Morgunblaðið - 20.02.2007, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
/ AKUREYRI
eeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
B.S. FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
B.B.A. PANAMA.IS
eeee
RÁS 2
HANNIBAL RISING kl. 8 -10 B.i. 16 ára
PERFUME kl. 10 B.i. 12 ára
MAN OF THE YEAR kl. 6 - 8 LEYFÐ
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
LETTERS FROM IWO JIMA kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
PERFUME kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
DREAMGIRLS kl. 6 - 9 LEYFÐ
BLOOD DIAMOND kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
FORELDRAR kl. 7:50 LEYFÐ
BABEL kl. 9:30 B.i. 16 ára
STRANGER THAN FICTION kl. 5:50 LEYFÐ
NICOLAS CAGE EVA MENDES
SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
eeee
H.J. MBL.
eeee
LIB - TOPP5.IS
eeee
FRÉTTABLAÐIÐFORELDRAR
KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON
HJÁLPIN BERST
AÐ OFAN
eee
S.V. - MBL
SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
ALPHA DOG kl. 8 B.i. 16 ára
BLOOD DIAMOND kl. 10:20 B.i. 16 ára
ROCKY BALBOA kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
/ KEFLAVÍK
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
SVALASTASPENNUMYNDÁRSINS
FRÁ SAMA HÖFUNDI OG FÆRÐI OKKUR
SILENCE OF THE LAMBS OG RED DRAGON
KEMUR
ÞIÐ VITIÐ HVER HANN ER....
...SVONA BYRJAÐI ÞAÐ
Rangt að hafa frítt í leikskóla
MÉR finnst rangt hjá vinstri græn-
um að ætla að gera eitt af sínum
helstu stefnumálum að hafa frítt í
alla ríkisrekna leikskóla (þeir birtu
grein í blaðinu um daginn um að
ætla að hafa þetta eitt af sínum
stefnumálum).
Ástæðurnar fyrir því að mér
finnst þetta rangt er að í fyrsta lagi
þá eru ekki eingöngu ríkisreknir
leikskólar hér, heldur einnig einka-
reknir leikskólar, t.d. Regnboginn í
Ártúnsholti. Þeir myndi auðvitað
strax fara á hausinn og fólk þar
missa vinnuna. Það er mjög erfitt nú
til dags að fá pláss á leikskóla fyrir
börn. Og um leið og einkareknu leik-
skólarnir þyrftu að loka yrði það
ennþá erfiðara.
Önnur ástæðan er að nú er verið
að reyna að fá aukna fjármuni út úr
leikskólunum til að geta borgað
starfsfólki þar betri laun og einnig
vantar fé fyrir laun grunnskólakenn-
ara. Þarna myndum við tapa enn
meira fé og hver veit nema að þá
þyrfti að hækka skattana eða jafnvel
lækka laun einhverra?
Þriðja ástæðan er sú að það eru
ekki bara leikskólar hér á landi.
Einnig eru dagmömmur og heils-
dagsskólar sem eru fyrir 1.–4. bekk í
grunnskólum þar sem krakkarnir
geta farið í nokkurskonar pössun
eftir skóla. Þá væri ósanngjarnt að
hafa gjald á því öllu og þyrfti því að
hafa það frítt, það kostar pening.
Það yrði líka að hafa allan mat frían í
leikskólum og eflaust þyrfti að gefa
frían mat í skóla og þá myndum við
tapa ennþá meiri pening. Mér finnst
þessi hugmynd mjög undarleg og
vona að hún verði aldrei að veru-
leika. Ég get ekki séð annað en að
þetta myndi bara leiða til hærri
skatta eða einhvers annars sem
myndi þurfa að gera til að fá meiri
pening til að borga þetta upp. Eftir
þessa hugmynd missti ég allt álit
mitt á flokknum og er það 100% að
ég kýs ekki þennan flokk í vor, ég
útiloka alveg þennan flokk með
þetta stefnumál.
Einn óánægður.
Kjalvegur – nei takk
KJALVEGUR: Hraði, hagkvæmni
og arður eru mikil töfrahugtök. Við
eigum blátt áfram að falla á kné af
hrifningu. Og nú eigum við að falla
á kné yfir þeirri hugmynd að geta
skutlast yfir Kjöl á beinum og upp-
byggðum vegi. Þessi hugmynd vek-
ur nokkrar mikilvægar spurningar:
Hver er réttur minn sem vil geta
farið á milli landshluta í rólegheit-
um á mínum Landróver? Hvaða
leið á ég nú að fara án þess að
stofna lífi mínu og annarra í hættu
vegna sífellds framúraksturs? Er
ekki meiri hætta á að ég drepi mig á
uppbyggðum malarvegi en nið-
urgröfnum og krókóttum?
Hluti Kjalvegar er þegar upp-
byggður og Sprengisandur er á
sömu leið. Á þessum köflum eykst
ökuhraði til muna og vegurinn verð-
ur eitt samfellt stórhættulegt
þvottabretti. Næ ég sama sambandi
við umhverfi mitt á 90 km hraða og
40? Hvor vegurinn er nær landinu,
sá uppbyggði eða sá gamli, nið-
urgrafni og krókótti? Maður spyr
sig!
Rósa Sigrún Jónsdóttir.
Týndur gaukur
ÞESSI fallegi dísarpáfagaukur flaug
frá heimili sínu í Hafnarfirði laug-
ardaginn 17. febrúar. Ef einhver
hefur orðið hans var, vinsamlegast
hringið í Fríðu í síma 6977509.
Fundarlaun.
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Hlutavelta |
Þessi ungi
herramaður,
Axel Fannar
Friðriksson,
Grænugötu 4,
Akureyri, kom
og færði Rauða
krossinum 1.020
kr. sem hann
hafði aflað með
því að ganga í hús og safna flöskum.
Það er margt í lífinusem Víkverji ekki
skilur með góðu móti,
stórir sem smáir hlutir
sem ýmist vekja furðu
eða hugarangur.
Fyrir það fyrsta
skilur Víkverji ekki
þau læti sem eru í
kringum boðaða klám-
ráðstefnu á Hótel
Sögu. Honum stendur
á sama, á meðan ekki
eru framin hér lögbrot
af þessum gestum.
Víkverji skilur ekki
athyglina sem forseti
Íslands fær. Á meðan
embættið nefnist ekki
konungdæmi er Víkverja slétt sama
hvað forsetinn tekur sér fyrir hend-
ur eða í hvaða ráði hann situr. Er
ekki laust í tóbaksvarnaráði?
Víkverji skilur ekki Sjónvarpið
fyrir að hafa fært Lost og Að-
þrengdar eiginkonur framar í dag-
skrána. Börnin ekki sofnuð og Vík-
verji missir af öllu. Hvernig líður
útvarpsstjóra yfir því?
Víkverji skilur ekki Ellý í Q4U
fyrir að hafa sent töffarann Sigga út
úr X-Factor, eða þá sem kusu eitt-
hvað annað en töffarann Eirík
Hauksson í Evróvisjón.
Víkverji skilur ekki Kastljós fyrir
að taka viðtal við drukkinn ungling.
Var áhorfskönnun í gangi eða hvað?
Víkverji skilur ekki
lengur Baugsmálið og
þann fjölmiðlasirkus
sem réttarhöldin eru
orðin. Það vantar bara
að þessi maður sem lít-
ur út eins og Clark
Kent fari í Súperman-
búninginn og gangi frá
„vondu“ köllunum.
Víkverji skilur ekki
hvernig fólk hefur tíma
til að skrifa allt þetta
blogg, annaðhvort er
það atvinnulaust, ein-
mana eða svona rosa-
lega athyglissjúkt.
Víkverji skilur ekki
tilganginn með hraða-
hindruninni á Flókagötu vestan
Rauðarárstígs. Hún hægir svo á um-
ferð að þeir bílar á Rauðarárstíg
sem eru á stöðvunarskyldu rjúka af
stað og allt getur farið í klessu.
Víkverji skilur hvorki boðskap
Frjálslynda flokksins né femínista.
Víkverji skilur ekki kvörtun rit-
stýru Krónikunnar yfir því að tíma-
ritið hafi ekki fengið næga fjölmiðla-
athygli. Við hverju bjóst hún?
Víkverji skilur ekki hvernig hægt
er að finna fíkniefni innvortis á fólki
við „hefðbundna tollaleit“. Víkverji
vildi ekki lenda í óhefðbundinni leit.
Loks skilur Víkverji ekki þá sem
skilja hann ekki.
Þeir hafa bara ekki húmor.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
dagbók
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Í dag er þriðjudagur
20. febrúar, 51. dagur
ársins 2007
Orð dagsins: Er Ísbóset sonur Sáls frétti, að Abner
væri dauður í Hebron, féllust honum hendur, og
allur Ísrael varð óttasleginn. (II Sam. 4, 1.–2.)
hlutavelta
ritstjorn@mbl.is
Hin óútreiknanlega Kelly Osbo-urne, sem helst hefur unnið
sér það til frægðar að vera dóttir
Sharon og Ozzy Osbourne, greindi
frá því á tónleikum til stuðnings
HIV-smituðum í Lundúnum í gær-
kvöldi að einn úr fjölskyldunni
hefði greinst HIV-smitaður.
Sagði Kelly frá því að málefnið
skipti sig því miklu máli. Að sögn
ljósmyndara sem voru á tónleik-
unum í Camden í Lundúnum var
Kelly grátandi þegar hún fór af
sviðinu.
Osbourne-
fjölskyldan varð
sjónvarpsvinur
á mörgum
heimilum fyrir
nokkrum árum
er raunveru-
leikaþættir með
fjölskyldunni
voru sýndir á
sjónvarpsstöð-
inni MTV.
Söngkonan Mariah Carey segistekki geta gengið á neinu öðru
en háhæluðum skóm. „Ég get ekki
gengið í flatbotna skóm. Ég fæ
blöðrur af því. Barnfóstran mín hló
að mér þegar ég
var tólf ára af
því að ég gekk
alltaf á tánum.
Ég gat bara
ekki gengið á
hælunum,“ segir
hún í viðtali við
breska blaðið
The Times. „Það
má svo sannarlega segja að ég sé
hælastelpa. Ég get hlaupið á háum
hælum og ég gæti synt í þeim ef
ég þyrfti.
Söngkonan, sem er 37 ára, seg-
ist einnig vonast til þess að fundið
verði upp krem sem slétti hrukkur
áður en hún þarf á andlitslyftingu
að halda. Að öðrum kosti telur hún
að hún muni læra að lifa með
hrukkunum jafnvel þótt henni
finnist þær alveg hræðilegar líkt
og önnur ellimerki.
Parið Pete Doherty og KateMoss virðast vera mestu mát-
ar þessa dagana, en Moss kom
fram á NME-tónlistarhátíðinni
ásamt hljómsveit Dohertys, Babys-
hambles á sunnudaginn. Moss
söng ásamt unnusta sínum lagið
„La Belle et La Bête“. Breska
slúðurblaðið The People sagði hins
vegar frá því í gær að náðst hefði
símamyndskeið af Doherty taka
sterk eiturlyf á heimili kunningja
síns fyrir skömmu.
Þetta er raunar ekki í fyrsta
sinn sem Moss kemur nálægt tón-
list því fyrir fáeinum misserum
vakti hún athygli fyrir söng sinn í
laginu „Some Velvet Morning“
með hljómsveitinn Primal Scream.
People segir að myndskeiðið hafi
Fólk folk@mbl.is