Morgunblaðið - 20.02.2007, Page 22
AP
Í stíl Brenda Forrester og hundarnir hennar
Diva og Ringo tóku þátt í skrúðgöngunni.
Gott Hundurinn Dixie
fékk ítalskan mat hjá
eiganda sínum Lindu
Giarratana
Fjólublá Púðluhundurinn Brule
tók sig vel út í múnderingunni.
HUNDAR fjölmenntu með eigendum sínum í árlega hundaskrúðgöngu sem haldin var í
bænum Deland á Flórída í síðustu viku. Hundarnir mættu í sínu fínasta pússi eins og
myndirnar bera með sér og gervin eftir því mörg. Ítalska línan, mótorhjólastíllinn og
lita- og munsturgleði áttu þar sína fulltrúa og hvuttarnir hafa efalítið ekki farið framhjá
neinum sem átti leið í bæinn þennan dag.
Skrautlegir í skrúðgöngu
Töff Chihuahua
hundurinn Chi-
quita er mótor-
hjólatýpan.
tómstundir
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Ég úlnliðsbrotnaði þegarvið vorum að keppa ámóti Haukum um dag-inn. Ég datt illa og ein
Haukastelpan datt ofan á mig og
höndin á mér beyglaðist einhvern
veginn undir mér. Þetta var rosa-
lega vont en ég kláraði samt að
spila leikinn. Ég fór daginn eftir
upp á slysavarðstofu og þá kom í
ljós að ég var brotin,“ segir Agnes
Guðmundsdóttir, sem spilar hand-
bolta með Gróttu. „Það var alveg
þess virði að halda þetta út, því við
unnum leikinn,“ segir hin unga
baráttukona sem hefur verið í
handboltanum frá því hún var tíu
ára, en hún verður sautján ára á
þessu ári.
Það er heilmikil vinna að vera í
boltanum, Agnes er á æfingum
fjórum sinnum í viku og inn á milli
eru leikir sem taka heilu kvöldin..
„Enda hef ég ekki tíma til að vera í
neinu öðru en handboltanum og
skólanum, en ég er á fyrsta ári í
Versló og nóg að gera í náminu.“
Agnes segir marga góða kosti
fylgja því að æfa handbolta.
„Það er mikið og gott félagslíf
sem fylgir þessu og þetta er góð
almenn hreyfing. Handboltinn veit-
ir mér mikla ánægju og ég er alltaf
glöð eftir æfingar. Ég á líka mínar
bestu vinkonur í boltanum. Þó svo
að margar hafi hætt og nýjar kom-
ið inn þá er ákveðinn kjarni sem
hefur alltaf haldið saman. Og þó
svo að við höfum ekki farið allar í
sömu framhaldsskólana í haust þá
höldum við góðu sambandi í gegn-
um boltann.“
Smitandi handboltaáhugi
Agnes segir að keppnisferðirnar
séu líka rosalega skemmtilegur
hluti af því að æfa handbolta, hvort
sem þær eru innan lands eða utan.
„Við eigum til dæmis margar
góðar minningar frá ferðalögum
sem við höfum farið í til Vest-
mannaeyja og Akureyrar og svo
höfum við líka farið í keppnisferðir
til Ítalíu og Svíþjóðar og það var
alveg meiri háttar.“
Agnes segir það frekar fúlt að
vera úlnliðsbrotin og mega ekki
spila með sínu liði.
„En ég mæti á bekkinn og hvet
stelpurnar áfram þegar það eru
leikir. Það þýðir ekkert annað en
vera með þó maður sé ekki inni á
vellinum. Svo verð ég að fara í
ræktina og halda mér í formi svo
ég dragist ekki aftur úr þeim á
meðan brotið er að gróa, því ég má
ekki æfa handbolta í fimm vikur.“
Handboltaáhugi Agnesar hefur
smitað út frá sér í fjölskyldunni því
að yngri systir hennar, Rebekka,
æfir líka handbolta hjá Gróttu.
Úlnliðsbrotin
á bekknum
Þó að hún fái ekki að spila með þá lætur hún sig ekki
vanta á bekkinn til að aðstoða og hvetja sínar stelpur.
Kristín Heiða Kristinsdóttir heyrði í stelpu með óbil-
andi handboltaáhuga og hönd í gifsi.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Brotin Agnes lætur gifsið ekki á sig fá, enda veitir handboltinn henni mikla ánægju.
„Þetta var rosalega vont
en ég kláraði samt að
spila leikinn. Ég fór beint
upp á slysavarðstofu að
leik loknum.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Á bekknum Þolinmóð hvetur hún áfram stelpurnar sínar.
khk@mbl.is
gæludýr