Morgunblaðið - 20.02.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 19
AKUREYRI
Stofnfundur hagsmunafélags fólks með
heilaskaða, aðstandenda og annarra sem
láta sig málefnið varða,
verður haldinn miðvikudaginn 21. febrúar
kl. 20:00 að Hátúni 10, 9. hæð.
Allir sem hafa áhuga á málefnum fólks með
heilaskaða eru hvattir til að mæta.
F.h. undirbúningsnefndar,
Kristín Michelsen: kristin@hvitlist.is
Maggý Magnúsdóttir: maggy@reykjalundur.is
SUÐURNES
Reykjanesbær | Málþingið Áfram
ábyrg – áhrif skilnaðar á börn og
leiðir til úrbóta verður haldið í
Kirkjulundi, safnaðarheimili Kefla-
víkurkirkju, í Reykjanesbæ föstu-
daginn 23. febrúar næstkomandi.
Málþingið er samvinnuverkefni
Fjölskyldu- og félagsþjónustu
Reykjanesbæjar, Keflavíkurkirkju
og Kjalarnessprófastsdæmis. Til-
gangur þess er að varpa ljósi á og
skapa umræður um vanda þann sem
steðjar að börnum í skilnaðarmálum
og leita leiða til þess að bregðast við
honum. Málþingið er öllum opið.
Hjördís Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri fjölskyldu- og félagsþjónustu
Reykjanesbæjar, segir að málþingið
sé afrakstur samvinnu við Kjalar-
nessprófastsdæmi og aðila í Þýska-
landi sem hafi unnið sérstaklega með
þennan hóp barna. Í framhaldinu
hafi verið ákveðið að skoða málið út
frá ýmsum hliðum hérlendis í þeirri
von að finna úrræði fyrir þennan
þjóðfélagshóp.
Skipulögð dag-
skrá verður frá
klukkan 10.00 til
16.00 á föstudag.
Gunnar Kristjáns-
son, prófastur
Kjalarnesspró-
fastsdæmis, setur
ráðstefnuna og
Hjördís Árnadótt-
ir flytur ávarp. Á
meðal fyrirlesara eru Erika Beck-
mann, sálfræðingur og forstöðumað-
ur fjölskylduþjónustu lúthersku
kirkjunnar í Marburg í Þýskalandi,
dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í
félagsráðgjöf við HÍ, Álfgeir Logi
Kristjánsson, aðjúnkt við kennslu-
fræði- og lýðheilsudeild HR, Thomas
Mainz, sálfræðingur og ráðgjafi í
Marburg, Benedikt Jóhannsson sál-
fræðingur, Ingibjörg Bjarnardóttir
hdl., og Valgerður Halldórsdóttir,
kennari og félagsráðgjafi MA og for-
maður Félags stjúpfjölskyldna.
Málþing um áhrif skiln-
aðar á börn og úrbætur
Hjördís Árnadóttir
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
HNEFALEIKAFÉLAG Reykja-
ness og Bracken frá Dublin kepptu í
hnefaleikum í hnefaleikahöllinni í
Reykjanesbæ, áður gömlu sundhöll-
inni í Keflavík, á laugardag. Þetta er í
fyrsta sinn sem írskt félagslið keppir í
hnefaleikum hérlendis og jafnframt
var þetta fyrsta alþjóðlega unglinga-
keppnin í hnefaleikum hérlendis.
Keppnin heppnaðist mjög vel, að
sögn Guðjóns Vilhelms, hnefaleika-
þjálfara hjá BAG, Hnefaleikafélagi
Reykjaness, en vegna hennar kom 28
manna hópur hingað frá Írlandi; 16
keppendur, fimm þjálfarar og sjö
fylgdarmenn. Heimamenn styrktu lið
sitt með fjórum keppendum frá
Reykjavík og Hafnarfirði. Annars
vegar kepptu 12 til 15 ára keppendur í
unglingaboxi, svonefndu diploma-
boxi fyrir börn og unglinga eða
snertiboxi, þar sem bannað er að slá
fast og dæmt er fyrir stíl, þ.e. fóta-
burð, vörn og tækni. Írarnir unnu í
sjö viðureignum en Davíð Bjarnason
úr Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar
hafði betur gegn írskum mótherjum
sínum. Í flokki eldri keppenda unnu
Írar fimm bardaga og heimamenn
þrjá, þ.e. Stefán Breiðfjörð, Íslands-
meistari 2006 úr Hnefaleikafélagi
Hafnarfjarðar, Alexei Páll Siggeirs-
son úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur
og Litháinn Mindagas Visniauskas úr
Hnefaleikafélagi Reykjanesbæjar.
Guðjón Vilhelm segir að Írarnir
hafi staðið framar, en íslensku kepp-
endurnir hafi staðið sig mjög vel.
Hann bendir á að æfingar fyrir ung-
linga í Reykjanesbæ hafi ekki hafist
fyrr en á liðnu hausti og því hafi þeir
ekki mikla reynslu en þeim mun
meira keppnisskap. Hann segir að
frammistaða Davíðs Bjarnasonar hafi
komið einna mest á óvart. Hann hafi
byrjað að æfa í haust en greinilegt sé
að þjálfari hans, Óskar Luis Justo frá
Kúbu, sé að gera góða hluti. „Strák-
arnir voru flestir að fara í fyrsta sinn í
hringinn en þeir voru alls óragir og
áfjáðir í að keppa.“
Framkvæmdin heppnaðist mjög
vel og segir Guðjón Vilhelm að margir
hafi lagt hönd á plóg og þeim beri öll-
um að þakka. Gríðarlega góð stemn-
ing hafi skapast í höllinni og Írarnir
hafi verið yfir sig ánægðir. Hann seg-
ir að þeir séu mjög hátt skrifaðir í
áhugamannahnefaleikum og haldi
sérstaklega vel utan um unglinga-
starfið. „Þeir vilja endurgjalda heim-
sóknina og buðu okkur að koma út í
maí eða júní. Við eigum eftir að skoða
það nánar en ég reikna með að við
tökum boðinu.“
Mikil stemning í
hnefaleikahöllinni
Víkurfréttir/Jón Björn
Fyrsti bardaginn Davíð Atlason með rauðan hjálm var í hringnum í fyrsta
sinn sem keppandi og varð að játa sig sigraðan á móti Shane Egan.
Fyrsta alþjóðlega
unglingakeppnin
Í HNOTSKURN
» Mikil stemning var íhnefaleikahöllinni í
Reykjanesbæ þegar heima-
menn tóku á móti Bracken frá
Dublin.
» Meira en 300 áhorfendurfylgdust með keppninni
sem markaði tímamót í hnefa-
leikum hérlendis.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
FORSTJÓRI Samherja segir ekk-
ert að því að hampa margfeldis-
áhrifum fyrirtækisins þó slíkt virð-
ist helst ekki mega gera nema
varðandi stóriðju – enda sé starf-
semi Samherja ígildi stóriðju.
Hann segir fyrirtækið hafa markað
ákveðin spor í íslenskum sjávarút-
vegi.
Margfeldisáhrif
„Hjá Samherja starfa yfir 600
manns hér á landi og að auki höfum
við leitast við að færa verkefni á
ýmsum sviðum inn á Eyjafjarðar-
svæðið. Við höfum líka átt þátt í að
stofna önnur fyrirtæki og styrkja
þau sem fyrir eru hér. Á tyllidögum
kalla menn slíkt gjarnan margfeld-
isáhrif og tala helst ekki um þau
nema í tengslum við stóriðju. Mér
finnst ekkert að því að hampa
margfeldisáhrifunum þegar Sam-
herji er annars vegar enda er starf-
semi félagsins ígildi stóriðju,“ sagði
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, við formlega
vígslu nýs og endurbætts skrif-
stofuhúsnæðis félagsins.
Blásið til sóknar
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu á sunnudaginn tilkynnti
Þorsteinn Már þar, að Samherji
hæfist brátt handa við að reisa full-
komnasta fiskvinnsluhús í heimi á
Dalvík. Hann sagði mikla vinnu
hafa verið lagða í hönnun þess inn-
an fyrirtækisins.
„Fiskvinnsluhús okkar á Dalvík
hefur meðal annars verið stærsti
framleiðandi landsins á ferskum
fiskhnökkum undanfarin ár. Það er
vegna þess að hráefnisöflunin
byggist öll á veiðum stærri tog-
skipa. Af sömu ástæðu hefur starfs-
fólk frystihússins á Dalvík ekki ver-
ið kauplaust einn einasta dag frá
árinu 2000,“ sagði hann.
Þorsteinn Már nefndi í ávarpi
sínu, eins og fram kom í blaðinu á
sunnudaginn, að stjórn fyrirtækis-
ins tók í fyrra þá ákvörðun að blása
til sóknar, og mörgum hefði þótt
það djörf ákvörðun.
„Við ákváðum að endurnýja
skipaflota félagsins markvisst. Með
þessu bætum við vinnuaðstöðu, að-
búnað, öryggi og tekjumöguleika
sjómanna. Við fengum nýtt skip
síðla sumars 2006, Margréti EA, og
annað um síðustu helgi. Við munum
halda áfram á þessari braut.
Við ákváðum jafnframt að búa
betur að starfsmönnum félagsins í
landi með því að endurnýja skrif-
stofuhúsnæði félagsins.
Þá eru framkvæmdir við bygg-
ingu 4.300 fermetra húss yfir eld-
isker Silfurstjörnunnar í Öxarfirði
á lokastigi en þar er væntanlega
um að ræða eina af stærri bygg-
ingum utan höfuðborgarsvæðisins
– ef frá eru talin álver og fótbolta-
hús.“
Höfum markað spor
Forstjóri Samherja sagðist
hreykinn af því að geta sagt að fyr-
irtækið hefði „markað ákveðin spor
í íslenskum sjávarútvegi á þeim
tæpa aldarfjórðungi sem félagið
hefur starfað. Samherji var í far-
arbroddi frystitogaravæðingarinn-
ar á sínum tíma. Samherji gerbylti
uppsjávarveiðum og -vinnslu með
smíði Vilhelms og hefur nú sýnt eft-
irbreytnivert frumkvæði við að
endurnýja skipastól sinn.“
Þorsteinn Már sagði, eins og líka
var nefnt í blaðinu á sunnudaginn,
að hér á landi væri sjávarútvegur-
inn settur í uppnám að lágmarki á
fjögurra fresti – við kosningar til
Alþingis. „Við stjórnmálamennina
vil ég segja að við hefðum kannski
átt að eiga meiri samskipti við ykk-
ur gegnum árin og vera duglegri að
segja frá því sem við erum að gera.“
Hjá Samherja starfa nú að
minnsta kosti 20 manns, sem hafa
útskrifast úr Háskólanum á Akur-
eyri á liðnum árum. „Þetta segir
sína sögu um tengslin við Háskól-
ann á Akureyri og þýðingu þess að
háskólagengnu fólki bjóðist starf
við hæfi á staðnum að útskrift lok-
inni,“ sagði forstjórinn.
Starfsfólk Samherja á Dalvík ekki verið kauplaust einn einasta dag frá 2000
Samherji er ígildi stóriðju
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Nýjasta skipið Oddeyrin EA 21, nýjasta skip Samherja sem keypt var
frá Noregi, er það kom til heimahafnar á Akureyri fyrir rúmri viku.
Í HNOTSKURN
»Forstjóri Samherja segirmargfeldisáhrif fyrirtæk-
isins mikil og það sé í raun
ígildi stóriðju.
»Alls starfa rúmlega 600manns hjá Samherja hér á
landi.
»Samherji var í fararbroddifrystitogaravæðing-
arinnar á sínum tíma. Sam-
herji gerbylti uppsjávar-
veiðum og -vinnslu með smíði
Vilhelms og hefur nú sýnt eft-
irbreytnivert frumkvæði við
að endurnýja skipastól sinn,
segir Þorsteinn Már Baldvins-
son forstjóri.
ÞAÐ eru örugglega ekki margir dagar
sem setja jafnsterkan svip á bæjarlífið á
Akureyri og öskudagurinn. Búningaklædd
börn flykkjast í verslanir, fyrirtæki og
stofnanir og skemmtilegir, oft nýstárlegir
söngvar, óma allan daginn. Það má glögg-
lega sjá í ljósmyndasafni Minjasafnsins á
Akureyri en þar eru varðveittar margar
myndir frá öskudeginum á Akureyri í
gegnum tíðina. Í tilefni útlitsbreytinga á
rótgrónni heimasíðu Minjasafnsins
www.akmus.is, sem tekin verður í notkun
í fyrramálið 20. febrúar kl. 10, verður
Öskudagsmyndasýning opnuð á sama
tíma.
Öskudagsmyndir
hjá Minjasafninu
TÆPLEGA tvítugur ökumaður bifreiðar
missti vald á henni og ók út af veginum við
Krossanesbraut, skammt sunnan fiski-
mjölsverksmiðjunnar, að nóttu til um
helgina. Bíllinn hafnaði ofan í fjöru, tug-
um metra neðan vegarins, mikið skemmd-
ur en ökumaðurinn slapp ótrúlega vel.
Hann slasaðist reyndar lítillega og var
fluttur á slysadeild, en þar bar helst til tíð-
inda að tekið var úr honum blóðsýni, enda
grunaður um ölvun.
Keyrði út af og
lenti niðri í fjöru
HREIÐAR Eiríksson lögfræðingur heldur
í dag fyrirlestur á Lögfræðitorgi HA sem
hann kallar Hernaðaríhlutun af mann-
úðarástæðum. Hreiðar lauk BA-prófi í lög-
fræði frá Háskólanum á Akureyri vorið
2006. Hann á að baki 20 ára feril í lögregl-
unni og hefur að auki starfað við frið-
argæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna í
Bosníu-Herzegóvínu og Líberíu. Fyrirlest-
urinn hefst kl. 12.00 í stofu L201 á Sólborg
við Norðurslóð.
Mannúðarástæður
fyrir hernaði