Morgunblaðið - 20.02.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 20.02.2007, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SLÁANDI UPPLÝSINGAR Í umfjöllun Morgunblaðsins ásunnudag um sálrænar afleið-ingar kynferðisofbeldis gagn- vart börnum koma fram ýmsar slá- andi upplýsingar sem vert er að huga nánar að og þeir sem stýra rannsókn- um á meintri kynferðislegri misnotk- un barna ættu að hafa í huga. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart, að ekki er hægt að veita barni meiri skaða en misnota það kynferð- islega, eins og Valgerður Baldurs- dóttir lýsti í samtali við Orra Pál Ormarsson blaðamann. Það liggur í augum uppi að börn setja traust sitt á fullorðið fólk og þau eiga líka að geta treyst því að þau fullorðnu annist þau og séu góð við þau. Verði misbrestur þar á og fullorðnir einstaklingar fremji þá svívirðu að misnota börnin kynferðislega, sitja börnin eftir, með brotna sjálfsmynd og uppfull af skömm, eins og Ingibjörg Þórðar- dóttir lýsti því í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur blaðamann. Það ligg- ur líka í augum uppi, að því meiri er skaðinn, sem gerandinn stendur þol- andanum nær, því í einni svipan sviptir gerandinn barnið sakleysi sínu og því trausti sem barnið hefur borið til gerandans, með öldungis ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þær upplýsingar sem koma hvað mest á óvart í ofangreindri umfjöllun, koma fram í viðtali Ingu Rúnar Sig- urðardóttur við Vigdísi Erlendsdótt- ur sálfræðing, forstöðumann. Vigdís hefur verið forstöðumaður Barna- húss frá upphafi og fáir ef nokkur hafa því jafnmikla reynslu að baki og hún í því að vinna markvisst með börnum sem hafa orðið fyrir kynferð- islegu ofbeldi. Vigdís upplýsir að hægt sé að tak- marka umfang skaðans ef gripið er inn í fljótt og vel þegar grunur um misnotkun vaknar. Í þeim efnum bendir Vigdís á að ekki sé nægilega vandað til lögreglurannsókna og að stundum líði mál fyrir það að þau séu ekki rannsökuð nægilega hratt og vel, sem geti aftur leitt til þess að ekki sé ákært vegna þess að með rannsókninni sé ekki búið að afla nægilega mikilla og ítarlegra gagna. „Mér finnst líka að það eigi að taka skýrslu af börnunum eins fljótt og auðið er og fyrr en nú er gert. Ég sá í einu máli um daginn að fimm ára barn beið í níu daga með að gefa skýrslu. Það er langur tími fyrir fimm ára barn. Ég hefði talið að það ætti að taka skýrslu af barninu sama dag og það segir frá,“ segir Vigdís. Í þessum efnum hefur Vigdís Er- lendsdóttir lög að mæla. Eðlileg og sjálfsögð viðbrögð þeirra sem rann- saka grunsemdir um að börn hafi ver- ið misnotuð kynferðislega eiga að vera þau að taka þegar í stað skýrslu af barninu. Þetta veit lögreglan auð- vitað og ef það kostar nýja forgangs- röðun á verkefnalista lögreglunnar, þá er það gott og blessað. Sálarheill barnanna, sem verða fórnarlömb full- orðinna og kynferðislegur leiksopp- ur, er í húfi, og það ber lögreglunni að hafa að leiðarljósi. GLÍMAN VIÐ HEIMSVANDANN HEFST HEIMA Velmegun hefur aldrei verið meiri íheiminum en um þessar mundir og hún eykst ár frá ári. Velmegunin kostar hins vegar sitt. Drifkraftur velmegunarinnar er orka og hún er notuð ótæpilega. Dag hvern brennir mannkynið tíu milljónum tunna af ol- íu og bætist það ofan á 12,5 milljónir tonna af kolum og 7,5 milljónir rúm- metra af gasi. Forðabúr þessara orkugjafa er ekki endalaust og meng- unin, sem brennsla þeirra veldur, mun hafa í för með sér að stórir hlut- ar jarðarinnar verða óbyggilegir ef fram heldur sem horfir. Á Íslandi hefur umhverfisvitundin ekki náð til mengunar af völdum út- blásturs nema að takmörkuðu leyti. Þegar eldsneyti hækkar í verði hefst ekki umræða um notkun sparneyt- nari bíla heldur koma fram kröfur um að lækka álögur á bensín. Það er hins vegar augljóst að mannkynið þarf að breyta neysluvenjum sínum til þess að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda og því fyrr sem það er gert og þeim mun almennari sem þátttakan er þeim mun líklegra er að það verði gert án þess að fórna lífsgæðum. Sigurður Ingi Friðleifsson, fram- kvæmdastjóri Orkuseturs, segir í við- tali við Baldur Arnarson í Morgun- blaðinu í gær að hann telji að með fjölgun dísilbíla myndu stjórnvöld stíga stórt skref í þá átt að draga verulega úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Hann bendir á að bílakaup sé langstærsta „umhverfisákvörðun sem íslenskir neytendur geta tekið“. Bifreiðar nýta orkuna sérlega illa. Á milli 70 og 80 af hundraði orkunnar, sem verður til í bílvél, fer í allt annað en að knýja bílinn áfram. Dísilvélar eru hins vegar nýtnari en bensínvél- ar, eyða minna eldsneyti og losa minna koldíoxíð, eins og Sigurður Ingi bendir á. Hann hefur verið í starfshópi, sem nefnist Vettvangur um vistvænt eldsneyti og hefur lagt fram tillögu um breytingar á skatta- lögum þannig að innflutningsgjöld miðist við útblástursgildi en ekki sprengirými bílvéla líkt og í dag. Í Noregi tóku um áramót gildi reglur um að miða innflutningsgjöld á bif- reiðar við útblástursgildi. Hafa sumir bílar lækkað í verði og aðrir hækkað, jafnvel svo um munar. Staðan í umhverfismálum er orðin það alvarleg að nú duga engin vett- lingatök lengur. Íslendingar eru ekki stikkfrí í þeim efnum frekar en aðrir jarðarbúar. Ástandið kallar á bylt- ingu hugarfarsins og hún verður ekki knúin fram nema með markvissum aðgerðum, til dæmis með því að haga gjöldum á bifreiðar þannig að það ýti undir kaup á bílum sem losa minna af gróðurhúsalofttegundum. Glíman við heimsvandann hefst heima. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ MIKIL eftirvænting ríkir um hversu mikið matarverð muni lækka í kjölfar þeirra aðgerða sem rík- isstjórnin hefur boðað um næstu mán- aðamót. Búið er að virkja Samkeppniseft- irlitið, Neytendastofu, Talsmann neytenda, Neytendasamtökin, ASÍ og allur almenningur er auk þess hvattur til að halda vöku sinni og fylgjast með því hvort matvælaverð lækki eins og að er stefnt. Aðhalds- aðgerðirnar beinast að því að fylgjast með hvert útsöluverð varanna er, en ekki hvað veldur breytingum sem verða á matvælunum. Ætla má að hverjar svo sem verð- breytingarnar verða eft- ir 1. mars verði alltaf til- efni til gagnrýni og deilna um að hve miklu leyti aðgerðirnar skili sér til neytenda. Hversu mikið lækkar verðið 1. mars? Eitt fyrirsjáanlegt ágreiningsefni verður um hverjar verðbreyt- ingarnar eiga að vera. Verður lækkunin 14– 16% eins og ríkisstjórnin hefur boðað með yfirlýs- ingu frá 9. október sl.? Mun lækkunin aðeins nema um 8,7% eins og Hagstofan hef- ur áætlað? Eða verður hún nálægt 10% eins og ýmsir hagsmunaaðilar atvinnu- lífsins hafa talið? Aðalmunurinn á þessum útreikningum felst í því hvort tollabreytingar muni hafa einhver áhrif og þá hversu mikil þau verða. All- ir hafa samt haft til hliðsjónar skýrslu formanns matvælaverðsnefndar sem var birt síðastliðið sumar. Annað mál sem má vænta að verði álitamál varðar verðsamanburð við Norðurlönd og Evrópu. Þess er skemmst að minnast að forsíðugreinar dagblaðanna sögðu frá því að verð á matvælum hér á landi væri 62% hærra en að meðaltali í 15 Evrópusambands- ríkjunum. Fljótlega kom þó í ljós að vegna gengisskráningar á umræddum tíma hefði þessi verðmunur verið tug- um prósentna lægri ef miðað hefði ver- ið við skráð gengi krónunnar gagnvart evru nokkrum dögum síðar. Þannig geta niðurstöður verðsamanburðar við önnur lönd verið tilviljanakenndar eft- ir því við hvaða skráningardag gengis er miðað. Algengt er að stjórnendur verslana kvarti undan því að þeir sem fram- kvæmi verðkannanir séu að bera saman epli og appelsínur í þeim skiln- ingi að mismunandi vöru- merki séu borin saman. Þeim þykir ekki sann- gjarnt að leggja að jöfnu einingaverð á dýrum sæl- keramat og ódýrri fjölda- framleiðslu, þó um sömu matartegund sé að ræða. Þá er oft hætta á að ekki komi fram lægsta verðið í verðkönnunum þegar eingöngu er borið saman verð á sambæri- legum vörumerkjum. Sumar verslanir geta t.d. haldið niðri vöruverði með því að selja vörur með eigin vörumerki eða merki tiltekins innkaupa- sambands. Þessar ódýru sérmerktu vörur eru því stundum útundan í verð- samanburði vegna þess að aðrar verslanir hafa þær ekki til sölu og eru því ekki gjaldgengar í verðsamanburði. Fjölmarga aðra þætti mætti nefna um vanda við verðsamanburð. Má þar nefna eftirtalið:  Verndartollar og ýmis gjaldtaka eins og vöru- gjöld og virðisaukaskattur getur haft áhrif á endanlegt vöruverð sem ekki kemur fram í samanburðarkönnunum.  Mismunandi þjónustustig verslana allt frá lávöruverslunum til sérversl- ana með háu þjónustustigi hefur eðli- lega áhrif á verðið.  Launakostnaður og annar rekstr- arkostnaður er mismunandi milli svæða og getur haft áhrif á vöruverð.  Flutningskostnaður til landsins og um landið getur haft áhrif í vöruverð.  Íslensk verslunarfyrirtæki eru oft í erfiðri stöðu hvað varðar hagkvæm magninnkaup vegna lítils markaðar.  Sumir erlendir framleiðendur skipta markaðnum í svæði og setja mismunandi verðmiða á vöru sína eftir kaupgetu almennings í hverju landi fyrir sig. Með þessum dæmum er ekki verið að draga úr mikilvægi verðkannana. Þvert á móti eru þær mjög mik- ilvægar, ekki síst til a legri samkeppni í ver sanna þessi dæmi mik hafa í huga að verðka samanburður getur a en í mesta lagi að gefa hvort álagning er óeð verslun miðað við aðr ástæður geta legið að sem nefndar hafa ver er að skella skuldinni liðinn í keðjunni, vers eimir enn eftir af fort danskra kaupmanna anum hér á landi. Tollalækkun á græ skilaði sér Skemmst er að min sem var hér á landi um matvæli árið 2001 og háu verði á grænmeti paprika oft nefnd í þv Stjórnvöld ákváðu ári við háværum kröfum niðurfellingu á tollum breyta stuðningsaðge lendra grænmetisfram greiðslur. Þá voru upp lækkunin myndi ekki enda því kaupmenn m færið og selja vöruna áður og stinga mismu vasa. Þessar hrakspá eins og ljóst er orðið. Eins og kemur fram mynd um samanburð neysluverðs og verðla drykkjarvöru kemur verðlag á matvöru læ ið 2002 þegar tollar á afnumdir. Á meðan ví Vandinn við verðkannani Eftir Emil B. Karlsson »Enginn vafier á því að svokallaðar of- ur-lágvöruversl- anir á borð við Lidl og Aldi sem hafa verið að hasla sér völl á hinum Norð- urlöndunum fylgjast vel með því sem gerist hér á landi… Emil B. Karlsson Ý mis lagaákvæði lúta að vernd barna gegn kyn- ferðislegu ofbeldi. Í samningi Sam- einuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem í daglegu tali kallast Barnasáttmálinn, er t.d. kveðið á um að aðildarríki samningsins skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir, m.a. á sviði löggjafar, til þess að vernda börn gegn hvers kyns ofbeldi, þar á meðal kynferð- islegri misnotkun. Barnasátt- málinn öðlaðist gildi hér á landi árið 1992. Í stjórnarskránni kemur fram að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun að beiðni dómsmálaráðherra og var lagafrumvarp lagt fram á síðasta þingi og aftur á því þingi sem nú stendur. Fyrsta umræða um frumvarpið var 19. október sl., en það er nú í hönd- um allsherjarnefndar. Frumvarpið tekur til ýmissa þátta annarra en kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, dró helstu efnisatriðin fram í framsöguræðu sinni: „Helstu nýmælin eru: Lagt er til að hugtakið nauðgun verði rýmkað mjög frá því sem nú er. Gert er ráð fyrir að önnur kynferðisnauðung og misnotkun á bágu andlegu ástandi og því að þolandinn get- ur ekki spornað við verkn- aðinum eða skilið þýðingu hans teljist nauðgun. Við það munu sem velferð þeirra krefst og í barnaverndarlögum eru ákvæði sem veita börnum vernd gegn kynferðislegu of- beldi. Loks er svo að nefna kyn- ferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Ákvæði 194.– 199. gr. hegningarlaga taka til brota gegn börnum jafnt sem fullorðnum. Auk þess eru fjög- ur ákvæði, 200.–202. gr., sbr. 204. gr., sem sérstaklega er ætlað að vernda börn og ung- linga fyrir kynferðislegri mis- notkun og áreitni. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við Háskóla Íslands, endurskoðaði kynferð- isbrotakafla hegningarlaganna Lagt til að refsingar Engum blandast lengur hugur um hve al- geng kynferðisbrot eru og skaðleg, bæði fyrir þann sem fyrir þeim verður og sam- félagið í heild, segir í greinargerð með frumvarpi um endurskoðun kynferð- isbrotakafla hegningarlaganna. Ragnhild- ur Sverrisdóttir kynnti sér frumvarpið, sem nú liggur fyrir þingi. Griðastaður Í Barnahúsi Sólheim

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.