Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 26

Morgunblaðið - 02.03.2007, Side 26
daglegt líf 26 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Nú er árshátíðavertíðin í algleymingi úti um borg og bí og þá er upplagt að nota helgina til að dekra svolítið við sig, ekki einvörðungu í mat og drykk, heldur ekki síður í líkamsdekri á borð við nudd, heitu pottana og góða og nær- andi göngutúra til að hlaða batteríin fyrir komandi vinnuviku. Tónleikar á Dillon Fyrir þá, sem eru í stuði fyrir smáeyrna- konfekt í kvöld er tilvalið að skella sér á Dillon þar sem hljómsveitin Royal Fortune ætlar að troða upp með tónleikum. Mikið kapp verður lagt á að plokka strengi á bössum, gíturum og banjóum á sem viðkunnanlegastan máta með seiðandi trumbuslætti og söngvasælu. Ásamt hljómsveitinni ætlar hinn síferski Helgi Valur að troða upp með nýtt efni en hann undirbýr upptökur á nýrri hljómplötu um þessar mund- ir. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og er frítt inn, en síðan ætla plötusnúðarnir Silja og Steinunn að halda uppi fjöri fram eftir kvöldi. Túlípanar í Blómavali Blómlegt verður um að litast í Blómavali í Skútuvogi um helgina því þá verða þar til sýn- is hátt í eitt hundrað mismunandi gerðir af túlípönum. Flestar hafa þær sérstaklega verið ræktaðar hér á landi fyrir þessa sýningu, en auk Blómavals standa garðyrkjubændur og nemendur Garðyrkjuskólans að sýningunni. Búið verður til sannkallað blómalandslag úr litskrúðugum túlípönum á sýningarsvæðinu, en margir kannast kannski við árlegar túl- ípanasýningar í Hollandi, helsta rækt- unarlandi túlípana í Evrópu. Dagur tónlistarskólanna Um helgina stendur líka mikið til hjá Tón- listarskólanum á Akureyri og Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands. Tónlistarskólinn heldur hátíðlegan dag tónlistarskólanna með tónleikum í Ketilhúsinu á morgun þar sem verða tónleikar í gangi allan daginn. Á sunnu- dag verða síðan tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands í Akureyrarkirkju kl. 16 með þátttöku strengjasveitar Tónlistarskól- ans. Óperur Niflungahringsins Fyrir óperuunnendur er kjörið að bregða sér í Norræna húsið næstu fjóra sunnudaga í mars því Richard Wagner-félagið á Íslandi mun þá sýna hinar fjórar óperur Nifl- ungahringsins af mynddiskum. Það eru óp- erurnar Rínargullið, Valkyrjan, Siegfried og Ragnarök. Sýningarnar hefjast kl. 13. Sýnd verður uppsetning frá Bayreuth í upptöku, sem gerð var árið 1991 í leikstjórn Harry Kupfer. Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að kynnast óperunum í uppsetningu og flutningi góðra listamanna. mælt með … Áföstudögum á föstunni verður blásiðtil saltfiskveislu í Neskirkju. Aðsögn Arnar Bárðar Jónssonar,sóknarprests í Neskirkju, er þetta hugmynd sem hann hefur verið með í mag- anum síðan hann var starfandi á biskupsstofu og hefur náð að koma á koppinn núna. „Þá stakk ég upp á því að við reyndum að vekja at- hygli á föstunni, þessu tímabili sem nú stendur yfir. Fasta er hluti af trúariðkun fólks um allan heim,“ segir Örn Bárður, „innan flestra ef ekki allra trúarbragða. Fastan er fyrir páskana, þá íhugum við þjáningar krists og beinum sjónum okkar enn frekar að neyð heimsins og vanda- málum. Hátíðin hefst svo þegar páskarnir koma; þegar upprisunni er fagnað. Þá breytir allt um tón.“ Markmiðið með saltfiskdögunum er þannig að vekja athygli á föstunni með máltíð svo að fólk geti komið saman og átt samfélag. „Hluti af andvirði máltíðarinnar rennur til líkn- armála,“ segir Örn Bárður. Nýtt safnaðarheimili við Neskirkju hefur breytt ýmsu fyrir starfsfólk kirkj- unnar. Kaffihúsið segir Örn Bárð- ur vera hið eina sinnar tegundar á landinu. „Við fengum biskupinn til að koma fyrsta skiptið sem við buðum upp á saltfisk á föstudegi og hann talaði um trú á föstu,“ segir Örn Bárður en bætir því svo við að annar flötur sé líka á mál- inu. „Við Íslendingar höfum flutt út ógrynni af saltfiski í gegnum aldirnar og stærstu mark- aðir okkar hafa verið í Suður-Evrópu. Skýringin er kannski að stærstum hluta sú að eftir kjötkveðjuhátíðina auka menn fiskneyslu í þessum löndum. Þar er saltfiskur það besta sem þeir fá.“ Áður fyrr borðuðu Íslendingar meiri fisk og kíminn segir Örn Bárður að hann minnist þess að hafa borðað fisk fimm sinnum í viku árið um kring. „Það var bara kjöt tvisvar í viku, á mið- vikudögum og sunnudögum,“ segir hann. „Föstudagur er sá dagur sem menn neyta ekki kjöts í kaþólsku löndunum.“ Fiskur eitt af fyrstu táknum kirkjunnar Margrét Hrönn Þrastardóttir, matráðskona í Neskirkju, var afar ánægð með hvernig til tókst fyrsta föstudaginn sem boðið var upp á saltfisk og sagði viðtökurnar hafa verið frá- bærar. Örn Bárður tekur undir það og hnykkir á því að maturinn hafi verið afar góður. Í dag kemur Einar K. Guðfinnsson í heim- sókn og talar um þorskinn út frá viðskiptalegu sjónarmiði og sjávarútveg. „Það er svo merki- legt að það skuli tengjast saman,“ segir Örn Bárður, „trú, fiskvinnsla og viðskipti. Þetta tengist allt í saltfiskinum, auk þess sem fisk- urinn er eitt af fyrstu táknum kirkjunnar.“ Ólafur Hannibalsson verður gestur þegar þriðji saltfiskföstudagurinn rennur upp í Nes- kirkju, en hann þýddi einmitt bókina Sögu þorsksins. Margrét matráðs- kona töfrar fram suð- ræna saltfiskrétti þessa daga og brást góðfúslega við bón um að gefa lesendum Morgunblaðsins slíka uppskrift auk þess sem hún lét uppskrift að ljúffengri og matarmikilli súpu fljóta með. Saltfiskur með hvítlauk og ólífum Fyrir 4 800 g saltfiskur, vel útvatnaður, roð- og bein- laus 3 msk hveiti 3 msk ólífuolía, extra virgin 2–3 stk hvítlaukur 1 stk chilipipar 1–2 bollar svartar ólífur safi úr 1⁄2 sítrónu 1 glas af vatni Saltfiskurinn skorinn í bita og velt upp úr hveitinu, steikt í ólífuolíunni í u.þ.b. þrjár mín- útur. Sett í eldfast form. Hvítlaukurinn kjarnhreinsaður, chilipipar er saxaður og ristaður á pönnu. Sítrónusafinn blandaður vatninu, hellt yfir og ólífum bætt út í, suðan látin koma upp. Þessu er svo hellt yfir saltfiskinn og bakað í fimm mínútur við 200° (180° blástursofn). Meðlæti 6–8 kartöflur 1 rófa 2–3 laukar 1 tsk grófmalaður svartur pipar 1 msk ólífuolía Kartöflur þvegnar og þerraðar, skornar í báta. Rófa skræld og skorin í teninga. Laukur saxaður. Öllu blandað saman. Sett í eldfast mót og bakað í 25 mínútur við 180°. Svo er gott salat alveg nauðsynlegt með. Kjúklingasúpa 500 g steikt kjúklingabringa, 1 laukur saxaður, lítil dós tómatmauk (-puré), 1 dós kókosmjólk, 1 lítri vatn 1–2 msk kjúklingakraftur, 1 lítill blaðlaukur, sneiddur 300 g þunnt sneiddar gulrætur 1 rauð paprika, skorin í strimla salt og pipar eftir smekk Tómatmauk og laukur sett í þykkbotna pott og hitað vel, best er ef tómatmaukið er að því komið að brenna við. Vatni, kjúklingakrafti, papriku og gulrótum bætt í og soðið í 15 mín. Þá er brytjuðum kjúklingabringum, kók- osmjólk og blaðlauk bætt við og soðið við væg- an hita í fimm mínútur. Morgunblaðið/Ásdís Smakkaðist vel Góður rómur var gerður að kræsingunum. Í dag kemur Einar K. Guðfinnsson í heimsókn og talar um þorskinn. Trú, fiskvinnsla og við- skipti tengjast í saltfiski Fasta Margrét Hrönn Þrastardóttir, matráðskona í Neskirkju, út- býr suðræna og seiðandi saltfiskrétti á föstudögum á föstunni. Hún var afar ánægð með hvernig til tókst fyrsta sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.