Morgunblaðið - 28.12.2006, Síða 17

Morgunblaðið - 28.12.2006, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 17 LANDIÐ - Velferðarsvið Húsaleigubætur Sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka. Umsækjendur um húsaleigubætur í Reykjavík eru minntir á að skila umsókn fyrir árið 2007 til Þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar í síðasta lagi 16. janúar næstkomandi. Þeir sem eiga lögheimili í Miðbæ eða Hlíðum hafi samband við Þjónustumiðstöð Miðborgar/Hlíða, Skúlagötu 21, sími 411 1600. Þeir sem eiga lögheimili í Vesturbæ hafi samband við Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Hjarðarhaga 45-47, sími 411 1700. Þeir sem eiga lögheimili í Laugardal eða Háaleiti hafi samband við Þjónustumiðstöð Laugardals/Háaleitis, Síðumúla 39, sími 411 1500. Þeir sem eiga lögheimili í Breiðholti hafi samband við Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, sími 411 1300. Þeir sem eiga lögheimili í Árbæ, Grafarholti eða Norðlingaholti hafi samband við Þjónustumiðstöð Árbæjar/Grafarholts, Bæjarhálsi 1, sími 411 1200. Þeir sem eiga lögheimili í Grafarvogi eða Kjalarnesi hafi samband við Þjónustumiðstöð Grafarvogs, Langarima 21, sími 411 1400. Rangárþing ytra | Foreldrafélag Leikskólans á Laugalandi í Holt- um afhenti leikskólanum tvær tölvur að gjöf sem ætlaðar eru til notkunar fyrir leikskólabörn við leik og störf. Foreldrafélagið leitaði stuðn- ings hjá fimm félögum í Rangár- þingi og fjármagnaði þannig kaupin. Þau félög sem lögðu fé til stuðnings verkefninu voru Kven- félagið Lóa á Landi, Kvenfélagið Eining í Holtum, Kvenfélagið í Ásahreppi, Veiðifélag Land- mannaafréttar og Veiðifélag Holtamannaafréttar. Eftirminnileg þakkarræða Tölvurnar voru afhentar form- lega við athöfn sem efnt var til í kjölfar litlu jóla leikskólans. Börn og starfsfólk leikskólans voru að vonum ánægð með gjöfina, segir í fréttatilkynningu, en tölvur hafa verið hluti af daglegu starfi leik- skólans um margra ára skeið. Tími var kominn til að endurnýja tölvukostinn og Foreldrafélagið tók það verkefni að sér. Við af- hendingu gjafarinnar vakti at- hygli þakkarræða leikskóla- barnanna sem lesin var lýtalaust upp af 5 ára stúlku, Brimrúnu Eir Óðinsdóttur. Myndin var tekin við afhendinguna, f.v.: Sigrún Björk Benediktsdóttir leikskólastjóri, Sigríður Th. Kristinsdóttir, for- maður foreldrafélagsins, Jón Ágúst Reynisson, ritari foreldra- félagsins, Kjartan G. Magnússon, formaður Veiðifélags Land- mannaafréttar, Elínborg Sváfn- isdóttir, formaður kvenfélagsins Lóu, og Jóna Valdimarsdóttir, kvenfélaginu Einingu. Athöfn Gjafirnar voru afhentar við hátíðlega athöfn í leikskólanum. Félög í sveitinni gáfu tölvur í leikskólann Akranes | Bílver á Akranesi, sem um árabil hefur rekið bílaverk- stæði, bílasölu og verið umboðsaðili fyrir bílaumboð Bernhards, opnaði á dögunum nýtt þjónustuhús við Innnesveg 1 á Akranesi. Er hér um að ræða stóran og glæsilegan sýn- ingarsal og einnig rúmgott þjón- usturými. Hjónin Reynir Sigurbjörnsson og Magndís Bára Guðmundsdóttir hafa um árabil rekið Bílver við Ak- ursbraut á Akranesi og samhliða verið sölu- og þjónustuaðilar fyrir Bernhard sem selur Honda- og Peugeot-bíla. Nú hafa þau selt verkstæðisreksturinn og munu sér- hæfa sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bílum frá Bernhard. Nýja húsnæðið er samtals 1.012 fermetrar, á einni hæð. Bílasalan og þjónusturými henni tengt verð- ur í rösklega helmingi húsnæðisins, en í syðri enda hússins verður lík- lega verslunarrekstur þegar fram í sækir. Lóðin er stór og rúmgóð og gefur mikla möguleika. Reynir Sigurbjörnsson sagðist í samtali vera mjög ánægður með þessa nýju aðstöðu. „Þetta er vel- heppnuð framkvæmd og húsið vel staðsett í bænum. Okkur hefur verið tekið mjög vel í okkar rekstri og fyrir það er um við þakklát og erum bjartsýn á framhaldið,“ sagði Reynir. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Opnun Hjónin Reynir Sigurbjörnsson og Magndís Bára Guðmundsdóttir opnuðu nýtt þjónustuhús Bílvers með viðhöfn á dögunum. Bílver og Bernhard opna nýtt þjónustuhús Ísafjörður | Lokið er uppfærslu á Vigor fjárhagshugbúnaði hjá Ísa- fjarðarbæ og Vigor viðskiptahug- búnaði hjá Orkubúi Vestfjarða. Ný útgáfa af hugbúnaðinum gefur Ísafjarðarbæ frekari möguleika á rafrænni vinnslu, skönnun skjala og reikninga og rafrænni samþykkt reikninga yfir veðviðmót. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá TM Software. Framfarir hjá Ísafjarðarbæ ♦♦♦ AUSTURLAND Egilsstaðir | Hrönn Garðarsdóttir læknir við Heilbrigðisstofnun Aust- urlands á Egilsstöðum hefur fengið aðra af tveimur námsstöðum til sér- fræðináms í heimilislækningum, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið auglýsti nýverið. Tíu læknar sóttu um stöðurnar tvær. Sérfræði- námið er fjögur og hálft ár og þann tíma verður heimahöfn Hrannar á HSA á Egilsstöðum, þó svo að um það bil helming tímans verði hún við störf utan heilsugæslunnar, á sjúkrahúsi. Þórhallur Harðarson, fulltrúi framkvæmdastjóra Heil- brigðisstofnunar Austurlands segir tilkomu námsstöðunnar marka tíma- mót og sé fyrir stofnunina og starfs- menn hennar bæði viðurkenning og hvatning. „Stjórnendur og starfs- menn þurfa að kappkosta að standa þannig að umgjörð og innihaldi námsstöðunnar að eftirsóknarvert þyki að fá slíka stöðu innan HSA. Þetta er í fyrsta sinn sem við fáum slíkt tækifæri og það verðum við að nýta vel. Takist vel til kann þessi staða Hrannar nú að marka upphaf farsæls framhalds á sérfræðinámi í heimilislækningum innan HSA, ekki bara á Egilsstöðum, heldur víðar,“ sagði Þórhallur. Góður styrkur frá Giljasjóði HSA var skömmu fyrir jól afhent- ur 1,8 milljóna kr. styrkur frá Gilja- sjóði sem nýta á til breytinga á hús- næði stofnunarinnar á Egilsstöðum. Bæta á og stækka aðstöðu fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun og kemur styrkurinn sér vel þar sem brýn þörf var orðin á endurbótum þessarar að- stöðu. Þá gaf Toyota stofnuninni á dögunum 42" flatskjá sem nýtist vist- fólki á öldrunardeild. Námsstaða innan HSA Mjóifjörður | Milli fjörutíu og fimmtíu manns mættu til messu í Mjóafirði annan dag jóla. Sr. Sig- urður Rúnar Ragnarsson messaði. Organisti var Ágúst Ármann Þor- láksson, sem ásamt félögum úr kirkjukór Norðfjarðarkirkju leiddi messusöng. Sóknarpresturinn, org- anistinn og fleira fólk tók sér far með björgunarskipinu Hafbjörgu, skipi björgunarsveitarinnar Gerpis á Norðfirði. Siglt var fyrir Nýpuna í blíðskaparveðri til Mjóafjarðar, góð útsýn var og sáu farþegar bæði hvíta tófu og fjórar kindur, tvær svartar og tvær hvítar, yst í Nýp- unni. Vel var mætt til messunnar, flestir heimamenn á Mjóafirði ásamt gestum lengra að komnum, alls nær fimmtíu manns, en góð færð er til Mjóafjarðar um þessar mundir. Eftir messuna þáðu kirkju- gestir kaffi og meðlæti að Sól- brekku. Messa í Mjóafjarðarkirkju Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Egilsstaðir | Almenningssamgöngur hefjast á milli Fellabæjar og Egils- staða þann 8. janúar 2007 og verða þær gjaldfrjálsar. Í upphafi verða farnar átta ferðir á dag, til reynslu í þrjá mánuði. Á þeim tíma verður gerð neytendakönnun, þ.e. kannað hvort þjónustan mætir kröfum notenda, t.d. hvort tímasetn- ingar henta. Ekið verður á einum bíl alla virka daga og er lagt upp frá Fellabæ. Frá því í haust hefur íbúum Fljótsdalshéraðs gefist kostur á að nýta sér almenningssamgöngur í dreifbýli frá þéttbýliskjörnunum Hallormsstað, Eiðum og Brúarási, sem reknar eru í tengslum við skóla- akstur. Samkvæmt ákvörðun bæjar- stjórnar Fljótsdalshéraðs eru þessar ferðir gjaldfrjálsar. Nánari upplýsingar um tímatöflu aksturins má nálgast á vefnum www.fljotsdalsherad.is. Strætó úr Fellabæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.