Morgunblaðið - 28.12.2006, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„STÓRU skotterturnar eru það vin-
sælasta um þessar mundir og stórar
rakettur virðast vera komnar í
tísku,“ segir Jón Ingi Sigvaldason,
sölu- og markaðsstjóri Slysavarn-
arfélagsins Landsbjargar, en sölu-
staðir flugelda opna flestir fyrir há-
degi. „Íslendingar fá seint leið á að
skjóta upp flugeldum, ég held að það
sé á hreinu.“
Telja má líklegt að á milli 500 og
600 tonn af flugeldum séu flutt inn
til landsins fyrir áramótin og er
Landsbjörg með um helming af því
magni. Samkeppni hefur sett svip
sinn á markaðinn og segir Jón Ingi
að björgunarsveitirnar finni fyrir
henni. „Við finnum að menn sækja
töluvert stíft í þetta, okkur finnst
það svolítið sárt þar sem fyrir okkar
sveitir er þetta oft á tíðum eina
tekjulindin,“ segir Jón og bætir við
að samkeppninni sé svarað með því
að gera þjónustuna og vörurnar enn
betri. „Það sem okkur þykir hins
vegar sárast er að þessir einkaaðilar
herma eftir okkar aðferðum í söl-
unni. Þeir klæðast svipað og við og
hafa jafnvel álíka borða þannig að
fólk áttar sig síður á að það er ekki
að styrkja björgunarsveitirnar.“
Fjölskyldupakkarnir
fyrst uppseldir í fyrra
Burt séð frá skottertum og
stórum rakettum segir Jón Ingi fjöl-
skyldupakkana sívinsæla. „Þeir hafa
aldrei verið vinsælli en í fyrra og
voru með því fyrsta sem seldist
upp.“ Hann segir aukna sölu í skot-
tertum og rakettum ekki draga úr
vinsældum fjölskyldupakkanna og í
raun vera hreina viðbót.
Jón Ingi segir Landsbjörgu leggja
mikið upp úr því að vera með nýj-
ungar á hverju ári og fyrir þessi ára-
mót er t.a.m. ennþá stærri fjöl-
skyldupakki en áður og nýjar
skottertur. „Svo er hann Trítill
dottinn út en við komum með hann
aftur á næsta ári, þá svolítið breytt-
an.“
Gengisbreytingar hafa töluverð
áhrif á verð flugelda og reikna má
með að verð hækki eitthvað í ár. Jón
Ingi telur þó hækkunina ekki verða
mikla, í mesta lagi tíu prósent á þeim
vörum sem munu hækka í verði.
Perlusýningin á föstudag
Eins og undanfarin ár verður veg-
leg flugeldasýning við Perluna á
vegum Landsbjargar þar sem flug-
eldum verður skotið upp í takt við
tónlist – hún hefst kl. 20 á föstudag.
„Það hafa alveg ótrúlega margir
horft á sýninguna og miklum fjölda
bifreiða verið lagt, t.a.m. við Háskóla
Íslands. Við reynum alltaf að toppa
síðasta ár og það verður töluvert af
tívolíbombum og stórum skottertum
sem fara í sýninguna.“
Að auki verða fjölmargar sýn-
ingar víðs vegar um landið, á mis-
munandi tímum.
Jón Ingi hefur séð um flugeldamál
Landsbjargar undanfarin ár og seg-
ir töluverða vinnu fylgja áramót-
unum sem raunar hefjist snemma á
nýju ári. Mest sé þó að gera þegar
líða fer að gamlárskvöldi, en t.a.m.
þarf að taka á móti flugeldunum,
pakka inn og dreifa til björg-
unarsveitanna auk þess sem útbúa
þarf sölustaði eftir kúnstarinnar
reglum. Afgreiðslan er svo aðallega í
höndum björgunarsveitamanna og
maka þeirra og að sjálfsögðu eru all-
ir í sjálfboðavinnu.
Stendur hvorki né
fellur með veðrinu
Fjölmörg félagasamtök og
íþróttafélög fjármagna starfsemi
sína með flugeldasölu og einna
stærst er KR-flugeldar. Lúðvík S.
Georgsson, framkvæmdastjóri KR-
flugelda, er bjartsýnn á komandi
sölutíð sem stendur hæst frá því kl.
16 síðdegis 30. desember til kl. 16 á
gamlársdag, en þá selst um 80%
allra flugelda. Hann segir vinsældir
skotterta hafa vaxið mikið og svo
virðist sem fólk kaupi frekar stærri
hluti en færri.
„Við flytjum inn í kringum 100
tonn sem er töluvert meira en í
fyrra, líklega um 30% meira, og bú-
umst við góðri sölu. Það er gott efna-
hagsástand í þjóðfélaginu og engin
ástæða til að halda að það sé neitt
lakara en í fyrra,“ segir Lúðvík en
KR-flugeldar selja einnig flugelda í
heildsölu. „Bróðurparturinn af
íþróttafélögum sem eru í flug-
eldasölu kaupa hjá okkur, svo eru
nokkrar björgunarsveitir og Kiw-
anis-klúbbar svo eitthvað sé nefnt.“
Veðurspám ber saman um að vel
ætti að viðra á gamlárskvöld en Lúð-
vík segir veðurfar ekki hafa mikil
áhrif á flugeldasölu. „Það hefur
minnkað og ég myndi frekar segja
að veðrið spili inn í þannig að það
breyti góðu ári í frábært ár. Salan
stendur hins vegar ekki né fellur
með veðrinu sem þyrfti að öllum lík-
indum að vera skelfilegt til þess.“
Íslendingar fá seint leið á
að skjóta upp flugeldum
Morgunblaðið/G. Rúnar
Gera klárt Þorvaldur Örn Finnsson og Hjörtur Már Helgason, sjálfboðaliðar hjá flugeldamarkaði Landsbjargar,
unnu hörðum höndum við að undirbúa opnun flugeldasölu þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði.
Í HNOTSKURN
»Jón Ingi Sigvaldason hjáLandsbjörgu er ósáttur
með samkeppnina á flug-
eldamarkaðinum. Hann segir
samkeppnisaðila líkja eftir
björgunarsveitum.
»Skotterturnar eru hvaðvinsælastar um þessar
mundir og stórar rakettur.
»Um 80% flugeldasölu ferfram frá kl. 16 síðdegis 30.
desember til kl. 16 á gaml-
ársdag.
Talið er að 500–600 tonn af flugeldum verði flutt inn í ár sem er þriðjungsaukning frá síðasta ári
UNDANFARIN fimm ár hafa
Blindrafélagið og Slysavarn-
arfélagið Landsbjörg unnið saman
að forvörnum til að fyrirbyggja
augnslys af völdum flugelda. Í sam-
starfi við Íslandspóst, Sjóvá og
Prentsmiðjuna Odda munu félögin
senda öllum tíu til fimmtán ára
börnum gjafabréf fyrir hlífðargler-
augum. Samtals hafa 27.309 börn-
um verið send gjafabréf og að sögn
forsvarsmanna félaganna er vonin
sú að þau verði til þess að ekkert
þeirra slasist á augum um áramót.
Allir ættu að nota flugeldagler-
augu, sama hvort verið er að skjóta
upp flugeldum eða eingöngu að
horfa á. Einnig eru foreldrar hvatt-
ir til að vera börnum sínum góðar
fyrirmyndir og nota sjálf hlífð-
argleraugu auk þess sem þau verða
að vera meðvituð um hvað börn
þeirra eru að fást við þessa daga, í
kjölfar þess að sölustaðir flugelda
hafa opnað. Flest slysin má rekja til
þess að hvorki er farið eftir grund-
vallarreglum um notkun flugelda
né leiðbeiningum sem á vörunum
eru og er slíkt fikt of algengt.
Hlífðargler-
augu gefin
SAMKVÆMT svifryksmælingum
Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar
sl. nýársnótt var magn svifryks
langt yfir leyfilegum mörkum. Mest
var það 1.809 míkrógrömm á rúm-
metra en hættumörk eru 50 mík-
rógrömm á rúmmetra. Aðstæður
um nóttina voru þannig að hægur
vindur var eða logn og því hélst
svifrykið yfir mörkunum lengur en
ella hefði verið, eða allt til klukkan
átta um morguninn.
Samkvæmt spá Veðurstofu Ís-
lands er útlit fyrir að vindur verði
hægur á nýársnótt en þrátt fyrir
það ætti venjulegu fólki ekki að
vera nein hætta búin af svifryks-
menguninni. Að sögn Magna S.
Jónssonar lungnalæknis ættu hins
vegar þeir sem eru með astma eða
langvinnan lungnasjúkdóm að forð-
ast að vera þar sem mengunin er
mest, s.s. þar sem verið er að skjóta
upp flugeldum. „Ég myndi ráð-
leggja þeim sem eru með astma að
taka vel af astmalyfjum sínum, jafn-
vel 30. desember, en alla vega á
gamlársdag og nýársdag.“
Svifryk
fer yfir leyfi-
leg mörk
„Á UNDANFÖRNUM árum hafa þetta
langmest verið ungir strákar á bilinu tíu til
átján ára sem hafa verið að slasast. Að
stórum hluta er það vegna þess að þeir eru
ekki með hlífðarfatnað en einnig sökum þess
að þeir fikta mikið með sprengjurnar, t.a.m.
safna saman púðrinu og kveikja í,“ segir
María Soffía Gottfreðsdóttir augnlæknir.
„Slysin eru afar misjöfn, allt frá smábrunum
á augnlokum, yfirborði augans og andliti í
að vera alvarlegri augnskaði þar sem augað
getur sprungið og viðkomandi missir sjón.“
María Soffía segir að flest slysin séu
minniháttar brunar sem hefði verið hægt að
koma í veg fyrir með hlífðargleraugum.
Mörg þeirra bera með sér mikil óþægindi en
oft er það þannig að púður fer inn í augað
og þá þarf að hreinsa það vel. „Oft þarf end-
urteknar aðgerðir til að ná öllum sprengju-
brotunum og svarta púðrinu sem festist inni
í húðinni og yfirborði augans. Yfir það grær
þó með tímanum en þegar flugeldurinn nær
að sprengja augað þá er það mikið alvar-
legra.“
María segir að slysin séu alls ekki bundin
við gamlársdag eða -kvöld. Hún segir einnig
afar breytilegt milli ára hversu mikið er af
slysum. „Í fyrra voru mun færri slys en árið
á undan. Svo er hægt að minnast á alda-
mótaárið en þá var mjög mikið af slysum og
sérstaklega alvarlegum slysum. Þannig að
þetta virðist koma í hrinum.“
Háværir hvellir hættulegir heyrninni
Minna fer fyrir heyrnarskemmdum vegna
flugeldanna en þær eru engu að síður stað-
reynd. „Við fáum kannski ekki neinar hol-
skeflur strax eftir áramótin en við vitum að
svona miklir hvellir skaða heyrnina að ein-
hverju leyti. Það er hins vegar ekki jafn
áþreifanlegt og ef viðkomandi slasast á sjón,
þá flýtir hann sér til læknis,“ segir Bryndís
Guðmundsdóttir, heyrnarfræðingur á
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, sem segir
að nota ætti eyrnahlífar þegar farið er að
sprengja, sérstaklega þegar um skottertur
er að ræða.
„Hvellir og smellir eru það hættulegasta
fyrir heyrnina sem við getum fengið. Hægt
er að verða fyrir óbætanlegum skaða þar
sem hárfrumur inni í kuðungnum skaddast
og deyja – þær fáum við aldrei aftur.“
Einkenni heyrnarskemmda geta verið
hella fyrir eyrum, jafnvel stöðugt væl sem
getur þó farið eftir nokkra klukkutíma. „En
það er ekki fyrr en farið er í heyrnarmæl-
ingu að það sést hvað hefur gerst. Það sem
gerist þegar hvellskaði verður er að þá
heyrir viðkomandi ekki vissa óraddaða sam-
hljóða. Hann verður kannski ekkert óskap-
lega var við það í fyrstu en þetta verður til
þess að hann misheyrir oftar og misskilur.“
Fyrst detta út stafir eins og S, F og Þ og er
þá erfitt að greina í sundur orð sem byrja á
þessum stöfum og hljóðum. Fólk missir þá
fljótt hæfileikann til að greina talmál í klið.
Ungir drengir líklegastir til að fikta
Slys af völdum flugelda eru óumflýjanlegur þáttur áramóta en afar misjafnt er á milli ára hversu
mörg þau verða Algengast er að öryggisatriðum sé ekki fylgt og ranglega sé farið með flugeldana
Morgunblaðið/Ómar
Hávaðamengun? Heyrnarskemmdir geta
myndast vegna hávaða af flugeldum.