Morgunblaðið - 28.12.2006, Page 21

Morgunblaðið - 28.12.2006, Page 21
ferðalög MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 21 Moncalvo er staðsett á frjóu land-svæði milli tveggja stórra fljótaog er jarðvegurinn því ein-staklega mjúkur og stein- efnamikill. Af þessari ástæðu er það rómað fyrir góða vínrækt og eru vínin Grignolino og Barbiola þekktust þeirra sem þaðan koma. Það hentar þó ekki síður vel til trufflu- ræktar, en truffla er sveppur sem grær í eikarskógum og nærist á trjárótum sem gerir leitina að þeim erfiðari en ella. Hér áður fyrr voru svín notuð til leitarinnar en þau reyndust full gráðug í sveppinn og gat fyrir vikið reynst erfitt að hafa stjórn á trufflu-áti þeirra. Í dag eru því notaðir sér- stakir leitarhundar sem ekki éta sveppinn, sem er einkar dýr fæða. Daginn sem trufflu-hátíðin var haldin lék veðrið við hvern sinn fingur og fólk streymdi að á bílum og í rútum, ólmt í að fylla vit sín af unaðssemdum lífsins. Ég bjóst við að á hátíðinni yrði einungis að finna trufflur, en þar skjátlaðist mér – Ítal- ir geta enda ekki verið þekktir fyrir annað en að taka með sér fjölda matvælaafurða til að kynna og sýna. Á hátíðinni var því að finna ofgnótt víns, spægipylsur, osta, sveppi af hinum ýmsu gerðum, dýrindis grænmeti sem og margar tegundir sætinda. Þefað, þreifað og skoðað Trufflu-sýningin og verðlaunaafhendingin var þó hápunktur hátíðarinnar, þó ekki væri laust við að bros brytist fram á varnirnar við að sjá alvarlega eldri menn með hvítan snjó á kraganum og nefið út í loftið þefa, þreifa og skoða gaumgæfilega hverja einu og einustu af þeim tugum trufflna sem þar var að finna. Veitt voru síðan verðlaun fyrir fallegustu truffluna, þyngstu truffluna o.s.frv. en skemmtilegasti flokkurinn fannst mér vera fallegasta trufflan, enda trufflur líklega einn ljótasti sveppur sem til er. Flest verð- launin á hátíðinni fékk maður sem er kall- aður Signor Simone Tartufo (sem þýðir truffla á ítölsku) en hann er að sögn sig- urstranglegastur ár hvert á þessari hátíð. Að verðlaunaafhendingu lokinni tók við sala á verðlauna-trufflunum ásamt hinum. Ég fékk þær upplýsingar hjá einum sölu- mannanna að hann hefði selt þyngstu truffl- una, sem vó 315 grömm og að hana hefði keypt forstjóri fyrirtækis í Mílanó. Truffl- unnar ætlaði hann svo að njóta ásamt 20 starfsmönnum sínum sem einnig voru á há- tíðinni. Ég hafði fengið ströng fyrirmæli fyrir há- tíðina að eyða ekki öllum heimilispening- unum í trufflur, en hver getur staðist slíka matarparadís? Ég keypti því eina pínulitla trufflu á 5.000 kr. og sé ekki eftir því.Frek- ari upplýsingar um Moncalvo og hátíðir sem haldnar verða í nánustu framtíð er hægt að finna á http://www.commune.mon- calvo.asti.it en þess má geta að bærinn er einnig frægur fyrir sérstaklega fitusprengt og bragðgott nautakjöt og er hátíð tileinkuð því haldin þar í desember ár hvert. Keppni Trufflur eru skoðaðar af mikilli alvöru í trufflukeppninni í Moncalvo. Fjölbreytni Sveppi af öllum stærðum og gerðum var að finna á truffluhátíðinni. Ljósmynd/ Sigurrós Fegurð Trufflur verða seint sagðar fagrar, en engu að síður er keppt um fallegustu truffluna. Trufflu-hátíð mikil er árlega haldin í fjallaþorpinu Moncalvo á Ítalíu og ákvað Sigurrós Pálsdóttir að gera sér ferð á hátíðina og kynnast trufflunum betur. Hann var kallaður Signore Simone tartufo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.