Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MYNDLISTAMAÐURINN Ólafur Elíasson er einn tíu listamanna sem valdir hafa verið til að hanna verk í höll Friðriks krónprins af Danmörku og Mary eiginkonu hans. Höllin var byggð árið 1758 af Kristjáni átt- unda og verður framtíðar- húsnæði krón- prinsparsins. Ólafur mun hanna lýsingu í eitt her- bergjanna en meðal hinna lista- mannanna eru Kasper Bonnén, Jes- per Christiansen, Jeppe Hein, Tal R og Erik A. Frandsen. Þó svo að flestir listamannanna séu málarar sagði Flemming Borreskov, tals- maður sjóðsins sem fjármagnar verkefnið, að vinna listamannana myndi ekki eingöngu ala af sér mál- verk. „Áskorunin felst meðal annars í því að láta verkin passa við þessa gömlu byggingu,“ sagði Borreskov einnig. Áætlað er að öll verkin verði tilbúin árið 2009 en heildarkostn- aður er talinn verða 30 milljónir danskra króna. Ný list í Höllinni Ólafur Elíasson meðal hönnuða Ólafur Elíasson. Í TILEFNI af því að Alþjóðlegur dagur bókarinnar var í gær bað breska vefsíðan www.worldbookday- .com fólk að segja hvaða tíu bókum það gæti ekki lifað án. Kom í ljós að það er bókin Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen sem stóð hjarta fólks næst. Bækur af svipuðum meiði voru ofarlega, í þriðja sæti var Jane Eyre eftir Charlotte Brontë og Wut- hering Heights eftir systur hennar Emily var í því sjöunda, Great Ex- pectations eftir Dickens náði svo því tíunda. Hringadróttinssaga var önn- ur og bækurnar um Harry Potter í fjórða sæti, klassíkin To Kill a Mock- ingbird er í því fimmta og 1984 eftir Orwell deildi því áttunda með His Dark Materials eftir Pullman. Biblían náði sjötta sæti. Það sem kom mest á óvart voru vinsældir klassískra bókmennta í Bretlandi. „Allar bækurnar á topp tíu listanum eru tímalaus gæðaverk,“ segir á vefsíðu Guardian. Það samtímaskáld sem náði hæst á listanum með fullorðinsbók var Seb- astian Faulks með Birdsong en hann náði samt ekki nema í 17. sæti. Klassíkin vinsælust HLJÓMSVEITIRNAR Æla, Jan Mayen og Fræbblarnir spila á opnu húsi á Nasa í kvöld. Fræbblarnir kynna efni af næstu plötu sinni sem kemur út á næsta ári auk þess að spila eldra efni. Jan Mayen er að vinna að annarri breiðskífu sinni sem kemur út í vor, ný lög verða því áberandi á pró- grammi kvöldsins. Æla heldur nú í mars út til Bretlands þar sem sveitin mun leika á nokkrum tónleikum. Húsið verður opnað kl. 23, hljómleikarnir byrja kl. hálf eitt og standa til kl. 3. Frítt inn. Tónleikar Rokkað á Nasa á opnu húsi Jan Mayen spilar á Nasa í kvöld. GUÐRÚN Kristjánsdóttir opnar sýninguna Veðurfar í Ásmundarsal og Gryfju Lista- safns ASÍ á morgun, laug- ardag, kl. 15. Í tilefni af því verður lista- mannaspjall á sunnudaginn kl. 15 þar sem Guðrún ræðir um verk sín og leiðir gesti um sýn- inguna. Á sýningunni er áhorfandinn kallaður inn í veðraheim sem er mjög heimilislegur og hversdagslegur en um leið opnast heimur sem er fjarstæðukenndur þeg- ar hið alltumlykjandi munstur er komið inn á gafl. Veðurfar stendur til 25. mars. Myndlist Hversdagslegur veðraheimur Verk eftir Guðrúnu Kristjánsdóttur. LITLAR freistingar er yf- irskrift hádegistónleika sem fara fram í Ketilhúsinu á Ak- ureyri kl. 12.15 í dag. Þar mun Björn Leifsson klarínettuleikari og Aladár Rácz píanóleikari leika tónlist eftir W.A. Mozart en Einar Geirsson, matreiðslumeistari á Karólínu restaurant, mun sjá um léttan hádegisverð sem er innifalinn í miðaverðinu. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð hjá Tónlist- arfélagi Akureyrar. En með röðinni vill félagið hlúa að starfandi tónlistarfólki á Akureyri og ná- grenni. Tónleikar Litlar freistingar í Ketilhúsi Ketilshús er á Akureyri. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is KVIKMYNDIN Skrapp út í leik- stjórn Sólveigar Anspach fékk nú í vikunni styrk upp á 200.000 evrur úr Eurimages, kvikmyndasjóði Evrópuráðsins, en það nemur um 17,5 milljónum íslenskra króna. Um er að ræða nýja alíslenska kvikmynd sem tekin verður að öllu leyti hér á landi. „Já, bæði í Reykjavík og úti á landi en við er- um ennþá að leita að tökustöðum, til dæmis að bóndabæ,“ segir Sól- veig. Stefnt er að því að hefja tök- ur upp úr miðjum apríl. „Myndin fjallar um konu sem á tvo drengi sem hún elur upp sjálf. Hún vill hins vegar fara frá Íslandi því henni finnst of kalt og ekki nógu mikil sól hérna. En til þess að geta farið þarf hún hins vegar að selja fyrirtækið sitt,“ segir Sólveig, og bætir því við að nokkrar sögur fléttist svo saman. Engar stjörnur Ekki hefur verið ráðið í öll hlut- verk í myndinni, en Sólveig segir það þó langt komið. „Það er hún Didda Jónsdóttir sem leikur aðal- hlutverkið, hún lék í annarri mynd eftir mig, Stormy Weather eða Stormviðri,“ segir hún. „Svo verða þrír erlendir leik- arar, Julien Cottereau sem lék í Hertu upp hugann sem var sýnd í Sjónvarpinu á sunnudaginn, hann lék bróðurinn í þeirri mynd. Svo er ung stúlka sem ég gerði stuttmynd með, hún er frá Dublin og heitir Joy Doyle. Síðan verður örugglega bandarískur leikari en við erum ekki búin að staðfesta hver það verður,“ segir Sólveig sem skrifar handritið ásamt Frakkanum Jean- Luc Gaget. „Það verður líka mikil tónlist í myndinni, það er Sigurður Halldór Guðmundsson sem var í Hjálmum sem gerir hana.“ Aðspurð segir Sólveig ekki víst hvenær myndin verður frumsýnd. „Ég hugsa að það fari eftir því á hvaða kvikmyndahátíðir hún kemst. Það er mikilvægt fyrir svona mynd að komast á góða kvikmyndahátíð því hún er á ís- lensku og það eru engar stjörnur í henni. Þannig að þetta er kannski ekki mjög „commercial“ mynd.“ Fram og til baka Heildarkostnaður við Skrapp út er 110 milljónir króna, en auk styrksins frá Eurimages fær hún styrk frá Kvikmyndamiðstöð Ís- lands og CNC, frönsku kvik- myndamiðstöðinni. Þá hefur hún einnig verið forseld til Frakklands. Síðar í þessum mánuði verður svo mynd sem Sólveig gerði fyrir þónokkru sýnd í Sjónvarpinu. „Fyrir sjö árum gerði ég heim- ildamynd sem heitir Reykjavík: Álfar í borginni. Hún hefur verið sýnd bæði í Frakklandi og Þýska- landi, en hún verður loksins sýnd í Sjónvarpinu hér 23. mars,“ segir hún. „Þetta er mynd um Reykja- vík, hvernig þrír ungir Íslendingar sjá borgina. Einn þeirra er til dæmis Hugleikur Dagsson,“ segir Sólveig og bætir því við að hljóm- sveitin Múm hafi samið tónlist fyr- ir myndina. Sólveig, sem er fædd í Vest- mannaeyjum, hefur verið búsett í Frakklandi nánast allt sitt líf. „Ég bý í Montreuil sem er rétt fyrir ut- an París. En ég fer mikið fram og til baka því það er svo gott að geta tekið það besta úr hvoru landi.“ Of kalt og engin sól Sólveig Anspach gerir nýja íslenska mynd um konu sem vill komast frá Íslandi Morgunblaðið/G.Rúnar Eyjastúlka Sólveig er fædd í Vestmannaeyjum en býr í Frakklandi. Í HNOTSKURN » Skrapp út verður tekin aðöllu leyti á Íslandi. »Heildarkostnaður við mynd-ina nemur um 110 milljónum króna. » Didda Jónsdóttir leikur aðal-hlutverkið en einhverjir er- lendir leikarar munu einnig koma fram. » Hinn 23. mars verður svoheimildamyndin Reykjavík: Álfar í borginni sýnd í sjónvarp- inu, en hana gerði Sólveig árið 2000. www.solveig-anspach.com Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA gekk rosalega vel og við- tökurnar voru mjög góðar,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri, en leikritið Pétur Gautur var frumsýnt í Barbican menningarmiðstöðinni í Lundúnum í fyrrakvöld. Uppselt er á allar tíu sýningar hópsins og seg- ir Baltasar að yfirmenn leikhússins séu mjög áhugasamir um að fá leikritið aftur, og setja það þá upp á stóra sviðinu. „Þeir eru að tala um að þeir vilji fá þetta aftur út sem fyrst og ég er bara að fara að skoða stóra sviðið hjá þeim,“ segir hann, og bætir því við að vonandi geti orðið af því. „Ég get ekki talað fyrir hönd Þjóðleikhússins en ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess.“ Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleik- hússtjóri sem var viðstödd frum- sýninguna segir að fulltrúar frá ýmsum leikhúsum hafi sýnt mikinn áhuga á að fá verkið sett upp hjá sér, en þar á meðal voru aðilar frá Póllandi, Finnlandi, Japan, Ástr- alíu, Svíþjóð og Noregi. „Það er spurning hvernig við getum höndlað þetta, hverju við getum orðið við,“ segir hún og út- skýrir að um mjög stóra sýningu sé að ræða. „En það er sérstaklega gaman að því að það er áhugi frá þessum helstu leikhúsum á Norðurlöndum. Svo er búið að bjóða sýningunni til Japan árið 2010,“ segir Tinna. Barbican vill Pétur Gaut á stóra sviðið Pétur Gautur Var vel tekið í London og aðilar frá Póllandi, Finnlandi og Ástralíu hafa sýnt uppfærslunni áhuga. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.