahamborgarhryggur m/beini .. 1188 1698 1188 kr. kg Ali hamborgarhryggur m/beini .............. 1443 1698 1443 kr. kg Ali hamborgarhryggur beinl. pk.............. 1868 2198 1868 kr. kg Frosnar nautalundir innfluttar................ 2798 3998 2798 kr. kg Frosnar svínalundir .............................. 1818 2598 1818 kr. kg Jói Fel ís 3l .......................................... 998 1497 332 kr. ltr Klementínur 2,3 kg .............................. 399 479 173 kr. kg Krónan Gildir 21. des. - 24. des. verð nú verð áður mælie. verð Goða hátíðarlambalæri ........................ 1349 1798 1349 kr. kg Bk jólagrísasteik .................................. 1256 1794 1256 kr. kg Móa veislufugl með fyllingu................... 698 899 698 kr. kg Eðalf. reykt/grafin/hunangs laxablóm.... 2396 2995 2396 kr. kg Hóla bayonneskinka............................. 1189 1698 1189 kr. kg Hóla hangikjöt úrbeinað læri ................. 1749 0 1749 kr. kg Merlo úrvals rækja ............................... 599 798 599 kr. kg Gille jólapiparkökur.............................. 99 199 248 kr. kg Líf maískorn ........................................ 85 85 197 kr. kg Nóatún Gildir 21. des. - 24. des. verð nú verð áður mælie. verð Grísalundir með sælkerafyllingu ............ 2498 2798 2498 kr. kg Tígris rækjur án skeljar.......................... 1949 2998 1949 kr. kg Hörpuskel úr fiskborði .......................... 2699 4498 2699 kr. kg Eðalfiskur graflax bitar .......................... 1679 2799 1679 kr. kg Eðalf. reyktur lax heil flök...................... 1499 2499 1499 kr. kg Eðalf. reyktur lax bitar........................... 1619 2698 1619 kr. kg Eðalf. graflax heil flök ........................... 1514 2524 1514 kr. kg ÍF gæsa/andar/fasana/hreindýra paté.. 898 998 4490 kr. kg ÍF madeira sósa................................... 414 414 1656 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 21. des. - 24. des. verð nú verð áður mælie. verð Borgarnes lambahryggur léttreyktur ....... 1299 1756 1299 kr. kg Dönsk grísalund ................................... 1894 2398 1894 kr. kg Dönsk grísa hunangsm. skinkusteik....... 1499 1898 1499 kr. kg Danskt grísafile án fitu ......................... 1598 1998 1598 kr. kg Danskt grísafile með fitu....................... 1358 1698 1358 kr. kg Kjörís jólaís 2ltr ................................... 499 699 249 kr. ltr A.B. marsipanbrauð 40gr ..................... 99 129 99 kr. stk. Rósakál 500gr..................................... 99 199 199 kr. kg Vínber rauð ......................................... 299 479 299 kr. kg Konfekt og aðrar kræsingar helgartilboðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.