Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 13 FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkur- borgar samþykkti síðasta sumar að heimila flutning á húsinu sem stend- ur við Laugaveg 74 en það er hluti af friðaðri götumynd sem samanstend- ur af þremur húsum sem voru reist árið 1902. Í gildandi deiliskipulagi er veitt heimild til að stækka húsið en ekkert er þar að finna um heimild til flutnings eða niðurrifs og samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar kallar slík ákvörðun á breytingu á deiliskipu- laginu. Þórður Magnússon, stjórnarmað- ur í Torfusamtökunum, segir að ákvörðun skipulagsráðs sé stór- furðuleg og auk þess klárt brot á reglum eins og álit Skipulagsstofn- unar sýni. Með breytingunum á deiliskipulaginu árið 2003 hafi verið leyft að rífa 75% húsa við Laugaveg sem voru reist fyrir árið 1918 og þessi ákvörðun sýni að ekkert hafi verið að marka fyrirheit borgarinnar um þau fáu hús sem þó voru friðuð. Rétt er að rifja stuttlega upp að vorið 2005 urðu harkalegar deilur um deiliskipulagið í fjölmiðlum og voru m.a. hengdir svartir borðar á húsin sem leyft var að rífa. Meðan á deilunum stóð létu borgaryfirvöld dreifa bæklingi þar sem sýnt var á einfaldan hátt hvaða hús voru friðuð, í hvaða friðunarflokk þau féllu og hvaða hús mátti rífa. Um húsin við Laugaveg 70, 72 og 74 sagði að þau væru „samstæða reisulegra timbur- húsa sem njóta verndar sem mikil- væg í götumynd Laugavegar, reist árið 1902“. Í skilmálum deiliskipulagsins seg- ir um húsið við Laugaveg 74 að um það gildi ákvæði um verndun götu- myndar. Stækkun hússins var heim- iluð með skilyrðum um að götumynd og þakform yrði í samræmi við upp- runalegt útlit þess og ef húsið yrði stækkað þannig að það tengdist Laugavegi 76 yrði þakhallinn sá sami og á núverandi húsi. Í fyrra óskaði eigandi Laugavegar 74 eftir leyfi til að flytja húsið og féllst Skipulagsráð á það. Húsafrið- unarnefnd lagðist ekki gegn flutn- ingnum. Þórður Magnússon, stjórnarmað- ur í Torfusamtökunum, er algjörlega andvígur því að leyft verði að flytja eða rífa húsið, ekki endilega vegna þess að verndargildi hússins sé svo mikið heldur ekki síður vegna þess að um grundvallarmál sé að ræða. Þegar deiliskipulagið hafi verið sam- þykkt á sínum tíma hafi borgin geng- ið alltof langt í því að leyfa niðurrif húsa. Ætli borgin nú að fara að pikka í þau örfáu hús sem hafi verið friðuð sé ljóst að ekki standi steinn yfir steini í stefnu borgarinnar varðandi friðun og uppbyggingu Laugavegar. Magnús bendir á að í borgum og bæjum í Evrópu sé víða að finna svæði þar sem kveðið sé á um hverf- isvernd eða öðru nafni verndun götu- myndar, líkt og á við um Laugaveg 70–74. Sú húsafriðunarstefna, ef stefnu skyldi kalla, sem fylgt sé af Reykjavíkurborg sé hins vegar í óra- fjarlægð frá þess konar hugmynda- fræði. Erlendis sé algengt að gríð- arstór hverfi, oft og tíðum á stærð við alla miðborgina (þ.e. hverfi 101), séu friðuð þannig að ekki megi hrófla við einu einasta húsi. Í algjörum undantekningartilfellum sé þó leyft að rífa gömul hús og reisa ný með samskonar framhlið og var á gamla húsinu. Þessi stífa friðunarregla sé m.a. grundvöllurinn fyrir því að hægt sé að ganga um gamla borg- arhluta í Evrópu, s.s. í París eða Prag. Í Reykjavík eigi slík friðun að- eins við um einstaka húsaraðir hér og þar, stundum þrjú hús í röð eða jafnvel bara einstaka hornhús. Varð- andi Laugaveg 74 sé furðulegur bræðingur á ferðinni, verið sé að heimfæra aðferð, sem erlendis sé notuð við friðun götumyndar tuga ef ekki hundruða húsa, upp á götu- mynd sem samanstandi af þremur húsum. „Þetta er bara skrípaleikur,“ segir Þórður og bætir við að þegar búið sé að byggja eftirlíkingu af hús- inu sé það einskis virði og eins líklegt að seinna verði veitt heimild til nið- urrifs „með einu pennastriki“. Laugavegurinn í uppnámi Þórður gagnrýnir ekki aðeins ákvörðun skipulagsráðs varðandi Laugaveg 74 heldur stefnu borgar- innar varðandi Laugaveginn í heild sinni. Fyrirheit um mikla möguleika til uppbyggingar hafi valdið því að minniháttar fjármálamenn kaupi upp gömul hús, reyni hvað þeir geti til að hámarka leyfilegt byggingar- magn og selji síðan öðrum lóðina til að taka inn hagnað. Þetta brask valdi því að verð á húsum við Laugaveg hafi rokið upp þannig að ómögulegt sé orðið að kaupa þar hús nema með það í huga að rífa þau og byggja önn- ur. Þar sem lóðaverðið sé svo hátt sé ekki einu sinni hægt að byggja vönd- uð hús. Þetta valdi því einnig að fólk sem hafi áhuga á að viðhalda og reka starfsemi í gömlum húsum við Laugaveg hrökklist frá vegna him- inhás fasteignaverðs. „Þetta skrifast gjörsamlega á reikning borgaryfir- valda og það má eiginlega skrifa þetta beint á reikninginn hjá Ingi- björgu Sólrúnu og Steinunni Val- dísi,“ segir Þórður. Morgunblaðið/G.Rúnar Flutt Laugavegur 74, sem er gult hús, er hluti af gamalli götumynd. Leyfðu flutning án breytingar á skipulagi HVER er framtíð íslensku friðar- gæslunnar? er heiti á opnum fundi sem SVS og Varðberg standa fyrir á morgun kl. 17.15 í Skála á Hótel Sögu. Framsögumenn verða Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra, Þór- unn Sveinbjarnardóttir alþingismað- ur, Kolbrún Halldórsdóttir alþingis- maður og Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórnmálafræðingur. Fundarstjóri verður Agnes Bragadóttir, blaða- maður á Morgunblaðinu. Í fréttatilkynningu segir að mörg- um brennandi spurningum þurfi að svara um tilgang og framtíð íslensku friðargæslunnar og líka hvort við Ís- lendingar ætlum að stefna að enn víðtækari þátttöku á þessu sviði heimsmálanna. Nokkrar þeirra eru: Hvaða hlutverki eiga Íslendingar að gegna innan Atlantshafsbandalags- ins? Hver er framtíð íslensku frið- argæslunnar? Hvaða hlutverki eiga Íslendingar að sinna í alþjóðlegri ör- yggisgæslu? Framtíð friðargæsl- unnar AÐALSTEINN M. Richter, arkitekt og fyrrverandi skipulags- stjóri Reykjavíkur- borgar, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir 16. febrúar s.l., 94 ára að aldri. Aðalsteinn var fæddur á Ísafirði 31. október 1912, sonur hjónanna Stefáns Rich- ter skipasmiðs og Ingi- bjargar Magnúsdóttur húsmóður. Aðalsteinn ólst upp á Ísafirði og lauk prófi í húsasmíði 1935. Hann nam arkitektúr við Kunstakadem- iets Arkitektskole í Kaupmanna- höfn 1940-1944. Aðalsteinn lauk framhaldsnámi í skipulagsfræðum frá Nordplan í Stokkhólmi 1974 og sótti síðar ýmis námskeið við þá stofnun. Aðalsteinn starfaði um árabil á arkitektastofum í Danmörku og í Svíþjóð. Eftir heimkomuna til Ís- lands 1946 starfaði hann hjá Húsameist- ara Reykjavíkurborg- ar og var skipulags- stjóri Reykjavíkur- borgar á árunum 1959-1982. Eftir það starfaði hann við emb- ætti byggingarfulltrú- ans í Reykjavík til árs- ins 1988. Jafnframt rak hann eigin arki- tektastofu allan sinn starfsferil. Aðalsteinn sat um árabil í stjórn Arkitektafélags Ís- lands og var m.a. for- maður þess 1963-1964. Aðalsteinn var virkur félagi í Sjálfstæðis- flokknum og var m.a. í fulltrúaráði flokksins. Aðalsteinn kvæntist Elisabeth Richter, fædd Pontoppidan, og eignuðust þau tvö börn. Hún lifir mann sinn. Aðalsteinn var áður kvæntur Ólöfu Ólafsdóttur og áttu þau einn son. Andlát Aðalsteinn M. Richter Fréttir á SMS ÞVERFRÆÐILEGT meistara- og doktorsnám í lýðheilsuvísindum hefst við Háskóla Íslands næsta haust. Námið var kynnt á föstudag og þar var jafnframt undirritað samkomulag um samstarf Karol- inska Institutet og Háskóla Íslands. Samstarfinu milli farald- ursfræðideildar Karolinska In- stitutet og miðstöðvar í lýðheilsu- vísindum við Háskóla Íslands er ætlað að skjóta sterkari stoðum undir rannsóknir í lýðheilsuvís- indum við Háskólann. Verður sér- stök áhersla lögð á faraldursfræði og líftölfræði. Meðal annars er gert ráð fyrir að vísindamenn Karol- inska Institutet taki þátt í kennslu við Háskólann og þjálfun nýdokt- ora frá námsbrautinni og nem- endur Háskólans munu hafa að- gang að námsefni og rannsókn- argögnum frá Karolinska Institutet. Þá vinna stúdentar og vísindamenn HÍ að sameiginlegum rannsóknaverkefnum með vís- indamönnum Karolinska Institutet. Að lýðheilsuvísindum við Há- skóla Íslands standa allar deildir Háskólans og er stofnun náms- brautarinnar mikilvægur liður í framkvæmd stefnu Háskólans um að nýta fjölbreytni í starfsemi skól- ans og alþjóðleg tengsl til þess að efla þverfræðilegt nám og rann- sóknir, segir í fréttatilkynningu. Námið er skipulagt í samvinnu við innlendar og erlendar rannsókna- og menntastofnanir, m.a deildir innan Karolinska Institutet og Har- vard School of Public Health. Þann- ig gefst stúdentum tækifæri á virku, alþjóðlegu samstarfi. Meistara- og doktorsnám á lýðheilsusviði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.