Morgunblaðið - 20.02.2007, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 20.02.2007, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn AF HVERJU STENDUR „VARIÐ YKKUR Á KÖTTUM“ Á SKILTINU ÞÍNU? VARIÐ YKKUR Á KÖTTUM! VARIÐ YKKUR Á KÖTTUM! VARIÐ YKKUR Á KÖTTUM! VEGNA ÞESS AÐ KETTIR ERU VONDIR EF ÞÚ TEKUR ÞAÐ EKKI NIÐUR ÞÁ BER ÉG ÞIG MEÐ ÞVÍ! SJÁÐU BARA! HUNDAR ERU MJÖG OFT EINMANA KETTIR HATA OKKUR... HESTAR STÍGA Á OKKUR... VILLIDÝRIN LÍTA NIÐUR Á OKKUR ÆI... ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ FÓLK ER TIL! KANNSKI HEFUR KALVIN FARIÐ AÐ TÍGRISDÝRA- GRYFJUNNI. HANN HEFUR SVO GAMAN AÐ TÍGRISDÝRUM HA HA! KANNSKI ER HANN BARA OFAN Í GRYFJUNNI, FYRST HANN HEFUR SVONA GAMAN AÐ ÞEIM NÚNA ÆTLUM VIÐ AÐ SYNGJA DRYKKJUSÖNG VÍKINGANNA DREKKA DREKKA DREKKA DREKKA DREKKA DREKKA DREKKA DREKKA DREKKA DREKKA DREKKA DREKKA DREKKA DREKKA DREKKA! EN BARA Í HÓFI LONE RANGER OG NÝI AÐSTOÐAR- MAÐURINN HANS, SEM FENGINN VAR VEGNA KVARTANA UM KYNÞÁTTAFORDÓMA NÚ ER NÓG KOMIÐ! ÞÚ ERT BÚINN AÐ VERA LEIÐUR Í MARGA DAGA! ÞAÐ ER AUGLJÓST AÐ ÞAÐ ER EITTHVAÐ AÐ OG ÉG ÞARF AÐ FÁ AÐ VITA HVAÐ ÞAÐ ER! RAJIV VAR AÐ SEGJA MÉR AÐ EINN AÐAL VIÐSKIPTAVINUR OKKAR ÆTLAÐI AÐ SEGJA UPP SAMNINGNUM SÍNUM ERTU BÚINN AÐ VERA SVONA LEIÐUR ÚT AF ÞVÍ? AF HVERJU SAGÐIR ÞÚ MÉR EKKI FRÁ ÞVÍ? ÉG VAR HRÆDDUR UM AÐ ÞÚ YRÐIR FÚL ÉG ER KOMINN TIL ÞESS AÐ HITTA LÆKNINN GÓÐAN DAGINN HERRA PARKER KOMDU MEÐ MÉR INN Á SKRIFSTOFU EKKERT MÁL SÍÐAST ÞURFTI ÉG AÐ BÍÐA Í MEIRA EN KLUKKU- TÍMA AFLÝSTU HINUM TÍMUNUM MÍNUM AF HVERJU ER ÉG EKKI SÁTTUR VIÐ ÞETTA? VEIÐIMAÐUR hugar að veiðigildru sinni við Manilaflóa á Filippseyjum. Flóinn þykir afar fallegur og í honum er finna eitt besta, náttúrulega hafn- arstæðið í veröldinni. Reuters Hugað að afla Ámorgun miðvikudag efnaFeministafélag Íslands,Kvennaathvarfið, Kven-réttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Neyðarmóttaka vegna nauðgana, Rannsóknarstofa í kvenna- og kynja- fræðum, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Stígamót og UNIFEM á Íslandi til morgunverðarfundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Fundurinn er haldinn undir yf- irskriftinni Stefnumót við stjórn- málaflokka: Kynbundið ofbeldi. Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta: „Framundan er kosn- ingavor og viljum við nota tækifærið og hlýða stjórnmálaflokkunum yfir í þessum málaflokki.“ Guðrún segir hafa mátt merkja ánægjulega þróun í starfi kvennahreyfingarinnar á und- anförnum árum og eiga kvenna- samtök í auknum mæli samstarf um leiðir og stefnur í baráttumálum: „Við beitum samtakamætti okkar til að krefja stjórnmálaflokkana um að- gerðir og viljum setja þennan mála- flokk á dagskrá strax í upphafi kosn- ingabaráttunnar.“ Fundurinn hefst með stuttum inn- gangserindum Guðrúnar, Ásu Ólafs- dóttur lögfræðings og Kristínar Ást- geirsdóttur forstöðumanns Rannsóknarstofu í kvenna- og kynja- fræðum við Háskóla Íslands: „Nú liggur fyrir frumvarp dóms- málaráðherra sem endurskoðar kyn- ferðisbrotahluta hegningarlaga. Þar hefur Björn Bjarnason tekið til hend- inni og leiðrétt ýmis úrelt lagaákvæði sem þurfti nauðsynlega að lagfæra,“ segir Guðrún. „Þó eru viss ákvæði sem við erum allar sammála um að þurfi að breyta og er eitt stærsta ágreiningsefnið hvernig nýja frum- varpið fjallar um vændi. Við álítum vændi eina birtingarmynd kynbund- ins ofbeldis og viljum að lögin fari með vændi sem slíkt og geri þá sem kaupa vændi ábyrga.“ Guðrún segir kynbundið ofbeldi umfangsmikið vandamál og vitund- arvakningu hafa átt sér stað síðustu ár hér á landi: „Þróuninni má líkja við vatnaskil og fólk sem beitt hefur verið þessu ofbeldi er orðið meðvitaðra um hversu alvarlegum mannréttinda- brotum það hefur orðið fyrir,“ segir Guðrún. „Við verðum áþreifanlega vör við þessa þróun hjá Stígamótum; fólk leitar í auknum mæli til okkar um aðstoð og við erum farin að veita þjónustu víðar um land. Meðal ann- ars höfum við hafið tilraunaverkefni í kvennafangelsinu og aðstoðað við að koma á laggirnar sjálfshjálparhópum á Ísafirði, Akureyri og í Vest- mannaeyjum. Við beinum sjónum sérstaklega að Austurlandi, sem vegna vegalengda hefur farið nokkuð á mis við þjónustuna en Fljótsdals- hérað og Fjarðabyggð styrkja Stíga- mót til þess að bjóða upp á þriggja mánaða tilraunaþjónustu á svæðinu. Hafa móttökurnar verið slíkar að færri komast að en vilja og þurfti að auka þjónustuna um meira en helm- ing og önnum við þó ekki eftirspurn.“ Morgunverðarfundurinn er hald- inn á Grand Hóteli og hefst kl. 8. Morgunverður kostar 1.400 kr. en öll- um er velkomið að sitja fundinn. Kvenréttindi | Morgunverðarfundur kvenna- hreyfingarinnar um kynbundið ofbeldi Stefnumót við stjórnmálaflokka  Guðrún Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 1954. Hún lauk lands- prófi frá Kvenna- skólanum, stúd- entsprófi frá MT 1974, B.S. prófi í líffræði frá Há- skóla Íslands 1978 og lauk námi í félagsráðgjöf frá Norges Communal og Social Hogskole 1994. Guðrún starfaði við kennslu og rannsóknir við Líf- fræðistofnun HÍ, starfaði fyrir Kvennalistann og Kvennaathvarf og var framkvæmdastýra Norsku kvennaathvarfahreyfingarinnar. Frá árinu 1999 hefur hún verið tals- kona Stígamóta. Guðrún er gift Tómasi Jónssyni sérkennslufulltrúa Kópavogsb. og eiga þau þrjár dæt- ur og þrjú barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.