Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 21
MENNING
Í TURPENTINE eru nú til sýnis
teikningar Hallgríms Helgasonar
sem er þjóðinni vel kunnur jafnt
fyrir ritlist sem myndlist. Kald-
hæðin þjóðfélags- og mannlífs-
ádeila blönduð vænum skammti af
sjálfshúmor er oft einkenni á
verkum hans. Hvað myndlistina
varðar hefur Hallgrímur ekki hik-
að við að taka tölvuna í sína þjón-
ustu og unnið bæði teikningar og
málverk með stafrænni tækni.
Þegar síðasta sýning hans í Tur-
pentine var skoðuð þar sem hann
sýndi eldri málverk með gamla
laginu er ljóst að tölvutæknin
hentar verkum hans mjög vel þar
sem áherslan í listsköpun hans er
á hugmyndirnar sjálfar og teikn-
inguna fremur en á áferð og áru
myndlistarverksins sem listhlutar.
Teikningarnar í Turpentine eru
allar í sömu stærð, smáar svart-
hvítar og rammaðar inn í tré-
ramma. Þetta form er ekki spenn-
andi í heildarmyndinni og ekki
hægt að taka sér í munn hina vin-
sælu skilgreiningu innsetning. En
það er innihald myndanna sem
skiptir hér öllu máli og þeir sem
kunna að meta einstakt hug-
myndaflug Hallgríms og næmar,
allt að því ástleitnar útfærslur
hans á ljótleikanum eru hér ekki
sviknir. Ljótleikinn sem má finna í
myndum Hallgríms er í ætt við
skop teiknimynda og nær því að
verða skemmtilega krúttlegt um
leið og hann undirstrikar ákveðna
breytingu hvað varðar fegurð-
armat í listum. Eins og með
skyndiljósmyndir úr daglega lífinu
þá finnst okkur vænt um skoplegu
hliðina, ófullkomleikann og hið fá-
ránlega.
Þrátt fyrir að teikningarnar hafi
ekki tölvulegt yfirbragð, nema síð-
ur sé, veldur magn myndanna á
sýningunni því að erfitt er að forð-
ast hugmyndina um fjöldafram-
leiðslu. Tölvuteikning á sér ekkert
frumrit svo allar myndirnar eru
frumrit eða allar afrit. Undirskrift
listamannsins með gamla laginu er
það eina sem tengir hverja mynd
við hugmyndina „upprunalegt“
frekar en afrit.
Þessar pælingar, um hvarf ár-
unnar í listaverkum hafa verið
lengi til umræðu, eða allt frá
frægu riti Walter Benjamin Lista-
verkið á tímum fjöldaframleiðslu
sinnar.
Margir hafa orðið til þess að
benda á að áran sem slík hafi tek-
ið sér bólfestu í öðrum þáttum
myndlistarinnar með aukinni
tækni, til dæmis í persónu lista-
mannsins, umræðu, frægð eða
verðgildi verkanna.
Einhverra hluta vegna fannst
mér að verkin hefðu betur átt
heima í stórri bók sem ein heild.
Þó læddist að sú hugsun að þótt
mér finnist 65 þúsund kr. vera
meira en sanngjarnt verð fyrir
eina svona mynd þá myndi ég
hugsa mig um tvisvar að kaupa
tölvuprentaða bók með öllum
myndunum á sama pening, jafnvel
þótt hún væri árituð.
Til að njóta myndanna á sýning-
unni þarf áhorfandinn að gefa sér
góðan tíma og víst er að þeir sem
það gera sjá ekki eftir honum,
hugmyndaauðgi Hallgíms eru eng-
in mörk sett þótt yfirbragð heild-
arinnar virðist einsleitt.
Mannlífssatírur Hallgríms
Morgunblaðið/ÞÖK
Margar „Þrátt fyrir að teikningarnar hafi ekki tölvulegt yfirbragð, nema síður sé, þá veldur magn myndanna á
sýningunni því að erfitt er að forðast hugmyndina um fjöldaframleiðslu.“
MYNDLIST
Turpentine gallery Ingólfsstræti
Sýningin stendur til 3. mars. Opið þriðju-
daga til föstudaga kl. 12–18 og laug-
ardaga kl. 11–16
The Kodak Moments, Hallgrímur
Helgason, tölvuteikningar
Þóra Þórisdóttir
INNSETNING Adams Bateman í
Listasafni Akureyrar samanstendur
af gríðarstórum og formfáguðum
stafla af bókum, hringlaga formi á
gólfi fylltu með svörtum pastastöf-
um, veggverki með formfræðilegum
munstrum búnum til úr end-
urteknum setningum og handskrif-
aðri orðarunu á veggina hringinn í
kringum hin verkin.
Bókaskúlptúrinn er svo nákvæm-
lega upp raðaður að bygging hans
hlýtur að hafa verið gerð innan ná-
kvæms móts eins og þegar verið er
að steypa upp hús. Bókamassinn
gefur tilfinningu fyrir mikilli sam-
ansafnaðri þekkingu þrátt fyrir að
hvergi sjáist í kjöl á bók. Þó er einn
bókarkjölur sem snýr útvortis ef vel
er leitað, kjölur með titlinum „After
Babel“. Ekki þurfti þó þessa vís-
bendingu til að tengja verkið við
söguna um Babelsturninn því sýn-
ingin öll fjallar um stafa- og orða-
rugl um leið og hún hefur yfir sér yf-
irbragð upphafinnar rökvísi og allt
að því trúarlegri fagurfræði leynd-
ardóma tungumálsins.
Svörtu pastastafirnir liggja í rugli
innan nákvæms markaðs hrings og
upphefja hina trúarlegu hugmynd
um orðið sem lógos, sem uppruna
alls en einnig sem andlega fæðu sem
þurfi að melta eða fræ sem gefa fyr-
irheit um ávexti. Formfræðipæling-
arnar og munsturgerðin sem skap-
ast í veggverkinu leiðir hugann að
því að tungumálið felur í sér form og
innri rytma sem hægt er að meðtaka
sem hreinar sjónrænar eigindir
óháð innihaldi textans.
Í greininni „Um turna Babel“ eft-
ir Derrida má lesa pælingar hans
um merkingu orðsins Babel og eyði-
leggingu Babelsturnsins (ísl. þýð. í
Ritinu: 3/2004). Tungumálinu var
ruglað, ekki endilega sem refsingu
Guðs fyrir mikilmennsku mannanna
heldur einnig til að forða heiminum
frá því að ein þjóð eða ætt geti kom-
ið á menningarlegum fasisma og
þannig tekið sér guðlegt vald yfir
hvað er rétt eða rangt. Slík hug-
myndafræði virðist eiga fullt erindi
til okkar mannanna enn þann dag í
dag.
Sýningin er skipulagt kaos sem
felur í sér bendingar um leynd-
ardóma á upphafinn og ljóðrænan
hátt. Yfir henni hvílir andi fortíðar,
andi orða og laga og gleymdra
reglugerða. Í sýningarskrá kemur
fram að Bateman telur að í „grunn-
eigindum tungumálsins sé fólginn
lykill sem lýkur upp leyndardómum
alheimsins, tilverunnar og allra
hluta“. Ef sá kjarni er ekki á þver-
stæðukenndan hátt einfaldlega for-
malísk fagurfræði óleysanlegra og
óþýðanlegra leyndarmála fáum við
ekki neina innsýn í á hverju skoðun
hans byggist.
Sýningin er samt ákaflega falleg
og full af spámannlegri þrá, en um
leið svolítið fyrirsjáanleg og klisju-
kennd á köflum. Hún fer sér-
staklega vel saman með sýningu
Jóns Óskars í Listasafninu og ef vel
er að gáð gætu einmitt leynst á milli
þeirra sameiginlegir þræðir sem
tengjast þrá og leit að eðli lífsins og
tilgangi listarinnar, annar undir
merkjum Logos en hinn undir
merkjum Pathos.
Babel, orðarugl og
leyndardómur lífsins
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Bækur „Bókaskúlptúrinn er svo nákvæmlega upp raðaður að bygging
hans hlýtur að hafa verið gerð innan nákvæms móts eins og þegar verið er
að steypa upp hús,“ segir um sýningu Adam Bateman í dómnum en hér sést
listamaðurinn standa við bókaskúlptúr sinn í Listasafninu á Akureyri.
Þóra Þórisdóttir
MYNDLIST
Listasafn Akureyrar
Sýningin stendur til 4. mars.
Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 12–17.
Aðgangur er 400 kr.
Adam Bateman, innsetning
SKRIFSTOFU- OG ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI ÓSKAST
– KAUP EÐA LEIGA –
Eignamiðlun ehf. hefur verið beðið um að útvega viðskiptavin
sínum ca 1.000 fm húsnæði. Eignin má skiptast á tvær hæðir en
best væri ef allir fermetrarnir væru á einni hæð. Skilyrði er að
eigninni fylgi 40-50 bílastæði. Hverfin sem koma til greina eru
101, 103, 105 og 108. Önnur hverfi koma ekki til greina.
Nánari upplýsingar veitir Hákon Jónsson, lögg. fasteignasali.