Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 28
daglegt líf 28 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Við höfum vissulega gert til-raunir til að vera sjálf-stæðir ungir drengir, enalltaf endað með því að elta hver annan enda má segja að bæði lögfræðin og KR sé okkur í blóð borið,“ segir hinn 27 ára gamli Stefán Karl Kristjánsson, sem er frumburður foreldra sinna, útskrif- aðist sem lögfræðingur frá HÍ í fyrravor og er nú farinn að starfa á lögfræðiskrifstofu föður síns og hæstaréttarlögmannsins Kristjáns Stefánssonar í Austurstræti 10a sem fæst við alhliða lögfræðiþjón- ustu. Móðirin Steinunn M. Lárusdóttir er líka lögfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri úrskurð- arnefndar almannatrygginga sem þarf að jafnaði að taka á fjögur hundruð kærumálum á ári. En það er ekki nóg með það að foreldrarnir og frumburðurinn séu í sínum daglegu störfum að fást við lögfræðifléttur því þau Steinunn og Kristján eiga þrjá syni til viðbótar sem allir stefna leynt og ljóst að því sama. Páll, sem er 23 ára, stefnir að BA-prófi í lögfræði í vor og Jón Bjarni, sem er 22 ára, lýkur því vorið 2008, en þá eiga þeir báðir eftir tveggja ára mastersnám. Ör- verpið hann Gunnar, sem fagnar tvítugsafmæli sínu í dag, er nú á lokaári í MR, sem er menntaskóli hinna bræðranna líka. Hann valdi sér lögfræði sem valfag og útilokar alls ekki þá hugmynd að hann muni feta í fótspor foreldra sinna og bræðra í lögfræðideild HÍ. „Fót- boltinn á hinsvegar hug minn allan sem stendur og það væri vissulega gaman að fá tækifæri í atvinnu- mennsku erlendis einhvern tímann. Ég geri mér hinsvegar grein fyrir því að ég þarf að afla mér ein- hverrar menntunar líka og ég er farinn að ímynda mér að það sé smálögfræðipressa ríkjandi hér heima,“ segir Gunnar, sem skrifaði undir leikmannasamning við Vík- inga fyrir jól eftir fimmtán ára knattspyrnuferil hjá KR. Stuðningsmenn á hliðarlínunni Fjölskyldan hefur alla sína tíð búið í Vesturbænum rétt við KR- völlinn og hafa strákarnir allir haft brennandi áhuga á boltanum síðan þeir voru smápollar. KR-heimilið hefur því að heita má verið eins og annað heimili bræðranna og ennþá eru þeir að leika sér með boltann, ýmist sem leikmenn eða þjálfarar. Þeir halda úti stuðnings- mannasíðu KR-inga og stofnuðu ásamt nokkrum félögum sínum Knattspyrnufélag Vesturbæjar heima í stofu haustið 2004 sem nú leikur í þriðju deildinni. Foreldr- arnir hafa því verið ötulir stuðn- ingsmenn á hliðarlínunni und- anfarin tuttugu ár auk þess sem húsfreyjan hefur mætt til að tippa á hverjum laugardagsmorgni í nokk- ur ár ásamt sjö öðrum kynsystrum sínum, svona til að brjóta karlaveld- ið svolítið upp, eins og hún orðar það. „Mamma kemur okkur sífellt á óvart með sinni alkunnu visku um menn og málefni í ensku deildinni. Hún veit allavega meira en við höldum,“ segir Jón Bjarni. Þrátt fyrir mikla samheldni skiptist fjöl- skyldan í tvennt í stuðningi við ensku meistaraliðin því á meðan bræðurnir og mamman halda með Liverpool stendur fjölskyldufað- irinn einn með Manchester United og er ánægður með sig enda segist hann alltaf vera í vinningsliðinu. „Við erum allir mjög samrýndir og höfum kosið að fara sömu leið í lífinu nánast undantekningalaust hingað til, hvort sem við erum að velja lið til að spila með eða halda með, framhaldsskóla eða nám. Eina frávikið er að ég hélt með Chicago Bulls á meðan hinir í fjölskyldunni héldu með Los Angeles Lakers,“ segir Jón Bjarni. Lestækni og smárökhugsun Þau Steinunn og Kristján þver- taka fyrir að hafa vísvitandi ýtt lög- fræðinni að sonunum. Lögfræðin hafi einfaldlega verið þeirra val og þau séu í reynd ekkert ósátt við það. Lengi vel stefndu strákarnir hver í sína áttina því á meðan hugur Stefáns Karls var við lögfræðina, ætlaði Jón Bjarni sér að verða læknir og Páll stefndi á líffræði. „En við snerumst báðir á loka- sprettinum,“ segir Jón og Páll bæt- ir við: „Okkur gengur vel og erum sáttir við okkar val. Erfiðast við lögfræðina er að ná tökum á les- tækninni og kunna að nota hjálp- argögnin. Allur lesturinn vex mörg- um laganemanum í augum og margir falla í þá gryfju að ætla sér að leggja allt á minnið. Þetta er á hinn bóginn spurning um tækni og smárökhugsun, kannski ekki ósvip- að skáklistinni,“ segir Páll og Stef- án botnar ræðuna með því að segja að erfiðasti hjallinn við lagadeildina hafi í sínum huga verið einbeittur vilji til að halda sér frá hinu öfluga félagslífi sem þar sé stundað. Að mati bræðranna er nauðsyn- legt að hafa gaman af því sem menn taka sér fyrir hendur því árangur náist ekki öðruvísi. Í því ljósi ákvað Stefán Karl að sameina nám og áhugamál og fór m.a. til Danmerk- ur til að nema íþróttalögfræði, sem er tiltöluleg ný og óskilgreind fræðigrein en lokaritgerð hans fjallaði um lyfjamál í íþróttum. En þegar maður hefur svona brennandi áhuga á lögfræði er þá ekki gott að geta leitað í smiðju for- eldranna? „Auðvitað er það kostur að hafa smáforskot í því að eiga mömmu og pabba sem hafa bæði þekkingu og reynslu í greininni. Við fáum stjórnsýsluréttinn í gegnum mömmu og refsiréttinn í gegnum pabba á mannamáli þegar kenn- ararnir eru farnir að flækja fræðin um of. Svo er mamma fín í að þýða dönsku, en sú var tíðin að lögfræðin var öll á dönsku og enn eimir smá- vegis eftir af því,“ segir Páll. Tónlistarnám og skákáhugi Fyrir utan það sem fram hefur komið hafa bræðurnir allir lært á hljóðfæri í nokkuð mörg ár og gætu því stofnað hljómsveit ef svo bæri undir, því Stefán Karl og Jón Bjarni lærðu á píanó, Páll á gítar og Gunnar á trompet. Tónleikar voru á heimilinu í fjöldamörg ár öll gaml- árskvöld við miklar vinsældir. Auk þess ríkir þónokkur skákáhugi á heimilinu þar sem að húsbóndinn er formaður skákdeildar KR og þykir ansi lunkinn skákmaður, einkum eftir að hann uppgötvaði töfra Netsins. „Ég hef þó passað upp á það að kenna strákunum ekkert nema mannganginn. Maður verður jú að hafa eitthvað fyrir sjálfan sig,“ segir Kristján að lokum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjölskyldan Hjónin Kristján Stefánsson og Steinunn M. Lárusdóttir kynntust í lögfræðideild HÍ og synirnir Páll, Gunnar, Jón Bjarni og Stefán Karl hyggjast allir að feta í fótspor þeirra. Samrýndir Bræðurnir Páll, Stefán Karl, Gunnar og Jón Bjarni kúra sig yf- ir lögfræðiskruddurnar og hjálpast stundum að við lærdóminn. Hjónin Steinunn M. Lárusdóttir og Kristján Stef- ánsson eiga fjóra syni, sem allir stefna að því að feta í fótspor foreldranna og gerast lögfræðingar. Jóhanna Ingvarsdóttir brá sér í heimsókn í Vesturbæinn til að forvitnast um hvort umræðuefni fjölskyldumeðlima snerist um eitthvað annað en lögfræði á heimilinu. „Mamma kemur okkur sífellt á óvart með sinni alkunnu visku um menn og málefni í ensku deildinni." Lögfræðifjölskyldan í Vesturbænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.