Morgunblaðið - 02.03.2007, Page 18

Morgunblaðið - 02.03.2007, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Anchorage. AFP. | Hundasleðakeppnin Iditarod er mikil þrekraun fyrir ekil- inn og sleðahundana: yfir 1.800 kíló- metra kapphlaup yfir ísbreiður, um þétta skóga, snæviþakin fjöll og níst- ingskalda strönd Alaska. Aðstæðurnar eru nær óbærilegar. Keppendurnir lenda oft í grenjandi stórhríð, frostið er yfirleitt um 40 stig og getur farið niður í 90 stig þegar hvasst er. Nokkrir sleðahópanna hafa næst- um dottið ofan í straumþungar ár þegar ísinn hefur brostið undan þeim. Aðrir keppendur hafa orðið fyrir árásum elgja. Einn sleðaekl- anna var að því kominn að fórna ein- um hundanna til að seðja hungrið eft- ir að hafa verið villtur í óbyggðunum í fimm daga. Kal er algengt og keppendurnir eiga alltaf á hættu að ofkælast. Þreytan og kuldinn geta orðið til þess að keppendurnir sjái ofsjónir þegar húma fer að og norðurljósin birtast á himninum. Umdeild keppni Keppendurnir fara sömu leið og 20 sleðaeklar og yfir hundrað hundar fóru árið 1925 til að flytja bóluefni gegn barnaveiki til að afstýra því að faraldur bærist til bæjarins Nome. Algengt var einnig að menn færu þessa leið til að flytja aðföng í gull- æðisbæi í vesturhluta Alaska. Keppnin var fyrst haldin árið 1973 til að vekja athygli á því hversu mik- ilvægir sleðahundar hafa verið í sögu Alaska. Keppnin hefur notið vaxandi vin- sælda á síðustu árum. Þúsundir ferðamanna hvaðanæva safnast sam- an í Anchorage fyrsta laugardaginn í mars ár hvert til að fylgjast með því þegar yfir 1.000 hundar hlaupa yfir ráslínuna. Menn eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti Iditarod-keppninnar. Um helmingur hundanna þarf að hætta keppni vegna meiðsla. Tugir hunda hafa drepist vegna þrekrauna- rinnar. Dýraverndarsamtök segja að það sé slæm meðferð á hundum að þvinga þá til að taka þátt í svo löngu kapp- hlaupi við þessar erfiðu aðstæður. Áhugamenn um hundasleða segja á hinn bóginn að hundarnir hafi sjálfir gaman af því að taka þátt í keppninni. Chas St. George, talsmaður Idit- arod-keppninnar, segir að eftirlitið með heilsu hundanna hafi verið stór- bætt á síðustu árum. Áður en keppn- in hefjist séu allir hundarnir rann- sakaðir, meðal annars til að kanna hvort hjartað þoli álagið. Dýralækn- ar skoða einnig hundana með reglu- legu millibili á áningarstöðunum. Verði sleðamennirnir uppvísir að slæmri meðferð á hundum er þeim vikið úr keppninni og þeir eiga á hættu ævilangt bann við þátttöku í henni. Robert Sorlie, norskur hundasleðaekill, segir það mjög óal- gengt að farið sé illa með hundana. Þeir setjist einfaldlega í snjóinn vilji þeir ekki lengur hlaupa og eina ráðið til að fá þá til að standa upp aftur sé að gæla við þá. Sorlie er 49 ára slökkviliðsmaður, hefur tvisvar sinnum unnið Iditarod- keppnina og er eini sigurvegarinn frá öðru landi en Bandaríkjunum. Hann segir að þjálfunin fyrir keppnina taki tvö ár fyrir nýliða og marga mánuði fyrir reynda sleðaekla með vana hunda. „Þetta er ekki tóm- stundaiðja, heldur lífsstíll. Allur tím- inn fer í að vera með hundunum.“ Nær óbærileg þrekraun 72 %8      . 5  99:5 15 / . ( 99 .21 ;  5 ;1 5  9 2"( ## 2  ./<1  312 .$=#5+ 2( -456' *78'97::5;5          3>?@? /3A>B/C@ B.2 ! " ! # ! $ %  7!&" 9  #&   >  ! 0!& 9  O  && 0>= D=L   & 7  8" 2 = 8! >&  *" P"C 4 ??& 5?7 /   6<> 7 *   P7 P  - 8   !& B &  :&   Q: 0!& P=& 5  9 +2 1      D   +  .2-    /  E . E   .   +    &  F    ' ( )  + ,  !  " # $     "- .-  G  9  &H &  I "" &7"   2  7"  L  " * &" 7"    "H 7" "  Yfir þúsund hundar taka þátt í árlegri hundasleðakeppni í Alaska. Keppendur fara rúmlega 1.800 kílómetra langa leið yfir ísbreiður og fjöll í fimbulfrosti Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LÖGREGLAN í Kaupmannahöfn handtók í gær tugi ungmenna eftir að hún réðst inn í byggingu á Norðurbrú til að fjarlægja hús- tökumenn sem höfðu neitað að fara þaðan. Þrír menn urðu fyrir meiðslum í átökum sem blossuðu upp eftir að lögreglan lét til skarar skríða. Einn mannanna, Þjóðverji, varð fyrir höfuðmeiðslum en ástand hans var ekki talið alvarlegt. Tveir Danir fengu minni háttar áverka. Átökin hófust þegar lögregla réðst inn í Ungdomshuset, gamla félagsmiðstöð sem stendur við Jagtvej. Tugir ungmenna höfðust við í húsinu þótt dómstóll hefði fyr- irskipað þeim að fara þaðan. Áhlaupið hófst klukkan sjö í gærmorgun að staðartíma þegar flest ungmennin voru í fastasvefni. Þyrla var notuð til að flytja sér- sveit lögreglunnar upp á þak bygg- ingarinnar. Lögreglumenn lokuðu síðan nálægum götum áður en sér- sveitin fjarlægði hústökumennina. Alls handtók lögreglan á áttunda tug manna, þar af minnst 35 í Ung- domshuset, og 40 á nálægum göt- um. Talsmaður lögreglunnar sagði að margir hefðu verið handteknir fyr- ir að kasta götusteinum á lögreglu- menn, reisa vegartálma og reyna að ryðjast framhjá lögreglumönn- um sem lokuðu götunum. Hann sagði líklegt að útlendingar væru á meðal þeirra sem voru handteknir. Um 6–8 barnaskólar í Kaup- mannahöfn voru lokaðir vegna hættu á óeirðum. Neglt var fyrir glugga verslana og bankaútibúa í grennd við bygginguna. Viðbúnaður í Svíþjóð Lögreglan herti eftirlitið við hafnir og á landamærastöðvum þar sem hústökumennirnir höfðu óskað eftir aðstoð útlendinga á Netinu. Lögreglan í Malmö í Svíþjóð handtók þrjá menn sem voru með eldfim efni og sprengiefni í fórum sínum. Grunur leikur á að þeir hafi ætlað að fara til Kaupmannahafnar til að taka þátt í mótmælunum. Lögreglan í Stokkhólmi var einnig með öryggisviðbúnað vegna hugs- anlegra mótmæla í miðborginni. Lene Espersen, dómsmálaráð- herra Danmerkur, sagði að aðgerð- ir lögreglunnar hefðu „gengið full- komlega eftir áætlun“. Þingið styður lögregluna Espersen gagnrýndi danska fjöl- miðla fyrir að gera of mikið úr hættunni á alvarlegum átökum og kvaðst vera viss um að lögreglan gerði allt sem hún gæti til að af- stýra óeirðum á götunum eins og þeim sem blossuðu upp í desember þegar hundruð ungmenna mót- mæltu fyrirhugaðri lokun Ung- domshuset. Lögreglan handtók þá um 270 manns, þar af 84 útlend- inga, og beitti táragasi gegn ung- mennum sem köstuðu götusteinum, málmstöngum og flugeldum á lög- reglumenn. Allir flokkarnir á þingi Dan- merkur nema Einingarlistinn, sem er lengst til vinstri, styðja áhlaup lögreglunnar. Talsmenn flokkanna sögðu að nauðsynlegt hefði verið að koma hústökumönnunum í opna skjöldu og tímabært hefði verið að láta til skarar skríða. „Ungmennin höfðu lengi undirbúið aðgerðir og óskað eftir aðstoð útlendinga. Því lengur sem þessu hefði verið slegið á frest þeim mun alvarlegra hefði ástandið husanlega orðið,“ hafði Politiken eftir Peter Skaarup, tals- manni Danska þjóðarflokksins í dómsmálum. Tugir hús- tökumanna handteknir AP Hústökumenn fjarlægðir Lögreglumenn handtaka mótmælanda í Kaupmannahöfn þegar átök blossuðu þar upp í gærmorgun eftir að sérsveit lögreglunnar réðst inn í umdeilda byggingu til að fjarlægja hústökumenn. Átök er lögreglan í Kaupmannahöfn fjarlægði ungmenni úr umdeildu húsi Í HNOTSKURN » Hústökumenn hafa búið íUngdomshuset frá 1982 en árið 2001 seldi borgin litlum, kristilegum söfnuði húsið. Hústökumenn segja að borgin hafi ekki haft rétt til að selja húsið en Eystri landsréttur hafnaði í lok ágúst kröfu þeirra um að ógilda söluna. » Dönsk yfirvöld segja aðhúsið hafi oft verið notað til að hefja mótmæli sem end- að hafi með átökum við lög- reglu. David Eastwood hjálpar nágrönn- um sínum í Kansas að hreinsa til eftir að skýstrókur reið yfir. Búist er við miklu fárviðri víða vest- anhafs í dag. AP Fárviðri vestanhafs OLGU Mauriello, 74 ára gömul ítölsk kona sem er búsett í smábæ skammt frá Napólí, brá heldur bet- ur í brún þegar hún var að þvo kartöflurnar í eldhúsvaskinum í vikunni. Hún setti þær í vatn og sá þá sér til mikillar hrellingar að ein væn kartafla var í raun hand- sprengja. Lögreglumenn sprengdu hand- sprengjuna í almenningsgarði í bænum San Giorgio Cremano en hún var virk og án öryggispinna. Talið er að sprengjan hafi komið frá frönskum bóndabæ og að Bandaríkjaher hafi notað hana í síðari heimsstyrjöldinni. Handsprengja í kartöflunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.