Morgunblaðið - 02.03.2007, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.03.2007, Qupperneq 30
matur 30 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Til eru foreldrar sem vita fáttskemmtilegra en að skipu-leggja og halda barna-fmæli, (jú, jú, þeir eru til) þessir sem sauma búninga fyrir alla gestina og ákveða þema með margra mánaða fyrirvara og skylda jafnvel alla gesti til að klæða sig í þeim anda. Þessir sem eru með alla leik- ina á hreinu og halda uppi skemmti- atriðum. En það eru þó fleiri sem kvíða því alltaf örlítið að halda af- mælið. Þetta þarf jú að heppnast vel svo litli anginn verði kátur og ánægður með „daginn sinn“. Mig hefur, eins og marga aðra, oft dreymt um að verða afmælasnill- ingur. Hef m.a. af miklum áhuga les- ið bækur um málið, hvernig maður getur auðveldlega saumað sjóræn- ingaskikkjur úr fóðurefni eða Hawa- ii-pils út tjulli og svo framvegis. En einhvern veginn höfum við alltaf endað með eitthvað auðveldara þeg- ar á hólminn er komið. Þetta er í sjálfu sér ekki flóknara en maður vill og mín lína er núna; eitt þema að vali barnsins sem verður eins áberandi í veislunni og tími vinnst til. Allar veitingar og skreytingar eru ákveðnar með afmælisbarninu um leið og það hefur aldur og þroska til. Leikir eru til staðar ef það passar og truflar ekki leik barnanna. Ef veitingarnar eru góðar eru allir glaðir og það er fleira gott en pítsu- veislur. Heitt fyllt brauð fyrir 8 2 frosin hálfbökuð baguette-brauð ½ dós létt smurostur með villi- sveppabragði ½ d matargerðarrjómi 100 g skinka 1 dl maísbaunir 1 hvítlaukgeiri 2 msk. steinselja, smátt söxuð Hrærið saman smurostinum og matargerðarrjómanum með mat- skeið. Þetta þarf ekkert endilega að verða alveg eins og sósa, bara svona nokkurn veginn. Skerið skinkuna í litla bita og setjið út í ásamt maís, ég nota alltaf frosinn maís og þíði í ör- bylgjuofninum því mér finnst hann mun betri en niðursoðinn en það má auðvitað líka nota hann. Setjið hvít- lauk og steinselju saman við. Skerið brauðin eftir endilöngu eins og þau væru pylsubrauð, þ.e. ekki í gegn. Smyrjið sveppakreminu inn í brauð- in og setjið þau inn í álpappír. Bakið við 180°C í u.þ.b. 15 mín. eða þar til fyllingin er bráðin inn í og brauðið aðeins byrjað að brúnast að utan. Skerið í sneiðar og berið fram strax. Prakkara bollur u.þ.b. 15 bollur 1 dl heitt vatn 1 1⁄2 dl mjólk 2 1⁄2 tsk. þurrger, (eða 1 bréf) 1⁄4 tsk. salt 1 tsk. hunang 4 dl hveiti 2 dl grófmalað spelt 2 msk. olía birki- eða sesamfræ til að setja ofan á 1 egg til að pensla bollurnar með Setjið heitt vatn og mjólk í skál og látið standa þar til það er u.þ.b. 37°C heitt. Blandið þá geri út í og salti, hunangi, hveiti og speltmjöli, hrærið saman og setjið olíuna saman við. Hnoðið í samfellt deig og látið lyfta sér í 20 mínútur. Breiðið viskustykki yfir á meðan. Hnoðið deigið að nýju og mótið að vild, hér er það ímynd- unaraflið sem ræður för. Þeytið egg- ið með gaffli og penslið yfir sköp- unarverkin. Látið brauðið lyfta sér í 30 mínútur. Bakið brauðið neðst í ofni við 220–225°C í 20–30 mín., boll- ur þurfa styttri tíma en stór brauð. Berið fram með áleggi að eigin vali eftir aldri og fjölda gesta. Afmæliskakan ein kaka fyrr u.þ.b. 10 2 egg 400 g sykur 200 g hveiti 200 g heilhveiti 2 tsk. matarsódi 2 tsk. lyftiduft 4 msk. kakó 1 msk. vanilludropar 5 dl súrmjólk 2 dl olía Krem 200 g sykur 1¼ dl vatn Prakkarabollur Þær eru hollar en líka svakalega góðar. Ljúffengt Heitt fyllt brauð er alltaf vinsælt í afmælisveislum. Fjölbreyttur fögnuður Allir sem eiga börn þurfa og vilja einhvern tímann halda afmælisboð fyrir barnið sitt þar sem önnur börn eru aðalgestirnir og fullorðnir fá í mesta lagi að vera aðeins með. Heiða Björg Hilmisdóttir veit vel hvers konar veisluréttir gefast vel við slík tækifæri. Afmæli Það er ekki amalegt að halda upp á afmælið sitt með svona kræsingar eru á borðum. Sætt Marenstertan magnaða er freistandi. Litríkt Marglitar múffur vekja aðdáun yngstu barnanna. Ljósmynd/Jón Svavarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.