Morgunblaðið - 20.02.2007, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
&'("
&')
"*'
+
&'("
&')
"*
+
&'("
&')
"*
+
&'("
&')
"*
+
!
',
"#
$
"#
%&'
( #
)
) )
))
)!)
))
) )
)
!" +
%
*
%"" ! "* ""' -.
/ % %""
',
'
0" "" ! ""* ""'
1
2
/%
3
)
) )
))
)!)
))
) )
)
( 4
5
6
( 4
5
6
( 4
5
6
$
%
!&'#
+
%
* %""
$ !
"* ""' -. '
5
',( ',%
',
&
78 '''
)
) )
))
)!)
))
) )
)
'
'
'
*'
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
„ÞETTA hefur verið erfið og léleg
loðnuvertíð. Kvótaaukningin kom
seint og svo hefur verið áta í
loðnunni allan tímann, mismikil að
vísu. Fyrir vikið er búið að frysta
mun minna en ella,“ sagði Einar
Víglundsson, vinnslustjóri HB
Granda á Vopnafirði, þegar Verið
ræddi við hann í gær.
Byrjað var að skera loðnu á
Vopnafirði á laugardaginn og pakka
hrognum á sunnudag. Í gær var svo
von á Faxa með afla, en þá var verið
að vinna loðnu úr Sunnuberginu.
Einar sagði að hrognin væru ekki
nógu þroskuð fyrir japanaska mark-
aðinn og því væri verið að framleiða
iðnaðarhrogn. Búið væri að pakka
tæpum 100 tonnum af hrognum,
annað eins væri í vinnslu og svo yrði
unnið svipað magn úr Faxa. Nýt-
ingin úr loðnunni hafi verið 7 til 8% í
hrogn. Víða er byrjað að vinna
hrogn, meðal annars á Akranesi.
Einar segir að mikil eftirspurn sé
eftir afurðum á öllum mörkuðum og
verð gott. Hins vegar óttist hann að
menn hafi í einhverjum tilfellum
teygt sig of langt og fryst of slaka
loðnu, sérstaklega um borð í
vinnsluskipunum. Hann vonast þó
til að svo sé ekki raunin. Verð á
loðnuafurðum er mjög hátt um
þessar mundir, bæði á markaðnum í
Rússlandi og Japan. Verð hefur
hækkað um allt að 30% í erlendri
mynt frá síðustu vertíð og vantar
loðnu alls staðar. Norðmenn hafa
fryst nokkur þúsund tonn fyrir
markaðinn í Austur-Evrópu, en
annars er framboð á loðnu aðeins
héðan.
Loðnan hefur að undanförnu
veiðzt á svæðinu frá Vestmannaeyj-
um og vestur að Þorlákshöfn. Í gær
var bræla á miðunum, yfir 20 metr-
ar á sekúndu. Í gær hafði verið til-
kynnt um 94.000 tonna afla til Fiski-
stofu, en það svarar til 31% af
leyfilegum heildarafla. Ekki er gert
ráð fyrir að aukið verði við kvótann,
þar sem ekki hefur fundizt meiri
loðna en áður hefur verið mæld.
Erfið og léleg loðnuvertíð
Loðnan Frysting loðnuhrogna er nú hafin. Hér er verið að vinna hrognin
hjá HB Granda á Vopnafirði og er nýtingin nokkuð góð, 7 til 8%
ÚR VERINU
KONA sem lögð var inn á sjúkrahús
í fyrrakvöld vegna gruns um reyk-
eitrun í kjölfar eldsvoða í íbúð á 3.
hæð fjölbýlishúss við Hringbraut,
hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur málið til rannsóknar og ligg-
ur konan undir grun um íkveikju.
Hún er sjálf umráðamaður íbúðar-
innar og er andlega vanheil og hef-
ur verið vistuð á geðdeild að sögn
lögreglu.
Miklar skemmdir urðu á íbúðinni
vegna hita og reyks. Slökkvistarf
gekk greiðlega og komust allir íbú-
ar hússins út áður en liðsmenn
slökkviliðsins komu á vettvang.
Morgunblaðið/Júlíus
Bruni Íbúðin er mikið skemmd og
liggur fyrir grunur um íkveikju
Grunuð um
íkveikju
ÁSGEIR Karlsson, sem er yfirmaður fíkniefnadeild-
arinnar í Reykjavík, hefur verið ráðinn yfirmaður nýrr-
ar greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá og með 1.
mars nk. Á sama tíma mun Jónmundur Kjartansson, yf-
irlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, fara til starfa
hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins og mun hann stjórna
innri endurskoðun embættisins.
Ásgeir Karlsson hefur verið tæplega 30 ár í lögregl-
unni eða frá árinu 1978, tæplega 10 ár sem yfirmaður
fíkniefnadeildar. Þar áður starfaði hann m.a. við útlend-
ingaeftirlit hjá lögreglu.
Jónmundur Kjartansson hefur verið yfirmaður sviðs 3 hjá ríkislög-
reglustjóra og farið með starfsmannamál, skipulagsmál, tölvumál og
fleira.
Yfirmaður greiningardeildar
Ásgeir Karlsson
Á HEIMASÍÐU Mosfellsbæjar er
m.a. fjallað um opnun nýrrar úti-
sundlaugar við Lækjarhlíð. Þar er
óskað eftir hugmyndum að nafni á
mannvirkið og eru Mosfellingar
beðnir að skila inn tillögum að
nafni í Þjónustuver Mosfellsbæjar
fyrir 30. mars nk.
Nafn á sundlaug
BREIÐHOLTSHÁTÍÐ – menning-
arhátíð eldri borgara hefst á morg-
un, en henni er ætlað að varpa ljósi
á öflugt menningar- og félagsstarf í
Breiðholti. Að þessu sinni sækja há-
tíðina gestir frá Reykjanesbæ, Sel-
fossi, Hrunmannahreppi og ná-
grannabyggðum Reykjavíkur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arstjóri mun heimsækja fjórar
þjónustustofnanir aldraðra í hverf-
inu, Siv Friðleifsdóttir heilbrigð-
isráðherra verður gestur íþróttahá-
tíðar eldri borgara og Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti
Íslands, verður gestur á hátíð leik-
skólabarna og eldri borgara.
Heiðursgestur Breiðholtshátíðar
verður Gunnar Eyjólfsson leikari
og einn af frumbyggjum Breið-
holtsins. Breiðholtshátíðin stendur
yfir frá 21.-25. febrúar og er liður í
Vetrarhátíð í Reykjavík.
Breiðholtshátíð
STJÓRN Skagafjarðarveitna ehf.
samþykkti á síðasta fundi sínum að
leita samstarfs við Háskólann á
Hólum og Fisk-Seafood um úttekt á
möguleikum í fiskeldi í Skagafirði.
Fiskeldi
KRISTINN Wium Tómasson,
fulltrúi verkkaupa, þ.e. Kópavogs-
bæjar, í tengslum við lagningu
Klæðningar hf. á vatnsleiðslu í gegn-
um Heiðmörk, áætlar að alls hafi í
kringum sextíu tré verið fjarlægð af
svæðinu í tengslum við framkvæmd-
irnar sem hófust fyrir meira en mán-
uði. Segir hann í kringum þrjátíu 3–6
metra há tré hafa verið urðuð á
Kjóavöllum í Kópavogsbæ. Tekur
hann fram að umrædd tré hafi verið
sinubrunnin og illa farin að neðan.
Að sögn Kristins voru um þrjátíu
2–3 metra tré fjarlægð úr Heiðmörk
og komið fyrir á afgirtu geymslu-
svæði í Hafnarfirði 7.–9. febrúar sl.,
en freista á þess að gróðursetja trén
aftur þegar framkvæmdum er lokið
við þann áfanga sem verið var að
vinna þegar framkvæmdir stöðvuð-
ust. Segist Kristinn hafa gert þetta í
samráði við verkkaupa.
Starfsmaður Skógræktarfélags
Reykjavíkur fór ásamt lögreglu-
manni í Hafnarfjarðarhraun til þess
að athuga hvort þar væri að finna tré
sem fjarlægð höfðu verið úr Heið-
mörk. Að sögn Helga Gíslasonar,
framkvæmdastjóra Skógræktar-
félags Reykjavíkur (SR), fundust
þar 30–50 tré á bilinu 3–5 metrar að
hæð með rótum.
Kristinn vísar því á bug, sem fram
hafi komið í umræðunni, að um hafi
verið að ræða nokkur hundruð tré
sem fjarlægð voru og bendir jafn-
framt á að hæsta tréð hafi aðeins
verið 7 metrar en ekki 10–12 metrar,
eins og haft hefur verið eftir fram-
kvæmdastjóra SR.
Að sögn Kristins var ákvörðun um
förgun og flutning trjáa tekin í sam-
ráði við garðyrkjustjórann í Kópa-
vogi. „Hann segir að innan við 5%
líkur séu á að tré lifi þetta [umplönt-
un og flutning] af,“ segir Kristinn og
tekur fram að það fari þó eftir hæð
og aldri trjáa.
Aðspurður segir Helgi ung tré
innan við tveggja ára aldur vel eiga
að þola það að vera umplantað, séu
þau í höndum fagaðila sem kunni til
verka. „Ef þetta er gert vel þá eiga
trén að lifa. Það þarf eitthvað meira
en lítið að fara úrskeiðis til þess að
tré lifi umplöntun ekki af.“
Aðspurður segir Helgi fráleitt að
færa trén í Hafnarfjörð og planta
þeim þar ef til standi að gróðursetja
þau aftur í Heiðmörk að fram-
kvæmdum loknum. „Ef til stendur
að endurplanta þessum trjám að
framkvæmdum loknum þá hefði auð-
vitað verið eðlilegast að hafa trén
áfram í Heiðmörk og fela Skógrækt-
arfélagi Reykjavíkur að annast þau
því að við erum sérfræðingar í með-
höndlun á trjám.“
Segir um 30 tré í geymslu
Telur óskiljanlegt að trén skyldu flutt úr Heiðmörk ef stað-
ið hafi til allan tímann að þau yrðu gróðursett þar aftur
Í HNOTSKURN
»Framkvæmdir Klæðn-ingar hf. vegna lagningar
vatnsleiðslu fyrir Kópavogsbæ
voru stöðvaðar föstudaginn 9.
febrúar þegar í ljós kom að
framkvæmdaleyfi vantaði.
»Þá var búið að fjarlægja ábilinu 60–100 tré. Um
helmingur þeirra var urðaður
en afganginum komið fyrir í
Hafnarfjarðarhrauni.
Morgunblaðið/Kristinn
Í geymslu Um 30 tré, sem tekin voru upp með rót í Heiðmörk, 2-3 m há, eru nú á afgirtu svæði í Hafnarfjarð-
arhrauni. Önnur 30 tré og öllu hærri voru urðuð á Kjóavöllum í Kópavogi.
105 ÖKUMENN voru teknir fyrir
hraðakstur í umdæmi lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu um helgina.
Fjórum var veitt eftirför vegna
hraðaksturs. Sex voru stoppaðir
sem höfðu aldrei öðlast ökuréttindi
eða voru sviptir ökuleyfi.
105 á hraðferð