Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 10

Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 10
Í HNOTSKURN » Stjórnarskrárnefnd hófstörf í ársbyrjun 2005 og átti að skila af sér við árslok 2006. » Eina samkomulagið semhefur náðst er um ferlið við stjórnarskrárbreytingar og frumvarp um að þær verði bornar undir þjóðaratkvæði. Morgunblaððið/Brynjar Gauti Fiskurinn okkar allra Framsóknarflokkurinn ætlar að beita sér fyrir því að ákvæði um auðlindir sjávar verði sett inn í stjórnarskrá fyrir þinglok. Þá er fyrir hendi vilji allra flokka á Alþingi nema Sjálfstæðisflokks. lindum sjávar yrði sett í stjórn- arskrá en vilji var fyrir hendi til þess hjá öllum flokkum nema Sjálf- stæðisflokkinum. Þingmenn Samfylkingarinnar fögnuðu yfirlýsingum ráðherranna tveggja mjög og ítrekuðu að það stæði sannarlega ekki á stjórn- arandstöðunni að styðja Framsókn í þessu máli. Því ætti að vera meiri- hluti fyrir málinu á þingi. „Það liggja fyrir yfirlýsingar frá öllum Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is FRAMSÓKNARFLOKKURINN mun beita sér af öllu afli fyrir því að tekið verði ákvæði inn í stjórn- arskrá um sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, iðn- aðarráðherra og formanns Fram- sóknarflokksins, og Guðna Ágústs- onar, landbúnaðarráðherra og varaformanns Framsóknar, á Al- þingi í gær við fyrstu umræðu um frumvarp um varnir gegn land- broti. „Það liggur auðvitað fyrir að við framsóknarmenn munum gera kröfu til þess að stjórnarsáttmálinn verður efndur,“ sagði Guðni og gaf til kynna að jafnvel yrði gengið í málið á þessu þingi. „Við skulum vona að hér á þessu þingi, sem á enn einhverja daga eftir og enn er langt til jóla, eins og sagt er, að við klárum það mál og náum samstöðu um það hvað auðlindir sjávar varð- ar og stjórnarskrána.“ Jón Sigurðsson tók undir með Guðna síðar í umræðunum og árétt- aði að Framsóknarflokkurinn myndi áfram beita sér fyrir sam- eignarákvæði í stjórnarskrá „sem styrkir og staðfestir löggjafarvald Alþingis um afnot á nýtingarrétti eins og t.d. í núgildandi fiskveiði- stjórnarkerfi“. Stjórnarandstaðan öll með Eins og áður hefur komið fram náðist ekki samstaða í stjórn- arskrárnefnd um að sameign á auð- stjórnarandstöðuflokkunum um það að menn vilji standa að því að setja ákvæði inn í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar,“ sagði Jóhann Ársælsson og Össur Skarphéðinsson sagði að Framsókn yrði látin standa við þessi orð. „Það mun koma fram til- laga á þessu þingi án efa um þessa breytingu á stjórnarskránni og þá munum við fá að njóta afls Fram- sóknarflokksins,“ sagði Össur. Sjávarauðlindir í sameign  Framsóknarflokkurinn styður ákvæði í stjórnarskrá um að sjávarauðlindir verði sameign þjóðarinnar  Möguleiki á frumvarpi á þessu þingi 10 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI LISTI hinna staðföstu þjóða var fráleit fréttatilkynning frá Hvíta húsinu, sagði Jón Sigurðsson, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, á Al- þingi í gær í umræðum um þings- ályktunartillögu stjórnarandstöðu- flokkanna þess efnis að Ísland yrði tekið af umræddum lista. „Með þessari þingsályktunartillögu er verið að veita þessum lista formlegt vægi og gildi hér á landi,“ sagði Jón og bætti við að það væri eðlilegast að svara þessum lista með pólitísk- um yfirlýsingum og það hefði hann sjálfur gert. Jón sagði engu að síður að hann teldi að ákvörðunin um afstöðu Ís- lendinga til Íraksstríðsins hefði ver- ið röng eða mistök sem og ákvörð- unarferlið. Hins vegar væri umræðan á þingi undarleg þar sem menn væru að nota tækifærið til að slá innanríkispólitískar keilur á kostnað Framsóknarflokksins. „Þessi umræða er flutningsmönnum tillögunnar til skammar,“ sagði Jón og bætti við að ástandið væri þannig í Írak að sýna ætti því meiri virð- ingu. Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknar, tók undir þessi orð síð- ar í umræðunum og var ósátt við að menn skyldu nota Íraks-málið til að vinna gegn Framsóknarflokknum, sem þó hefði viðurkennt að stuðn- ingurinn við stríðið hefði verið mis- tök. Sæunn sagðist jafnframt telja að þetta mál hefði m.a. orðið til þess að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hættu í pólitík. Kattarþvottur Stjórnarandstöðuþingmönnum þótti aftur á móti fráleitt að kalla lista hinna staðföstu þjóða fréttatil- kynningu og sökuðu Framsókn um kattarþvott. Magnús Þór Hafsteins- son, þingmaður Frjálslynda flokks- ins, las upp úr eigin þýðingu á stuðningsyfirlýsingu Íslands og sagði augljóst að þetta væri eindreg- in stuðningsyfirlýsing sem hefði ver- ið á heimasíðu Hvíta hússins frá því í mars 2003. Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, spurði hvers vegna Halldór Ásgrímsson hefði varið þessa ákvörðun með kjafti og klóm ef þetta hefði bara verið frétta- tilkynning. „Auðvitað var það þann- ig að Ísland var sett á þennan lista með fullkomnum vilja tveggja manna,“ sagði Össur. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstri grænna, sagði að eng- ar þjóðréttarlegar forsendur hefðu verið fyrir árás á Írak. „Hvers vegna var listinn Bandaríkjamönn- um svona mikilvægur? Það var vegna þess að þeir voru að reyna að fá yfirbragð lögmætis á ólöglega innrás í land sem brýtur stofnsátt- mála Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Steingrímur og vakti jafnframt at- hygli á því að enginn sjálfstæðis- maður væri viðstaddur umræðuna. Listi hinna staðföstu fráleit fréttatilkynning Morgunblaðið/ÞÖK Keilusláttur Jón Sigurðsson segir stjórnarandstöðuna slá innanrík- ispólitískar keilur á kostnað Framsóknarflokksins í umræðum um Írak.  Stjórnarandstaðan vill að ríkisstjórnin taki Ísland af lista hinna viljugu og sakar Framsóknarflokkinn um kattarþvott Ágúst Ólafur Ágústsson 1. mars Sport að vera lasinn Í þetta sinn var bólu- setningin í miðju próf- kjöri og því taldi ég mig ekki hafa tíma til að fá hana. Mikil mistök. Í morgun hélt ég að ég væri að deyja. Konan er annars dugleg að dekra við mig og heldur stöðugu streymi af tei til mín. Stelpunum á Framnesveginum finnst þetta hins vegar vera eitthvert sport hjá pabbanum og segjast líka vilja vera veikar. Meira: agustolafur.blog.is Birgir Ármannsson 1. mars Bjórinn 18 ára Um leið og landsmenn fagna þeim miklu skattalækkunum sem taka gildi í dag er ástæða til að halda upp á að 18 ár eru liðin frá B-deginum svonefnda, 1. mars 1989. [...] Einhver ætti auðvit- að í tilefni dagsins að taka sig til og rifja upp nöfn þeirra sem stóðu gegn þessum breytingum á sínum tíma [...]. Meira: www.birgir.isMeira: Titringur á þingi  Töluverður titringur varð á Alþingi í gær þegar Framsóknarmenn gáfu til kynna að þeir myndu berjast fyrir því af alefli að fá í gegn stjórnarskrár- breytingu fyrir þinglok um að sjáv- arauðlindir verði sameigin þjóð- arinnar, en kveðið er á um það í stjórnarsáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ekki náðist sam- komulag um þetta í stjórnarskrár- nefnd og strandaði málið á Sjálf- stæðisflokknum. Á göngum þingsins var skrafað um ríkisstjórnarslit enda ljóst að Framsókn væri ákveðin í að fá sínu framgengt. Enginn samningur  Valdimar L. Friðriksson spurði heilbrigðisráðherra í þriðja sinn á Al- þingi í gær hvers vegna ekki hafi verið gerður þjón- ustusamningur við SÁÁ og sagði athugasemd hafa borist frá Rík- isendurskoðun við að samningar hafi staðið opnir síðan í desember 2005. Valdimar gagnrýndi jafnframt að veittar skyldu 500 milljónir kr. til SÁÁ án samnings um nýtingu fjárins og sagði ófremdar- ástand vera að skapast í meðferð- armálum vegna lágra fjárframlaga. Framlög hafa aukist  Siv Friðleifsdóttir sagðist gjarnan vilja gera þjónustusamning við SÁÁ en sagði jafnframt að framlög til SÁÁ hefðu aukist milli áranna 2006 og 2007 og að fram- lögin næmu um 2.000 krónum á hvern Íslending. Til samanburðar sagði Siv að fram- lögin væru rúmar 500 krónur á mann í Danmörku. Hún væri að reyna að ná samningum við SÁÁ með því fjárframlagi sem er til ráðstöfunar frá Alþingi. Slæm stjórnskipan  Í framhaldinu lýsti fjöldi þing- manna yfir áhyggjum af stöðu SÁÁ og að samtökin þyrftu að ganga á eignir sínar til að geta haldið úti rekstrinum. Pétur H. Blöndal var ósáttur við stjórn- skipan SÁÁ og sagði sama manninn vera yf- irlækni, formann framkvæmdastjórnar og stjórn- arformann fyrirtækisins. „Þannig að hann uppfyllir öll þau skilyrði sem voru hjá Byrginu,“ sagði Pétur. Þetta fór mjög fyrir brjóstið á nokkr- um þingmönnum sem þótti Pétur vega með ósanngjörnum hætti að umræddum manni sem ekki gæti var- ið sig. Var þess krafist að Pétur bæð- ist afsökunar og Össur Skarphéð- insson bað forseta um að víta hann. Pétur sagðist aðeins hafa verið að benda á galla í stjórnskipun en baðst afsökunar hefði hann meitt einhvern. Betri samningar  Pétur notaði jafnframt tækifæri til að vekja athygli á frumvarpi sem hann hefur lagt fram ásamt nokkrum sjálfstæðismönnum. Þar er m.a. að finna tillögur um auknar kröfur varð- andi verksamninga sem ráðherrar gera, t.a.m. að í samningum verði ná- kvæm ákvæði um hvernig eftirliti verði háttað og um árangurinn sem er stefnt að með fjárveitingu og rekstri. Dagskrá þingsins  Nefndardagar verða á Alþingi á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Næsti þingfundur er því ekki fyrr en á fimmtudag og að honum meðtöldum eru aðeins áætlaðir fimm starfs- dagar eftir fram að þinglokum. Valdimar Leó Friðriksson. Siv Friðleifsdóttir. Pétur H. Blöndal ÞETTA HELST … ÞINGMENN BLOGGA BJÖRN Bjarna- son kom aftur til starfa í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinuí gær en hann hefur verið frá vegna veikinda eftir að hægra lunga hans féll saman snemma í síðasta mánuði. Ingvi Hrafn Óskarsson mun engu að síður sitja áfram á þingi en hann kom inn sem varaþingmaður Björns sl. mánudag en fram til þess hafði Katrín Fjeldsted setið á þingi. Björn kom- inn aftur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.