Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SUNNUDAGINN 11. febrúar sl. gerði ég mér ferð í Mosfellsbæ, nán- ar tiltekið í Álafosskvosina, til að kynna mér betur framkvæmdir við tengiveg frá Álafosskvosinni að fyr- irhuguðu íbúðarhverfi í Helgafellslandi, sem þar eru í fullum gangi. Eftir að hafa horft á framkvæmdarsvæðið í dágóða stund frá ýms- um hliðum get ég vel skilið örvæntingu þeirra sem vernda vilja kvosina. Augljóslega þolir svæðið engan veginn þessa braut og það sem meira er, þetta svæði og áfram upp með Varmánni er eitt mest sjarmerandi svæði á höfuðborgarsvæðinu. Gömlu byggingarnar, áin, skógurinn og kvosin – stemmningin sem maður upplifir þarna er alveg rosalega skemmtileg – maður fer á svolítið tímaflakk. Og svo er Varmáin á nátt- úruminjaskrá því hún er eitt fárra varmavatna á landinu og hefur mikið vísindalegt gildi. Á svæðinu eru því virkilega fín tækifæri fyrir Mos- fellsbæ að byggja upp eitthvað mjög sérstakt, til dæmis í anda þess sem hefur verið að vaxa þarna … en nei, setjum tengibrautina þarna. Formaður skipulags- og bygging- arnefndar Mosfellsbæjar segir í Morgunblaðinu hinn 12. febr. sl. að núverandi lega tengibrautarinnar sé besta leiðin. Allar leiðir inn í hverfið hafi verið skoðaðar ítarlega af fag- fólki og niðurstaðan sé að þetta er besta lausnin … Ég er sammála! Þó með þeim fyrirvara að ég gleymi sögunni, náttúrunni, menning- arminjunum, stemmningunni, griða- staðnum, umferð- argnýnum, sjónrænni mengun, loftmengun, árniðnum og hug- myndum um að hlúa að litlum framleiðendum og listamönnum. Að teknu tilliti til þessara atriða … er ég hinsvegar algjörlega ósammála! Ég þykist nokkuð viss um að fag- fólkið sem vann þessa vinnu gerði það vel en hverjar voru forsend- urnar? Kannski hag- kvæmni, umferðartæknileg atriði, stysta vegalengd milli A og B? Ekki slæmt en alls ekki nóg. Hefði þekk- ing annarra fagstétta breytt ein- hverju varðandi niðurstöðu? Var til dæmis kynnt fyrir skipulags- og byggingarnefnd álit sálfræðinga sem hafa skoðað áhrif umhverfis á líðan fólks? Var blaðað í einhverjum rannsóknaniðurstöðum um þetta efni? Nóg er nú til af niðurstöðum, ef áhugi er fyrir hendi. Hvers virði er eitthvað sem kalla má „sérstök stemmning“ – þokukennt hugtak, ekki satt? Allir finna samt fyrir henni. Núverandi Álafosskvosar- stemmning hefur orðið til á löngum tíma – núna skal henni fórnað fyrir aðra stemmningu. Hvaða máli skipt- ir það? Núverandi Álafosskvosar- stemmning er óánægð með að missa starfið og ákveður að senda bæj- arstjórn Mosfellsbæjar reikning fyr- ir sitt framlag. Hún tekur 2.000 kr. á tímann og hefur unnið 24 tíma á dag, alla daga ársins. Henni finnst sann- gjarnt að miða upphaf sitt við það þegar Björn Þorláksson hóf ullar- vinnslu á svæðinu árið 1896 eða fyrir 111 árum. Reikningurinn hljóðar upp á 1.944.720.000. Væru jarðgöng ekki þá ódýrari kostur? Ég hef ekki hugmynd um hvernig á að leysa þetta mál, en að fórna menningarminjum, stemmningu sem á sér fáar hliðstæður á Íslandi, fjölbreyttu listamannaumhverfi, hljóðveri heimsþekktrar hljóm- sveitar og fallegri náttúruperlu, fyr- ir það að koma, að minnsta kosti, 1.000 bílum til og frá Helgafellslandi á degi hverjum ber vott um afar skammsýnt hugarfar, svo ekki sé meira sagt. Skiptir stemmning einhverju máli? Páll Jakob Líndal fjallar um samgöngumál í Mosfellsbæ »Hverju er fórnaðmeð fyrirhugaðri tengibraut milli Álafoss- kvosar og Helgafells- lands? Fjölmörgu, með- al annars stemmningu! Páll Jakob Líndal Höfundur er líffræðingur og BA í sálfræði. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is STÓR orð hafa fallið í blaðagrein- um um spildu eina við Miðskóga á Álftanesi. Hún er við Vestri- Skógtjörn sem er fágæt nátt- úruperla og fuglalíf fjölbreytt. Lóðum við þessa litlu sjávartjörn var úthlutað fyrir áratugum. Mennirnir nota reglustiku en nátt- úran ekki! Þarna er tjörnin vog- skorin og vonlaust að reisa hús án þess að fylla upp í tjörnina að hluta. Vilja menn það? Ég stikaði þessa spildu að gamni mínu og fæ ómögulega séð að hún sé 1.470 fermetrar að stærð eins og ég sá í einni blaða- greininni. Hvenær var það mælt? Þarna er flóð og fjara. Hafa sjáv- arföll ekki áhrif á mörgum áratug- um? Mér blöskra blaðaskrifin og fékk því sérfræðing með mér nið- ur í fjöru. Hann var mér sammála og benti mér á að ef leyfð væri uppfylling á þessum viðkvæma stað hefði það fordæmisgildi! Ég er nýflutt í Miðskóga og skipti mér ekki af kryt manna. Hann vekur furðu mína. Þó vil ég koma sjónarmiði mínu á framfæri í eitt skipti fyrir öll. Náttúran á sér of fáa talsmenn. Vonandi gera menn sig ekki oft- ar að athlægi með fáránlegum staðhæfingum og ákúrum í frétta- blöðum allra landsmanna. Ég fráb- ið mér að þurfa að lesa fleiri slíkar greinar. Skítkast dæmir sig sjálft. Hvað varðar alla Íslendinga um smáspildu á Álftanesi? Íbúar við Skógtjörn hljóta að geta notið þessa dýrlega umhverfis í sátt og samlyndi. Náttúran hér er gersemi sem má ekki raska. ÁSTHILDUR SVEINSDÓTTIR Miðskógum 4, Álftanesi. Sjávarlóð á Álftanesi Frá Ásthildi Sveinsdóttur: ÞAÐ er afar eðlilegt að fólk hafi mis- munandi skoðanir um hvort eða hvar skuli rísa álver. Það er líka afar eðli- legt að fólk hafi mismunandi skoð- anir um hvort eða hvar skuli virkja. Ljóst er að það munu ekki rísa mörg álver til viðbótar hér á landi og því er mikilvægt að vanda valið eins og kostur er. Undirritaður er einn þeirra sem telja það skyldu okkar að nýta þá orku sem við höfum. Þá tel ég mig vera jafnmikinn unnanda ís- lenskrar náttúru og þá sem eru ósammála mér hvað varðar virkjanir og álver. Álver á Húsavík er góður kostur af ýmsum ástæðum. Orka í formi jarðvarma er til staðar, tiltölulega stutt að flytja hana til Húsavíkur og síðast en ekki síst yrði þetta gríð- arleg lyftistöng fyrir atvinnulíf á Norðurlandi. Menn mega nefnilega ekki gleyma því að hluti þess sem kallast lífsgæði er að hafa trausta at- vinnu og blómlegt mannlíf. Atvinnu- ástand á Norðurlandi hefur verið frekar veikburða í nokkurn tíma og nokkuð ljóst að það mun ekki bragg- ast nema eitthvað nýtt komi til. Sjávarútvegur og landbúnaður eru greinar sem ekki munu bæta við sig mannskap á komandi árum og því er álver við Húsavík kjörið tækifæri til styrkingar í atvinnumálum á Norð- urlandi. Ef menn horfa raunsætt á málið má segja að það sé lífs- nauðsynlegt fyrir svæðið að þetta verkefni komist á koppinn. Menn eru búnir að vera það lengi í bullandi vörn að nú er tími til kominn að fara framar á völlinn og hefja sókn- araðgerðir. Allir sem vilja sjá kraftinn sem er á Austurlandi í kjölfar þeirrar upp- byggingar sem þar á sér stað. Fólk sem var orðið nánast eignalaust í óseljanlegu húsnæði á Reyðarfirði hefur nú fengið sínar eignir aftur og er það vel. Því vil ég hvetja þá sem eru að vinna að þessu máli og bæta við einni tönn. Álver á Húsavík er okkar besti kostur til að bæta búsetuskil- yrði á Norðurlandi og það tækifæri eigum við að nýta. ANTON BENJAMÍNSSON, Rimasíðu 5, Akureyri. Álver á Húsavík Frá Antoni Benjamínssyni: EFST á baksíðu Morgunblaðsins 12. febrúar var fjögurra dálka fyrirsögn yfir frásögn af „fundi“ í Árnesi. Fyr- irsögnin var „Virkjunaráformum í Þjórsá harðlega mótmælt“. „Fund- inn“ sóttu að sögn blaðsins um 400 manns. Hafi þessi frásögn blaðsins átt að vera frétt þá vil ég gjarnan koma á framfæri þeirri ábendingu að í hana vantaði veigamiklar upplýs- ingar um að þarna var frekar um að ræða samkomu að hætti trúfélaga en fund í lýðræðisríki. Í hádegisfréttum ríkisútvarpsins 12. febrúar var frá því sagt að Lands- virkjun óskaði eft- ir að mega upp- lýsa fundarmenn um hvernig hún hygðist standa að verki. Því var al- farið hafnað. Lík- lega til að koma í veg fyrir að „sá svarti sjálfur“ gæti ruglað söfn- uðinn. Að sögn útvarpsins var fund- armönnum boðið að tjá sig í tvær mínútur um fundarefnið, en tekið fram að þeir einir fengju orðið, sem væru andvígir virkjunum! Að lokum var afgreidd ályktun frá fundinum. Fundarstjóri tók fram þegar hann kynnti ályktunina að heimilt væri að afgreiða hana með lófaklappi og hafði hann tæpast sleppt orðinu þegar reykvísku safn- aðarbræðurnir á fremsta bekk lyftu höndum og lófaklappið dundi. Þan- neginn var komið í veg fyrir hugs- anleg mótatkvæði eða hjásetu og meintur „einhugur fundargesta gull- tryggður“. Satt best að segja þá er svona uppákoma miklu nær því að vera iðk- un átrúnaðar en fundur frjálsborins fólks. BIRGIR DÝRFJÖRÐ, í flokksstjórn Samfylkingarinnar og áskrifandi Morgunblaðsins. Meintur fundur í Árnesi Frá Birgi Dýrfjörð: Birgir Dýrfjörð EINN er sá skattur sem allir landsmenn greiða frá 16 ára aldri til 67 – skatturinn í Framkvæmdasjóð aldraðra, líklega að undanskildum þeim sem aðeins greiða fjár- magnstekjuskatt! Hann var settur á með lögum 1981 og átti að standa undir byggingu hjúkrunar- og dval- arheimila fyrir aldr- aða. Illu heilli var gerð sú breyting upp úr 1990 að heimila fram- lög úr sjóðnum til rekstrar heimila aldr- aðra. Þetta leiddi til þess að nærri helmingi tekna eða tæpum 5 milljörðum var ráðstafað til annars en nýbygginga. Afleiðingin – langir biðlistar eftir hjúkrunarrými og hátt í eitt þúsund manns ennþá í fjölbýli á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Siv gefur út bækling – Fram- kvæmdasjóður aldraðra borgar Fyrir skömmu kom í ljós að sjálf- ur heilbrigðisráðherrann, mitt í þessu ástandi lét sjóðinn borga fyrir sig, gerð og dreifingu bæklings, þar sem sýn ráðherrans í öldr- unarmálum var vegsömuð. Samtals kostaði þetta sjóðinn 1.324.558 kr. Þar má finna kafla um fjölgun hjúkr- unarrýma á næstunni sem forgangs- verkefni ráðherrans og nefnt í því sambandi, Hafnarfjörður og Garða- bær, Lýsislóðin í Reykjavík og heim- ilið við Suðurlandsbraut, en það á að taka í notkun 2008 samkvæmt fram- tíðarsýn hans. Við úthlutun úr Framkvæmdasjóðnum fyrir 2007 er hins vegar ekki króna til þessara staða. Megnið af peningunum fer reyndar á gamalkunnar slóðir eins og til Hrafnistu, Grundar og Eyrar eða til verkefna, sem tengjast þess- um stofnunum. Rifja má upp að for- veri Sivjar í embætti, Jón Krist- jánsson, skrifaði undir yfirlýsingu vorið 2002 um að hjúkrunarheimilið við Suðurlandsbraut ætti að komast í gagnið 2005! Því miður er þessi bæklingur ekki einu sinni pappírsins virði, enda helmingur hans, myndasýnishorn af gömlu fólki og það bita- stæðasta í textanum, tekið upp úr ályktunum og stefnumálum sam- taka eldri borgara. Borgað og borgað úr sjóðnum Framkvæmdasjóður aldraðra hefur hins vegar borgað ýmislegt fleira. Með harðfylgi hafa þær, Margrét Margeirsdóttir, stjórnarmaður í sjóðnum og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þing- kona, kríað út takmarkaðar upplýs- ingar um greiðslur úr sjóðnum og þar kemur margt fróðlegt í ljós. Sjóðurinn virðist mjög velviljaður söng- og tónlistarlífi í landinu og tónleikahald var styrkt um 669 þús- und krónur á sl. ári. Fyrr hlaut Óp- erukórinn í Reykjavík hálfa milljón og ýmsir þekktir tónlistarmenn hafa notið góðs af sjóðnum. Mest fær þó Háskóli Íslands, þar sem sjóðurinn fjármagnar árlega heila kenn- arastöðu og styrkir auk þess rann- sóknarstarf. Tölvufyrirtækið Stiki virðist vera fastur kúnni og fær tugi milljóna árlega og einnig nýtur Landlæknisembættið góðs af sjóðn- um. Vinna við svokallað RAI-mat og vistunarmat virðist og fjármagnað með fé úr þessum sjóði. Allt kann þetta að vera gott og gilt, en er það hlutverk Framkvæmdasjóðs aldr- aðra að fjármagna þessi verkefni? Á þessu ári mun sjóðurinn t.d. verja um 60 milljónum króna í hin ýmsu verkefni, alls óskyld viðhaldi og rekstri, hvað þá nýbyggingum. Fyr- ir þá upphæð mætti margt gera í bráðavanda Alzheimerssjúklinga. Gögn horfin AFA – Aðstandendafélag aldr- aðra mun ganga stíft eftir því við heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið, að leggja á borðið öll gögn og ársreikninga um greiðslur úr Fram- kvæmdasjóðnum a.m.k. frá árinu 1992. Því er að vísu borið við að eldri bókhaldsgögnum hafi verið eytt vegna fyrningarreglna og annað komið í trausta geymslu. Vonandi eiga þó einhverjir passasamir stjórnarmenn gögn í fórum sínum. Kjósendur dæmi ráðherrann Það er dapurt hvernig hinn glæsi- legi stjórnmálamaður, Siv Friðleifs- dóttir, hefur haldið á málum aldr- aðra í núverandi ráðherratíð. Í stað samráðs og sameiginlegs átaks með samtökum eldri borgara og aðstand- enda þeirra, hefur verið flaggað fögrum loforðum án innihalds. Að seilast sjálf í þennan sjóð allra lands- manna til að fullnægja persónu- legum metnaði sínum, ætti að vera fullt tilefni til að biðjast afsökunar – hið minnsta. Það hefur hún hins veg- ar ekki gert og virðist ekkert skammast sín. Kjósendur í hennar kjördæmi verða því að meta það í vor, hvort hún sé á vetur setjandi. Framkvæmdasjóður aldraðra – í vasa heilbrigðisráðherra Reynir Ingibjartsson fjallar um Framkvæmdasjóð aldraðra » Í stað samráðs ogsameiginlegs átaks með samtökum eldri borgara og aðstandenda þeirra, hefur verið flaggað fögrum lof- orðum án innihalds. Reynir Ingibjartsson Höfundur er formaður AFA – Aðstandendafélagi aldraðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.