Morgunblaðið - 02.03.2007, Qupperneq 6
Kreppa Hugmyndir hafa verið um að gera brú yfir ána Kreppu en
Ferðafélag Fljótsdalshérðas leggst alfarið gegn vegarlagningu þar.
FERÐAFÉLAG Íslands, Ferða-
félag Akureyrar og Ferðafélag
Fljótsdalshéraðs leggjast gegn
nýrri vegarlagningu í Vatnajökuls-
þjóðgarði. Ferðafélag Fljótsdals-
héraðs telur að mikilvægt sérkenni
þjóðgarðsins eigi að vera frum-
stætt vegakerfi.
Ferðafélag Íslands, en í því eru
um 7 þúsund félagsmenn, hefur í
gegnum árin staðið fyrir margvís-
legri uppbyggingu á svæði Vatna-
jökulsþjóðgarðs. Ferðafélagið er
andvígt því að lagðir verði nýir
vegir á borð við þá sem um er getið
í skýrslu ráðgjafarnefndar um
Vatnajökulsþjóðgarð en þar eru
áform um að malbika slíka vegi.
Í umsögn Ferðafélags Akureyr-
ar til umhverfisnefndar Alþingis er
varað við að gerðar séu áætlanir
um vegi með bundnu slitlagi eða
upphækkaða vegi um hálendið
norðan Vatnajökuls, s.s. að Öskju.
„Á þessu svæði eru nú þegar veg-
arslóðar sem eru færir yfir hásum-
arið. Vegna veðurfars á þessu
svæði er vandséð að ferðamanna-
tíminn þarna mundi lengjast í telj-
andi mæli með bættum vegum.“
Félagið bendir á að í skoðana-
könnunum komi fram að fólk kæri
sig ekki um upphækkaða vegi á
svæðinu. Það telur koma til greina
að öræfin norðan Vatnajökuls, t.d.
á milli Skjálfandafljóts og Jökulsár
á Fjöllum, verði skilgreind sem
svæði þar sem megináherslan
verði lögð á að laða að göngufólk og
aðra sem eru reiðubúnir að leggja
töluvert á sig líkamlega til að skoða
landið. „Slíkt væri líka í samræmi
við þá stefnu sem rekin hefur verið
í Öskju mörg undanfarin ár að ekki
megi aka á bílum að sumarlagi að
Öskjuvatni. Ljóst er að verði lagðir
vegir með bundnu slitlagi inn á
þetta svæði, þá muni það gjör-
breyta aðstæðum þess með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum.“
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
leggst alfarið gegn hugmyndum
um nýja vegtengingu milli Kára-
hnjúkavegar og Austurleiðar með
brú á Kreppu og sömuleiðis gegn
hugmyndum um bundið slitlag á
vegi innan þjóðgarðsins. Mikilvægt
sérkenni hans þurfi að vera frum-
stætt vegakerfi sem falli vel að
landinu.
Frumstæðir vegir mikil-
vægt sérkenni garðsins
Í HNOTSKURN
»Ferðafélag Íslands hefur í gegnum áratugina staðið að marg-víslegri uppbyggingu á svæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Það hef-
ur byggt upp skála, sinnt landvörslu og náttúruvernd.
»Ferðafélag Íslands telur að í Vatnajökulsþjóðgarði þurfi aðtryggja rekstrarskilyrði skála og þeirrar þjónustu sem félag-
ið rekur.
6 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÆSTIRÉTTUR hefur
staðfest dóm Héraðs-
dóms Reykjavíkur um að
fyrrverandi ritstjóri
tímaritsins Hér & nú
skuli greiða Bubba
Morthens 700 þúsund
krónur í miskabætur
fyrir fyrirsögn á forsíðu
blaðsins þar sem stóð
„Bubbi fallinn“. Um-
mælin voru einnig dæmd
dauð og ómerk.
Í dómi Hæstaréttar segir, að ekki sé talið
unnt að skilja forsíðufyrirsögnina öðruvísi
en svo að fullyrt væri að Bubbi væri byrj-
aður að neyta vímuefna, enda vissu flestir
um neyslu hans fyrr á tíð.
Hæstiréttur taldi, að eins og fullyrðingin
hefði verið fram sett væri hún talin fela í sér
ærumeiðandi aðdróttun. Hins vegar var
ekki talið að samhljóða fyrirsögn á blaðsíðu
16 til 17 í tölublaðinu fæli í sér fullyrðingu
um vímuefnanotkun Bubba eða aðdróttun í
skilningi hegningarlaga.
Málið dæmdu hæstaréttardómararnir
Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson,
Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Mark-
ús Sigurbjörnsson.
Bubbi vann
í Hæstarétti
Bubbi Morthens
tónlistarmaður
Ummælin „Bubbi fallinn“
dæmd dauð og ómerk
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karlmann
í 2 ára fangelsi, þar af í 17 mánuði skil-
orðsbundið, fyrir manndrápstilraun með
því að stinga föður sinn hnífi í hægri síð-
una. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur
í árs fangelsi, þar af voru 9 mánuðir á
skilorði.
Hæstiréttur taldi, að ósannað væri að
maðurinn hefði fyrirfram ætlað að bana
föður sínum. En þegar litið væri til at-
vika og þá einkum til þess hve hættulegu
og stóru vopni maðurinn beitti, hvert
hann beindi því og hve langt það gekk
inn í líkama fórnarlambsins, svo og með
hliðsjón af afleiðingum stungunnar, yrði
að álykta að manninum hefði átt að vera
ljóst, þegar hann hóf atlöguna með hnífn-
um, að bani hlytist eða kynni að hljótast
af.
Málið dæmdu hæstaréttardómararnir
Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson,
Garðar Gíslason og Ólafur Börkur Þor-
valdsson og Haraldur Henrysson fyrrver-
andi hæstaréttardómari. Tveir þeir síð-
astnefndu skiluðu sératkvæði um að
staðfesta bæri niðurstöðu héraðsdóms.
Verjandi var Sveinn Andri Sveinsson hrl.
og sækjandi Sigríður J. Friðjónsdóttir
saksóknari hjá ríkissaksóknara.
Hlaut 2 ára
fangelsisdóm
♦♦♦
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra flutti ávarp í gær við opnun
ráðstefnu á Nordatlantens-bryggju í Kaup-
mannahöfn sem haldin var í tilefni Al-
þjóðaheimskautaársins. Ásamt Íslendingum
stóðu Danir, Færeyingar og Grænlendingar
að ráðstefnunni. Vigdís Finnbogadóttir var
fundarstjóri á ráðstefnunni og Friðrik, krón-
prins Danmerkur, sem er með Þorgerði á
myndinni, var viðstaddur opnunina, en hann
er sérstakur verndari Alþjóðaheimskautaárs-
ins í Danmörku og á Grænlandi.
Einnig fluttu ávörp ráðherrar frá Dan-
mörku og Færeyjum, landsstjórnarmaður frá
Grænlandi og norrænir vísindamenn.
Samið um dönskukennslu
Þá ritaði Þorgerður Katrín undir samning í
gær með Bertel Haarder, menntamálaráð-
herra Danmerkur, um sérstakan stuðning
landanna við dönskukennslu á Íslandi. Samn-
ingurinn nær til fimm ára og er framhald af
tveimur fyrri samningum um stuðning við
þessa kennslu. Fjárveitingar Dana til þessa
verkefnis nema um 30 milljónum króna ár-
lega en fjárframlag Íslendinga um sex millj-
ónum.
Í samningnum er m.a. kveðið á um ráðn-
ingu dansks lektors eða annars sendikennara
við Kennaraháskóla Íslands og tveggja
danskra farkennara fyrir grunnskólana.
Krónprins á heimskautaráðstefnu
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„VIÐ sáum ekkert tilefni til að
mæta í svona bútasaum,“ segir
Borgþór Kjærnested, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
eldri borgara (LEB). Fulltrúar
eldri borgara voru boðaðir á fund
heilbrigðisnefndar Alþingis í gær-
morgun þar sem ræða átti breyt-
ingar á lögum um málefni aldraðra.
Fundurinn átti að hefjast klukkan
8.30 en honum var að lokum frest-
að.
Borgþór segir að fulltrúar LEB
hafi verið boðaðir á fundinn síðdeg-
is í fyrradag. Hann hafi rætt við
stjórnarmenn í samtökunum en
þeir hafi neitað því að mæta á
fundinn. Eldri borgarar hafi ítrek-
að lýst yfir því að þörf sé á að end-
urskoða lögin um málefni aldraðra í
heild. Þá komi fram í stjórnarsátt-
mála ríkisstjórnarinnar að endur-
skoða eigi löggjöfina
um aldraða. „Það er
talað um þetta þar
líka og það gerist
ekki neitt. Það eru
bara einhver svona
skrípalæti fyrir
kosningar,“ segir
Borgþór.
Á fundinum í gær
átti að ræða breyt-
ingar á lögunum
sem tengjast greiðslum fjármagns-
tekjuhafa í Framkvæmdasjóð aldr-
aðra og vistunarmati. Borgþór seg-
ir vistunarmatið í góðum höndum í
Reykjavík, en úti á landi hafi verið
gerðar athugasemdir við þau mál.
„Þeir hljóta að geta sett þessi lög
án þess að við hjálpum þeim eitt-
hvað sérstaklega við það.“
Guðjón Ólafur Jónsson, formaður
heilbrigðisnefndar Alþingis, segir
ýmsar ástæður fyrir því að fundur
heilbrigðisnefndar féll niður í gær,
en þær tengist bæði gestum sem á
hann áttu að koma og möguleikum
nefndarmanna til að sækja fundinn.
Boðað verði til nýs fundar í nefnd-
inni eftir helgi.
Enginn neyddur á fundi
Guðjón Ólafur kveðst hafa heyrt
ávæning af því að fulltrúar eldri
borgara hafi ekki viljað mæta á
fundinn og að þeim fyndist óheppi-
legt „að það væri verið að krukka
svona í einstakar greinar“ laganna
um aldraða. „Ég held að þessar
breytingar séu báðar til bóta og
það sé í sjálfu sér ekki efnislegur
ágreiningur um þær,“ segir Guðjón
Ólafur. Fleiri mál hafi verið á dag-
skrá.
„Það varð samkomulag milli okk-
ar sem mættum á fundinn að það
væri best að slá þessu á frest fram
í næstu viku,“ segir Guðjón Ólafur.
Hann sagðist í gær hafa í hyggju
að hafa samband við fulltrúa LEB
og óska eftir því að samtökin sendu
fulltrúa á næsta fund.
„En það verður enginn neyddur
á fund heilbrigðisnefndar. Það er
fyrst og fremst verið að gefa fólki
kost á að koma sínum sjónarmiðum
að,“ segir hann.
Að sögn Kristjáns L. Mölller,
sem situr í heilbrigðisnefnd fyrir
hönd Samfylkingar, var fundurinn í
gær boðaður klukkan 8.30.
„Klukkan korter fyrir níu var
enn enginn stjórnarþingmaður
mættur. Þá stóð ég upp og lét bóka
það að ég hefði ekkert á þessum
fundi að gera þar sem stjórnar-
þingmenn væru ekki mættir,“ segir
Kristján. Hann og aðrir fulltrúar
stjórnarandstöðunnar hefðu gengið
út af fundinum.
Mættu ekki á fund heilbrigðisnefndar
Í HNOTSKURN
»Félög eldri borgara hafaítrekað óskað eftir því að
löggjöfin um málefni aldraðra
verði endurskoðuð í heild.
»Hafa þau farið fram á aðnefnd verði skipuð til þess
að fara yfir löggjöfina
»Þá hafa félög eldri borg-ara samþykkt ályktanir
um málið, meðal annars á síð-
asta landsfundi LEB og í yf-
irlýsingu sem birt var í fyrra-
sumar.
Borgþór
Kjærnested.
Kristján L.
Möller
Guðjón Ólafur
Jónsson