Morgunblaðið - 20.02.2007, Síða 24
Í Kaíró Halla og Ragna á Khan Al Khalili-markaðnum ásamt Regínu, þriðju systurinni, sem kom
í heimsókn er þær sátu á skólabekk í Egyptalandi í haust.
Upplifun Systurnar þrjár í heimsókn í Alexandríu sem er næststærsta borg Egyptalands. Þær
standa hér fyrir framan borgarvirkið. Egypska leiðsögustelpan Katrin er lengst til hægri.
Halla og Ragna Ólafs-dætur ljóma af sjálf-stæði þrátt fyrir unganaldur, þær urðu 22 ára
sl. aðfangadag sem er harla ungur
aldur miðað við þá reynslu sem
þær búa að. Þær eru frá Djúpavogi
en eiga heima í Danmörku þar sem
þær eru í námi og segjast vera
hálfgerðar flökkukindur.
„Við fluttum að heiman þegar við
vorum sextán til að fara í Verslun-
arskólann í Reykjavík í stað þess
að fara t.d. á Egilsstaði eða Höfn,“
segir Halla. Þær systur segjast
hafa haft þörf fyrir að kynnast
stærri stað en Djúpavogi. „Átti
maður að fylgja vinunum eða gera
eitthvað upp á eigin spýtur?“ út-
skýrir Ragna togstreituna í huga
þeirra. Skoðanir systranna og
væntingar til lífsins slá í takt við
keimlíkar raddir þeirra sem hálf-
erfitt er að greina á milli á bandi
blaðamanns. Þær ætluðu sér ekki
að lenda í sama bekknum í Versló,
nú þegar þær höfðu valið, en fylgd-
ust óvart að alveg út námið. Ekki
að þær vildu forðast hvor aðra –
eru raunar bestu vinkonur – en
sem tvíburi er stundum erfitt að
vera sjálfstæður. „Eitt sinn á fót-
boltaæfingu þegar ég hafði ekki
mætt talaði Ragna stanslaust um
okkur við eina nýja stelpu, við vær-
um að fara að gera þetta og hitt,
og stelpan varð eitt spurning-
armerki,“ segir Halla. „Þá fékk ég
högg, ég var orðin 18 ára og hugs-
aði að ég yrði aðeins að fara að
slíta mig frá. Við höfðum alltaf
þekkt sama fólkið sem skildi þetta
„við“,“ segir Ragna.
Bæklingur og tilviljun
Veturinn eftir útskrift fluttist
Ragna til Danmerkur og hóf nám í
arabísku og Austurlandafræðum í
Árósum og lauk fimmtu önninni í
janúar. Halla hefur nýhafið sama
nám. Hvernig skyldi þessi áhugi á
arabísku hafa vaknað?
„Þetta er fyrst og fremst áhugi á
annarri menningu, við höfum alltaf
haft mikinn áhuga á að læra tungu-
mál. Mér finnst öll menning sem er
öðruvísi en mín mjög spennandi.
Svo þegar ég var á leiðinni út til
Danmerkur var ég að fletta bækl-
ingi og um leið og ég rak augun í
arabískunámið vissi ég að ég yrði
að kynna mér þetta betur,“ segir
Ragna. Af tilviljun sá „hinn helm-
ingurinn“ líka umræddan bækling
og rak strax augun í arabísku og
íslamska menningu, án þess að
Ragna hefði gefið nokkuð upp. „Ég
byrjaði þó nám í fyrra í við-
skiptaháskóla úti því mig langaði
ekki að gera nákvæmlega það sama
og Ragna en svo átti viðskipta-
fræðin engan veginn við mig. Ég
varð bara að hætta að hugsa um að
ég væri tvíburi og gera það sem
mig langaði til,“ segir Halla einlæg.
Systurnar settust síðan á
egypskan skólabekk í Kaíró í haust,
Ragna í skiptinámi. Þær segja tvo
og hálfan mánuð hafa verið alltof
stuttan tíma sem þó hafi verið vel
nýttur. „Ég lærði miklu meira í
málinu heldur en í þessi tvö ár í
Danmörku,“ segir Ragna, og Halla
segist hafa lært stöku orð og skilji
þónokkuð og sé ánægð með það.
Þær bjuggust við vissu menning-
arsjokki í Kaíró sem kom á daginn.
„Við fundum svolítið úti hvað við
erum ungar en allir í náminu voru
a.m.k. tíu árum eldri – maður þarf
náttúrlega að hafa þroska til að
takast á við þetta,“ segir Ragna.
„Við skárum okkur talsvert úr í
útliti sem gat verið erfitt. Þarna
snýst allt um peninga og við vorum
orðnar svolítið þreyttar á prútt-
menningunni,“ segir Ragna. „Um
leið og maður fer að ná tökum á
tungumálinu verður allt miklu auð-
veldara,“ heldur Ragna áfram.
„Okkur fannst við vera öruggar í
þessari 20 milljóna stórborg sem
kom á óvart en maður heyrði aldrei
af neinu misjöfnu og allir eru mjög
vinsamlegir,“ lýsir Halla en segir
ferðamenn, sérstaklega bandaríska,
þó oft snuðaða t.d. af leigubíl-
stjórum. „Þeir eru yfirleitt ekki
hrifnir af Bush en ég held að
Bandaríkjamenn verði þó ekki mik-
ið fyrir barðinu á heimamönnum
sem er ótrúlegt í ljósi þess að
múslimar verða pottþétt fyrir að-
kasti í Bandaríkjunum.“ Halla segir
að hatursfull stefna sé ekki rekin í
þessu múslimalandi a.m.k. „Það
ríkir mikill náungakærleikur.
Moskur og kirkjur eru hlið við hlið,
þú hefur þitt samband við þinn guð
og ég við minn er hugsunin.“
Þær systur segjast sjálfar ekki
trúræknari en hinn venjulegi Ís-
lendingur en samfélagið í Egypta-
landi byggist hins vegar á trúnni.
„Við gengum alltaf framhjá mosk-
unni í hádeginu og það var svo
gaman að sjá að þar var allt troðið.
Allir standa saman og biðja, til að
sýna að allir séu jafnir í trúnni,
embættismaður og götusópari,“
segir Ragna og Halla tekur undir:
„Allt sem ég veit um þessa trú er
fallegt en múslimar eru alltaf í
þeirri stöðu að verja trú sína, eins
og vinkonur okkar í Danmörku,
það þurfum við ekki – og auðvitað
telja þau hryðjuverkamenn ekki
góða múslima,“ segir Halla. „Eina
sem er dregið fram um íslamstrú
er neikvætt. Og ég er pottþétt á
því að við komum þangað með ein-
hverja fordóma,“ segir Halla.
Ragna botnar: „Þótt maður sé allt-
af að berjast gegn því.“ Núna líti
þær öðrum augum t.a.m. á klæðnað
múslima og finnist flott hvernig
konurnar klæða sig í stíl við slæð-
urnar sem í huga margra tengist
kúgun.
Þær systur segja frá múslimsk-
um vinkonum sínum í Danmörku.
„Ein er að berjast við að vera bæði
dönsk og múslimi en önnur vill
bara vera mjög góður múslimi og
umgengst bara sína,“ segir Ragna.
Halla heldur áfram: „Ég myndi
segja að þessi sem er „sjálfstæðari“
hafi mjög heilbrigða hugsun: Ég
veit að ég er góð manneskja, ég
þarf ekkert endilega að vera með
slæðu, að biðja stanslaust eða vera
gift Líbana til þess að vera góður
múslimi. Ég held að flestir í kring-
um okkur hugsi þannig.“
Framtíð í arabískunni
Halla og Ragna sjá ýmsa mögu-
leika varðandi framtíðarstarf. „Mér
finnast margir vina minna fara
„skynsömu“ leiðina í námi en það
eru ýmsir möguleikar vegna fjölda
fólks frá Miðausturlöndum í Dan-
mörku, t.d. túlkastarf, jafnvel í
Kaíró,“ segir Ragna. Ísland sé þó
líka í myndinni, hér sé heimili
þeirra þrátt fyrir flökkueðlið og
eftirsóknarvert andrúmsloftið í
Danmörku andspænis stressinu
sem þær segja alltaf byrja þegar
þær komi hingað. En sem áhorf-
endur að fátæktinni í Kaíró og
stéttaskiptingu segjast þær hafa
fundið að þær hafi það gott hér.
„Ég tala nú ekki um mengunina,
manni var illt í augunum og það
var mengunarlykt af fötunum,“
segir Halla – eða var það Ragna?
Að síðustu bendir blaðamaður
þeim á með vísifingri að koma í
myndatöku en fær upplýsingar frá
systrum – sem gætu komið að
gagni síðar – um að puttahreyf-
ingin þýði einfaldlega „nú lem ég
þig“ samkvæmt arabískri hefð. Það
var og.
thuridur@mbl.is
Flökkukindur í arabískunámi
Morgunblaðið/Kristinn
Tvíburar Ragna (t.v.) og Halla Ólafsdætur eru sem ein manneskja; þær hrífast gjarnan af sömu hlutunum og eru
nú báðar í arabískunámi í Danmörku, enda alltaf haft áhuga á ólíkum menningarheimum.
Tvíburasysturnar Halla
og Ragna Ólafsdætur
dvöldu á framandi slóð-
um Egyptalands í Kaíró
í haust til að læra arab-
ísku. Þuríður Magnúsína
Björnsdóttir ræddi við
þær um heim múslima
og einstakt samband
tvíbura.
Sakkara Freyja Friðbjarnardóttir, móðir systranna, við hlið betlara.
daglegt líf
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ