Morgunblaðið - 20.02.2007, Page 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 51. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Austan 10-20
m/s, hvassast
syðst. Rigning
öðruhvoru suð-
austanlands en annars
þurrt að kalla. Hvessir
síðdegis. » 8
Heitast Kaldast
7°C 1°C
TÖLVUTEIKNIMYND um þrumuguðinn
Þór verður frumsýnd árið 2010, en það er
íslenska fyrirtækið Caoz sem framleiðir.
Um er að ræða gamansama ævintýramynd
í fullri lengd, eða 90 mínútur. Hugmyndin
að myndinni kviknaði árið 2003 og vinnsla
hófst árið 2005 og því er um sjö ára ferli
að ræða. Að sögn Hilmars Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra Caoz, er áætlaður
kostnaður við myndina um 1,4 milljarðar
króna og gerir hann ráð fyrir að innan
skamms muni um 120 manns vinna við
hana. Einhverjir útlendingar verða ráðnir
til verkefnisins en flestir teiknaranna
verða þó íslenskir. Hilmar segir markað
fyrir myndir af þessu tagi risastóran og
eftir miklu að slægjast. | 18
Þór frum-
sýndur 2010
Þrumuguð Tölvuteiknaður Þór.
Kostnaður 1,4 milljarðar
TVEIR strákar settust niður á grasflöt við Háteigsveg, við Fjöltækni-
skóla Íslands, og hvíldu sig á leiðinni heim úr skólanum. Þá var ekki
ónýtt að fá sér smábita. Svo heppilega vildi til að annar strákurinn átti
afgang af skólanestinu og gat gefið vini sínum með sér. Gangan heim úr
skólanum varð því að nokkurs konar lautarferð þótt árstíminn stemmdi
ekki alveg. En drengirnir voru vel klæddir, kannski aðeins um of því
eitthvað virtist það vefjast fyrir öðrum þeirra að grípa matarbitann
með markmannshönskunum.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Í lautarferð á leið heim úr skólanum
„Á ÍSLANDI er þingræði. Forseti Íslands ræð-
ur því ekki hverjir eru ráðherrar í ríkisstjórn,
sem starfar á grundvelli þingræðisreglunnar.
Því er auðvitað fráleitt að ráðuneytin séu ein-
hvers konar deildir í forsetaembættinu. Forset-
inn lét þess reyndar getið að slík túlkun ætti við
ef menn vildu fara í „orðhengilsleik“ varðandi
stjórnskipunina. Ég tel ekki að æðstu ráðamenn
þjóðarinnar eigi að stunda slíka leiki.“
Þetta segir Geir H. Haarde, forsætisráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið
bar ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta
Íslands, um stjórnskipulega stöðu forsetaemb-
ættisins, í þættinum Silfri Egils sl. sunnudag,
undir formenn stjórnmálaflokkanna í gær.
,,Mér finnst verið að taka orð [forsetans] úr
því samhengi sem þau eru sögð í og þar að auki
sýnist mér að þau séu sögð í gamansömum tón
og að engin ástæða sé til að leggja í þau þá
miklu merkingu sem mér finnst Morgunblaðið
gera,“ segir m.a. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar.
„Forseti Íslands er hafinn yfir deilur og dæg-
urmál og ég vil bregðast við í samræmi við
þetta,“ segir Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra
og formaður Framsóknarflokksins.
„Ég get aðeins sagt, sem íslenskur þegn, að
ýmsar skilgreiningar og stjórnlagaskýringar
núverandi forseta Íslands í sjónvarpsviðtali um
helgina komu mér mjög á óvart og ég hef ekki
heyrt þær eða séð fyrr,“ segir Jón Sigurðsson.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs, kveðst vera
sammála því að forsetaembættið heyri ekki með
beinum hætti undir neitt ráðuneyti.
Hins vegar sé augljóst að forsetaembættið
hafi sérstök tengsl við tvö ráðuneyti. Við for-
sætisráðuneytið vegna samskipta forseta við
ríkisstjórn og gott samstarf við utanríkisráðu-
neytið vegna skyldna forsetans á erlendri
grund.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls-
lynda flokksins, kveðst ekki hafa heyrt fyrr
þessa skilgreiningu á forsetaembættinu [sem
forsetinn setti fram í sjónvarpsþættinum]. |4
Fráleitt að ráðuneytin séu
deildir í forsetaembættinu
Ingibjörg Sólrún segir orð forseta tekin úr samhengi Skilgreiningar
forseta komu Jóni Sigurðssyni á óvart Sérstök tengsl, segir Steingrímur J.
SÍMINN og Landsvirkjun hafa samið við
Samkeppniseftirlitið um greiðslu 80 millj-
óna króna sektar fyrir ólögmætt samráð
vegna kaupa Símans á eignarhlut í fjar-
skiptafélaginu Fjarska og kaupa á sex ljós-
leiðarastrengjum milli Hrauneyjafossvirkj-
unar og Akureyrar.
Af þessum 80 milljónum greiðir Síminn
55 milljónir og Landsvirkjun 25 og eru
þetta hæstu sektir sem samið hefur verið
um til þessa.
Í kjölfar frétta í fjölmiðlum árið 2005 hófu
samkeppnisyfirvöld að eigin frumkvæði
rannsókn á umræddum kaupum og var
Símanum og Landsvirkjun í framhaldi af
henni sent andmælaskjal þar sem fram kom
það frummat Samkeppniseftirlitsins að
markmiðið með samningunum hefði verið
að raska samkeppni og skipta með sér
markaði á sviði fjarskipta. | 9
Greiða 80
milljónir í sekt
♦♦♦
MENNTARÁÐ Reykjavíkurborgar vill að
foreldrar grunnskólabarna taki sig í auknum
mæli saman um að aka börnum í skóla. Þá vill
ráðið að tveir umhverfisdagar eða grænir
dagar verði hluti skólastarfs og að þeir verði
settir inn í svokallað skóladagatal grunnskól-
anna.
Þetta er kjarninn í tveimur tillögum sem
samþykktar voru samhljóða í menntaráði í
gær. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður
menntaráðs, minnir á að svifryk og loftmeng-
un í borginni hafi mikið verið til umræðu að
undanförnu enda hafi komið í ljós að loft-
mengun í borginni sé síst minni en í ýmsum
öðrum borgum Evrópu. Tillögur menntaráðs
gangi einmitt út á það að reyna að draga úr
loftmengun við grunnskóla borgarinnar með
því að stjórnendur skólanna hvetji nemendur
til að ganga í skólann og foreldra yngri barna
til að fylgja þeim fótgangandi eða aka þeim í
skólann til skiptis. Staðreyndin sé sú að mikið
sé um að yngri börnum sé ekið í skólann á
morgnana og sótt síðdegis en lítið sé um að
foreldrar sammælist um aksturinn. Þá er í til-
lögunum gert ráð fyrir að komið verði upp
skiltum við skólana þar sem ökumenn eru
hvattir til að láta bíla ekki ganga í lausa-
gangi.
Júlíus segir að tillaga um að efna til
tveggja umhverfisdaga, grænna daga, sé af
sama meiði. Annars vegar verði dagur tengd-
ur náttúrunni og umhverfisfræðslu og hins
vegar dagur tengdur hreinsun og fegrun um-
hverfisins.
Foreldrar sammælist um akstur barna
Morgunblaðið/RAX
Óloft Loftmengun í Reykjavík er sögð síst minni en í ýmsum öðrum borgum Evrópu. Tillögur
menntaráðs ganga einmitt út á það að reyna að draga úr henni við grunnskóla borgarinnar.
Í HNOTSKURN
»Menntaráð Reykjavíkur samþykkirað efna til átaks í að draga úr loft-
mengun við grunnskóla með því m.a. að
hvetja foreldra og starfsfólk skólanna til
umræðu um betra loft.
» Stjórnendur skólanna hvetji nem-endur til að ganga í skólann og for-
eldra yngri barna til að fylgja þeim fót-
gangandi eða aka þeim til skiptis.