Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 11 FRÉTTIR UM fjörutíu manns voru viðstaddir á Egilsstöðum þegar Áki Ármann Jónsson veiðistjóri stjórnaði út- drætti umsókna um hreindýra- veiðileyfi fyrir næstu veiðivertíð í haust. Einnig var fylgst með út- drættinum í gegnum fjar- fundabúnað í Reykjavík, á Ak- ureyri og í Neskaupstað. 2.731 umsókn barst um veiðileyfi, þar af voru 2.630 gildar. 1.100 leyfi eru í pottinum. 37 umsóknir bárust er- lendis frá. Útdrátturinn er algjörlega sjálf- virkur og unninn með tölvuforriti. Dregið er um hvert svæði fyrir sig og tarfa og kýr á hverju þeirra. Byrjað var að draga úr umsóknum á svæðum 1 og 2 og svo koll af kolli og birtust nöfn hinna heppnu jafnóðum. Þá er sérstakur biðlisti, en Áki sagði að jafnaði skilað inn 20 til 30 leyfum á vinsælustu svæð- unum. Þeir sem fengu veiðileyfi eða eru á biðlista fengu tölvupóst þar um í nótt og snemma í morgun. Sex umsækjendur hafa ekki fengið leyfi 5 ár í röð og 11 ekki 4 ár í röð svo útdrátturinn virðist tryggja ágæta dreifingu. Dregið um hreindýra- veiðileyfi í gærkvöld Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Veiðigleði Eftirvænting ríkti þegar Áki Ármann Jónsson hóf útdrátt. SAMTÖKIN Betri byggð furða sig á því að í samgönguáætlun, sem nú liggur fyrir Alþingi, skuli gert ráð fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Í stefnumótunarkafla samgöngu- áætlunar segir: „Reykjavíkurflug- völlur verði áfram miðstöð innan- landsflugsins og þar rísi samgöngumiðstöð.“ Þetta er ótíma- sett og gildir því til ársloka 2018. Samtökin Betri byggð benda á að gríðarleg barátta hafi átt sér stað á undanförnum árum og áratugum, innan flokka sem utan, fyrir því að flugvöllur víki úr Vatnsmýrinni og að þar rísi miðborg höfuðborgarinnar. Þessi barátta hafi skilað þeim ár- angri að fjórir af fimm flokkum sem buðu fram í Reykjavík sl. vor, höfðu þá stefnu að flug skuli víkja úr Vatnsmýrinni eigi síðar en árið 2016. Samtökin spyrja hvort borgaryf- irvöld ætli að „kokgleypa þessa til- skipun“ frá samgönguráðuneytinu þvert á stefnu sína í kosningabarátt- unni. Samtökin gagnrýna það sem þau kalla ægivald samgönguyfirvalda á skipulagsmálum höfuðborgarinnar. Vilja ekki samgöngu- miðstöð ♦♦♦ Sigurliðið fagnar góðum árangri Frábær liðsheild, metnaður og góður stuðningur hefur fært Haukastelpunum bikarinn enn á ný! Við þökkum þeim sem þáðu boð Actavis og studdu stelpurnar á úrslitaleiknum í Laugardalshöll á laugardaginn. Actavis er öflugur stuðningsaðili körfuknattleiks á Íslandi Til hamingju Haukar! FÉLAGASAMTÖKIN Blátt áfram munu í samvinnu við Íslenska fjalla- leiðsögumenn bjóða íslenskum fyr- irtækjum og einstaklingum sam- starf við að taka þátt í áheitaferðum. Hér er um að ræða nýjung á Ís- landi og er tilgangurinn sá að byggja upp fólk og fræða það og efla um leið forvarnir gegn kyn- ferðislegu ofbeldi gegn börnum. Fyrirtæki, hópar eða ein- staklingar geta ákveðið að styrkja Blátt áfram með áheitasöfnun og taka sér um leið eitthvað það fyrir hendur, sem fólk hefur hingað til talið sér ofvaxið. Sem dæmi má nefna að ganga á Hvannadalshnúk, hjóla yfir hálendið eða að fara í langar gönguferðir. Einnig eru í boði ferðir erlendis, til dæmis að ganga á fjall í Afríku, þríþraut, maraþon og margt fleira. Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru ferðaþjónustufyrirtæki, sem skipu- leggur útivist og fjallaferðir, en Blátt áfram er forvarnaverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi gagn- vart börnum. Áheitaferðir Blátt áfram SKÓLASTJÓRAFÉLAG Reykja- víkur hefur sent frá sér ályktun þar sem harmað er að sveitarfélögin og kennarar hafi ekki náð samkomu- lagi um framkvæmd endurskoðun- arákvæðis kjarasamningsins. Félagið lýsir yfir áhyggjum sín- um komist aðilar ekki að sameig- inlegri niðurstöðu varðandi endur- skoðunina, en fátt bendir til þess í dag að sátt sé innan seilingar. Deil- an er núna hjá ríkissáttasemjara. Áhyggjur skólastjórnenda í Reykjavík beinast fyrst og fremst að því hvaða áhrif deilan hefur á allt skólahald. Hún geri það erf- iðara bæði fyrir starfsmenn og nemendur. Félagið bendir á að nú sé und- irbúningur stjórnenda að skipu- lagningu næsta skóaárs að hefjast, m.a. með starfsmannaviðtölum við kennara. „Öllum má ljóst vera hvaða áhrif deilan hefur á afstöðu kennara til vinnuveitandans og starfsins.“ Félagið hvetur samningsaðila að taka upp viðræður og forða því að sagan frá 2004 endurtaki sig. Skólastjórar áhyggjufullir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.